Ísland nýtir sér stórveldakapphlaup Kína og Bandaríkjanna

Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur átt sér stað hjá íslenskum stjórnvöldum gagn­vart Kína, að því er fram kemur í nýrri rannsókn um samskipti Íslands og Kína sem kynnt verður á morgun í Þjóðminjasafninu.

samskipti íslands og kína
Auglýsing

Ísland sótt­ist eftir póli­tísku og efna­hags­legu skjóli Kína eftir hrun og not­færði sér auk­inn áhuga stór­veld­anna á Norð­ur­slóðum og stað­setn­ingu lands­ins í Norð­ur­-Atl­ants­hafi til þess að efla sam­skipti við Kína á sínum tíma. Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur hins vegar átt sér stað gagn­vart Kína. Í dag nýtir Ísland sér stór­velda­kapp­hlaup Kína og Banda­ríkj­anna í þeim til­gangi að reyna að tryggja land­inu póli­tískt og efna­hags­legt skjól frá Banda­ríkj­un­um.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri rann­sókn sem Baldur Þór­halls­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands og Snæ­fríður Gríms­dóttir aðjúnkt í kín­verskum fræðum unnu að um sam­skipti Íslands og Kína á árunum 1995-2021.

Baldur og Snæ­fríður ræddu við Geir Sig­urðs­son pró­fessor í kín­verskum fræðum við Háskóla Íslands í nýjasta þætti Völ­und­ar­húss­ins, þáttum um utan­rík­is­stefnu Íslands, um sam­skipti Íslands við Kína og nið­ur­stöður skýrsl­unn­ar. Rann­sóknin verður kynnt á morg­un, föstu­dag, á sér­stakri mál­stofu sem hefst klukkan 12:00 í Þjóð­minja­safn­inu.

Auglýsing

Íslenskir ráða­menn leit­uðu eftir skjóli kín­verskra stjórn­valda eftir hrunið

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýna að sam­skipti land­anna megi greina í fjögur mis­mun­andi tíma­bil.

Fyrsta tíma­bilið er frá árinu 1995 til 2007 þegar rík­is­stjórnir Íslands og Kína stuðl­uðu mark­visst að nán­ari sam­skiptum á milli ríkj­anna. Tíma­bilið hófst með opnun sendi­ráðs Íslands í Pek­ing árið 1995. Kína studdi umsókn Íslands að örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ísland studdi við áheyrn­ar­að­ild Kína að Norð­ur­skauts­ráð­inu og við­ur­kenndi Kína sem þróað mark­aðs­hag­kerfi með und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ingar um að efla efna­hags­leg tengsl land­anna. Tíma­bil­inu lauk með því að Kína og Ísland sam­mælt­ust um að kanna mögu­leik­ann á frí­versl­un­ar­samn­ingi á milli ríkj­anna.

Annað tíma­bilið hófst í kjöl­far efna­hags­hruns­ins haustið 2008 þegar íslenskir ráða­menn leit­uðu eftir skjóli kín­verskra stjórn­valda. Þá tók Kína ákvörðun um að veita Íslandi póli­tískt skjól, þ.e.a.s. diplómat­ískan stuðn­ing innan Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og gerði gjald­miðla­skipta­samn­ing við Ísland árið 2010. Kína veitti Íslandi einnig efna­hags­legt skjól með til­komu Frí­versl­un­ar­samn­ings­ins árið 2013 sem tók gildi ári seinna. Sam­fé­lags­leg sam­skipti land­anna fóru ört vax­andi á þessu tíma­bili. Löndin skrif­uðu undir fjöl­marga sam­starfs­samn­inga. Þetta átti einkum og sér í lagi við rann­sókna­sam­starf eins og jarð­hita­rann­sóknir og rann­sóknir tengdum Norð­ur­slóð­um. Kína kom í fyrsta sinn að olíu­leit á Norð­ur­slóðum í gegnum íslensk stjórn­völd og fyr­ir­tæki. Sam­vinna íslenskra háskóla við kín­verska háskóla jókst. Kon­fús­í­us­ar­stofn­unin Norð­ur­ljós var stofnuð við Háskóla Íslands. Með þessu var lagður grunnur að nánu póli­tísku, efna­hags­legu og sam­fé­lags­legu sam­starfi. Segja má að póli­tísk og efna­hags­leg sam­skipti land­anna hafi blómstrað á þessu tíma­bili. Það var ein­ungis á einu sviði sem þau gerðu það ekki en Íslend­ingar reynd­ust tor­tryggnir í garð fjár­fest­inga Kín­verja hér á landi og komu í veg fyrir landa­kaup Kín­verja á Norð­aust­ur­landi.

Nútím­inn ein­kenn­ist af var­færni íslenskra stjórn­valda í nálgun sinni gagn­vart Kína

Þriðja tíma­bilið hófst um 2015 og stóð stutt yfir eða til um 2017. Á þessu skeiði hætti Ísland smám saman að leita eftir skjóli kín­verskra stjórn­valda. Menn­ing­ar­leg tengsl tak­mörk­uð­ust við afmark­aða hópa sam­fé­lags­ins og voru mest á sviði bók­mennta. Vís­inda­sam­starf tak­mark­að­ist að miklum hluta við norð­ur­slóða- og norð­ur­ljósa­rann­sóknir þótt einka­fyr­ir­tæki hefðu náð árangri í nýt­ingu jarð­varma í Kína. Póli­tísk og efna­hags­leg tengsl náðu aldrei flugi. Póli­tísk sam­vinna færð­ist ekki í aukana, frí­versl­un­ar­samn­ing­ur­inn skil­aði minni ávinn­ingi en margir von­uð­ust eftir og litlar fjár­fest­ingar voru milli land­anna. Í sam­fé­lag­inu mátti greina ákveð­inn ótta við þau kín­versku áhrif sem ákveðnir hópar töldu að nú væri orðin raunin hér á landi. Í rann­sókn­inni er sýnt fram á það að Kína veitti Íslandi aðeins tak­markað efna­hags­legt skjól en að Íslandi hafi ekki hlotn­ast póli­tískt skjól frá Kína.

Fjórða og síð­asta tíma­bilið erum við nú að verða vitni að. Þetta tíma­bil ein­kenn­ist af var­færni íslenskra stjórn­valda í nálgun sinni gagn­vart Kína, stöðnun í sam­skiptum land­anna og nú allra síð­ast vax­andi ágrein­ingi. Þetta tíma­bil hófst í tengslum við ákvörðun íslenskra stjórn­valda að taka ekki afstöðu til þess hvort þiggja ætti boð kín­verskra stjórn­valda um þátt­töku í Belti og Braut, sem er inn­viða- og fjár­fest­inga­verk­efni kín­verskra stjórn­valda. Í dag taka íslensk stjórn­völd mið af stefnu helstu banda­manna sinna, þ.e. Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Norð­ur­land­anna, gagn­vart Kína.

Viðmælendur Baldurs voru að þessu sinni Snæfríður Grímsdóttir og Geir Sigurðsson. Mynd: Aðsend

Áhugi Banda­ríkj­anna á Íslandi til­kom­inn vegna auk­inna umsvifa Kína á norð­ur­slóðum

Við­mæl­endur í Völ­und­ar­húsi utan­rík­is­mála ræða sín á milli þá stað­reynd sem kemur fram í rann­sókn­inni að utan­rík­is­ráð­herra hafi lagt fram drög að frum­varpi til laga í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um breyt­ingu á varn­ar­mála­lögum um að end­ur­skil­greina örygg­is­svæði við Gunn­ólfs­vík­ur­fjall svo það nái yfir meiri­hluta Finna­fjarð­ar. Hags­muna­að­ilar hafi haft auga­stað á svæð­inu fyrir upp­bygg­ingu á stór­skipa­höfn á norð­ur­slóð­um. Í þessu sam­hengi sé athygl­is­vert að minn­ast á að árið 2020 sagði banda­rískur aðmíráll í heim­sókn sinni til Íslands að Banda­ríkin hefðu áhuga á að fjár­festa í öryggis­innviðum á Aust­ur­landi. Auk þessa íhugi íslensk stjórn­völd að tak­marka mögu­leika fjar­skipta­fyr­ir­tækja á Íslandi til sam­starfs við kín­verska fjar­skipta­geir­ann. Íslend­ingar taki einnig þátt í refsi­að­gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Kína sem settar voru á þessu ári.

Í þætt­inum kemur fram að auk­inn áhugi Banda­ríkj­anna á Íslandi sé fyrst og fremst til­kom­inn vegna auk­inna umsvifa Kína á norð­ur­slóðum og ótta um aukin sam­skipti Íslands og Kína, einkum á sviði efna­hags­mála, en einnig vegna auk­inna hern­að­ar­um­svifa Rússa á norð­ur­slóð­um. Ísland sé því að láta undan þrýst­ingi frá Banda­ríkj­unum með því að beina sjónum sínum frá Pek­ing og að Was­hington. En þetta sé vel­komin breyt­ing að mati sumra íslenskra ráða­menn sem beri þá von í brjósti að Ísland geti í fram­tíð­inni notið efna­hags­legt skjól frá Banda­ríkj­un­um.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í spil­ar­anum hér fyrir neð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent