Leikjafræði fótboltans útskýrð fyrir Hansi Flick

Eikonomics útskýrir fyrir landsliðsþjálfara Þýskalands, og öllum hinum, hvernig hann hefði getað beitt leikjafræði og sent Spán heim af heimsmeistaramótinu í Katar og sent þannig mikilvæg skilaboð.

Auglýsing

Eins og allir vita end­aði heims­meist­ara­mótið í Katar snemma fyrir Þýska­land. Eftir frekar klúð­urs­lega byrj­un, þar sem þeir töp­uðu á móti Jap­an, og svo fína frammi­stöðu gegn Spáni tók Die National­elf sig til og klár­uðu Costa Rica örugg­lega 4-2 í síð­asta leiknum sínum á mót­inu. Sem var þó ekki nóg.

Japan aftur á móti, á ein­hvern ótrú­legan hátt, skopp­aði á milli leikja og fann sig í 16 liða úrslit­um. Japan vann óvart Þýska­land tap­aði 1-0 á móti Costa Rica og svo, öllum til undr­un­ar, vann Spán 2-1.

Sem nokkuð vel aðlag­aður inn­flytj­andi í Þýska­landi, og faðir og eig­in­maður Þjóð­verja, var ég þó nokkuð spældur í lok leiks Þýska­lands og Costa Rica. Ekki það að þýska liðið hafi staðið sig sér­stak­lega illa, það var alveg fínt. Alla­vega eftir því sem ég gat séð, ég er veit eitt­hvað um leiki en þó ekki mikið um þessa íþrótt.

Það sem spældi mig þó mest var það að þegar sjö mín­útur af tíu í upp­bót­ar­tíma var lok­ið, og Þýska­land tveimur mörkum yfir gegn Costa Rica og greini­legt að Spánn var búin tapað gegn Jap­an, hefði ég viljað sjá Þjóð­verja skora þrjú mörk á þremur mín­út­um. Öll í eigið mark. Og tapa þar með leiknum gegn Cost Rica og gefa þeim pláss Spánar í 16-liða úrslitum og þar með sent fram­tíðar and­stæð­ingum mínum mik­il­væg skila­boð.

Staðan fyrir leik­ina

Áður en leikir Þýska­lands/Costa Rica og Spán­ar/Japan hófust var staðan í riðl­unum virki­lega spenn­andi.

  • Ef Þýska­land ynni Costa Rica og Spánn ynni Japan þá hefði Þýska­land kom­ist áfram.
  • Ef Spánn gerði jafn­tefli við Japan þá hefði Þýska­land þurft að vinna Costa Rica með tveggja marka mun til þess að kom­ast áfram, ann­ars færi Japan áfram.
  • Ef Spánn tap­aði gegn Japan (með einu marki) þá hefði eina leiðin fyrir Þýska­land til að kom­ast áfram að vinna Costa Rica – með átta marka mun.
  • Eina leiðin fyrir Costa Rica til að kom­ast áfram var að vinna Þýska­land og vona að Japan myndi vinna Spán. Og Þá hefði Spánn dottið úr keppn­inni og Japan farið áfram með Costa Rica.

Þetta var því merki­legt ástand, alla­vega ef maður spáir í því hvaða merki liðin hefðu átt að senda hvor öðru áður en leik­irnir hófust.

Spánn vissi að Þýska­land yrði að vinna Costa Rica. Og Spánn vissi að það er nán­ast örugg nið­ur­staða. Því er voða lítið upp úr því að hafa að brenna of miklu elds­neyti í að vinna Jap­an, betra að taka því rólega og spara ork­una fyrir úrslita­keppn­ina. Jafn­tefli er fínt veð­mál, ef það klikkar og Japan vinnur (sem það hefði aldrei gert með meira en einu eða tveimur mörk­um), þá er nán­ast öruggt að Þýska­land vinni Costa Rica og Spánn fari áfram.

Spánn hefði unnið Japan hefði Þýska­land sett húsið að veði

Þýska­land hafði sama aðgang að öllum þessu sömu upp­lýs­ingum og Spánn. Og þar sem Þjóð­verjar vissu að þeir sjálfir yrðu að vinna Costa Rica, það hámarkar lík­urnar á því að þeir kom­ist áfram, þá átta þeir sig á því að það er tak­mark­aður hvati fyrir Spán­verja að leggja sig alla fram. Ekki nóg með það, þá væri eflaust best fyrir Spán að losna bara við Þýska­land fyrr en síður úr keppn­inni.

Þess vegna hefði Þýska­land átt að setja húsið að veði.

Hans-Dieter Flick, „Hansi“, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu. Mynd: EPA

Ég átta mig á því að Þýska­land hefði ekki getað gefið frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kæmi að ef Spánn væri undir gegn Japan í upp­bót­ar­tíma að þá myndu Þjóð­verjar herja á eigið mark og skora það mörg sjálfs­mörk að Spánn kæm­ist ekki áfram. Alla­vega væri það ekki vel séð.

En, þeir hefðu getað gefið út yfir­lýs­ingu þess efn­is, eða alla­vega gefið til kynna, að Spánn ætti að spila gegn Japan til að vinna, örugg­lega. Allt annað en að spila til sigur væri þá nefni­lega veð­mál sem Spánn gæti tap­að.

Með því að stilla upp 11 sókn­ar­mönn­um: 0-0-11, eða alla­vega fylla völl­inn af leik­mönnum sem kunna að skora, hefði Þýska­land getað gefið til kynna að þeir ætl­uðu að leggja allt undir – go for-broke – og þar með neytt Spán til að leggja allt á sig til að vinna.

Slík yfir­lýs­ing hefði gert það algjör­lega skýrt að allt gæti gerst. Þýska­land væri til í að taka áhættu og það gæti vel þýtt að þeir myndu vinna Costa Rica 11-2 eða 15-5. Eða mögu­lega tapa. Hvernig þetta gengi væri ófyr­ir­sjá­an­legt.

Hefði Þýska­land ein­fald­lega lofað því að ekk­ert væri hægt að segja til um það hvernig leik­ur­inn gegn Costa Rica færi, þá hefði Spánn ekk­ert getað gert nema reynt að vinna Jap­ana. Og lík­leg­ast, af því gefnu hvað Þýska­land er mikið betra en Costa Rica, þá hefði Þýska­land unnið Costa Rica.

Það sem er best fyrir Die National­elf er ekki endi­lega best fyrir Hansi Flick

Að setja alla í sókn frá upp­hafi hefði auð­vitað verið áhættu­samt fyrir þjálf­ara þýska liðs­ins, Hansi Flick. Ef Þýska­land hefði dratt­ast út úr keppn­inni eftir að tapa 14-12 fyrir Costa Rica, þá hefði hann lík­leg­ast endað fljót­lega á hreppnum eftir heim­kom­una. Því var örugg­ast fyrir hann að spila þennan leik með það mark­miði að vinna með tveggja marka mun.

Auglýsing
Þannig hefði Þýska­land kom­ist áfram, ef Spánn hefði drull­ast til að gera í það minnsta jafn­tefli við Japan og þegar Spánn tap­aði, þá var það að hluta Spáni að kenna að Þýska­land hefði ekki kom­ist áfram. Þýska­land gerði það sem þótti „skyn­sam­legt“ í stöð­unni. Og sjaldan er fólk rekið fyrir að gera það sem flestir telja skyn­sam­legt. Jafn­vel þó leikja­fræðin segi okkur það að það hefði verið hægt að taka skyn­sam­ari ákvörðun í þeirri stöðu sem var.

Fyrr nefndi ég það sem ég hefði gert, hefði ég verið ráð­inn þjálf­ari Þýska­lands fyrir mótið (sem hefði verið versta ráð­in­ing mann­kyns­sög­unn­ar!) Á 97 mín­útu, þegar það var ljóst að Spánn hafði tapað á móti Jap­an, hefði ég skipað leik­mönnum mínum að skora 3 sjálfs­mörk. Það hefði vissu­lega ekki breytt neinu fyrir liðið mitt, Þýska­land hafi dottið úr keppn­inni. En, ég hefði séð það sem fjár­fest­ingu í mann­orði liðs­ins. Því hefði Þýska­land gefið leik­inn á síð­ustu 3 mín­út­un­um, þá hefði Þýska­land rifið Spán með sér og kennt þeim – og öllum öðrum liðum í fram­tíð­inni sem íhuga að spila undir getu í sam­bæri­legri stöðu – mik­il­væga lex­íu. Það borgar sig að gera sitt besta ef það kemur niður á Þýska­landi að gera sitt næst besta.

En jæja, hvað veit ég. Þetta er auð­vitað flókn­ari leikur en það að maður geti stillt honum upp í ein­földu mód­eli eins og ég geri hér. Og kannski er eitt­hvað sem ég er að missa af. Það er ekki ólík­legt, ég þurfti að googla hvort 22 eða 24 leik­menn byrj­uðu inn á vell­in­um. Það er þó gaman að pæla í þessu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics