Krafðist þess ekki að Guðmundur léti af störfum sem forstjóri Brims

Fyrir Samkeppniseftirlitinu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyting hafi orðið á yfirráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á samkeppni – en ekki að krefjast þess að Guðmundur Kristjánsson láti af störfum sem forstjóri fyrirtækisins.

Guðmundur í Brim
Guðmundur í Brim
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið vill taka fram að það hefur ekki kraf­ist þess að Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Brims, láti af störfum sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyt­ing hafi orðið á yfir­ráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á sam­keppni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá eft­ir­lit­inu vegna umfjöll­unar í fjöl­miðlum um athugun þess á yfir­ráðum í Brimi.

Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Brims, sagð­ist í Kast­ljós­svið­tali í gær hafa hætt sem for­stjóri félags­ins 30. apríl síð­ast­lið­inn vegna þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði til­kynnt honum tveimur dögum áður að það ætl­aði rann­saka meint yfir­ráð hans og tengdra félaga yfir Brim.

Hann sagði að eft­ir­litið hefði gert athuga­semdir við stöðu mála hjá Brimi alveg frá því að hann tók við for­stjóra­stólnum í júní 2018. Guð­mundur upp­lifði það þannig að Sam­keppn­is­eft­ir­litið væri að elt­ast við hann per­sónu­lega og hann lang­aði til að berj­ast við það. En skyn­semin hefði sagt honum að gera það ekki. „Það er ekki hægt að stöðva þróun fyr­ir­tækis út af einum mann­i,“ sagði hann.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins kemur fram að við úrlausn sam­runa­mála geti vaknað spurn­ingar um hvort stofn­ast hafi til yfir­ráða í til­teknu fyr­ir­tæki. Ef aðili með yfir­ráð í einu fyr­ir­tæki nær yfir­ráðum í öðru fyr­ir­tæki telj­ist sam­runi hafa átt sér stað í skiln­ingi sam­keppn­islaga. Ef velta við­kom­andi fyr­ir­tækja upp­fyllir til­tekin fjár­hæða­mörk kveði sam­keppn­is­lög á um að til­kynna beri Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um sam­run­ann áður en hann kemur til fram­kvæmda, svo eft­ir­litið geti metið hvort sam­run­inn skaði sam­keppni og kalli á íhlutun í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög.

„Í sam­keppn­is­rétti miðar athugun á yfir­ráðum í ein­földu máli að því að kom­ast til botns í því hver eða hverjir geta í reynd haft afger­andi áhrif á ákvarð­anir og við­skipta­stefnu fyr­ir­tæk­is. Matið ræðst því t.d. ekki af til­teknum eign­ar­hlut­föllum einum og sér, heldur geta ýmis önnur atriði haft áhrif á mat­ið, s.s. samn­ings­skuld­bind­ing­ar, mæt­ing á hlut­hafa­fundi, sam­eig­in­leg við­skipta­saga, fjöl­skyldu­tengsl og fleira sem dregur fram hvar yfir­ráð liggja í reynd,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Til athug­unar hvort stofn­ast hafi til yfir­ráða áður en þau komust til fram­kvæmda

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni að til athug­unar sé nú hvort stofn­ast hafi til yfir­ráða í Brimi, sem til­kynna hefði átt lögum sam­kvæmt til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en þau komust til fram­kvæmda. Nánar til­tekið er eft­ir­litið að taka afstöðu til þess hvort Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf., Fiski­tangi ehf., KG Fisk­verkun ehf. og FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lag, sem er í dag RE-13 ehf., hafi myndað yfir­ráð í Brimi.

„Fyrir eft­ir­lit­inu liggur að afla frek­ari gagna og gefa öllum aðilum máls­ins ítrasta tæki­færi á að koma skýr­ingum og sjón­ar­miðum á fram­færi. Ekki er hægt að full­yrða um end­an­lega nið­ur­stöðu máls­ins fyrr en að und­an­geng­inni þess­ari rann­sókn.

Athug­unin hófst sem liður í rann­sókn á kaupum Brims á Fisk­vinnsl­unni Kambi hf. og Grá­brók ehf. Til­kynnti Brim um þau kaup og tók eft­ir­litið afstöðu til máls­ins innan lög­bund­inna tíma­fresta. Í mál­inu færði Sam­keppn­is­eft­ir­litið rök fyrir yfir­ráðum Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í Brimi. Mót­mæltu sam­runa­að­ilar því frummati eft­ir­lits­ins. Til þess að geta tekið afstöðu til kaupanna á Kambi og Grá­brók skoð­aði eft­ir­litið hvort þau myndu hafa skað­leg áhrif á sam­keppni ef umrædd yfir­ráð í Brimi væru lögð til grund­vall­ar. Nið­ur­staðan varð sú að svo væri ekki og því ekki ástæða til að gera athuga­semdir við kaup­in, hvort sem yfir­ráðin væru talin vera til staðar eða ekki,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Yfir­ráð í Brimi komu einnig til skoð­unar í tengslum við kaup Brims, þá HB Granda, á Ögur­vík á árinu 2018. Á þeim tíma þótti ekki for­senda til þess, á grund­velli fyr­ir­liggj­andi gagna og gegn ein­dreg­inni neitun félag­anna, að slá því föstu að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði öðl­ast yfir­ráð í Brimi, sam­kvæmt eft­ir­lit­inu.

Hins vegar hafi verið tekið fram að málið yrði hugs­an­lega tekið upp að nýju ef frek­ari vís­bend­ingar kæmu fram sem bentu til yfir­ráða. Slíkar vís­bend­ingar hafi nú komið fram.

Þarf að taka afstöðu til þess hvort þeim hafi borið að til­kynna um yfir­ráðin í sér­stöku sam­runa­máli

Kom­ist Sam­keppn­is­eft­ir­litið að þeirri nið­ur­stöðu í athugun sinni að stofn­ast hafi til fram­an­greindra yfir­ráða í Brimi þurfi enn fremur „að taka afstöðu til þess hvort umræddum aðilum hafi borið að til­kynna um yfir­ráðin í sér­stöku sam­runa­máli og hvort van­ræksla á því kalli á við­ur­lög sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum en lög­bundin til­kynn­ing­ar­skylda fyr­ir­tækja á breyt­ingum á yfir­ráðum er mik­il­vægur þáttur í sam­runa­eft­ir­liti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Ef nið­ur­staðan verður sú að til til­kynn­ing­ar­skylds sam­runa hafi stofn­ast þarf síðan að taka efn­is­lega afstöðu til hans.“

Í til­kynn­ing­unni er til­gangur sam­runa­reglna sam­keppn­islaga reif­að­ur. Hann er meðal ann­ars sagður vinna gegn skað­legri sam­þjöppun á mörk­uð­um, sem skaðað geti hags­muni við­skipta­vina, keppi­nauta og almenn­ings. Þannig geti sam­keppni til að mynda skað­ast með því að mark­aðs­ráð­andi staða verði til eða styrk­ist. 

„Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki starfa á fjöl­þættum mörk­uð­um, þ.m.t. mörk­uðum fyrir við­skipti með afla­heim­ild­ir, til­teknar teg­undir veiða, vinnslu sjáv­ar­afla, fisk­mark­aði, útflutn­ingi afurða o.s.frv. Sam­þjöppun á ýmsum þess­ara mark­aða getur haft skað­legar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing og efna­hags­líf­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent