59 færslur fundust merktar „eikonomics“

Sjaldan að maður Pfizer-BioNTech
Eikonomics skrifar um gífurlega tekjuaukningu þýska líftæknifyrirtækisins BioNTech á síðasta ári.
9. febrúar 2022
Hvers virði var jólagjöfin sem þú gafst í raun og veru?
Eikonomics segir það að gefa jólagjöf ekki vera ósvipað því þegar mjög þýska tengdamamma hans gefur sér afsláttarmiða. Nema í staðinn fyrir að gefa honum afsláttarmiða þá gæfi hún honum okurmiða sem hækkuðu verð á þeim vörum sem hann keypti.
31. desember 2021
Að gera gott betur
Eiríkur Ragnarsson skrifar um ný lög sem eiga að hvetja fólk til að gefa til góðgerðarfélaga.
23. nóvember 2021
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Það er ekki „bölvuð óheppni“ að vörurnar sem þú helst kýst hafi ekki verið til í IKEA undanfarið. Eikonomics rýnir í ástæðurnar.
17. október 2021
Ef þú vilt slá í gegn skaltu reyna að fæðast í janúar
Eikonomics fjallar um umræðu um sanngirni og setur hana í hagfræðilegt samhengi.
11. september 2021
Af hverju borga konur meira fyrir hárgreiðslu?
Eikonomics bað einu sinni um Scottie Pippen klippingu. Upprifjun á þeirri reynslu leiddi til þess að hann fór að velta fyrir sér kostnaði kynja af klippingum. Þessi pistill birtist fyrst í bókinni Eikonomics – hagfræði á mannamáli, sem kom út í ár.
3. júlí 2021
Af hverju einkavæddi Lóraxinn ekki trufflutrén?
Eikonomics bendir á að úti um allan heim hafi illa skilgreindur eignaréttur valdið tómum vandræðum.
8. júní 2021
Hvaða frelsi er yndislegt?
Eikonomics skrifar um Nýja-Sjáland, sóttvarnarhótel vini sína Scotty og Bronnie og auðvitað Taika Waititi.
19. apríl 2021
Þrjár jákvæðar staðreyndir um bólusetningar til að peppa Felix Bergsson
Eikonomics hefur áhyggjur af bugun þjóðargersemar og gleðigjafa. Og reynir að hugga hann.
27. mars 2021
Gengið og gengi – hvetur veiking krónunnar til frumkvöðlastarfsemi í undirheimum?
Hvað gerist í fíkniefnaframleiðslu á Íslandi þegar krónan veikist eða styrkist? Eiga lögmál hagfræðinnar við þann skuggaanga samfélagsins alveg eins og þau eiga við aðra innlenda framleiðendur, til dæmis á mjólk? Eikonomics svarar því.
23. febrúar 2021
Mackintosh sannar að kapítalismi er ekkert kjaftæði
Eikonomics fjallar um molana sem eru þekktir sem konfekt fátæka mannsins. Og Íslendinga.
22. desember 2020
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Útlandaþrá þjáir marga landsmenn í COVID-einangruninni. Eikonomics segir flest okkar hins vegar ofmeta fórnarkostnað sinn af því að vera föst á Íslandi.
28. nóvember 2020
Af hverju gaf ríkið Vin Diesel og félögum einu sinni 500 milljónir?
Eikonomics segir að á síðustu fimm árum hafi íslenska ríkið greitt erlendum kvikmyndagerðarmönnum rúmlega þrjá milljarða króna. Ganga þurfi úr skugga um að það fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.
10. október 2020
Góð málefni: Enn eitt fórnarlamb COVID
Eikonomics tekur saman áhrif COVID-19 á áheit til keppenda í Reykjavíkurmaraþoninu og það tekjufall sem góðgerðafélög virðast ætla að verða fyrir sökum þess að ekki er hlaupið í ár. Hann er líka með lausnina.
22. ágúst 2020
Leyfi til að djamma: Raunverulegur kostnaður djammsins
Eikonomics veltir fyrir sér hvort það sé hægt að finna markaðslausn á heimsfaraldinum og djamminu. Er hægt að leyfa fólki að skemmta sér, ef það greiðir fullt verð fyrir kostnaðinn sem því fylgir á þessum tímum?
11. ágúst 2020
Kærleiksbirnir, Landsvirkjun, Rio Tinto, Hulk og hundasúrur
Eiríkur Ragnarsson fer yfir átök Landsvirkjunar og Rio Tinto á Íslandi.
1. mars 2020
Aldur er alger en aldursmunur er hlutfallslegur
Eikonomics fjallar um sig og mömmu sína.
9. febrúar 2020
Þjóðarsátt um flugelda
Eikonomics bendir á að í einn klukkutíma á ári er Reykjavík ein mengaðasta borg í heimi.
6. janúar 2020
Eikonomics óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar
Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fer yfir þá pistla sem hann skrifaði á Kjarnann á árinu. Og gerir upp á milli þeirra.
28. desember 2019
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Eikonomics segir að fyrirtæki séu fyrst og síðast stofnuð til að græða peninga. Þegar refsing fyrir svindl verði lítil eða auðvelda verður undan henni komist muni fyrirtæki verða líklegri til að svindla. Það muni bitna á litlum fyrirtækjum og neytendum.
22. október 2019
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Eikonomics fjallar um kínverska verðhjöðnun, afleiðingar af því að drasl er framleitt annars staðar nú en áður og þróun verðs og gæða á Café Sehnsucht, þar sem hann er fastagestur.
13. október 2019
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Eikonomics vegur og metur kosti og galla þess að RÚV keppi á auglýsingamarkaði með hagfræðina að leiðarljósi.
15. september 2019
Reykjavíkurmaraþonið – Hvað gerir góðan hlaupara að góðum safnara?
Þeir sem hlaupa lengra í Reykjavíkurmaraþoninu safna meiri pening, en þeir sem hlaupa styttra eru með betri framleiðni. Eikonomics kryfur hlaup helgarinnar.
26. ágúst 2019
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Reykjavíkurmaraþonið fer fram næsta laugardag. Eikonomics fer yfir nokkrar hagfræðilegar staðreyndir um það og kemst að þeirri niðurstöðu að þeim mun verr sem hlaupari stóð sig síðast, þeim mun betur mun hann standa sig nú.
19. ágúst 2019
Settu markið hátt – eða ekki
Eikonomics rifjar upp þegar móðir hans og maður á áttræðisaldri voru á undan honum í mark í fyrsta maraþoninu sem hann hljóp. Nú gerir hann sér grein fyrir því að markmið í slíkum hlaupum eru bara tilbúningur.
10. ágúst 2019
Ekki eru öll meðaltöl eins
Eiríkur Ragnarsson fjallar um meðaltöl en hann bendir á að ekki séu allir sáttir við þau og að sumir leiti að meðaltölum sem henti hverju sinni.
27. júlí 2019
Sætir skattar
Eiríkur Ragnarsson fjallar um hinn alræmda sykurskatt.
29. júní 2019
Ef bæta á strætó þarf að gera bílinn verri
Eiríkur Ragnarsson segir að til að gera strætó samkeppnishæfan þurfi mögulega ekki bara að bæta strætó heldur þurfi kannski líka að byrja að „skemma fyrir“ bílnum.
17. júní 2019
Sá sem eldar á líka að vaska upp
Eiríkur Ragnarsson fjallar um óskrifaðar reglur í eldhúsinu en hann telur að gamlar hefðir varðandi uppvaskið séu algjörlega úteltar.
5. maí 2019
Stríðshetja, áhrifamikill hagfræðingur og krókódílaveiðimaður – eða vaxtarræktarmógúll?
Eiríkur Ragnarsson fjallar um hógværa mikilmennið Bill Phillips en nafn hans er hægt og rólega að falla í gleymskunnar dá.
11. apríl 2019
Hata hagfræðingar jörðina sína?
Eikonomics segir að of mikil áhersla sé lögð á hagvöxt. En segir það rangt að hagfræðistéttin sé full af drulluhölum sem pæli í engu öðru en beinhörðum peningum.
17. mars 2019
Hvað skuldar Procar?
Það eru ansi margir að hugsa um hvað Procar græddi á því að skrúfa niður kílómetramæla á bílum sínum og selja þá sem minna ekna. Eikonomics reiknaði það einfaldlega út. Svona nokkurn veginn.
21. febrúar 2019
Hvalveiðiskýrsla Hagfræðistofnunar: Hvorki hinn heilagi sannleikur né samsæri Hvals hf.
Eikonomics rýnir í umdeilda hvalveiðiskýrslu. Og sest á grindverkið hvað varðar palladóma um hana.
17. febrúar 2019
Ólafur Margeirsson og Eiríkur Ragnarsson
Hverjum þykir sinn fugl fagur
Eiríkur Ragnarsson og Ólafur Margeirsson fjalla um kjarabaráttuna og benda á að í dag séu tvö lobbý við lýði. Eitt vill að stærri hlut kökunnar fari til vinnandi fólks, hitt vill sjá stærri hlut fara til eigenda fyrirtækja.
12. febrúar 2019
Eru strákarnir okkar ungir og litlir?
Er Ísland stórasta land í heimi? Eða erum við bara huggulega meðalstór?
28. janúar 2019
Af hverju er Monopoly svona leiðinlegt spil?
Eiríkur Ragnarsson útskýrir hvernig Monopoly hafi aldrei verið hannað til að skemmta fólki, heldur til að sýna hvað einokun sé ömurleg.
7. janúar 2019
Bækur og hagfræðin: Kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?
Eiríkur Ragnarsson fjallar hér í annað sinn um bækur og verðlagningu en nú skoðar hann hvort stuttar skáldsögur séu jafn dýrar og þær löngu.
23. desember 2018
Bækur og hagfræðin: Hvers vegna kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?
Eiríkur Ragnarsson mun fjalla um verðlagningu bóka í nokkrum pistlum sem birtast munu á næstu vikum á Kjarnanum. Hann segir meðal annars í þessum fyrsta pistli að kostnaðurinn skipti máli en að hegðun neytenda og greiðsluvilji þeirra sé oft mikilvægari.
11. desember 2018
Væri gáfulegast að sleppa því að gefa makanum jólapakka í ár?
Eiríkur Ragnarsson veltir því fyrir sér hvort það sé þess virði að gefa gjafir á jólunum eða ekki.
4. desember 2018
Stundum fara hagsmunir fyrirtækja og einstaklinga hönd í hönd
Eiríkur Ragnarsson telur að staðreyndin sé sú að stöðugur og stór gjaldmiðill geti komið sér vel fyrir bísnesskalla og almenning – á sama tíma – en engin lausn sé auðvitað fullkomin.
6. nóvember 2018
Ein lausn á loftslagsvandanum er að giftast grænmetisætum
Eiríkur Ragnarsson fjallar um „jákvæð ytri áhrif“ þess að vera giftur grænmetisætu.
13. október 2018
Enn ein ástæðan til þess að ganga í ESB og taka upp evruna
Eiríkur Ragnarsson segir að evran sé ekki fullkomin, en persónulega kunni hann vel að meta hana og Evrópu.
2. september 2018
Atvinnurekendur geta lært af hlaupurum dagsins
Eiríkur Ragnarsson skrifar um að þegar kemur að fjáröflun í Reykjavíkurmaraþoninu þá eru karlar bæði líklegri til þess að setja sér markmið og jafnframt ýkja þau, í samanburði við konur. Þó eru þeir ekki betri en konur í því að safna pening.
18. ágúst 2018
Sagan hefur verið endurskoðuð og dómur kveðinn upp í máli Varðmanna Einkabílsins gegn Hjólavinum vegna þrengingar Grensásvegar
Eiríkur Ragnarsson fjallar um þrengingu Grensásvegsins og kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafði líklegast engin áhrif á umferðarhraða.
5. ágúst 2018
Stjórnmálamenn sem tala um tölur vita stundum ekkert hvað þeir eru að tala um
Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fjallar um ást hagfræðinga á tölfræði og hvað gerist þegar hagtölur lenda í röngum höndum.
14. júlí 2018
Hannes Halldórsson – Markmaðurinn sem hagfræðingar elska
Eiríkur Ragnarsson fjallar um leikjafræði og útskýrir hvernig markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur nýtt sér hana þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi.
1. júlí 2018
Ef mjólk er góð hvers vegna sektaði þá Samkeppniseftirlitið MS um 440 miljónir?
Eru sérhagsmunir 600 kúabænda yfir hagsmuni 350.000 neytenda hafin?
17. júní 2018
Rekstrarhagfræðingur ≠ Rekstrarhagfræðingur
Eiríkur Ragnarsson útskýrir muninn á míkró- og makró-hagfræði.
4. júní 2018
Hagfræði Sjampósins: Svar hagfræðings við spurningum Loga Bergmanns
Eikonimics bendir á að sundlaugar borgarinnar eru líka sjampó.
19. maí 2018
Aserbaídsjan 12 stig, Ísland núll stig
Eikonomics rýnir í stjórnmálin og stigagjafarsamsærin í Eurovision.
4. maí 2018
Hvers vegna drekkum við landa?
Er það þannig að þegar verð á áfengi hækkar, og laun fólks lækka, þá drekki það meiri landa?
6. apríl 2018
Ríkidæmi Jóakims Aðalandar
Hvað á Jóakim Aðalönd mikið af peningum? Geymir hann hluta þeirra í skúffufyrirtækjum á aflandseyjum? Hvað kemst eiginlega mikið af skildingum fyrir í peningageyminum hans? Eikonomics svarar þessum spurningum.
16. mars 2018
Gæti sameining N1 og Krónunnar leitt til hærra verðlags í Bónus?
Eiríkur Ragnarsson segir að það sé augljóst mál að þegar eignarhald skarist mikið hjá stórum félögum þá flækjast og breytast hvatar stjórnenda.
2. mars 2018
Strætó er bjargvættur bílsins
Eiríkur Ragnarsson segir að strætó eigi eftir að koma til með bæta líf farþega, létta líf fjölda annara ökumanna og þar með vera bjargvættur bílsins. Hann er einfaldlega búinn að reikna það út.
17. febrúar 2018
Hvað eiga Akademían, almenningur og kvikmyndaunnendur ekki sameiginlegt?
Eiríkur Ragnarsson veltir því fyrir sér hvort smekkur almennings og Akademíunnar sé með öllu ósambærilegur. Hann safnaði upplýsingum um þúsundir mynda af IMDB.com og spurði svo gögnin spjörunum úr.
2. febrúar 2018
Hagfræðingar óska eftir konum
Eiríkur Ragnarsson segir að fjölgun kvenna í stétt hagfræðinga myndi leysa mörg vandamál. Og fækka lélegum hagfræðingum.
12. janúar 2018
Eldast tónlistarmenn illa?
Eiríkur Ragnarsson rýnir í gögnin og kemst að því að plötur tón­list­ar­manna verða óvin­sælli eftir því sem aldurinn færist yfir tónlistarmenn.
3. nóvember 2017
Er íslenskt heilbrigðiskerfi gott eða slæmt?
Hversu gott er íslenskt heilbrigðiskerfi í samanburði við Norðurlöndin? Er kerfið skilvirkt? Eiríkur Ragnarsson kannar málið.
29. september 2017
Af hverju borga konur meira fyrir klippingu en karlar?
Eru rökréttar hagrænar ástæður fyrir því að klipping kvenna kostar meira en klipping karla? Eiríkur Ragnarsson kannaði málið.
22. september 2017