Forlagið með allt að helmings hlutdeild og í markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið neitar að fella úr gildi skilyrði sem sett voru vegna markaðsráðandi stöðu Forlagsins á markaði með bækur. Ástæðan er einfaldlega sú að staða Forlagsins sem sterkasta fyrirtækisins á þeim markaði hefur ekkert breyst.

Forlagið
Auglýsing

For­lagið ehf. er stærsta bóka­út­gáfa á Íslandi með 45-50 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í almennri bóka­út­gáfu. Það er um fjór­falt meiri hlut­deild en sá útgef­andi sem kemur næst á eft­ir, en það er Bjart­ur-Ver­öld. Þá er For­lagið með mikla breidd í útgáfu sam­an­borið við flesta aðra bóka­út­gef­end­ur. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum umfangs­mik­illar úttektar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á mark­aði fyrir bóka­út­gáfu á Íslandi. Þar segir að það sé nið­ur­staða ákvörð­unar eft­irlts­ins að For­lagið sé ennþá í mark­aðs­ráð­andi stöðu á bóka­mark­aði.

Ástæða athug­unar var sú að For­lagið óskaði eftir því að skil­yrði sem voru sett árið 2008 vegna sam­runa JPV útgáfu og Vega­móta, þegar For­lagið varð til í núver­andi mynd, yrðu felld úr gildi eða dregið úr þeim.

Auglýsing

Þau skil­yrði fela m.a. í sér að:

  • For­lagið má aðeins semja um útgáfu­rétt á einum bók­artitli hverju sinni við hvern rit­höf­und.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að veita end­ur­selj­endum bóka afslátt frá heild­sölu­verði bóka sinna nema For­lagið geti með óyggj­andi hætti sýnt fram á kostn­að­ar­legt hag­ræði af við­skiptum við við­kom­andi end­ur­selj­anda sem sé í sam­ræmi við afslátt­inn.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að mis­muna end­ur­selj­endum bóka í hvers kyns kynn­ing­ar­starfi, aug­lýs­inga­her­ferð­um, eða með efni sem snýr að upp­still­ingu og aug­lýs­ingu bóka í versl­unum end­ur­selj­enda nema slík mis­munun bygg­ist á almennum við­skipta­legum sjón­ar­mið­um.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að gera hvers kyns einka­kaupa­samn­inga við end­ur­selj­endur bóka.

  • For­lag­inu er óheim­ilt að hafa nokkur afskipti af sölu­verði end­ur­selj­enda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti sölu­verð end­ur­selj­enda.

Í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu seg­ir: „Athugun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á bóka­mark­aðnum núna sýnir að staða For­lags­ins hefur ekki breyst í meg­in­at­riðum á liðnum árum. For­lagið er enn stærsta bóka­út­gáfan á Íslandi með 45-50% hlut­deild í almennri bóka­út­gáfu og er með u.þ.b. fjór­falt meiri hlut­deild en sá útgef­andi sem næst kemur að stærð sem er Bjart­ur-Ver­öld. Þá er For­lagið með mikla breidd í útgáfu sam­an­borið við flesta aðra bóka­út­gef­end­ur. Er það því nið­ur­staðan í ákvörðun eft­ir­lits­ins að For­lagið sé ennþá í mark­aðs­ráð­andi stöðu á bóka­mark­aði.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur því mik­il­vægt að skil­yrð­in, sem For­lagið óskar nú eftir að verði felld nið­ur, og snú­ast aðal­lega um að For­lagið beiti ekki styrk sínum gagn­vart keppi­nautum og skaði þannig sam­keppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meiri­hluti keppi­nauta sem tók þátt í könnun eft­ir­lits­ins telja að skil­yrðin hafi stuðlað að auk­inni sam­keppni og að ekki séu for­sendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eft­ir­litið að For­lagið hafi ekki rök­stutt hvernig skil­yrðin setji félag­inu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld nið­ur.“Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent