Sjaldan að maður Pfizer-BioNTech

Eikonomics skrifar um gífurlega tekjuaukningu þýska líftæknifyrirtækisins BioNTech á síðasta ári.

Auglýsing

Fyrir ekki löngu síðan sátum við konan mín fyrir framan sjón­varpið á heim­ili okkar í Þýska­landi og horfðum á átta­f­rétt­ir, eins og við gerum flest kvöld. Rútínan var nokkuð svipuð og vana­lega: COVID, Úkra­ína, lofts­lags­breyt­ing­ar, ESB og ein­hver gam­all og merki­legur Þjóð­verji féll frá. Það sem skar sig úr var frétt um hag­vöxt. Þýska hag­kerfið óx um 2,7% árið 2021.

2,7% voru smá von­brigði, en kom þó ekki á óvart. Þýska­land er bæði háð­ara alþjóð­legum aðfanga­keðjum en flestar aðrar þjóð­ir, auk þess sem neyt­endur í Þýska­landi eiga það til að troða kodd­ann sinn fullan af sparifé og sofa á honum þegar óveð­urs­merki eru á lofti. Með öðrum orð­um, útflutn­ingur náði ekki 30.000 feta hæð og einka­neysla þjáð­ist meira en sjúk­dóm­ur­inn gaf til kynna.

Örv­un­ar­skammtur þýska hag­kerf­is­ins

Innan um þessi von­brigði eru þó ansi magn­aðar frétt­ir. 0,5 pró­sentu­stig hag­vaxt­ar­ins mátti rekja beint til afkomu eins fyr­ir­tæk­is. Áætlað er að þegar síð­ustu baun­irnar hafa verið taldar hafi tekjur fyr­ir­tæk­is­ins árið 2021 verið í kringum 17 millj­arðar evr­a,en á gengi dags­ins eru það um 2,45 billjónir króna. Til sam­an­burðar var lands­fram­leiðsla Íslands árið 2020 í kringum 2,9 billjónir króna. Með öðrum orð­um, verð­mæta­sköpun okkar allra lögð saman var sam­bæri­leg verð­mæta­sköpun eins fyr­ir­tækis sem rétt skreið yfir núllið í fyrsta skipti árið 2020.

Mynd 1 – Tekjur BioNTech og lands­fram­leiðsla Íslands

Heimild: Hagstofa og ársreikningar BioNTech.

Fyr­ir­tækið er að sjálf­sögðu BioNTech. BioNTech er til húsa í til­gerð­ar­litlu atvinnu­hús­næði í Gull­námu 12 í borg­inni Mainz. Þetta er ekki grín. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins sem bar ábyrgð á 0,5% af verð­mæta­sköpun Þýska­lands árið 2021 eru stað­settar an der Gold­grube 12. Frekar við­eig­andi. Gull­náman, þar sem gull­náman BioNTech er stað­sett, er eins og áður sagði, í borg­inni Mainz. Sem margir kann­ast við en fæstir þekkja. Lítil borg þar sem um 250 þús­und manns búa.

Skuld­laus bær

Fyr­ir­tækja­skattar í Þýska­landi eru svip­aðir og heima. Þeir skipt­ast í tekju­skatta (15.8%) og útsvar sem er óþarf­lega flók­ið, að þýskum sið. Útsvarið virkar þannig að grunn­pró­senta (3,5%) er marg­földuð með tölu sem hvert sveita­fé­lag velur fyrir sig. Í það minnsta verður að marg­alda grunn­pró­sent­una með 2 og í til­felli Mainz er þessi tala 4,4. Það þýðir það að BioNTech greiddi u.þ.b. 31% í tekju­skatt árið 2021.

Fyrstu þrjá árs­fjórð­unga árs­ins 2021 nam hagn­aður BioNtech 7 millj­örðum evra og endar lík­lega nær 10 millj­örðum þegar sveittir bók­arar fyr­ir­tæk­is­ins klára að telja síð­ustu baun­irn­ar.

Mynd 2: Hagn­aður BioNTech, 2020Q1 – 2021Q3

Heimild: Ársfjórðungsskýrslur BioNTech

Útsvarið rennur að mestu til bæj­ar­fé­lags­ins Mainz. BioNTech er reyndar líka með verk­smiðju og rekstur í hinni und­ur­fögru Mar­burg en Mainz fær þó hluta refs­ins, einn millj­arð evra árið 2021. Á næsta ári reiknar borgin með um hálfum millj­arði í við­bót. Heild­ar­skuldir Mainz námu um 1,2 millj­örðum evra árið 2021 og má því segja að Mainz, sem var þokka­lega skuld­sett bæj­ar­fé­lag áður, sé nú tækni­lega skuld­laust. Alla­vega gæti það verið það ef það myndi nota þessa pen­inga til að greiða niður skuld­ir.

Borg­ar­stjórn Mainz hefur nú þegar lofað að nota hval­rekan vel. Til að mynda ætlar hún að lækka útsvarið í borg­inni úr 15,4% í 11% og allir sem reka fyr­ir­tæki í bænum græða og bær­inn verður sam­keppn­is­hæf­ari fyrir vik­ið. BioNTech örvar því ekki bara ónæm­is­kerfi heldur líka efna­hag heima­bæjar síns og Þýska­lands.

Krónur van­meta raun­veru­legt fram­lag BioNTech

Oft heyrir maður fólk bölva gráð­ugum lyfja­fyr­ir­tækj­um. Stundum á slíkt rétt á sér. Á tíma­bili fengu bólu­efna­fram­leið­endur að heyra það, gráðug svín. Allir sem græða eru vond­ir, sér­stak­lega ef varan bjargar manns­líf­um. Ein­hverjir köll­uðu jafn­vel á opnun upp­skrifta­bókar BioNTech, rétt­ast væri að taka af þeim einka­leyf­ið; allir áttu að fá sér BioNTech en BioNTech átti ekki að fá borgað fyrir fjár­fest­ing­una, áhættuna.

Auglýsing

Þegar far­ald­ur­inn skall á var BioNTech ekki með hug­ann beint við á bólu­feni. Mark­miðið var að nota þessa nýju tækni, sem kall­ast mRNA og ég skil ekki, til þess að bæta með­ferð krabba­meins­sjúkra. Þegar far­ald­ur­inn gerði sér leið úr lungum kaup­manna í Wuhan til bíla­hluta­fram­leið­enda í München ákvað BioNTech samt að reyna að nota þessa tækni í að bjarga okkur út úr COVID. Lík­lega spil­uðu hug­sjónir stærstan þátt ákvörð­unar hjón­anna og stofn­enda BioNTech, Uğur Şahin og Özlem Türeci, þó trygg­ing á lang­tíma­fjár­mögnun félags­ins hafi eflaust einnig spilað sinn þátt.

BioNTech græddi mest á því að finna upp efnið og leyfa Pfizer að fram­leiða og selja það. BioNTech samdi samt um að fá að fram­leiða og selja efnið sjálft á vissum svæð­um. BioNTech, í sam­starfi við Pfiz­er, fram­leiddi 3 millj­arða skammta árið 2021.

Ég riss­aði nokkrar for­sendur niður á blað og fann út að 3 millj­arðar skammta duga í þrjár sprautur fyrir 750 millj­ónir ein­stak­linga. Miðað við ein­faldar for­sendur um dán­ar­tíðni smit­aðra má gefa sér að hægt sé að forða 30 til 90 millj­ónum manna frá óhugn­an­legum dauð­daga með þessum skömmt­um.

Pfizer græddi um 9 til 10 millj­arða evra á þessum skömmtum og með góðu móti má því segja að BioNTech hafi grætt á bil­inu 15 til 50 þús­und krónur fyrir hvert manns­líf sem fyr­ir­tækið bjarg­aði. Bilið er stórt og kannski van­met ég það aðeins (ólík­legt samt) en meira að segja ef raun­veru­legur gróði á hvert manns­líf nemur 100 þús­undum króna þá er það ekki mik­ill pen­ingur fyrir manns­líf.

Þessir trylltu kap­ít­alistar ætla samt ekki að láta það duga að bjarga millj­ónum manns­lífa fyrir nokkra þús­und­kalla á líf. Þeir ætla núna að taka þennan gróða og fjár­festa honum í að fram­leiða enn meira bólu­efni og reyna að bjarga lífum krabba­meins­sjúkra.

Kap­ít­al­ismi er ekki alltaf fal­leg­ur. Sér­stak­lega ekki kump­ánakap­ít­al­ismi. En bólu­efna­sagan er áminn­ing þess að hann á það til að búa til ansi mikil verð­mæti. Vissu­lega spil­aði þáttur rík­is­ins sinn þátt, alda­löng fjár­fest­ing í rann­sóknum og bein fram­lög til frum­kvöðla hjálp­aði. En drif­kraftur metn­að­ar­fullra ein­stak­linga var þó jafn­ing­ur­inn á bjúg­un­um.

Þökk sé börnum tyrk­neskra inn­flytj­enda í Þýska­landi, sem nýttu sér snilli sína og heil­brigt félags­legt mark­aðs­hag­kerfi, er það sjaldan að maður Piz­er-BioNTech og endar í gröf­inni.

Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu 4. febr­ú­ar. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að tíma­rit­inu með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics