Forlagið með allt að helmings hlutdeild og í markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið neitar að fella úr gildi skilyrði sem sett voru vegna markaðsráðandi stöðu Forlagsins á markaði með bækur. Ástæðan er einfaldlega sú að staða Forlagsins sem sterkasta fyrirtækisins á þeim markaði hefur ekkert breyst.

Forlagið
Auglýsing

For­lagið ehf. er stærsta bóka­út­gáfa á Íslandi með 45-50 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í almennri bóka­út­gáfu. Það er um fjór­falt meiri hlut­deild en sá útgef­andi sem kemur næst á eft­ir, en það er Bjart­ur-Ver­öld. Þá er For­lagið með mikla breidd í útgáfu sam­an­borið við flesta aðra bóka­út­gef­end­ur. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum umfangs­mik­illar úttektar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á mark­aði fyrir bóka­út­gáfu á Íslandi. Þar segir að það sé nið­ur­staða ákvörð­unar eft­irlts­ins að For­lagið sé ennþá í mark­aðs­ráð­andi stöðu á bóka­mark­aði.

Ástæða athug­unar var sú að For­lagið óskaði eftir því að skil­yrði sem voru sett árið 2008 vegna sam­runa JPV útgáfu og Vega­móta, þegar For­lagið varð til í núver­andi mynd, yrðu felld úr gildi eða dregið úr þeim.

Auglýsing

Þau skil­yrði fela m.a. í sér að:

  • For­lagið má aðeins semja um útgáfu­rétt á einum bók­artitli hverju sinni við hvern rit­höf­und.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að veita end­ur­selj­endum bóka afslátt frá heild­sölu­verði bóka sinna nema For­lagið geti með óyggj­andi hætti sýnt fram á kostn­að­ar­legt hag­ræði af við­skiptum við við­kom­andi end­ur­selj­anda sem sé í sam­ræmi við afslátt­inn.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að mis­muna end­ur­selj­endum bóka í hvers kyns kynn­ing­ar­starfi, aug­lýs­inga­her­ferð­um, eða með efni sem snýr að upp­still­ingu og aug­lýs­ingu bóka í versl­unum end­ur­selj­enda nema slík mis­munun bygg­ist á almennum við­skipta­legum sjón­ar­mið­um.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að gera hvers kyns einka­kaupa­samn­inga við end­ur­selj­endur bóka.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að hafa nokkur afskipti af sölu­verði end­ur­selj­enda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti sölu­verð end­ur­selj­enda.

Í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu seg­ir: „Athugun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á bóka­mark­aðnum núna sýnir að staða For­lags­ins hefur ekki breyst í meg­in­at­riðum á liðnum árum. For­lagið er enn stærsta bóka­út­gáfan á Íslandi með 45-50% hlut­deild í almennri bóka­út­gáfu og er með u.þ.b. fjór­falt meiri hlut­deild en sá útgef­andi sem næst kemur að stærð sem er Bjart­ur-Ver­öld. Þá er For­lagið með mikla breidd í útgáfu sam­an­borið við flesta aðra bóka­út­gef­end­ur. Er það því nið­ur­staðan í ákvörðun eft­ir­lits­ins að For­lagið sé ennþá í mark­aðs­ráð­andi stöðu á bóka­mark­aði.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur því mik­il­vægt að skil­yrð­in, sem For­lagið óskar nú eftir að verði felld nið­ur, og snú­ast aðal­lega um að For­lagið beiti ekki styrk sínum gagn­vart keppi­nautum og skaði þannig sam­keppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meiri­hluti keppi­nauta sem tók þátt í könnun eft­ir­lits­ins telja að skil­yrðin hafi stuðlað að auk­inni sam­keppni og að ekki séu for­sendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eft­ir­litið að For­lagið hafi ekki rök­stutt hvernig skil­yrðin setji félag­inu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld nið­ur.“Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent