Borgar það sig að vera duglegur í skóla?

Eikonomics skoðar hvort námsárangur í háskóla, menntaskóla eða grunnskóla skili sér í hærri launum síðar á lífsleiðinni. Til verksins útbjó hann könnun á Twitter sem leiddi margt áhugavert – og óvænt – í ljós.

Auglýsing

Fyrir nokkrum mán­uðum sprakk allt á fuglafor­rit­inu Twitt­er. Ein­hver póstaði þar ein­kunn sem hún fékk og kveikti þar með í Lumbru­skógi. Fullt af fólki setti hjörtu í komment, margir ósk­uðu henni til ham­ingju á meðan aðrir urðu alveg brjál­aðir yfir þessu monti – ein­kunna­smán­un.

Sjálfur hef ég ekki mikla skoðun á því sem fólk gerir á sam­fé­lags­miðlum svo lengi sem það skaðar ekki aðra not­endur for­rit­anna. Þó þótti mér áhuga­vert að pæla aðeins í því hvaða áhrif góðar ein­kunnir hafa á vel­gengni fólks í líf­inu. Sér­stak­lega, hverju skilar góð ein­kunn þeim sem fékk hana aftur í vas­ann seinna? Er góð fjár­fest­ing að hanga á hlöð­unni dag og nótt eða er allt yfir fimm bara ógreidd yfir­vinna?

Könn­unin í Lumbru­skógi

Ég útbjó stutta könnun og bað not­endur fuglafor­rits­ins um að svara henni. Könn­unin spurði fólk hvernig því hefði gengið á mis­mun­andi mennta­stigum og hversu há laun þau eru með í dag. Ég lof­aði svo þessu ágæta fólki að gera skil á nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar hér á Kjarn­an­um.

Auglýsing

Síðan eru liðnir nokkrir mán­uð­ir, betra er seint en aldrei. Vona ég.

Rúm­lega 300 ein­stak­lingar svör­uðu spurn­ing­unum og eftir létta hreinsun gagn­anna voru tæp­lega 300 svör sem ég gat notað við grein­ing­una.

Not­endur Twitter eru almennt for­rétt­inda fólk, eins og mig grun­aði reyndar alltaf. Þeir sem svör­uðu spurn­inga­list­anum mínum voru almennt með heild­ar­laun langt yfir mið­gildi almenn­ings, íbúar Lumbru­skógs þéna á bil­inu 40 til 100% meira en almenn­ing­ur.

Það er eig­in­lega alveg magn­að. Og minnir mann á þá góðu stað­reynd að Twitter end­ur­speglar raun­hag­kerfið illa.

Rann­sókn­ar­spurn­ing­in: Græða íbúar Lumbru­skógs á því að leggja meira á sig?

Góðar ein­kunnir geta bæði verið orsök fram­tíðar vel­gengni eða ein­fald­lega afleið­ing ann­arra hæfi­leika sem end­ur­spegla sig bæði í betri ein­kunnum og betri frammi­stöðu á atvinnu­mark­aði.

Það er að segja, fólk sem er almennt dug­legt og vel gefið er lík­legra til að fá hærri ein­kunn­ir. Þannig má það vel vera að þeir sem standi sig vel í námi hefðu alltaf fengið hærri laun seinna á lífs­leið­inni. Þetta fólk er kannski þannig gert að allt sem það snertir breyt­ist í gull. Hærri laun væru þá ekki afleið­ing góðra ein­kunna, heldur eitt­hvað annað í skap­gerð eða blóði fólks sem leiðir til bæði betri ein­kunna og hærri launa.

Góðar ein­kunnir geta þó einnig þýtt það að fólk sem stóð sig vel í skóla hafi annað hvort fengið betra starf við útskrift og þannig kom­ist hærra upp tekju­stig­ann fyrr eða hafi ein­fald­lega orðið betri í sínu fagi og aukin fram­leiðni end­ur­spegli sig í launum seinna.

Þessi grein­ing svarar því ekki alveg þeirri spurn­ingu hvort það borgi sig að leggja meira á sig, frekar svarar hún því hvort laun end­ur­spegli ein­kunn­ir.

Háskóla­nám skiptir máli, með­al­ein­kunn ekki endi­lega

Til að skoða áhrif ein­kunna í háskóla á laun reikn­aði ég út laun íbúa Lumbru­skógs og bar þau saman við með­al­laun almenn­ings í land­inu. Ég tók laun almenn­ings sam­kvæmt Hag­stofu fyrir hvern ald­urs­hóp (20-24, 25-29 o.s.frv.) og reikn­aði hversu mikið meira fugl­arnir sem luku háskóla­námi fá greitt. Myndin að neðan sýnir þennan fugla­bón­us. Ung­lingar á Twitter eru almennt með rúm­lega helm­ingi hærri laun en almennir ung­ling­ar, aðrir ald­urs­hópar þéna almennt 40 til 60% meira en jafn­aldrar þeirra sem ekki eru á fuglafor­rit­inu og ekki svör­uðu könn­un­inni.

Launabónus notenda Twitter yfir almenning. Heimild: Eikonomics og Hagstofan

Háskóla­nám er ein­fald­lega starfs­nám. Það sem maður lærir í háskóla er oft­ast und­ir­staða þess sem maður gerir eftir að maður útskrif­ast. Ég lærði hag­fræði, ég vinn við hag­fræði. Ef fyrri kenn­ingin á að standa – hærri ein­kunnir leiða til meiri fram­leiðni og/eða betra starfs snemma – þá ættum við að sjá það í gögn­un­um.

En svo er ekki. Þeir sem stóðu sig sæmi­lega í háskóla þéna í dag mjög svipað þeim sem dúx­uðu. Kannski er allt yfir fimm í háskóla bara ólaunuð yfir­vinna. Grafið að neðan sýnir þrjá kassa, hver þeirra inni­heldur dreif­ingu 75% svar­enda og svarta línan í miðju kass­ana merkir mið­gildi hvers hóps. Eins og sjá má þá er tak­mark­aður mæl­an­legur munur á þeim launa­bónus sem þessir Twitter not­endur fá, sama hvort þeir voru með sæmi­lega ein­kunn­ir, mjög góðar ein­kunnir eða dúx­uðu.

Launabónus notenda Twitter yfir almenning skipt eftir einkunn á háskólastigi. Heimild: Eikonomics og Hagstofan

Mennta­skóli og grunn­skóli

Mennta­skóla og grunn­skóla­stigið er þó ögn áhuga­verð­ara. Eins og áður sagði, ef góðar ein­kunnir skila sér í betri störfum eða meiri fram­leiðni þarf að vera teng­ing á milli þess sem maður lærir og vinnur svo við seinna. Ef ein­kunnir ein­fald­lega end­ur­spegla nátt­úru­lega getu, áunna getu eða önnur for­rétt­indi, þá ættu ein­kunnir í háskóla ekki að end­ur­spegla sig í hærri launum á vinnu­mark­aði, eins gögnin á undan gefa einmitt til kynna.

Ef ein­kunnir eru merki um getu, gáfur og for­rétt­indi þá hefði maður samt haldið að ein­hver fylgni væri á milli vel­gengni á grunn­skóla­stig­inu og fram­tíð­ar­launa. Sér­hæf­ingar í grunn­skóla (og mennta­skóla) er nefni­lega svo gott sem eng­in. Árangur nem­enda á þessum árum ætti þó að end­ur­spegla ein­hvers­konar í gáfur og getu, þó marga fyr­ir­vara megi setja svið slíka full­yrð­ingu.

Þessa kenn­ingu styðja gögn­in. Það er greini­legt sam­band milli ein­kunna á grunn­skóla­stigi og launa seinna í líf­inu. Það skiptir reyndar ekki máli hvort maður dúxi eða standi sig mjög vel en það munar tals­verðu á því að standa sig illa og mjög vel.

Launabónus notenda Twitter yfir almenning skipt eftir einkunn á háskólastigi. Heimild: Eikonomics og Hagstofan

Eða kannski ekki. Vanda­málið við að lýta svona á þetta er að maður er ekki alveg að bera saman epli og epli. Flestir sem standa sig illa í grunn­skóla enda skóla­göngu sína annað hvort þar eða í mennta­skóla. Þeir fara þannig á mis við sér­hæf­ingu í fram­halds­námi sem skilar sér í hærri launum óháð ein­kunnum ef marka má fyrri grein­ingu þessa pistils. Þegar ein­stak­lingar sem ekki luku háskóla­námi eru teknir úr grein­ing­unni dregur tals­vert úr launa­bónus þeirra sem stóðu sig vel í grunn­skóla. Hann nán­ast þurrkast út.

Hvað lærum við af þessu öllu sam­an?

Það borgar sig alltaf að vera dug­leg­ur. Það gefur ein­fald­lega sál­inni að gera hlut­ina vel. Og þeir sem standa sig vel í grunn­skóla í dag munu lík­lega einn dag­inn ganga um með troðn­ari vasa en þeir sem stóðu sig illa. Það er þó ekki endi­lega út af því að þeir stóðu sig vel í grunn­skóla og háskóla.

Það er út af því að þeir eru lík­legri til að eyða lengri tíma í skóla og þeir sem eyða lengri tíma í skóla fá hærri laun þegar þeir hætta að læra og byrja að vinna. Ef marka má fuglafor­ritið þá borgar það sig ekk­ert sér­stak­lega að dúxa í háskóla. Það skilar sér alla­vega ekki í mæl­an­lega hærri laun­um.

Ég hefði kannski mátt vita það áður en ég eyddi öllum mínum stundum á bóka­safn­inu. Þó kannski ekki, þær voru margar mjög skemmti­legar og er ég betri sel­skapur í mat­ar­boðum en ég væri ann­ars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics