Aron Einar ekki með í landsliðshópnum – „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi“

Þjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta hafa valið hvaða leikmenn spila tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 í október. Fyrirliðinn er ekki meðal leikmanna í hópnum. „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég get ekki farið nánar út í það.“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Auglýsing

Arnar Þór Við­ars­son, lands­liðs­þjálf­ari karla­lands­liðs­ins í fót­bolta, hefur valið hóp fyrir leik­ina gegn Armeníu og Liechten­stein í októ­ber næst­kom­andi. Athygli vekur að Aron Einar Gunn­ars­son fyr­ir­liði lands­liðs­ins var ekki val­inn í hóp­inn.

Ísland mætir Armeníu föstu­dag­inn þann 8. októ­ber og Liechten­stein mánu­dag­inn 11. októ­ber. Báðir leik­irnir fara fram á Laug­ar­dals­velli og hefj­ast þeir klukkan 18:45. Armenía er í öðru sæti rið­ils­ins með 11 stig, Ísland í því fimmta með fjögur stig og Liechten­stein í því neðsta með eitt stig.

Auglýsing

Hóp­ur­inn er sem hér seg­ir:

 • Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son - Vik­ing FK
 • Rúnar Alex Rún­ars­son - Oud-Hever­lee-­Leu­ven - 12 leikir
 • Elías Rafn Ólafs­son - FC Mid­tjyl­land
 • Jón Guðni Fjólu­son - Hammarby IF - 18 leik­ir, 1 mark
 • Ari Leifs­son - Stroms­god­set IF - 1 leikur
 • Brynjar Ingi Bjarna­son - US Lecce - 6 leik­ir, 2 mörk
 • Hjörtur Her­manns­son - Pisa - 23 leik­ir, 1 mark
 • Ari Freyr Skúla­son - IFK Norrköp­ing - 81 leikur
 • Guð­mundur Þór­ar­ins­son - New York City FC - 9 leikir
 • Alfons Samp­sted - FK Bodo/Glimt - 5 leikir
 • Birkir Már Sæv­ars­son - Valur - 101 leik­ur, 3 mörk
 • Þórir Jóhann Helga­son - US Lecce - 3 leikir
 • Ísak Berg­mann Jóhann­es­son - FC Köben­havn - 7 leikir
 • Birkir Bjarna­son - Adana Dem­ir­spor - 101 leik­ur, 14 mörk
 • Stefán Teitur Þórð­ar­son - Sil­ke­borg IF - 4 leikir
 • Andri Fannar Bald­urs­son - FC Köben­havn - 7 leikir
 • Guð­laugur Victor Páls­son - FC Schalke 04 - 28 leik­ir, 1 mark
 • Albert Guð­munds­son - AZ Alk­maar - 25 leik­ir, 4 mörk
 • Jón Dagur Þor­steins­son - AGF - 12 leik­ir, 1 mark
 • Mik­ael Neville And­er­son - AGF - 10 leik­ir, 1 mark
 • Jóhann Berg Guð­munds­son - Burnley - 81 leik­ur, 8 mörk
 • Andri Lucas Guðjohn­sen - Real Madrid Castilla - 3 leik­ir, 1 mark
 • Sveinn Aron Guðjohn­sen - IF Elfs­borg - 4 leikir
 • Viðar Örn Kjart­ans­son - Val­er­enga IF - 30 leik­ir, 4 mörk
 • Elías Már Ómars­son - Nimes Olymp­ique - 9 leikir

Mót­fallnir öllu ofbeldi

Á blaða­manna­fundi í dag sagði Arnar Þór að íþrótta­hreyf­ingin stæði frammi fyrir miklum áskor­un­um. Varla hefur farið fram hjá mörgum að ýmis­legt hefur gengið á und­an­farna mán­uði innan KSÍ eftir að frá­­sagnir af kyn­­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­­manna í knatt­­spyrnu komu upp á yfir­­­borðið fyrr í sum­­­ar. For­­maður KSÍ, Guðni Bergs­­son, sagði af sér emb­ætti í kjöl­farið og söm­u­­leiðis stjórn­­in.

Arnar Þór sagði á fund­inum að þau mál væru komin í ákveðið ferli og að innan KSÍ hefði verið hafið vinna til að laga verk­ferla innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Að hans mati er það mjög jákvætt en þeir Eiður Smári Guðjohn­sen aðstoð­ar­þjálf­ari eru sam­mála um að nauð­syn­legt sé að hafa ákveð­inn ramma til að vinna eftir hvað val á lands­liðs­mönnum varð­ar.

Hann benti jafn­framt á að þess­ari vinnu væri ekki lokið og að nú væri KSÍ í ákveðnu milli­bils­á­standi – en von er á nýrri stjórn og nýjum for­manni. „Vinnan mun klár­ast á næstu vik­um,“ sagði Arnar Þór. Hann impraði á því að hann og Eiður Smári væru „að sjálf­sögðu mót­fallnir öllu ofbeldi“ og að þeir vildu taka þátt í íþrótta­hreyf­ingu sem væri viljug til að laga það sem laga þarf.

Tók ákvörð­un­ina í sam­ráði við Aron Einar sem gaf kost á sér

Þegar Arnar Þór var spurður út í það af hverju Aron Einar væri ekki í hópnum þá seg­ist hann hafa tekið þá ákvörðun sjálf­ur. „Ástæð­urnar fyrir því eru utan­að­kom­andi og ég get ekki farið nánar út í það í dag. Ég bið ykkur að virða það.“

Hann seg­ist hafa átt góð sam­töl við Aron Einar um málið en fyr­ir­lið­inn gaf kost á sér í lið­ið. Arnar Þór seg­ist ekki vita hvað fram­tíðin beri í skauti sér varð­andi veru Arons Ein­ars í lands­lið­inu en þessi ákvörðun á ein­ungis við um þessa tvo leiki.

Sam­kvæmt Arn­ari Þór var ákvörð­unin tekin í sam­ráði við Aron Ein­ar. Hann vildi ekki útskýra nánar hvað fælist í þessum „ut­an­að­kom­andi“ aðstæðum en þegar tím­inn væri kom­inn á að gera það myndu þeir útskýra málið frek­ar.

Á fund­inum var einnig spurt út í það af hverju Kol­beinn Sig­þórs­son hefði ekki verið val­inn í hóp­inn og benti Arnar Þór á að hann væri meidd­ur. Hann árétt­aði að eng­inn hefði bannað þjálf­ur­unum að velja ákveðna menn í hóp­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent