Forlagið með allt að helmings hlutdeild og í markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið neitar að fella úr gildi skilyrði sem sett voru vegna markaðsráðandi stöðu Forlagsins á markaði með bækur. Ástæðan er einfaldlega sú að staða Forlagsins sem sterkasta fyrirtækisins á þeim markaði hefur ekkert breyst.

Forlagið
Auglýsing

For­lagið ehf. er stærsta bóka­út­gáfa á Íslandi með 45-50 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í almennri bóka­út­gáfu. Það er um fjór­falt meiri hlut­deild en sá útgef­andi sem kemur næst á eft­ir, en það er Bjart­ur-Ver­öld. Þá er For­lagið með mikla breidd í útgáfu sam­an­borið við flesta aðra bóka­út­gef­end­ur. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum umfangs­mik­illar úttektar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á mark­aði fyrir bóka­út­gáfu á Íslandi. Þar segir að það sé nið­ur­staða ákvörð­unar eft­irlts­ins að For­lagið sé ennþá í mark­aðs­ráð­andi stöðu á bóka­mark­aði.

Ástæða athug­unar var sú að For­lagið óskaði eftir því að skil­yrði sem voru sett árið 2008 vegna sam­runa JPV útgáfu og Vega­móta, þegar For­lagið varð til í núver­andi mynd, yrðu felld úr gildi eða dregið úr þeim.

Auglýsing

Þau skil­yrði fela m.a. í sér að:

  • For­lagið má aðeins semja um útgáfu­rétt á einum bók­artitli hverju sinni við hvern rit­höf­und.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að veita end­ur­selj­endum bóka afslátt frá heild­sölu­verði bóka sinna nema For­lagið geti með óyggj­andi hætti sýnt fram á kostn­að­ar­legt hag­ræði af við­skiptum við við­kom­andi end­ur­selj­anda sem sé í sam­ræmi við afslátt­inn.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að mis­muna end­ur­selj­endum bóka í hvers kyns kynn­ing­ar­starfi, aug­lýs­inga­her­ferð­um, eða með efni sem snýr að upp­still­ingu og aug­lýs­ingu bóka í versl­unum end­ur­selj­enda nema slík mis­munun bygg­ist á almennum við­skipta­legum sjón­ar­mið­um.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að gera hvers kyns einka­kaupa­samn­inga við end­ur­selj­endur bóka.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að hafa nokkur afskipti af sölu­verði end­ur­selj­enda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti sölu­verð end­ur­selj­enda.

Í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu seg­ir: „Athugun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á bóka­mark­aðnum núna sýnir að staða For­lags­ins hefur ekki breyst í meg­in­at­riðum á liðnum árum. For­lagið er enn stærsta bóka­út­gáfan á Íslandi með 45-50% hlut­deild í almennri bóka­út­gáfu og er með u.þ.b. fjór­falt meiri hlut­deild en sá útgef­andi sem næst kemur að stærð sem er Bjart­ur-Ver­öld. Þá er For­lagið með mikla breidd í útgáfu sam­an­borið við flesta aðra bóka­út­gef­end­ur. Er það því nið­ur­staðan í ákvörðun eft­ir­lits­ins að For­lagið sé ennþá í mark­aðs­ráð­andi stöðu á bóka­mark­aði.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur því mik­il­vægt að skil­yrð­in, sem For­lagið óskar nú eftir að verði felld nið­ur, og snú­ast aðal­lega um að For­lagið beiti ekki styrk sínum gagn­vart keppi­nautum og skaði þannig sam­keppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meiri­hluti keppi­nauta sem tók þátt í könnun eft­ir­lits­ins telja að skil­yrðin hafi stuðlað að auk­inni sam­keppni og að ekki séu for­sendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eft­ir­litið að For­lagið hafi ekki rök­stutt hvernig skil­yrðin setji félag­inu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld nið­ur.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent