74 færslur fundust merktar „samkeppnismál“

Tómas Þór Þórðarsson íþróttafréttamaður hefur leitt umfjöllun Símans Sport um enska boltann undanfarin ár.
Risastór sekt vegna vöndlunar á enska boltanum orðin að engu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að Samkeppniseftirlitið hafi ekki náð að rökstyðja háa sekt á hendur Símanum nægilega vel. Áhrifin á neytendur og markaði hafi verið lítið greind af hálfu eftirlitsins.
12. október 2022
Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
ASÍ gagnrýnir líka skipan Svanhildar Hólm í starfshóp þegar „launafólk sé látið sitja hjá“
Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa nú gagnrýnt harðlega skipan fulltrúa atvinnulífsins í starfshóp um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum og launafólki. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að gagnrýni komi sér á óvart.
1. september 2022
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
„Ég ræddi þetta mál við Breka Karlsson“
Menningar- og viðskiptaráðherra segir við Kjarnann að hörð gagnrýni úr ranni Neytendasamtakanna á skipan nýs starfshóps um stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála hafi komið sér á óvart.
31. ágúst 2022
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Gagnrýna harðlega skipun Svanhildar Hólm í starfshóp um samkeppni og neytendamál
Neytendasamtökin segja það óásættanlegt að fulltrúi atvinnulífsins fái sæti í starfshópi um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum. Menningar- og viðskiptaráðherra skipaði meðal annars framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í hópinn.
30. ágúst 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
24. júní 2022
Framkvæmdarstjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings á Íslandi og húsleit í Danmörku
Eimskip sendi tvær tilkynningar til Kauphallar í gær. Aðra vegna húsleitar samkeppnisyfirvalda í Danmörku, hina vegna sakamálarannsóknar héraðssaksóknara hérlendis.
21. júní 2022
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
22. október 2021
Storytel selur nær allar íslenskar hljóðbækur hér á landi.
Penninn og Storytel með yfirburði á bókamarkaði
Markaðshlutdeild Pennans í smásölumarkaði prentaðra bóka nemur 50-55 prósentum og Storytel selur nær allar bækur á hljóðbókamarkaði, samkvæmt nýrri úttekt Samkeppniseftirlitsins.
1. júlí 2021
Sektir sem samkeppnisyfirvöld hafa lagt á fyrirtæki nema samtals 10,4 milljörðum króna
Á síðustu tíu árum hefur Samkeppniseftirlitið lagt á sektir á fyrirtæki upp á 6,5 milljarða króna. Á sama tímabili hefur rekstrarkostnaður eftirlitsins verið um 4,2 milljarðar króna.
28. júní 2021
Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu
Síminn vill að úrskurður áfrýjunarnefndarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Samkvæmt honum var félaginu gert að greiða 200 milljónir króna í sekt fyrir að bjóða betri kjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
26. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
16. júní 2021
Lúðvík Bergvinsson var skipaður sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar Festi við Samkeppniseftirlitið.
Kostnaður Festi vegna óháðs kunnáttumanns 56 milljónir króna á rúmum tveimur árum
Festi ætlar að óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks Bergvinssonar, sem skipaður var sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Skipun Lúðvíks á að gilda fram í október 2023.
22. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
4. mars 2021
Álverið í Straumsvík.
Álverin ekki að borga of hátt verð fyrir íslenska raforku
Í úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda á raforku hérlendis kom í ljós að þeir eru ekki að greiða of hátt verð þegar raforkusamningar þeirra eru bornir saman við önnur Vesturlönd með umfangsmikla stóriðjustarfsemi.
13. nóvember 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
6. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
3. júlí 2020
Strembnum þingvetri lauk með átökum um vímuefnamál
Ýmis þingmál runnu í gegn á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí. Sum í góðri sátt, en önnur ekki. Samkeppnislögum var breytt, Borgarlína færist nær og stjórnarflokkar lögðust gegn breytingum á vímuefnalöggjöf sem þó er fjallað um í stjórnarsáttmálanum.
30. júní 2020
Viðra hugmynd um nýjan dómstól og telja ekki rétt að fella út íhlutunarheimild SKE
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins lagði til töluverðar breytingar á samkeppnislagafrumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra, sem bíður þess að vera tekið til 2. umræðu á Alþingi.
22. júní 2020
Guðmundur í Brim
Krafðist þess ekki að Guðmundur léti af störfum sem forstjóri Brims
Fyrir Samkeppniseftirlitinu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyting hafi orðið á yfirráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á samkeppni – en ekki að krefjast þess að Guðmundur Kristjánsson láti af störfum sem forstjóri fyrirtækisins.
8. maí 2020
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til í síðustu viku.
Telja að yfirráð yfir Brimi hafi getað skapast í síðasta lagi í september í fyrra
Samkeppniseftirlitið telur ekkert benda til þess að „vatnskil hefðu orðið í viðskiptatengslum og sameiginlegum hagsmunum bræðranna Guðmundar og Hjálmars Þór Kristjánssona, enda þótt gripið hefði verið til ráðstafana til að breyta ásýnd tengslanna.“
7. maí 2020
Gylfi Magnússon
Samkeppni austan og vestan við Atlantshaf: Ísland í slæmum félagsskap?
2. maí 2020
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Bann við ólöglegu samráði tekið úr sambandi á ýmsum sviðum vegna COVID-19
Samkeppniseftirlitið hefur þegar veitt ýmiskonar undanþágur frá lögum fyrir t.d. ferðaskrifstofur sem reyna að koma Íslendingum heim, keppinauta í lyfjaiðnaði til að tryggja nægt framboð og á fjármálamarkaði vegna yfirvofandi þrenginga fyrirtækja.
19. mars 2020
Þórólfur Matthíasson
Margur er smjörs voðinn
1. nóvember 2019
Sunna Gunnars Marteinsdóttir
Áfram með smjörið
1. nóvember 2019
Fréttablaðið og Hringbraut fá undanþágu til að renna strax saman
Útgáfufélag Fréttablaðsins fær að taka yfir Hringbraut þó Samkeppniseftirlitið hafi ekki lokið umfjöllun sinni á samrunanum. Ástæðan er sú að Hringbraut þarf fjármagn til að styrkja rekstur sinn.
29. október 2019
Sunna Gunnars Marteinsdóttir
Rangfærslur um samkeppnismál frá Eikonomics
25. október 2019
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
FA: Verið að veikja stöðu Samkeppniseftirlitsins
Félag atvinnurekenda hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum en FA leggst eindregið gegn afnámi heimildar Samkeppniseftirlitsins til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla.
24. október 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
17. júní 2019
Vildu tryggja að fleiri ættu séns en Icelandair
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, ræddi um samkeppni í fluggeiranum og hvernig eftirlitið hafi beitt sér til að tryggja hana í 21 á Hringbraut í vikunni.
27. apríl 2019
Stjórnvöld þurfa að styrkja rödd neytenda
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, gagnrýnir að almenningur sé aldrei spurður um árangur eftirlitsstarfsemi, heldur einungis fyrirtæki sem þurfa að sæta slíkri. Tilgangur eftirlitsins sé enda almannahagur.
27. apríl 2019
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins: „Þar sem er vesen, þar erum við“
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að gera megi ráð fyrir því að fyrirtæki sem lendi í rannsókn vegna brota eða samkeppnishindrana séu ekki ánægð með starfsemi eftirlitsins.
24. apríl 2019
Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Super 1 kaupir tímabundið vörur af Högum
Í þeirri sátt sem Hagar gerðu við Samkeppnisyfirlitið vegna samrunans við Olis var kveðið á um að nýir eigendur að þremur Bónusverslunum gætu tímabundið keypt vörur frá vöruhúsi Haga.
21. febrúar 2019
Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir
Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.
17. desember 2018
Eins og „ÁTVR væri að selja grænar baunir og Cocoa Puffs“
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að opinber hlutafélög á borð við RÚV, Isavia og Íslandspóst hegði sér í raun eins og ríki í ríkinu.
1. desember 2018
Hafnarfjarðarhöfn
Saka Hafnarfjarðarbæ um ólögmæta ríkisaðstoð
Í Hafnarfjarðarhöfn eru að hefjast framkvæmdir við að byggja viðlegukant fyrir upptöku og sjósetningu stærri skipa. Skipasmíðastöð Njarðvíkur telur hins vegar framkvæmdirnar vera brot á EES- samning um ríkisaðstoð.
12. nóvember 2018
Segir ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti
Stjórnarformaður Fréttablaðsins sendir frá sér yfirlýsingu til að svara yfirlýsingu Guðmunar í Brimi, sem setur fréttir Fréttablaðsins í samhengi við störf stjórnarformannsins fyrir Vinnslustöðina sem Guðmundur hefur staðið í deilum við.
19. september 2018
„Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar“
Guðmundur Kristjánsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun. Samkeppniseftirlitið sendi einnig frá sér tilkynningu vegna málsins.
19. september 2018
Samkeppniseftirlitið er ekki að neyða Haga til þess að loka Bónus á Hallveigarstíg
Eiríkur Ragnarsson leiðréttir misskilning um lokun Bónusverslunar og reynir að koma fólki í skilning um það sem Samkeppniseftirlitið gerir og hvers vegna.
18. september 2018
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia við bílastæði
Samkeppniseftirlitið hefur stöðvað gjaldtöku Isavia á ytri rútustæðum við Leifsstöð. Telur að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu. Jafnframt mismuni það viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum.
17. júlí 2018
Samkaup kaupir allar Iceland verslanir og fimm 10-11 búðir
Samkeppniseftirlitið hefur tekið til rannsóknar samkeppnisleg áhrif samruna vegna kaupa Samkaupa á alls eignum 14 verslana af Basko verslunum.
13. júlí 2018
MS dæmt til að greiða 480 milljónir í sekt
Mjólkursamsalan var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða sekt að fjárhæð alls 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.
29. maí 2018
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir alvarleg brot Byko og hækkar sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkaði álagða sekt.
16. maí 2018
Lagaumhverfi leigubifreiðamarkaðarins samkeppnishamlandi
Sami fjöldi leigubifreiða starfandi á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og var fyrir ellefu árum síðan, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og sprengingu í komu ferðamanna. Samkeppinseftirlitið segir takmörkun á fjölda hafa augljós neikvæð áhrif á samkeppni.
3. apríl 2018
Gæti sameining N1 og Krónunnar leitt til hærra verðlags í Bónus?
Eiríkur Ragnarsson segir að það sé augljóst mál að þegar eignarhald skarist mikið hjá stórum félögum þá flækjast og breytast hvatar stjórnenda.
2. mars 2018
Magnús Freyr Erlingsson
Siðferðisleg sjónarmið í fákeppnissamfélagi
25. febrúar 2018
Gera ekki athugasemd við sameiningu Nova og Símafélagsins
Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Nova hf. á Símafélaginu ehf. þar sem áherslur í starfsemi félaganna á fjarskiptamarkaði séu ólíkar.
16. febrúar 2018
Samkeppniseftirlitið rannsakar gjaldtöku Isavia
Samkeppniseftirlitið hyggst rannsaka háa gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.
8. febrúar 2018
Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís
Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís í skjali sem eftirlitið sendi á Olís á þeim forsendum að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur án skilyrða.
29. janúar 2018
MS ásakar Samkeppniseftirlitið um óhlutlægni
Mjólkursamsalan segir í tilkynningu að Samkeppniseftirlitið fjalli ekki um málefni MS og mjólkuriðnaði af þeirri hlutlægni sem gerða verði kröfu um til ríkisstofnunar.
25. janúar 2018
Þorsteinn Víglundsson
Viljum við ekki samkeppni?
19. janúar 2018
Forlagið með allt að helmings hlutdeild og í markaðsráðandi stöðu
Samkeppniseftirlitið neitar að fella úr gildi skilyrði sem sett voru vegna markaðsráðandi stöðu Forlagsins á markaði með bækur. Ástæðan er einfaldlega sú að staða Forlagsins sem sterkasta fyrirtækisins á þeim markaði hefur ekkert breyst.
21. desember 2017
Stóru bankarnir þrír fá heimild til að reka saman seðlaver
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn fá undanþágu til að reka saman seðlaver. Slíkur samrekstur á að leiða til kostnaðarsparnaðar fyrir bankana.
5. desember 2017
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Segir starfsemi RÚV vera samkeppnisskekkju
Samkeppnismál eru til umræðu í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld. Þar er meðal annars rætt um Costco-áhrifin, breytta neytendahegðun, áhrif netverslunar, fjölmiðlamarkaðinn og skort á beikoni og gæða nautakjöti.
11. október 2017
Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Segir „öldu samruna“ líða yfir ferðaþjónustuna
Eggert B. Ólafsson lögfræðingur segir mikið um samruna ferðaþjónustufyrirtækja þessi misserin.
17. ágúst 2017
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hringir bjöllunni í Kauphöllinni.
Hagar áfrýja ekki úrskurði Samkeppniseftirlitsins
Hagar eru ósammála forsendum Samkeppniseftirlitsins en telja að áfrýjunarnefnd komist að sömu niðurstöðu.
10. ágúst 2017
Innkoma Costco á íslenskan dagvörumarkað hefur gjörbreytt stöðunni á honum. Fyrirtækið leggur m.a. mikið upp úr því að selja grænmeti og ávexti.
Segir Samkeppnisyfirvöld verða að taka tillit til áhrifa af komu Costco
Áhrif Costco á íslenskan dagvörumarkað virðast vera mikil. Hagar hafa tvívegis sent frá sér afkomuviðvörun og bréf í félaginu hafa hríðfallið í verði. Framkvæmdastjóri SVÞ segir Samkeppniseftirlitið verða að taka tillit til hinna breyttu aðstæðna.
8. ágúst 2017
Ríkiskaup og RARIK brutu gegn lögum
Kærunefnd útboðsmála segir að brotið hafi verið gegn lögum, þegar gengið var til viðskipta vegna orkureikningakerfis.
11. júlí 2017
FA leggst gegn beiðni Markaðsráðs kindakjöts: „Stórkostlega gallaðar hugmyndir”
Félag Atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem það leggst gegn beiðni Markaðsráðs um undanþágu frá Samkeppnislögum.
15. júní 2017
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra
Þorgerður Katrín: Ekkert óeðlilegt við umsókn að undanþágu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir ósk Markaðsráðs kindakjöts um undanþágu vegna útflutnings kindakjöts hjá Samkeppniseftirlitinu ekki óeðlilega.
14. júní 2017
Verði undanþágan samþykkt má búast við að staða íslensk kindakjöts á erlendum mörkuðum batni
Vill undanþágu vegna útflutnings kindakjöts
Markaðsráð kindakjöts hefur sótt um undanþágu hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að auðvelda fyrir útflutningi kindakjöts. Undanþágan felur í sér samstarf við sláturleyfishafa.
13. júní 2017
Norsk samkeppnisyfirvöld höfnuðu kaupum Eimskips á norsku fyrirtæki
Samkeppnisyfirlitið í Noregi hefur hafnað kaupum Eimskips á norska flutningafyrirtækinu Nor Lines. Þau hefðu haft hamlandi áhrif á markaðinn. Mikil vonbrigði segir forstjóri Eimskips.
3. apríl 2017
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins hafin
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið birta drög að frumvarpi sem tekur á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins.
6. mars 2017
Leggja til að malbikunarstöð í eigu borgarinnar verði seld
20. janúar 2017
Ingólfsstræti malbikað.
Malbikunarstöð í eigu borgarinnar með 73 prósent markaðshlutdeild
16. janúar 2017
Samkeppniseftirlitið fer með MS-málið fyrir dómstóla
25. nóvember 2016
Páll Gunnar Pálsson
Til hvers eru markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitsins?
17. september 2016
MS kærir úrskurð Samkeppniseftirlitsins
6. ágúst 2016
Alþjóðleg samkeppni fagnaðarefni
9. júlí 2016
Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar undir búvörusamninana.
Samkeppniseftirlitið hakkar búvörusamningana í sig
Samkeppniseftirlitið segir að frumvarp um nýja búvörusamninga þarfnist gagngerrar endurskoðunnar áður en það verður að lögum. Óbreytt muni það bæði skaða hagmuni bænda og neytenda.
10. júní 2016
Samkeppniseftirlitið höfðaði mál gegn móðurfélagi Byko, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum.
Íslenskur dómstóll fær athugasemd frá ESA
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent athugasemdir til Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftirlitsins gegn Norvík og Byko. Þetta er í fyrsta sinn sem ESA sendir slíkt til íslenskra dómstóla.
29. apríl 2016
Eimskip og Samskip sektuð um háar upphæðir vegna samráðs í Hollandi
23. mars 2016
Sonja Bjarnadóttir
Nokkrar tölur um meðferð samrunamála
20. mars 2016
Nýir búvörusamningar undirritaðir – Kostnaður ríkis eykst um 900 milljónir á næsta ári
19. febrúar 2016