Aron Einar ekki með í landsliðshópnum – „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi“

Þjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta hafa valið hvaða leikmenn spila tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 í október. Fyrirliðinn er ekki meðal leikmanna í hópnum. „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég get ekki farið nánar út í það.“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Auglýsing

Arnar Þór Við­ars­son, lands­liðs­þjálf­ari karla­lands­liðs­ins í fót­bolta, hefur valið hóp fyrir leik­ina gegn Armeníu og Liechten­stein í októ­ber næst­kom­andi. Athygli vekur að Aron Einar Gunn­ars­son fyr­ir­liði lands­liðs­ins var ekki val­inn í hóp­inn.

Ísland mætir Armeníu föstu­dag­inn þann 8. októ­ber og Liechten­stein mánu­dag­inn 11. októ­ber. Báðir leik­irnir fara fram á Laug­ar­dals­velli og hefj­ast þeir klukkan 18:45. Armenía er í öðru sæti rið­ils­ins með 11 stig, Ísland í því fimmta með fjögur stig og Liechten­stein í því neðsta með eitt stig.

Auglýsing

Hóp­ur­inn er sem hér seg­ir:

 • Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son - Vik­ing FK
 • Rúnar Alex Rún­ars­son - Oud-Hever­lee-­Leu­ven - 12 leikir
 • Elías Rafn Ólafs­son - FC Mid­tjyl­land
 • Jón Guðni Fjólu­son - Hammarby IF - 18 leik­ir, 1 mark
 • Ari Leifs­son - Stroms­god­set IF - 1 leikur
 • Brynjar Ingi Bjarna­son - US Lecce - 6 leik­ir, 2 mörk
 • Hjörtur Her­manns­son - Pisa - 23 leik­ir, 1 mark
 • Ari Freyr Skúla­son - IFK Norrköp­ing - 81 leikur
 • Guð­mundur Þór­ar­ins­son - New York City FC - 9 leikir
 • Alfons Samp­sted - FK Bodo/Glimt - 5 leikir
 • Birkir Már Sæv­ars­son - Valur - 101 leik­ur, 3 mörk
 • Þórir Jóhann Helga­son - US Lecce - 3 leikir
 • Ísak Berg­mann Jóhann­es­son - FC Köben­havn - 7 leikir
 • Birkir Bjarna­son - Adana Dem­ir­spor - 101 leik­ur, 14 mörk
 • Stefán Teitur Þórð­ar­son - Sil­ke­borg IF - 4 leikir
 • Andri Fannar Bald­urs­son - FC Köben­havn - 7 leikir
 • Guð­laugur Victor Páls­son - FC Schalke 04 - 28 leik­ir, 1 mark
 • Albert Guð­munds­son - AZ Alk­maar - 25 leik­ir, 4 mörk
 • Jón Dagur Þor­steins­son - AGF - 12 leik­ir, 1 mark
 • Mik­ael Neville And­er­son - AGF - 10 leik­ir, 1 mark
 • Jóhann Berg Guð­munds­son - Burnley - 81 leik­ur, 8 mörk
 • Andri Lucas Guðjohn­sen - Real Madrid Castilla - 3 leik­ir, 1 mark
 • Sveinn Aron Guðjohn­sen - IF Elfs­borg - 4 leikir
 • Viðar Örn Kjart­ans­son - Val­er­enga IF - 30 leik­ir, 4 mörk
 • Elías Már Ómars­son - Nimes Olymp­ique - 9 leikir

Mót­fallnir öllu ofbeldi

Á blaða­manna­fundi í dag sagði Arnar Þór að íþrótta­hreyf­ingin stæði frammi fyrir miklum áskor­un­um. Varla hefur farið fram hjá mörgum að ýmis­legt hefur gengið á und­an­farna mán­uði innan KSÍ eftir að frá­­sagnir af kyn­­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­­manna í knatt­­spyrnu komu upp á yfir­­­borðið fyrr í sum­­­ar. For­­maður KSÍ, Guðni Bergs­­son, sagði af sér emb­ætti í kjöl­farið og söm­u­­leiðis stjórn­­in.

Arnar Þór sagði á fund­inum að þau mál væru komin í ákveðið ferli og að innan KSÍ hefði verið hafið vinna til að laga verk­ferla innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Að hans mati er það mjög jákvætt en þeir Eiður Smári Guðjohn­sen aðstoð­ar­þjálf­ari eru sam­mála um að nauð­syn­legt sé að hafa ákveð­inn ramma til að vinna eftir hvað val á lands­liðs­mönnum varð­ar.

Hann benti jafn­framt á að þess­ari vinnu væri ekki lokið og að nú væri KSÍ í ákveðnu milli­bils­á­standi – en von er á nýrri stjórn og nýjum for­manni. „Vinnan mun klár­ast á næstu vik­um,“ sagði Arnar Þór. Hann impraði á því að hann og Eiður Smári væru „að sjálf­sögðu mót­fallnir öllu ofbeldi“ og að þeir vildu taka þátt í íþrótta­hreyf­ingu sem væri viljug til að laga það sem laga þarf.

Tók ákvörð­un­ina í sam­ráði við Aron Einar sem gaf kost á sér

Þegar Arnar Þór var spurður út í það af hverju Aron Einar væri ekki í hópnum þá seg­ist hann hafa tekið þá ákvörðun sjálf­ur. „Ástæð­urnar fyrir því eru utan­að­kom­andi og ég get ekki farið nánar út í það í dag. Ég bið ykkur að virða það.“

Hann seg­ist hafa átt góð sam­töl við Aron Einar um málið en fyr­ir­lið­inn gaf kost á sér í lið­ið. Arnar Þór seg­ist ekki vita hvað fram­tíðin beri í skauti sér varð­andi veru Arons Ein­ars í lands­lið­inu en þessi ákvörðun á ein­ungis við um þessa tvo leiki.

Sam­kvæmt Arn­ari Þór var ákvörð­unin tekin í sam­ráði við Aron Ein­ar. Hann vildi ekki útskýra nánar hvað fælist í þessum „ut­an­að­kom­andi“ aðstæðum en þegar tím­inn væri kom­inn á að gera það myndu þeir útskýra málið frek­ar.

Á fund­inum var einnig spurt út í það af hverju Kol­beinn Sig­þórs­son hefði ekki verið val­inn í hóp­inn og benti Arnar Þór á að hann væri meidd­ur. Hann árétt­aði að eng­inn hefði bannað þjálf­ur­unum að velja ákveðna menn í hóp­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent