Hægt að taka enn stærri skref í afléttingu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa samkomur fleiri manna í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Rætt var um að hækka fjöldamörk úr 50 manns upp í 100 manns en „við getum stigið stærri skref“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Ekk­ert nýtt smit af COVID-19 greind­ist síð­asta sól­ar­hring­inn og eru stað­fest smit því enn 1.801. Rúm­lega tutt­ugu manns eru með virk smit og í ljósi alls þessa telur Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til­efni til að taka ­stærri skref í þá átt að aflétta tak­mörk­unum sem nú eru í gildi. Að sama skapi verðum við að vera und­ir­búin fyrir bakslag í formi hóp­sýk­inga.

Þann 18. maí verða sund­laugar opn­aðar á nýjan leik. Unnið er að til­lögum um útfærslur á þeirri fram­kvæmd.

Næsta skref í almennri aflétt­ingu tak­mark­ana verður þann 25. maí. „Þar hefur fram til þessa verið rætt um 100 manna sam­komur en ég held að það sé ljóst að við getum stigið stærra skref og ljóst að við förum í stærri ­töl­ur,“ sagði Þórólf­ur. „Það er óhætt að fara hraðar og brattar í þetta en við héldum sem er bara ánægju­leg­t.“

Auglýsing

Nán­ari útlist­ing á tveggja metra nánd­ar­regl­unni verður þá einnig til­kynnt, m.a. fyrir ein­staka fyr­ir­tæki, stofn­anir og starf­semi.

„Í fram­haldi af því held ég að þremur vikum seinna ættum við að geta stigið þriðja skrefið og ef allt gengur vel þá ættum við að geta far­ið bratt inn í þá aflétt­ingu sömu­leið­is,“ sagði Þórólf­ur. „Þannig að útlitið er ­gott um hverju við getum farið að aflétta á næst­unn­i.“

Hægt er að fara hraðar í aflétt­ing­una en áætlað var þar sem vel hefur gengið að bæla far­ald­ur­inn nið­ur. Þórólfur sagði að gera mætti ráð ­fyrir bakslagi í formi hóp­sýk­inga. Það þurfi þó ekki endi­lega að þýða „eitt­hvað mjög slæmt“ þar sem nú hefðum við öðl­ast góða reynslu af því að fást við slík­ar ­sýk­ingar og fyr­ir­komu­lag heil­brigð­is­kerf­is­ins ætti að geta ráðið við þær.

Ferða­menn þurfa áfram í sótt­kví

Í gildi eru reglur um að allir sem koma hingað til lands þurfi að fara í tveggja vikna sótt­kví. Þær gilda til 15. maí en Þórólfur tel­ur ­ljóst að þær verði fram­lengd­ar. „Það er brýnt að taka ákvörðun um hvað tek­ur við eftir þetta,“ sagði hann og minnti á að þrátt fyrir þessar tak­mark­anir væru landa­mæri Íslands enn opin. Nú væru uppi ýmsar hug­myndir um hvernig hægt væri að opna þau enn­frek­ar.

Tryggja verði að veiran komi ekki aftur hingað og önn­ur ­bylgja far­ald­urs skelli á.  „En íslenskt sam­fé­lag þarf á því að halda að hér verði opnað fyrir ferða­mennsku af ein­hverju tag­i,“ ­sagði Þórólf­ur. Það væri sitt hlut­verk að gera til­lögur sem snú­ist fyrst og fremst um heil­brigð­is­sjón­ar­mið en stjórn­valda að taka end­an­legar ákvarð­an­ir.

Sér­stakur starfs­hópur vinnur enn að til­lögum um hvernig best sé að gera þetta en hann mun ekki ná að skila af sér fyrir miðjan mán­uð. „Það eru allar líkur á því að ég muni leggja til við heil­brigð­is­ráð­herra að fram­lengja þær ráð­staf­anir sem nú eru við lýði tíma­bundið þar til við fáum ­góðar nið­ur­stöður í hvernig end­an­legar aðgerðir eiga að vera varð­andi landa­mæri Ís­lands. Við flýtum okkur ekki mjög hratt í því en gerum þetta eins vel og hægt er.“

Þórólfur minnti svo á að nú sem aldrei fyrr væri mik­il­vægt að fólk við­hefði þær ein­stak­lings­bundnu sótt­varna­ráð­staf­anir sem hamrað hef­ur verið á. Sé fólk með ein­kenni á það ekki að fara manna á meðal heldur hafa ­sam­band við sína heilsu­gæslu. Hand­þvottur er svo áfram gríð­ar­lega mik­il­væg­ur. „Það eru þessar aðgerðir sem munu skila árangri.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent