Rekstrarhagfræðingur ≠ Rekstrarhagfræðingur

Eiríkur Ragnarsson útskýrir muninn á míkró- og makró-hagfræði.

Auglýsing

Árið 2013 bjó ég í London og var í leit að meðleigjanda. Vinur minn kom mér í samband við vin sinn, hagfræðinginn Ólaf Margeirsson, og flutti Óli inn stuttu seinna. En þrátt fyrir það að við köllum okkur báðir hagfræðinga þá er oft haf á milli þess sem við pælum í. Ástæðan er sú að Óli er makró- og ég er míkró-hagfræðingur.

Óli var varla búinn að stíga yfir þröskuldinn þegar hann kom sér að efninu og spurði mig hvort mér fyndist „að macro módel þyrftu að vera byggð á míkró grunni“. Ég játaði fyrir Óla að ég væri ryðgaður í makró en teldi að makró-hagfræðingar, eins og míkró-hagfræðingar, ættu að notast við þau módel sem best lýsa þeim raunveruleika sem þeir eru að reyna að skýra og skilja. Sambúð okkar Óla var með besta móti, hagfræði-lúða útgáfa af Big Bang Theory.

En hver er munurinn á míkró- og makró-hagfræði? Í stuttu máli má segja að míkró-hagfræðingar sérhæfi sig í smærri einingum hagkerfisins á meðan makró-hagfræðingar sérhæfi sig í stærri einingum. Til dæmis pæla míkró-hagfræðingar í því: af hverju konur borga meira fyrir hárgreiðslu en karlar; hvernig Bjarni og Katrín ættu ekki að nota kolefnisgjaldið; og hvaða áhrif sameining einstakra fyrirtækja getur haft á velferð neytenda. Makró-hagfræðingar á hinn bóginn: skoða hvaða áhrif verðtrygging hefur á verðbólgu; spá fyrir um landsframleiðslu; og þegar vel liggur á þeim ræða þeir meira að segja peningaglýju.

Auglýsing

Þetta eru þó bara örfá dæmi um hvað hagfræðingar fást við, og þó svo að þessi dæmi láti það hljóma eins og við Óli séum úr tveimur ólíkum stéttum þá er það þannig að oft snertast fletir á míkró- og makró-hagfræðinga. (báðir hópar fara meira og minna í gegnum sama grunn- og meistaranámið, og skiljast leiðir okkar aðeins þegar við sérhæfum okkur annaðhvort í doktorsnámi eða á vinnumarkaðnum).

En eitt skilur þó míkró- og makró-hagfræðinga að og er það íslenska þýðingin á nafni fyrra fagsins (microeconomics) og ber fagið nafnið „rekstrarhagfræði“ á Íslandi. Sem er undarlegt þar sem orðið „smá“ hefur lítið með rekstur að gera og oft kemur rekstur ekki neitt við sögu þess sem míkró-hagfræðingar gera.

Þessi þýðing hefur haft það í för með sér að slatti af fólki með rekstrarmenntun (MBA, viðskiptafræði og o.s.frv.) hafa í gegnum tíðina titlað sig sem rekstrarhagfræðinga. Tvö augljósustu dæmin um þetta eru Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Nýherja og sérfræðingur um rekstur, og Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og sérfræðingur um rekstur. Þau titla sig bæði rekstrarhagfræðinga á íslensku útgáfu heimasíðna sinna (Halla hér og Frosti hér), en hvergi á ensku útgáfu síðna þeirra kalla þau sig „microeconomist“. Sem kemur kannski ekki á óvart þar sem þau eru bæði viðskipta, en ekki hagfræði, menntuð.

En kannski er ekki rekstrarsérfræðingum að kenna að þeir kalli sig rekstrarhagfræðinga. Það er eftir allt mikið meira grípandi að kalla sig rekstrarhagfræðing heldur en rekstrarsérfræðing. Og liggur sökin þá einnig hjá þeim sem fyrst datt í hug að þýða orðið „smá“ sem „rekstur“.

Þessi rangþýðing hefur gert það að verkum að íslenskir míkró-hagfræðingar (eins og höfundur) hafa á tímum orðið svolítið abbó út í makró-hagfræðinga. Íslenska þýðingin á orðinu macroeconomics er nefnilega þjóðhagfræði. Og þó svo að það sé pínu undarleg þýðing, þá er þýðingin nógu sterk til þess að þeir sem ekki eru hagfræðingar, eins og til dæmis sérfræðingar í þjóðmálum, kalla sig ekki þjóðhagfræðinga.

En, ég missi samt ekki svefn yfir þessu. Lausnin sem míkró-hagfræðingar höfum er einföld: við sleppum því bara að kalla okkur rekstrarhagfræðinga og höldum okkur við ensku slettuna eða köllum okkur bara hagfræðinga. Við ættum að geta lifað með því svo lengi sem við þurfum ekki að vinna mörg þeirra ómögulegu verka sem makró-hagfræðingar glíma við, eins og að reyna að spá fyrir um verðbólgu þrjú ár fram í tímann.

Þeim mun lengra sem Seðlabanki Íslands reynir að spá fyrir um verðbólgu fram í tímann þeim mun ónákvæmari verður spáin.

Heimild: Peningamál Seðlabankans. 

Útskýring: Fyrstu þrjá ársfjórðungana er spá SÍ nokkuð nákvæm. En þegar bankinn reynir að spá lengra fram í tímann eykst villan í spá þeirra. Þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem verkefnið er nánast ómögulegt. Því er höfundur feginn að vera míkró-hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics