Borgar það sig að vera duglegur í skóla?

Eikonomics skoðar hvort námsárangur í háskóla, menntaskóla eða grunnskóla skili sér í hærri launum síðar á lífsleiðinni. Til verksins útbjó hann könnun á Twitter sem leiddi margt áhugavert – og óvænt – í ljós.

Auglýsing

Fyrir nokkrum mán­uðum sprakk allt á fuglafor­rit­inu Twitt­er. Ein­hver póstaði þar ein­kunn sem hún fékk og kveikti þar með í Lumbru­skógi. Fullt af fólki setti hjörtu í komment, margir ósk­uðu henni til ham­ingju á meðan aðrir urðu alveg brjál­aðir yfir þessu monti – ein­kunna­smán­un.

Sjálfur hef ég ekki mikla skoðun á því sem fólk gerir á sam­fé­lags­miðlum svo lengi sem það skaðar ekki aðra not­endur for­rit­anna. Þó þótti mér áhuga­vert að pæla aðeins í því hvaða áhrif góðar ein­kunnir hafa á vel­gengni fólks í líf­inu. Sér­stak­lega, hverju skilar góð ein­kunn þeim sem fékk hana aftur í vas­ann seinna? Er góð fjár­fest­ing að hanga á hlöð­unni dag og nótt eða er allt yfir fimm bara ógreidd yfir­vinna?

Könn­unin í Lumbru­skógi

Ég útbjó stutta könnun og bað not­endur fuglafor­rits­ins um að svara henni. Könn­unin spurði fólk hvernig því hefði gengið á mis­mun­andi mennta­stigum og hversu há laun þau eru með í dag. Ég lof­aði svo þessu ágæta fólki að gera skil á nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar hér á Kjarn­an­um.

Auglýsing

Síðan eru liðnir nokkrir mán­uð­ir, betra er seint en aldrei. Vona ég.

Rúm­lega 300 ein­stak­lingar svör­uðu spurn­ing­unum og eftir létta hreinsun gagn­anna voru tæp­lega 300 svör sem ég gat notað við grein­ing­una.

Not­endur Twitter eru almennt for­rétt­inda fólk, eins og mig grun­aði reyndar alltaf. Þeir sem svör­uðu spurn­inga­list­anum mínum voru almennt með heild­ar­laun langt yfir mið­gildi almenn­ings, íbúar Lumbru­skógs þéna á bil­inu 40 til 100% meira en almenn­ing­ur.

Það er eig­in­lega alveg magn­að. Og minnir mann á þá góðu stað­reynd að Twitter end­ur­speglar raun­hag­kerfið illa.

Rann­sókn­ar­spurn­ing­in: Græða íbúar Lumbru­skógs á því að leggja meira á sig?

Góðar ein­kunnir geta bæði verið orsök fram­tíðar vel­gengni eða ein­fald­lega afleið­ing ann­arra hæfi­leika sem end­ur­spegla sig bæði í betri ein­kunnum og betri frammi­stöðu á atvinnu­mark­aði.

Það er að segja, fólk sem er almennt dug­legt og vel gefið er lík­legra til að fá hærri ein­kunn­ir. Þannig má það vel vera að þeir sem standi sig vel í námi hefðu alltaf fengið hærri laun seinna á lífs­leið­inni. Þetta fólk er kannski þannig gert að allt sem það snertir breyt­ist í gull. Hærri laun væru þá ekki afleið­ing góðra ein­kunna, heldur eitt­hvað annað í skap­gerð eða blóði fólks sem leiðir til bæði betri ein­kunna og hærri launa.

Góðar ein­kunnir geta þó einnig þýtt það að fólk sem stóð sig vel í skóla hafi annað hvort fengið betra starf við útskrift og þannig kom­ist hærra upp tekju­stig­ann fyrr eða hafi ein­fald­lega orðið betri í sínu fagi og aukin fram­leiðni end­ur­spegli sig í launum seinna.

Þessi grein­ing svarar því ekki alveg þeirri spurn­ingu hvort það borgi sig að leggja meira á sig, frekar svarar hún því hvort laun end­ur­spegli ein­kunn­ir.

Háskóla­nám skiptir máli, með­al­ein­kunn ekki endi­lega

Til að skoða áhrif ein­kunna í háskóla á laun reikn­aði ég út laun íbúa Lumbru­skógs og bar þau saman við með­al­laun almenn­ings í land­inu. Ég tók laun almenn­ings sam­kvæmt Hag­stofu fyrir hvern ald­urs­hóp (20-24, 25-29 o.s.frv.) og reikn­aði hversu mikið meira fugl­arnir sem luku háskóla­námi fá greitt. Myndin að neðan sýnir þennan fugla­bón­us. Ung­lingar á Twitter eru almennt með rúm­lega helm­ingi hærri laun en almennir ung­ling­ar, aðrir ald­urs­hópar þéna almennt 40 til 60% meira en jafn­aldrar þeirra sem ekki eru á fuglafor­rit­inu og ekki svör­uðu könn­un­inni.

Launabónus notenda Twitter yfir almenning. Heimild: Eikonomics og Hagstofan

Háskóla­nám er ein­fald­lega starfs­nám. Það sem maður lærir í háskóla er oft­ast und­ir­staða þess sem maður gerir eftir að maður útskrif­ast. Ég lærði hag­fræði, ég vinn við hag­fræði. Ef fyrri kenn­ingin á að standa – hærri ein­kunnir leiða til meiri fram­leiðni og/eða betra starfs snemma – þá ættum við að sjá það í gögn­un­um.

En svo er ekki. Þeir sem stóðu sig sæmi­lega í háskóla þéna í dag mjög svipað þeim sem dúx­uðu. Kannski er allt yfir fimm í háskóla bara ólaunuð yfir­vinna. Grafið að neðan sýnir þrjá kassa, hver þeirra inni­heldur dreif­ingu 75% svar­enda og svarta línan í miðju kass­ana merkir mið­gildi hvers hóps. Eins og sjá má þá er tak­mark­aður mæl­an­legur munur á þeim launa­bónus sem þessir Twitter not­endur fá, sama hvort þeir voru með sæmi­lega ein­kunn­ir, mjög góðar ein­kunnir eða dúx­uðu.

Launabónus notenda Twitter yfir almenning skipt eftir einkunn á háskólastigi. Heimild: Eikonomics og Hagstofan

Mennta­skóli og grunn­skóli

Mennta­skóla og grunn­skóla­stigið er þó ögn áhuga­verð­ara. Eins og áður sagði, ef góðar ein­kunnir skila sér í betri störfum eða meiri fram­leiðni þarf að vera teng­ing á milli þess sem maður lærir og vinnur svo við seinna. Ef ein­kunnir ein­fald­lega end­ur­spegla nátt­úru­lega getu, áunna getu eða önnur for­rétt­indi, þá ættu ein­kunnir í háskóla ekki að end­ur­spegla sig í hærri launum á vinnu­mark­aði, eins gögnin á undan gefa einmitt til kynna.

Ef ein­kunnir eru merki um getu, gáfur og for­rétt­indi þá hefði maður samt haldið að ein­hver fylgni væri á milli vel­gengni á grunn­skóla­stig­inu og fram­tíð­ar­launa. Sér­hæf­ingar í grunn­skóla (og mennta­skóla) er nefni­lega svo gott sem eng­in. Árangur nem­enda á þessum árum ætti þó að end­ur­spegla ein­hvers­konar í gáfur og getu, þó marga fyr­ir­vara megi setja svið slíka full­yrð­ingu.

Þessa kenn­ingu styðja gögn­in. Það er greini­legt sam­band milli ein­kunna á grunn­skóla­stigi og launa seinna í líf­inu. Það skiptir reyndar ekki máli hvort maður dúxi eða standi sig mjög vel en það munar tals­verðu á því að standa sig illa og mjög vel.

Launabónus notenda Twitter yfir almenning skipt eftir einkunn á háskólastigi. Heimild: Eikonomics og Hagstofan

Eða kannski ekki. Vanda­málið við að lýta svona á þetta er að maður er ekki alveg að bera saman epli og epli. Flestir sem standa sig illa í grunn­skóla enda skóla­göngu sína annað hvort þar eða í mennta­skóla. Þeir fara þannig á mis við sér­hæf­ingu í fram­halds­námi sem skilar sér í hærri launum óháð ein­kunnum ef marka má fyrri grein­ingu þessa pistils. Þegar ein­stak­lingar sem ekki luku háskóla­námi eru teknir úr grein­ing­unni dregur tals­vert úr launa­bónus þeirra sem stóðu sig vel í grunn­skóla. Hann nán­ast þurrkast út.

Hvað lærum við af þessu öllu sam­an?

Það borgar sig alltaf að vera dug­leg­ur. Það gefur ein­fald­lega sál­inni að gera hlut­ina vel. Og þeir sem standa sig vel í grunn­skóla í dag munu lík­lega einn dag­inn ganga um með troðn­ari vasa en þeir sem stóðu sig illa. Það er þó ekki endi­lega út af því að þeir stóðu sig vel í grunn­skóla og háskóla.

Það er út af því að þeir eru lík­legri til að eyða lengri tíma í skóla og þeir sem eyða lengri tíma í skóla fá hærri laun þegar þeir hætta að læra og byrja að vinna. Ef marka má fuglafor­ritið þá borgar það sig ekk­ert sér­stak­lega að dúxa í háskóla. Það skilar sér alla­vega ekki í mæl­an­lega hærri laun­um.

Ég hefði kannski mátt vita það áður en ég eyddi öllum mínum stundum á bóka­safn­inu. Þó kannski ekki, þær voru margar mjög skemmti­legar og er ég betri sel­skapur í mat­ar­boðum en ég væri ann­ars.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics