Krafðist þess ekki að Guðmundur léti af störfum sem forstjóri Brims

Fyrir Samkeppniseftirlitinu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyting hafi orðið á yfirráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á samkeppni – en ekki að krefjast þess að Guðmundur Kristjánsson láti af störfum sem forstjóri fyrirtækisins.

Guðmundur í Brim
Guðmundur í Brim
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið vill taka fram að það hefur ekki kraf­ist þess að Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Brims, láti af störfum sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyt­ing hafi orðið á yfir­ráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á sam­keppni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá eft­ir­lit­inu vegna umfjöll­unar í fjöl­miðlum um athugun þess á yfir­ráðum í Brimi.

Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Brims, sagð­ist í Kast­ljós­svið­tali í gær hafa hætt sem for­stjóri félags­ins 30. apríl síð­ast­lið­inn vegna þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði til­kynnt honum tveimur dögum áður að það ætl­aði rann­saka meint yfir­ráð hans og tengdra félaga yfir Brim.

Hann sagði að eft­ir­litið hefði gert athuga­semdir við stöðu mála hjá Brimi alveg frá því að hann tók við for­stjóra­stólnum í júní 2018. Guð­mundur upp­lifði það þannig að Sam­keppn­is­eft­ir­litið væri að elt­ast við hann per­sónu­lega og hann lang­aði til að berj­ast við það. En skyn­semin hefði sagt honum að gera það ekki. „Það er ekki hægt að stöðva þróun fyr­ir­tækis út af einum mann­i,“ sagði hann.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins kemur fram að við úrlausn sam­runa­mála geti vaknað spurn­ingar um hvort stofn­ast hafi til yfir­ráða í til­teknu fyr­ir­tæki. Ef aðili með yfir­ráð í einu fyr­ir­tæki nær yfir­ráðum í öðru fyr­ir­tæki telj­ist sam­runi hafa átt sér stað í skiln­ingi sam­keppn­islaga. Ef velta við­kom­andi fyr­ir­tækja upp­fyllir til­tekin fjár­hæða­mörk kveði sam­keppn­is­lög á um að til­kynna beri Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um sam­run­ann áður en hann kemur til fram­kvæmda, svo eft­ir­litið geti metið hvort sam­run­inn skaði sam­keppni og kalli á íhlutun í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög.

„Í sam­keppn­is­rétti miðar athugun á yfir­ráðum í ein­földu máli að því að kom­ast til botns í því hver eða hverjir geta í reynd haft afger­andi áhrif á ákvarð­anir og við­skipta­stefnu fyr­ir­tæk­is. Matið ræðst því t.d. ekki af til­teknum eign­ar­hlut­föllum einum og sér, heldur geta ýmis önnur atriði haft áhrif á mat­ið, s.s. samn­ings­skuld­bind­ing­ar, mæt­ing á hlut­hafa­fundi, sam­eig­in­leg við­skipta­saga, fjöl­skyldu­tengsl og fleira sem dregur fram hvar yfir­ráð liggja í reynd,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Til athug­unar hvort stofn­ast hafi til yfir­ráða áður en þau komust til fram­kvæmda

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni að til athug­unar sé nú hvort stofn­ast hafi til yfir­ráða í Brimi, sem til­kynna hefði átt lögum sam­kvæmt til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en þau komust til fram­kvæmda. Nánar til­tekið er eft­ir­litið að taka afstöðu til þess hvort Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf., Fiski­tangi ehf., KG Fisk­verkun ehf. og FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lag, sem er í dag RE-13 ehf., hafi myndað yfir­ráð í Brimi.

„Fyrir eft­ir­lit­inu liggur að afla frek­ari gagna og gefa öllum aðilum máls­ins ítrasta tæki­færi á að koma skýr­ingum og sjón­ar­miðum á fram­færi. Ekki er hægt að full­yrða um end­an­lega nið­ur­stöðu máls­ins fyrr en að und­an­geng­inni þess­ari rann­sókn.

Athug­unin hófst sem liður í rann­sókn á kaupum Brims á Fisk­vinnsl­unni Kambi hf. og Grá­brók ehf. Til­kynnti Brim um þau kaup og tók eft­ir­litið afstöðu til máls­ins innan lög­bund­inna tíma­fresta. Í mál­inu færði Sam­keppn­is­eft­ir­litið rök fyrir yfir­ráðum Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í Brimi. Mót­mæltu sam­runa­að­ilar því frummati eft­ir­lits­ins. Til þess að geta tekið afstöðu til kaupanna á Kambi og Grá­brók skoð­aði eft­ir­litið hvort þau myndu hafa skað­leg áhrif á sam­keppni ef umrædd yfir­ráð í Brimi væru lögð til grund­vall­ar. Nið­ur­staðan varð sú að svo væri ekki og því ekki ástæða til að gera athuga­semdir við kaup­in, hvort sem yfir­ráðin væru talin vera til staðar eða ekki,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Yfir­ráð í Brimi komu einnig til skoð­unar í tengslum við kaup Brims, þá HB Granda, á Ögur­vík á árinu 2018. Á þeim tíma þótti ekki for­senda til þess, á grund­velli fyr­ir­liggj­andi gagna og gegn ein­dreg­inni neitun félag­anna, að slá því föstu að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði öðl­ast yfir­ráð í Brimi, sam­kvæmt eft­ir­lit­inu.

Hins vegar hafi verið tekið fram að málið yrði hugs­an­lega tekið upp að nýju ef frek­ari vís­bend­ingar kæmu fram sem bentu til yfir­ráða. Slíkar vís­bend­ingar hafi nú komið fram.

Þarf að taka afstöðu til þess hvort þeim hafi borið að til­kynna um yfir­ráðin í sér­stöku sam­runa­máli

Kom­ist Sam­keppn­is­eft­ir­litið að þeirri nið­ur­stöðu í athugun sinni að stofn­ast hafi til fram­an­greindra yfir­ráða í Brimi þurfi enn fremur „að taka afstöðu til þess hvort umræddum aðilum hafi borið að til­kynna um yfir­ráðin í sér­stöku sam­runa­máli og hvort van­ræksla á því kalli á við­ur­lög sam­kvæmt sam­keppn­is­lögum en lög­bundin til­kynn­ing­ar­skylda fyr­ir­tækja á breyt­ingum á yfir­ráðum er mik­il­vægur þáttur í sam­runa­eft­ir­liti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Ef nið­ur­staðan verður sú að til til­kynn­ing­ar­skylds sam­runa hafi stofn­ast þarf síðan að taka efn­is­lega afstöðu til hans.“

Í til­kynn­ing­unni er til­gangur sam­runa­reglna sam­keppn­islaga reif­að­ur. Hann er meðal ann­ars sagður vinna gegn skað­legri sam­þjöppun á mörk­uð­um, sem skaðað geti hags­muni við­skipta­vina, keppi­nauta og almenn­ings. Þannig geti sam­keppni til að mynda skað­ast með því að mark­aðs­ráð­andi staða verði til eða styrk­ist. 

„Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki starfa á fjöl­þættum mörk­uð­um, þ.m.t. mörk­uðum fyrir við­skipti með afla­heim­ild­ir, til­teknar teg­undir veiða, vinnslu sjáv­ar­afla, fisk­mark­aði, útflutn­ingi afurða o.s.frv. Sam­þjöppun á ýmsum þess­ara mark­aða getur haft skað­legar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing og efna­hags­líf­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent