Hagar áfrýja ekki úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Hagar eru ósammála forsendum Samkeppniseftirlitsins en telja að áfrýjunarnefnd komist að sömu niðurstöðu.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hringir bjöllunni í Kauphöllinni.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hringir bjöllunni í Kauphöllinni.
Auglýsing

Stjórn smá­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Haga hefur ákveðið að áfrýja ekki nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að hafna sam­runa Haga og Lyfju síðan 17. júlí síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­innar í dag.

Hagar telja að sama nið­ur­staða muni koma úr áfrýj­un­ar­ferl­inu, enda „er ljóst að nið­ur­staða áfrýj­un­ar­nefndar myndi að mestu byggja á end­ur­skoðun á þeim upp­lýs­ingum sem þegar hefur verið aflað af eft­ir­lit­in­u“, eins og segir í til­kynn­ing­unni sem barst í dag.

„Það er mat Haga að með ákvörðun sinni hafi Sam­keppn­is­eft­ir­litið svipt neyt­endur þeim ávinn­ingi sem sam­run­inn gaf færi á, m.a. með lægra vöru­verði og betra aðgengi að vöru­m,“ segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Kaup­­samn­ing­­ur­inn hafði verið und­ir­­rit­aður með fyr­ir­vara um nið­­ur­­stöður áreið­an­­leika­könn­unar og sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, að því er segir í til­­kynn­ing­u frá Högum til Kaup­hall­ar­innar sem barst 17. júlí. Fyr­ir­vörum vegna nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­unar var aflétt í apríl sl., en Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nú með úrskurði hafnað sam­run­an­­um. „Nið­­ur­­staðan er von­brigði og mun félagið taka hana til sér­­stakrar skoð­unar næstu daga. Þá ber að árétta að Hagar höfðu ekki tekið við rekstri Lyfju og mun ákvörð­unin því ekki hafa áhrif á áður birt reikn­ings­skil félags­­ins,“ segir í til­­kynn­ing­unn­i.

Hnýta í rann­sókn­ina

Hagar eru því ósa­mála að for­sendur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir því að hafna sam­run­anum stand­ist í dag. Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sam­keppn­is­eft­ir­litið kemst að þeirri nið­ur­stöðu að Hagar séu enn í mark­aðs­ráð­andi stöðu á dag­vöru­mark­aði og byggir þar að mestu á 10 ára gam­alli ákvörðun sinni frá árinu 2008. Eng­inn þeirra þriggja meg­in­þátta sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði til grund­vallar þeirri ákvörðun á við í dag.“

Kjarn­inn sagði frá úrskurði Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 18. júlí. Þar voru eft­ir­taldir punktar nefndir sem ástæður ógild­ingar sam­runa Haga við Lyfju:

Staða á mörk­uðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á:

„Rann­­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að fyr­ir­tækin eru nánir keppi­­nautar í smá­­sölu á hrein­læt­is- og snyrt­i­vörum, mark­aði fyrir vítamín, bæt­i­efni og stein­efni og mark­aði fyrir mat- og drykkj­­ar­vörur í flokki heilsu­vara.“

„Við sam­run­ann hefði sam­keppni milli fyr­ir­tækj­anna horfið og á sumum lands­væðum utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins hefði hið sam­ein­aða fyr­ir­tæki verið eini smá­sal­inn á umræddum vöru­m“.

Mark­aðs­ráð­andi staða Haga á dag­vöru­­mark­aði:

„Rann­­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiðir enn­fremur í ljós að sam­run­inn hefði styrkt mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga. Sú styrk­ing hefði fyrst og fremst birst í auknum inn­­­kaupa­­styrk hins sam­ein­aða félags, sam­þætt­ingu versl­ana, stað­­setn­ingu versl­ana og mög­u­­leikum á auknu vöru­fram­­boði í versl­unum Lyfju.“

Áhrif Costco:

„Það er nið­­ur­­staða þess­­arar rann­­sóknar að opnun og til­­vist Costco á íslenskum mark­aði hafi tak­­mörkuð áhrif á þá mark­aði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, þ.e. einkum á hrein­læt­is- og snyrt­i­vöru­­mark­að­i.“

„Nið­­ur­­staða þessa máls verður því ekki reist á þeirri for­­sendu að Hagar séu ekki lengur í mark­aðs­ráð­andi stöðu eða að sú breyt­ing verði á næst­unni. Í þessu sam­­bandi er Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­­mála Högum og öðrum mark­aðs­að­ilum sem hafa lýst því yfir að of snemmt sé að segja til um hvaða áhrif Costco muni hafa hér á landi til lengri tíma lit­ið.“

Í til­­kynn­ing­unni segir einnig að Hagar hafi lagt fram til­­lögur að skil­yrðum til þess að koma í veg fyrir sam­keppn­is­rösk­un­­um. Þessar til­­lögur hafi hins vegar ekki verið nægar að mati Sam­keppn­is­yf­­ir­lits­ins.

Í lok til­­kynn­ing­­ar­innar segir Pál Gunnar Páls­­son, for­­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins:

„Al­­menn­ingur á Íslandi á að njóta lægra verðs og betri þjón­­ustu á mik­il­vægum neyt­enda­­mörk­uð­um, á grund­velli virkrar sam­keppni. Sam­runa­­reglum sam­keppn­islaga er m.a. ætlað að tryggja þetta. Rann­­sókn okkar sýnir að þessi sam­runi hefði verið skref í öfuga átt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent