Þurfum að „taka til hendinni“ hvað varðar samþjöppun valds og auðmagns í kvótakerfinu

Í Verbúðinni sáum við „óþægilega gott dæmi“ um það þegar stjórnmálin og viðskiptin fara í eina sæng, segir Svandís Svavarsdóttir. „Og úr því verður kjörlendi fyrir spillingu, fyrir þróun sem að verður erfið og kemur niður á öllum almenningi.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Auglýsing

„Við þurfum að taka til hend­inni að því er varðar sam­þjöppun valds og sam­þjöppun auð­magns í þessu kerf­i,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra, í við­tali við Sig­mund Erni Rún­ars­son á Frétta­vakt­inni í gær­kvöldi. Umfjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins var kvóta­kerfið og áform um breyt­ingar á því. Hún ræddi hið sama í Morg­un­út­varp­inu á Rás 1 í morgun og sagði ólg­una sem fylgt hafi kerf­inu alla tíð sé vegna þess að það „urðu of fáir of rík­ir“.

Svandísi fannst Ver­búðin „al­gjör­lega frá­bær­ir“ þættir sem hafi fengið okkur öll til að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn „og svo­lítið á okkur sjálf“. Þátta­röðin væri svo ekki síst um „þennan stór­hættu­lega kok­teil við­skipta og stjórn­mála,“ sagði Svan­dís svo á Rás 1 í morg­un, „pen­inga­legra hags­muna og póli­tískra hags­muna.“ Hættan á spill­ingu væri fyrir hendi í raun­veru­leik­an­um.

Sig­mundur Ernir Rún­ars­son spurði ráð­herr­ann á Frétta­vakt­inni hvernig við hefðum „kom­ist þang­að“ og vís­aði til afleið­inga kvóta­kerf­is­ins.

„Þá langar mig að tala um okkar erindi, okkar vinstri manna, í stjórn­mál­in,“ svar­aði Svan­dís. „Og það er að greina á milli stjórn­mála og við­skipta. Það er að segja almanna­valds­ins ann­ars vegar og fjár­magns­ins hins veg­ar. Og þarna sjáum við dæmi, óþægi­lega gott dæmi um það, að þegar þessi tvö öfl, þessir tveir kraftar í raun og veru, fara í eina sæng. Og úr því verður kjör­lendi fyrir spill­ingu, fyrir þróun sem að verður erfið og kemur niður á fólki, á öllum almenn­ing­i.“

Auglýsing

Svan­dís segir að staðan á þessum árum í sjáv­ar­út­vegi, áður en kvóta­kerfið var sett á, hafi verið þannig að „það þurfti eitt­hvað að ger­ast“. Koma hafi þurft í veg fyrir að gengið væri um of á fiski­stofna og að fjár­fest­ingar í grein­inni væru of mikl­ar. „Sumir hlutar kerf­is­ins hafa algjör­lega þjónað þeim mark­mið­u­m.“ Í grunn­inn væri sjáv­ar­út­veg­ur­inn að ganga mjög vel.

En að um leið og hún færi að spyrja fólk hver vandi kerf­is­ins væri „þá koma alltaf þessi svör. Það er ann­ars vegar að það séu of fáir sem verða of rík­ir. Og hins vegar það að það eru byggðir sem hafa í raun og veru algjör­lega liðið fyrir þessa kerf­is­breyt­ingu. Þetta þýðir það að við þurfum að taka til hend­inni að því er varðar sam­þjöppun valds og sam­þjöppun auð­magns í þessu kerf­i.“

Að hluta til væri hægt að gera það með því að vera skýr­ari hvað varðar tengda aðila í lög­gjöf­inni „og senni­lega þurfum við að breyta lög­unum í því“. Einnig væri hægt að gera betur með eft­ir­liti. „Með því að halda betur utan um það að það séu í raun og veru ekki tengdir aðilar sem séu með alla tauma í sínum hönd­um.“

Svan­dís sagði umboð stjórn­valda til slíks eft­ir­lits til stað­ar. „Ef við eigum að ná ein­hverju sem heitir sátt í þessu kerfi, sem er ekki eitt­hvað sem við gerum á nokkrum vikum eftir fjöru­tíu ára spennu, þá gerum við það með því að kerfið sé að þessu leyt­inu til rétt­lát­ara.“

En ætlar þú að gera þetta? spurði Sig­mundur Ern­ir.

„Já, það ætla ég að ger­a.“

Til­teknar breyt­ingar væri að sögn Svan­dísar hægt að gera strax, m.a. að skerpa á eft­ir­liti. En síðan þurfi að taka kerfið í heild, í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann, bera það saman við kerfi ann­arra landa, „og sjá hvort að við séum að ná þessum mark­mið­u­m“.

Auglýsing

Svan­dís sagði aðspurð að það myndi sjá sér stað að í stóli ráð­herra sjáv­ar­út­vegs sæti mann­eskja sem væri með „heild­ar- og almanna hags­muni númer eitt. Það er mitt hlut­verk. [...] Ég lít svo á að ég sé í þessum mála­flokki ráð­herra allrar þjóð­ar­innar og alls sam­fé­lags­ins en ekki til­tek­inna hags­muna.“

Algjört „al­gjört lyk­il­at­riði“ væri að koma auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. Nátt­úru­auð­lind­ir, hvort sem það er fisk­ur­inn, fall­vötnin eða vind­ur­inn, eru auð­lindir „sem eng­inn getur átt annar en þjóðin öll“.

Spurð hvort það gæti reynst erfitt að ná þessum breyt­ingum fram í stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki svar­aði ráð­herr­ann því til að stórum skrefum í stjórn­málum þurfi að ná með breiðri sátt. „Ég treysti mér til þess að stíga þessi skref með það að leið­ar­ljósi að við séum alltaf undir flaggi heild­ar­hags­muna.“

Svan­dís seg­ist hafa sett sér það mark­mið að taka saman þau verk­efni sem stefnt sé á að fara í og leggja fyrir rík­is­stjórn fyrir mán­aða­mótin og að málið verði einnig inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þar sem almenn­ingur getur nálg­ast það og sagt sína skoðun á því.

Lögin eru skýr

Til að veiða fisk í íslenskri lög­­­­­sögu þarf að kom­­­ast yfir úthlut­aðan kvóta sem úthlutað er í sam­ræmi við lög um stjórn fisk­veiða. Um­rædd lög eru skýr. Þau segja að eng­inn hópur tengdra aðila megi halda á meira en tólf pró­­­sent af heild­­­ar­afla. Þau mörk eiga að koma í veg fyrir of mikla sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna, sem eru sam­­­kvæmt lögum þó ekki eign þeirra heldur þjóð­­­ar­inn­­­ar. Til að telj­­ast tengdur aðili er þó gerð krafa um meiri­hluta­­­eign eða raun­veru­­­leg yfir­­­ráð. Í því feldst að aðili þurfi að eiga meira en 50 pró­­­sent í öðrum aðila eða ráða yfir honum með öðrum hætti til að þeir séu taldir tengdir aðil­­­ar. Þau mörk hafa verið harð­­lega gagn­rýnd, enda mjög há í öllum sam­an­­burð­i. 

Mikil sam­­­­þjöppun hefur átt sér stað í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi á Íslandi á und­an­­­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­­­stak­­­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­­­ar­­­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Tíu stærstu með rúm­lega 67 pró­sent kvót­ans

Haustið 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins sam­an­lagt á 53 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, en Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber í fyrra að það hlut­­fall væri komið upp í rúm­­lega 67 pró­­sent. 

Sam­hliða þess­­ari þróun hefur hagn­aður sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja auk­ist gríð­­ar­­lega. Hagn­aður geirans fyrir skatta og gjöld frá byrjun árs 2009 og út árið 2020 var alls um 665 millj­­­arðar króna, sam­­kvæmt sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­gagna­grunni Deloitte. Af þeirri upp­­­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda. En rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna.

Þegar Fiski­stofa birti síð­ast tölur um sam­þjöppun afla­heim­ilda var eitt fyr­ir­tæki yfir þeim lög­bundnu tólf pró­sent hámarki, Brim sem skráð er á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Brim leysti úr þeirri stöðu 18. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn þegar það seldi afla­l­hlut­­deild fyrir 3,4 millj­­arða króna til Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. Eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, Guð­mundur Krist­jáns­son, er for­stjóri Brim og stærsti ein­staki eig­andi þess fyr­ir­tæk­is.

Fjórar blokkir, kenndar við Sam­herja, Brim, Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga og Ísfé­lag­ið, halda á rúm­­lega 60 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta á Íslandi en aðilar innan þeirra eru ekki í öllum til­vikum skil­greindir sem tengdir sam­kvæmt gild­andi lög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent