Sópa nýir vendir best?

Indriði H. Þorláksson fer yfir kvótakerfið og afstöðu almennings til þess.

Auglýsing

Við­tal við mat­væla­ráð­herra á Frétta­vakt­inni 17. feb. sl. vakti fyrir margt athygli. Í frétta­skýr­ingu á Kjarn­anum degi síðar eru meg­in­at­riði við­tals­ins greind og vísað til orða ráð­herr­ans um „hættu­legan kokk­teil við­skipta og stjórn­mála“, um „að það séu of fáir sem verða of rík­ir“ og „að við þurfum að taka til hend­inni að því er varðar sam­þjöppun valds og sam­þjöppun auð­magns í þessu kerf­i.“ Boðað var að sjást myndu merki þess að í stóli ráð­herra sjáv­ar­út­vegs sæti mann­eskja með heild­ar- og almanna­hags­muni númer eitt og að hún sé ráð­herra allrar þjóð­ar­innar en ekki ekki til­tek­inna hags­muna. Þetta við­horf til hlut­verks ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála er út af fyrir sig stór­tíð­indi. Frá setn­ingu kvóta­lag­anna hafa nær allir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrar litið á það sem sitt hlut­verk að þjóna stór­út­gerð­ar­inni og hafa þeir mótað fram­kvæmd lag­anna að ósk hennar með úthlutun gjafa­kvóta og slöku eft­ir­liti með fram­kvæmd lag­anna.

Und­an­tekn­ingin og veiði­gjöldin

Und­an­tekn­ing frá hlýðni við útgerð­ar­valdið var stjórn­ar­tíma­bili- 2009 til 2013, einkum tími Stein­gríms J. Sig­fús­sonar sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála 2012 - 2013. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir sýndi einnig af sér ákveðið sjálf­stæði þótt ekki hafi reynt á það í kvóta­mál­unum á þeim stutta tíma sem hún gegndi emb­ætt­inu. Þrátt fyrir harð­vít­uga and­spyrnu sægreifa og málsvara þeirra á Alþingi knúði Stein­grímur í gegn fyrstu og einu raun­veru­lega gjald­töku af fisk­veið­um.

Fram að þeim tíma voru veiði­gjöld sýnd­ar­mennska sem nægði ekki til að greiða kostnað rík­is­ins af þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg. Þau voru innan við millj­arður kr. á ári til 2009 en hækk­uðu með setn­ingu nýrra laga í yfir 10 millj­arða 2012 og 2013 og hefðu hækkað í 20 til 30 millj­arða á nokkrum árum hefðu þau fengið að standa óbreytt. En ný rík­is­stjórn 2013 lét það vera meðal sinna fyrstu verka að stýfa þessi gjöld og síðan hefur tek­ist að koma þeim aftur niður fyrir það sem til þarf til að standa undir kostn­aði rík­is­sjóðs af sjáv­ar­út­vegi.

Auglýsing

Laga­setn­ingin frá 2012 hefur þrátt fyrir nið­ur­rifið skilað almenn­ingi 70 til 80 millj­örðum króna á þeim tíu árum sem liðin en það er þó innan við 15% af auð­lind­arentu tíma­bils­ins sem er lík­lega 500 - 600 millj­arðar króna. Hefðu lögin staðið óbreytt hefðu þessar tekjur orðið 250 til 300 millj­arðar eða um 50% af auð­lind­arent­unni á þessu tíma­bili. Lækkun veiði­gjalda eftir 2013 hafa því lækkað tekjur rík­is­sjóðs um 170 - 230 millj­arða króna sem í stað þess að koma almenn­ingi til góða söfn­uð­ust upp í eign­ar­halds­fé­lögum útgerða­eig­enda og fjár­fest­ingum þeirra í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, trygg­inga­fé­lög­um, olíu­fé­lögum og fast­eigna­fé­lögum með trygga ávöxtun í skjóli fákeppni. Fjár­hæðin svarar til þriggja eða fjög­urra nýbygg­inga Land­spít­al­ans.

Stjórn­ar­skráin og auð­lind­irnar

Engum þeirra sem nú nú sitja í rík­is­stjórn er betur treystandi til að vera „ráð­herra allrar þjóð­ar­innar og alls sam­fé­lags­ins“ en ráð­herra mat­væla eins og hann sýndi í síð­ustu rík­is­stjórn. En til þess þarf að taka fast á málum sem skipta almenn­ing í land­inu miklu. Ráð­herr­ann bendir rétti­lega á að það að koma auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrárna sé „al­gjört lyk­il­at­riði“ til að tryggja eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á nátt­úru­auð­lind­um. Nátt­úru­auð­lindir hvort sem það er fisk­ur­inn, fall­vötnin eða vind­ur­inn, eru auð­lind­ir, “sem eng­inn getur átt annar en þjóðin öll.” Orð ráð­herra verður að túlka svo að verið sé að tala um virkt eign­ar­hald með til­kalli til auð­lindaarðs­ins.

Það er ekki aðeins vegna fisk­veið­anna að þörf er á að setja almenna grund­vall­ar­reglu um þjóð­ar­eign á öllum nátt­úru­auð­lindum og það þarf að ger­ast áður en fiski­rækt verður búin að grafa sig frekar niður í far­veg sjáv­ar­út­vegs­ins og orku­vinnslu verður komið í hendur fjár­magns­eig­enda eins og nú er boð­að. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur ákveðna sér­stöðu innan auð­linda­geirans að því leyti að lög kveða þegar á um þjóð­ar­eign á fisk­veiði­auð­lind­inni.

Sam­þjöppun auðs og valds og hagur almenn­ings

Ráð­herr­ann bendir á það að stór hluti kvót­ans hefur safn­ast á fáar hendur með til­heyr­andi fjár­hags­legum ávinn­ingi og völdum og boðar átak gegn því með bættu eft­ir­liti og hugs­an­lega með laga­breyt­ingu. Ekki skal dregið í efa nauð­syn þess að fram­fylgja lögum og koma í veg fyrir að þau séu snið­gengin eins og ljóst er af því að fjórar blokkir nátengdra útgerð­ar­fyr­ir­tækja halda á 60% kvót­ans þrátt að lögin heim­ili tengdum aðilum aðeins 12% hlut­deild hverjum hópi.

Það verður hins vegar draga í efa þá ályktun ráð­herr­ans að við­horf almenn­ings mót­ist helst af því „að það séu of fáir sem verða of rík­ir“. Öfund yfir pyngju ann­arra ræður ekki afstöðu almenn­ings. Skoð­ana­kann­anir hafa leitt í ljós að almenn­ingi mis­býður það að fáir útvaldir sem hafa notið vel­vildar stjórn­valda við úthlutun gjafa­kvóta not­færi sér frjálst fram­sal kvóta og heim­ild til óbeinnar veð­setn­ingar á honum til að sölsa sífellt meira undir sig og stinga arð­inum af auð­lind þjóð­ar­innar í eigin vasa.

Lungi kvót­ans er nú í höndum um 10 hópa inn­byrðis tengdra aðila. Það að fjölga þeim með lög­gjöf t.d. með því að lækka hámarkið um helm­ing myndi vissu­lega tvö­falda fjölda hinna “of ríku” en gerir það kerfið rétt­lát­ara fyrir almenn­ing. Tutt­ugu aðilar í stað tíu myndu að öðru óbreyttu skipta sín á milli um 50 millj­arða króna auð­lindarði ár hvert en almenn­ings sæti eftir sem áður uppi án end­ur­gjalds fyrir afnot af lög­mætri eign sinni.

Afstaða almenn­ings snýst ekki um það hvort hinir „of ríku“ séu fáum tugum fleiri eða færri. Hún stafar af því órétt­læti að fámennur hópur sópi til sínum tugum millj­arða ár hvert af eign þjóð­ar­innar fyrir til­verknað stjórn­valda sem eiga að hafa almanna­heill í fyr­ir­rúmi en ekki sér­hags­muni fárra.

Eign­ar­hald og nýt­ing­ar­réttur

Í grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar í Vísi og í Mann­lífi 18. og 19. febr­úar sl. rekur hann hvernig ákvæði 1. gr. laga um stjórn fisk­veiða eru til komin og dregur fram meg­in­inn­tak laga­grein­ar­innar svo og ákvæða um fram­sal afla­heim­ilda og veð­setn­ingu þeirra. Í stuttu máli er inn­takið skýrt:

  1. Fisk­veiði­auð­lindin er sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. Ekk­ert í lög­unum skerðir eða tak­markar þann eign­ar­rétt og laga­legt til­kall þjóð­ar­innar til fulls arðs af auð­lind­inni.
  2. Úthlutun veiði­heim­ilda myndar ekki eign­ar­rétt og er aft­ur­kall­an­leg hvenær sem er.
  3. Fram­salið felur ekki í sér sölu á eign þar sem eign er ekki er til stað­ar. Kaup­and­inn fær tíma­bundnar og aft­ur­kall­an­legrar veiði­heim­ildir og tekur áhætt­una af aft­ur­köllun eða lækkun kvóta.
  4. Kvóti er ekki veð­hæf eign eða rétt­indi. Lög gera lán­veit­anda mögu­legt að setja það skil­yrði fyrir láni með veði í skipi að kvóti verði ekki fluttur af því nema með sam­þykki hans. Bank­inn tekur áhætt­una af því að kvót­inn verði aft­ur­kall­aður eða lækk­að­ur. 

Laga­fyr­ir­mælin eru skýr og þau koma ekki í veg fyrir að þjóðin fái notið eignar sinn­ar. Það stafar hins vegar af því hvernig fram­kvæmd þeirra hefur ver­ið. Stjórn­völd hafa van­rækt það að tryggja hags­muni almenn­ings af eign þjóð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni. Með gjafa­kvóta og með því að inn­heimta ekki eðli­legt end­ur­gjald fyrir nýt­ingu á eign þjóð­ar­inn­ar.

Vilji þjóð­ar­innar og vald Alþingis

Sig­hvatur Björg­vins­son „fyrr­ver­andi stjórn­mála­mað­ur“ og alþing­is­maður var einn þeirra sem á sínum tíma unnu að því að tryggja það í lögum um fisk­veiðar að úthlutun veiði­heim­ilda mynd­aði hvorki eign­ar­rétt né óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila á þeim. Hann rekur í grein í grein í Kjarn­anum 21. febr­úar sl. hvernig afstaða meg­in­þorra þjóð­ar­innar til þess, „ - sem mestu máli skipt­ir- hvernig sam­eign þjóð­ar­innar hefur verið nýtt í þágu hinna fáu sem fengið hafa leyfi til að nýta sér eign fólks­ins í land­inu í eigin þágu“ hefur margoft komið fram og síð­ast nýlega í könnun Frétta­blaðs­ins þar sem 5/6 aðspurða lýstu and­stöðu sinni við fram­kvæmd kvóta­kerf­is­ins. Þrátt fyrir þann mikla meiri­hluta nái vilji hans ekki í gegn þegar til kast­anna kemur á Alþingi vegna fylgi­spektar kjós­enda við sér­hags­muna­flokka og tví­skinn­ung ann­arra kos­inna full­trúa.

Lögin um stjórn fisk­veiða koma eins og áður segir ekki í veg fyrir breyt­ingar til bóta. Lögin um veiði­gjöld frá 2012 sýna ótví­tætt að unnt er að inn­heimta auð­linda­gjald í sam­ræmi við rétt þjóð­ar­inn­ar. Það sem skortir er að alþing­is­manna virði vilja meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Þau stjórn­mála­öfl, sem vilja gera það þurfa að mynda sam­stöðu um aðal­at­riði máls­ins, þ.e. þjóð­ar­eign og nýt­ing­ar­rétt á auð­lind­inni en eiga ekki að láta tækni­lega útfærslu á gjald­töku sundra sér. Þau gætu t.d. beitt sér fyrir breyt­ingum á lögum um stjórn fisk­veiðar með laga­á­kvæði um skyldu rík­is­ins til að fram­fylgja lög­unum þannig að almenn­ingur í land­inu njóti allrar auð­lind­arentu af fisk­veið­um, hagn­aðar umfram eðli­lega ávöxtum fjár­magns. Það er sú leið sem Norð­menn o.fl. ríki hafa farið í umgengni um auð­lindir sín­ar.

Sátt við hina „fáu rík­u“?

Góð og gild áform um að jafna inn­byrðis hlut hinna „fáu ríku“ mega ekki beina athygl­inni frá hinni raun­veru­legu ástæðu fyrir óánægju almenn­ings. Sama er að segja um end­ur­skoðun á kerf­inu í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann. Hann setur þeirri vinnu hvorki mark­mið né tímara­mma og ein­hver sam­an­burður við kerfi ann­arra landa felur ekki í sér lausn á sér­ís­lenskum vanda kvóta­kerf­is­ins en verður til þess eins að draga málið á lang­inn. Sú mantra að bíða þurfi með stór mál eins og auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána eða eðli­lega gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi eftir víð­tækri sátt á ekki við um auð­linda­mál á Íslandi. Það er víð­tæk sátt á Íslandi um það að þjóðin eigi nátt­úru­auð­lindir lands­ins og að hún eigi að njóta arðs­ins af þeim. Þeir sem fénýta eign þjóð­ar­innar sjálfum sér einum til hags­bóta eru ósáttir við það. Þess munu fá dæmi að með sátt hafi tek­ist að ná nátt­úru­auð­lindum þjóða úr höndum þeirra sem slegið hafa eign sinni á þær með valdi eða póli­tískri vild. Það væri eins og að semja við hund um að sleppa beini sem hann hefur sett tennur í.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar