Hægt að taka enn stærri skref í afléttingu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa samkomur fleiri manna í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Rætt var um að hækka fjöldamörk úr 50 manns upp í 100 manns en „við getum stigið stærri skref“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Ekk­ert nýtt smit af COVID-19 greind­ist síð­asta sól­ar­hring­inn og eru stað­fest smit því enn 1.801. Rúm­lega tutt­ugu manns eru með virk smit og í ljósi alls þessa telur Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til­efni til að taka ­stærri skref í þá átt að aflétta tak­mörk­unum sem nú eru í gildi. Að sama skapi verðum við að vera und­ir­búin fyrir bakslag í formi hóp­sýk­inga.

Þann 18. maí verða sund­laugar opn­aðar á nýjan leik. Unnið er að til­lögum um útfærslur á þeirri fram­kvæmd.

Næsta skref í almennri aflétt­ingu tak­mark­ana verður þann 25. maí. „Þar hefur fram til þessa verið rætt um 100 manna sam­komur en ég held að það sé ljóst að við getum stigið stærra skref og ljóst að við förum í stærri ­töl­ur,“ sagði Þórólf­ur. „Það er óhætt að fara hraðar og brattar í þetta en við héldum sem er bara ánægju­leg­t.“

Auglýsing

Nán­ari útlist­ing á tveggja metra nánd­ar­regl­unni verður þá einnig til­kynnt, m.a. fyrir ein­staka fyr­ir­tæki, stofn­anir og starf­semi.

„Í fram­haldi af því held ég að þremur vikum seinna ættum við að geta stigið þriðja skrefið og ef allt gengur vel þá ættum við að geta far­ið bratt inn í þá aflétt­ingu sömu­leið­is,“ sagði Þórólf­ur. „Þannig að útlitið er ­gott um hverju við getum farið að aflétta á næst­unn­i.“

Hægt er að fara hraðar í aflétt­ing­una en áætlað var þar sem vel hefur gengið að bæla far­ald­ur­inn nið­ur. Þórólfur sagði að gera mætti ráð ­fyrir bakslagi í formi hóp­sýk­inga. Það þurfi þó ekki endi­lega að þýða „eitt­hvað mjög slæmt“ þar sem nú hefðum við öðl­ast góða reynslu af því að fást við slík­ar ­sýk­ingar og fyr­ir­komu­lag heil­brigð­is­kerf­is­ins ætti að geta ráðið við þær.

Ferða­menn þurfa áfram í sótt­kví

Í gildi eru reglur um að allir sem koma hingað til lands þurfi að fara í tveggja vikna sótt­kví. Þær gilda til 15. maí en Þórólfur tel­ur ­ljóst að þær verði fram­lengd­ar. „Það er brýnt að taka ákvörðun um hvað tek­ur við eftir þetta,“ sagði hann og minnti á að þrátt fyrir þessar tak­mark­anir væru landa­mæri Íslands enn opin. Nú væru uppi ýmsar hug­myndir um hvernig hægt væri að opna þau enn­frek­ar.

Tryggja verði að veiran komi ekki aftur hingað og önn­ur ­bylgja far­ald­urs skelli á.  „En íslenskt sam­fé­lag þarf á því að halda að hér verði opnað fyrir ferða­mennsku af ein­hverju tag­i,“ ­sagði Þórólf­ur. Það væri sitt hlut­verk að gera til­lögur sem snú­ist fyrst og fremst um heil­brigð­is­sjón­ar­mið en stjórn­valda að taka end­an­legar ákvarð­an­ir.

Sér­stakur starfs­hópur vinnur enn að til­lögum um hvernig best sé að gera þetta en hann mun ekki ná að skila af sér fyrir miðjan mán­uð. „Það eru allar líkur á því að ég muni leggja til við heil­brigð­is­ráð­herra að fram­lengja þær ráð­staf­anir sem nú eru við lýði tíma­bundið þar til við fáum ­góðar nið­ur­stöður í hvernig end­an­legar aðgerðir eiga að vera varð­andi landa­mæri Ís­lands. Við flýtum okkur ekki mjög hratt í því en gerum þetta eins vel og hægt er.“

Þórólfur minnti svo á að nú sem aldrei fyrr væri mik­il­vægt að fólk við­hefði þær ein­stak­lings­bundnu sótt­varna­ráð­staf­anir sem hamrað hef­ur verið á. Sé fólk með ein­kenni á það ekki að fara manna á meðal heldur hafa ­sam­band við sína heilsu­gæslu. Hand­þvottur er svo áfram gríð­ar­lega mik­il­væg­ur. „Það eru þessar aðgerðir sem munu skila árangri.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent