Gæti sameining N1 og Krónunnar leitt til hærra verðlags í Bónus?

Eiríkur Ragnarsson segir að það sé augljóst mál að þegar eignarhald skarist mikið hjá stórum félögum þá flækjast og breytast hvatar stjórnenda.

Auglýsing

Við Íslendingar borgum 85% meira fyrir Skólaost en Þjóðverjar og 46% meira fyrir stuttbuxur í HogM en Bretar. Þetta kemur engum á óvart enda er það óumdeild staðreynd að verðlag á Íslandi er hátt, sem þýðir það að við þurfum borgum meira fyrir sama mat og sömu föt en fólk í útlöndum.

Ástæðurnar fyrir þessu háa verðlagi eru nokkrar: Við erum fá og er því kostnaður við að selja hverja vöru aðeins hærri en ella; Við þurfum að flytja inn bæði neysluvörur og hráefni til framleiðslu frá fjarlægum löndum (og eru þau áhrif ýkt með tollum og gjöldum).

En fyrir utan þessa augljósu þætti þá er annað atriði sem skiptir líka máli – samkeppni, eða frekar skorturinn á henni. Ólíkt landafræði og fólksfjölda, þá er hægt með lögum og góðu regluverki að hafa þónokkur áhrif á hversu vel samkeppni virkar á okkar litlu óskilvirku mörkuðum.

Auglýsing

Hvernig lækkar samkeppni verð

Ef við ímyndum okkur tvær matvöruverslanir staðsettar hlið við hlið, köllum þær Bónó og Aurinn. Báðar selja þær Gevalia kaffipoka á 100 kall og kostnaður beggja af því að selja einn poka er 80 krónur (og græðir hvor búð 20 kall af hverjum seldum poka). Ef í dag hvor búðin selur 200 poka af kaffi á dag, þá græðir hvort búðin 4.000 kall á hverjum degi.

Ef einn daginn Bónó ákveður að ef lækka verðið hjá sér niður í 95 krónur þá myndu þeir uppgötva að hluti, segjum 150, af viðskiptavinum Aursins hætta að versla við Aurinn og kaupa kaffið sitt í Bónó í staðinn. Sem þýðir það að Bónó selur nú meira kaffi (350 poka) á 95 kall - og græðir þar með 5.250 kall (12.5% meira en í gær!).

Í lok dags sér Aurinn að hann hefur aðeins selt 50 kaffipoka og hefur gróði dagsins dottið úr 4.000 kalli niður í 1.000 kall. Aurinn tekur því á það bragð að svara Bónó í sömu mynt og bjóða kaffið sitt á 90 kall. Þetta snýr þá markaðshlutdeildinni við og standa fyrirtækin tvö í „verðstríði“ þangað til lítill sem enginn gróði er eftir og neytendur geta keypt kaffið sitt á um það bil 80 krónur í báðum búðum.

En samkeppni virkar ekki alltaf eins og hún á að gera. Aurinn og Krónan gætu til dæmis gert með sér samkomulag að hækka verð á kaffi aftur upp í 100 kall. Ef þeir gera það og hvor aðili stendur við sitt loforð að hækka verð þá gætu báðar búðirnar byrjað aftur að græða 4.000 kall á dag. En sem betur fer fyrir okkur neytendur er slíkt bannað með lögum og ef Aurinn og Bónó svo gott sem hugsa um verðsamráð þá er Páli í Samkeppniseftirlitinu að mæta.

En það er líka önnur leið sem Aurinn og Bónó geta farið sem virkar nákvæmlega eins og verðsamráð. Hún virkar svona: Aurinn kaupir 50% hlutafjár í Bónó og borgar Bónó með 50% af sínu eigin hlutafé. Nú ef báðar búðir hækka verð á kaffi upp í 100 kall græðir hver búð 4.000 kall á dag sem búðirnar skipta bróðurlega á milli sín. Allir græða. Nema þeir sem kaupa kaffi, þeir tapa.

Íslenskt eignarhald er afi sinn

Nú vill N1 sameinast Festi (móðurfélagi Krónunnar og Nóatúns) og Hagar (móðurfélag Bónus og Hagkaupa) vilja sameinast Olís. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu þessir samrunar ekki að hafa mikil áhrif, hvorki á bensínverð né á matvöruverð. Ástæðan fyrir því er að matvöruverslanir og bensínstöðvar selja ólíkar vörur og keppa ekki um sömu viðskiptin. Ef verð á bensíni hækkar þá skellir maður sér ekki á frosna ýsu í staðinn.

En aðstæður á Íslandi eru ekkert eðlilegar. Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum er nefnilega svolítið eins og lagið Ég er Afi Minn með Ladda – flókið og enginn veit hver á hvern. Það sem gerist þegar N1 og Festi sameinast er að N1 borgar Festi fyrir kaupin með hlutabréfum í sjálfum sér. Sem gerir það að verkum að félögin sem áttu áður hlut í bæði N1 og Festi eiga þá stærri hlut í sameinaða félaginu og félög sem áttu bara hluti í N1 eiga nú eftir að eiga hlut í verslunum sem Festi átti áður (Krónan og Nóatún) og öfugt.

Áhrifin af sameiningu sem þessari gætu orðið þokkaleg. Í dag (áður en Páll í Samkeppniseftirlitinu hefur gefið grænt ljós á þessar sameiningar) eiga 8 af 20 stærstu hluthöfum Haga (að mestu leyti lífeyrissjóðir) tæplega helminginn af öllu hlutafé Haga og tæplega þriðjung af öllu hlutafé í Festi. Og eftir samrunarnir verða samþykktir, þá verða það 13 af 20 stærstu eigendum Haga sem koma til með að eiga 66% hlut í Högum og 47% hlut í Festi. Sem þýðir það að helmingur eigenda beggja fyrirtækja er í svipaðri stöðu og eigendur Aursins og Bónó í dæminu á undan Það er að segja fyrir þessa 13 hluthafa væri það best ef Bónus og Krónan myndu ekki berjast um að bjóða bestu verð bæjarins.Myndin sýnir þau 13 félög sem eiga hlut bæði í Högum og Festi, ef samrunarnir fara í gegn.

Það er erfitt að segja til um hvað gerist. Ein kenning er að í svona umhverfi breytast hvatar stjórnenda. Það er að segja, stjórnendur Bónus, eru meðvitaðir um það að eigendur Bónus eigi líka stóran hlut í Krónunni. Þar af leiðandi gerast þeir ólíklegri til þess að lækka verð á sínum vörum til að vinna viðskiptavini af Krónunni. Eftir allt, þá eru það þessir eigendur sem ákveða hvað á að borga þeim í laun. Að sama skapi sjá stjórnendur Krónunnar heiminn í sama ljósi og eru líka ólíklegri til að lækka verð. 

Að sjálfsögðu má það vel vera að þessi samsetning eigenda hafi lítil og jafnvel engin áhrif á verð á kaffi og smjöri. Kannski halda Bónus og Krónan áfram að keppast um kúnna eins og ekkert hafi í skorist. Eining má það vel vera að aðrir hluthafar, sem ekki eiga hlut bæði í Högum og Festi, setji beint eða óbeint pressu á stjórnendur til að haga sér vel. Og kannski reddar Costco þessu bara. 

En það er augljóst mál að þegar eignarhald skarast svona mikið hjá svona stórum félögum þá flækjast og breytast hvatar stjórnenda. Og ef þú þekkir hagfræðing sem getur talað í meira en korter án þess tala um mikilvægi hvata, þá endilega láttu mig vita, því þess konar hagfræðing hef ég ekki en þá hitt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics