Aron Einar ekki með í landsliðshópnum – „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi“

Þjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta hafa valið hvaða leikmenn spila tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 í október. Fyrirliðinn er ekki meðal leikmanna í hópnum. „Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég get ekki farið nánar út í það.“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Auglýsing

Arnar Þór Við­ars­son, lands­liðs­þjálf­ari karla­lands­liðs­ins í fót­bolta, hefur valið hóp fyrir leik­ina gegn Armeníu og Liechten­stein í októ­ber næst­kom­andi. Athygli vekur að Aron Einar Gunn­ars­son fyr­ir­liði lands­liðs­ins var ekki val­inn í hóp­inn.

Ísland mætir Armeníu föstu­dag­inn þann 8. októ­ber og Liechten­stein mánu­dag­inn 11. októ­ber. Báðir leik­irnir fara fram á Laug­ar­dals­velli og hefj­ast þeir klukkan 18:45. Armenía er í öðru sæti rið­ils­ins með 11 stig, Ísland í því fimmta með fjögur stig og Liechten­stein í því neðsta með eitt stig.

Auglýsing

Hóp­ur­inn er sem hér seg­ir:

 • Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son - Vik­ing FK
 • Rúnar Alex Rún­ars­son - Oud-Hever­lee-­Leu­ven - 12 leikir
 • Elías Rafn Ólafs­son - FC Mid­tjyl­land
 • Jón Guðni Fjólu­son - Hammarby IF - 18 leik­ir, 1 mark
 • Ari Leifs­son - Stroms­god­set IF - 1 leikur
 • Brynjar Ingi Bjarna­son - US Lecce - 6 leik­ir, 2 mörk
 • Hjörtur Her­manns­son - Pisa - 23 leik­ir, 1 mark
 • Ari Freyr Skúla­son - IFK Norrköp­ing - 81 leikur
 • Guð­mundur Þór­ar­ins­son - New York City FC - 9 leikir
 • Alfons Samp­sted - FK Bodo/Glimt - 5 leikir
 • Birkir Már Sæv­ars­son - Valur - 101 leik­ur, 3 mörk
 • Þórir Jóhann Helga­son - US Lecce - 3 leikir
 • Ísak Berg­mann Jóhann­es­son - FC Köben­havn - 7 leikir
 • Birkir Bjarna­son - Adana Dem­ir­spor - 101 leik­ur, 14 mörk
 • Stefán Teitur Þórð­ar­son - Sil­ke­borg IF - 4 leikir
 • Andri Fannar Bald­urs­son - FC Köben­havn - 7 leikir
 • Guð­laugur Victor Páls­son - FC Schalke 04 - 28 leik­ir, 1 mark
 • Albert Guð­munds­son - AZ Alk­maar - 25 leik­ir, 4 mörk
 • Jón Dagur Þor­steins­son - AGF - 12 leik­ir, 1 mark
 • Mik­ael Neville And­er­son - AGF - 10 leik­ir, 1 mark
 • Jóhann Berg Guð­munds­son - Burnley - 81 leik­ur, 8 mörk
 • Andri Lucas Guðjohn­sen - Real Madrid Castilla - 3 leik­ir, 1 mark
 • Sveinn Aron Guðjohn­sen - IF Elfs­borg - 4 leikir
 • Viðar Örn Kjart­ans­son - Val­er­enga IF - 30 leik­ir, 4 mörk
 • Elías Már Ómars­son - Nimes Olymp­ique - 9 leikir

Mót­fallnir öllu ofbeldi

Á blaða­manna­fundi í dag sagði Arnar Þór að íþrótta­hreyf­ingin stæði frammi fyrir miklum áskor­un­um. Varla hefur farið fram hjá mörgum að ýmis­legt hefur gengið á und­an­farna mán­uði innan KSÍ eftir að frá­­sagnir af kyn­­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­­manna í knatt­­spyrnu komu upp á yfir­­­borðið fyrr í sum­­­ar. For­­maður KSÍ, Guðni Bergs­­son, sagði af sér emb­ætti í kjöl­farið og söm­u­­leiðis stjórn­­in.

Arnar Þór sagði á fund­inum að þau mál væru komin í ákveðið ferli og að innan KSÍ hefði verið hafið vinna til að laga verk­ferla innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Að hans mati er það mjög jákvætt en þeir Eiður Smári Guðjohn­sen aðstoð­ar­þjálf­ari eru sam­mála um að nauð­syn­legt sé að hafa ákveð­inn ramma til að vinna eftir hvað val á lands­liðs­mönnum varð­ar.

Hann benti jafn­framt á að þess­ari vinnu væri ekki lokið og að nú væri KSÍ í ákveðnu milli­bils­á­standi – en von er á nýrri stjórn og nýjum for­manni. „Vinnan mun klár­ast á næstu vik­um,“ sagði Arnar Þór. Hann impraði á því að hann og Eiður Smári væru „að sjálf­sögðu mót­fallnir öllu ofbeldi“ og að þeir vildu taka þátt í íþrótta­hreyf­ingu sem væri viljug til að laga það sem laga þarf.

Tók ákvörð­un­ina í sam­ráði við Aron Einar sem gaf kost á sér

Þegar Arnar Þór var spurður út í það af hverju Aron Einar væri ekki í hópnum þá seg­ist hann hafa tekið þá ákvörðun sjálf­ur. „Ástæð­urnar fyrir því eru utan­að­kom­andi og ég get ekki farið nánar út í það í dag. Ég bið ykkur að virða það.“

Hann seg­ist hafa átt góð sam­töl við Aron Einar um málið en fyr­ir­lið­inn gaf kost á sér í lið­ið. Arnar Þór seg­ist ekki vita hvað fram­tíðin beri í skauti sér varð­andi veru Arons Ein­ars í lands­lið­inu en þessi ákvörðun á ein­ungis við um þessa tvo leiki.

Sam­kvæmt Arn­ari Þór var ákvörð­unin tekin í sam­ráði við Aron Ein­ar. Hann vildi ekki útskýra nánar hvað fælist í þessum „ut­an­að­kom­andi“ aðstæðum en þegar tím­inn væri kom­inn á að gera það myndu þeir útskýra málið frek­ar.

Á fund­inum var einnig spurt út í það af hverju Kol­beinn Sig­þórs­son hefði ekki verið val­inn í hóp­inn og benti Arnar Þór á að hann væri meidd­ur. Hann árétt­aði að eng­inn hefði bannað þjálf­ur­unum að velja ákveðna menn í hóp­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent