Ísland nýtir sér stórveldakapphlaup Kína og Bandaríkjanna

Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur átt sér stað hjá íslenskum stjórnvöldum gagn­vart Kína, að því er fram kemur í nýrri rannsókn um samskipti Íslands og Kína sem kynnt verður á morgun í Þjóðminjasafninu.

samskipti íslands og kína
Auglýsing

Ísland sótt­ist eftir póli­tísku og efna­hags­legu skjóli Kína eftir hrun og not­færði sér auk­inn áhuga stór­veld­anna á Norð­ur­slóðum og stað­setn­ingu lands­ins í Norð­ur­-Atl­ants­hafi til þess að efla sam­skipti við Kína á sínum tíma. Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur hins vegar átt sér stað gagn­vart Kína. Í dag nýtir Ísland sér stór­velda­kapp­hlaup Kína og Banda­ríkj­anna í þeim til­gangi að reyna að tryggja land­inu póli­tískt og efna­hags­legt skjól frá Banda­ríkj­un­um.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri rann­sókn sem Baldur Þór­halls­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands og Snæ­fríður Gríms­dóttir aðjúnkt í kín­verskum fræðum unnu að um sam­skipti Íslands og Kína á árunum 1995-2021.

Baldur og Snæ­fríður ræddu við Geir Sig­urðs­son pró­fessor í kín­verskum fræðum við Háskóla Íslands í nýjasta þætti Völ­und­ar­húss­ins, þáttum um utan­rík­is­stefnu Íslands, um sam­skipti Íslands við Kína og nið­ur­stöður skýrsl­unn­ar. Rann­sóknin verður kynnt á morg­un, föstu­dag, á sér­stakri mál­stofu sem hefst klukkan 12:00 í Þjóð­minja­safn­inu.

Auglýsing

Íslenskir ráða­menn leit­uðu eftir skjóli kín­verskra stjórn­valda eftir hrunið

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýna að sam­skipti land­anna megi greina í fjögur mis­mun­andi tíma­bil.

Fyrsta tíma­bilið er frá árinu 1995 til 2007 þegar rík­is­stjórnir Íslands og Kína stuðl­uðu mark­visst að nán­ari sam­skiptum á milli ríkj­anna. Tíma­bilið hófst með opnun sendi­ráðs Íslands í Pek­ing árið 1995. Kína studdi umsókn Íslands að örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ísland studdi við áheyrn­ar­að­ild Kína að Norð­ur­skauts­ráð­inu og við­ur­kenndi Kína sem þróað mark­aðs­hag­kerfi með und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ingar um að efla efna­hags­leg tengsl land­anna. Tíma­bil­inu lauk með því að Kína og Ísland sam­mælt­ust um að kanna mögu­leik­ann á frí­versl­un­ar­samn­ingi á milli ríkj­anna.

Annað tíma­bilið hófst í kjöl­far efna­hags­hruns­ins haustið 2008 þegar íslenskir ráða­menn leit­uðu eftir skjóli kín­verskra stjórn­valda. Þá tók Kína ákvörðun um að veita Íslandi póli­tískt skjól, þ.e.a.s. diplómat­ískan stuðn­ing innan Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og gerði gjald­miðla­skipta­samn­ing við Ísland árið 2010. Kína veitti Íslandi einnig efna­hags­legt skjól með til­komu Frí­versl­un­ar­samn­ings­ins árið 2013 sem tók gildi ári seinna. Sam­fé­lags­leg sam­skipti land­anna fóru ört vax­andi á þessu tíma­bili. Löndin skrif­uðu undir fjöl­marga sam­starfs­samn­inga. Þetta átti einkum og sér í lagi við rann­sókna­sam­starf eins og jarð­hita­rann­sóknir og rann­sóknir tengdum Norð­ur­slóð­um. Kína kom í fyrsta sinn að olíu­leit á Norð­ur­slóðum í gegnum íslensk stjórn­völd og fyr­ir­tæki. Sam­vinna íslenskra háskóla við kín­verska háskóla jókst. Kon­fús­í­us­ar­stofn­unin Norð­ur­ljós var stofnuð við Háskóla Íslands. Með þessu var lagður grunnur að nánu póli­tísku, efna­hags­legu og sam­fé­lags­legu sam­starfi. Segja má að póli­tísk og efna­hags­leg sam­skipti land­anna hafi blómstrað á þessu tíma­bili. Það var ein­ungis á einu sviði sem þau gerðu það ekki en Íslend­ingar reynd­ust tor­tryggnir í garð fjár­fest­inga Kín­verja hér á landi og komu í veg fyrir landa­kaup Kín­verja á Norð­aust­ur­landi.

Nútím­inn ein­kenn­ist af var­færni íslenskra stjórn­valda í nálgun sinni gagn­vart Kína

Þriðja tíma­bilið hófst um 2015 og stóð stutt yfir eða til um 2017. Á þessu skeiði hætti Ísland smám saman að leita eftir skjóli kín­verskra stjórn­valda. Menn­ing­ar­leg tengsl tak­mörk­uð­ust við afmark­aða hópa sam­fé­lags­ins og voru mest á sviði bók­mennta. Vís­inda­sam­starf tak­mark­að­ist að miklum hluta við norð­ur­slóða- og norð­ur­ljósa­rann­sóknir þótt einka­fyr­ir­tæki hefðu náð árangri í nýt­ingu jarð­varma í Kína. Póli­tísk og efna­hags­leg tengsl náðu aldrei flugi. Póli­tísk sam­vinna færð­ist ekki í aukana, frí­versl­un­ar­samn­ing­ur­inn skil­aði minni ávinn­ingi en margir von­uð­ust eftir og litlar fjár­fest­ingar voru milli land­anna. Í sam­fé­lag­inu mátti greina ákveð­inn ótta við þau kín­versku áhrif sem ákveðnir hópar töldu að nú væri orðin raunin hér á landi. Í rann­sókn­inni er sýnt fram á það að Kína veitti Íslandi aðeins tak­markað efna­hags­legt skjól en að Íslandi hafi ekki hlotn­ast póli­tískt skjól frá Kína.

Fjórða og síð­asta tíma­bilið erum við nú að verða vitni að. Þetta tíma­bil ein­kenn­ist af var­færni íslenskra stjórn­valda í nálgun sinni gagn­vart Kína, stöðnun í sam­skiptum land­anna og nú allra síð­ast vax­andi ágrein­ingi. Þetta tíma­bil hófst í tengslum við ákvörðun íslenskra stjórn­valda að taka ekki afstöðu til þess hvort þiggja ætti boð kín­verskra stjórn­valda um þátt­töku í Belti og Braut, sem er inn­viða- og fjár­fest­inga­verk­efni kín­verskra stjórn­valda. Í dag taka íslensk stjórn­völd mið af stefnu helstu banda­manna sinna, þ.e. Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Norð­ur­land­anna, gagn­vart Kína.

Viðmælendur Baldurs voru að þessu sinni Snæfríður Grímsdóttir og Geir Sigurðsson. Mynd: Aðsend

Áhugi Banda­ríkj­anna á Íslandi til­kom­inn vegna auk­inna umsvifa Kína á norð­ur­slóðum

Við­mæl­endur í Völ­und­ar­húsi utan­rík­is­mála ræða sín á milli þá stað­reynd sem kemur fram í rann­sókn­inni að utan­rík­is­ráð­herra hafi lagt fram drög að frum­varpi til laga í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um breyt­ingu á varn­ar­mála­lögum um að end­ur­skil­greina örygg­is­svæði við Gunn­ólfs­vík­ur­fjall svo það nái yfir meiri­hluta Finna­fjarð­ar. Hags­muna­að­ilar hafi haft auga­stað á svæð­inu fyrir upp­bygg­ingu á stór­skipa­höfn á norð­ur­slóð­um. Í þessu sam­hengi sé athygl­is­vert að minn­ast á að árið 2020 sagði banda­rískur aðmíráll í heim­sókn sinni til Íslands að Banda­ríkin hefðu áhuga á að fjár­festa í öryggis­innviðum á Aust­ur­landi. Auk þessa íhugi íslensk stjórn­völd að tak­marka mögu­leika fjar­skipta­fyr­ir­tækja á Íslandi til sam­starfs við kín­verska fjar­skipta­geir­ann. Íslend­ingar taki einnig þátt í refsi­að­gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Kína sem settar voru á þessu ári.

Í þætt­inum kemur fram að auk­inn áhugi Banda­ríkj­anna á Íslandi sé fyrst og fremst til­kom­inn vegna auk­inna umsvifa Kína á norð­ur­slóðum og ótta um aukin sam­skipti Íslands og Kína, einkum á sviði efna­hags­mála, en einnig vegna auk­inna hern­að­ar­um­svifa Rússa á norð­ur­slóð­um. Ísland sé því að láta undan þrýst­ingi frá Banda­ríkj­unum með því að beina sjónum sínum frá Pek­ing og að Was­hington. En þetta sé vel­komin breyt­ing að mati sumra íslenskra ráða­menn sem beri þá von í brjósti að Ísland geti í fram­tíð­inni notið efna­hags­legt skjól frá Banda­ríkj­un­um.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í spil­ar­anum hér fyrir neð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent