Hægt að taka enn stærri skref í afléttingu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa samkomur fleiri manna í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Rætt var um að hækka fjöldamörk úr 50 manns upp í 100 manns en „við getum stigið stærri skref“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Ekk­ert nýtt smit af COVID-19 greind­ist síð­asta sól­ar­hring­inn og eru stað­fest smit því enn 1.801. Rúm­lega tutt­ugu manns eru með virk smit og í ljósi alls þessa telur Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til­efni til að taka ­stærri skref í þá átt að aflétta tak­mörk­unum sem nú eru í gildi. Að sama skapi verðum við að vera und­ir­búin fyrir bakslag í formi hóp­sýk­inga.

Þann 18. maí verða sund­laugar opn­aðar á nýjan leik. Unnið er að til­lögum um útfærslur á þeirri fram­kvæmd.

Næsta skref í almennri aflétt­ingu tak­mark­ana verður þann 25. maí. „Þar hefur fram til þessa verið rætt um 100 manna sam­komur en ég held að það sé ljóst að við getum stigið stærra skref og ljóst að við förum í stærri ­töl­ur,“ sagði Þórólf­ur. „Það er óhætt að fara hraðar og brattar í þetta en við héldum sem er bara ánægju­leg­t.“

Auglýsing

Nán­ari útlist­ing á tveggja metra nánd­ar­regl­unni verður þá einnig til­kynnt, m.a. fyrir ein­staka fyr­ir­tæki, stofn­anir og starf­semi.

„Í fram­haldi af því held ég að þremur vikum seinna ættum við að geta stigið þriðja skrefið og ef allt gengur vel þá ættum við að geta far­ið bratt inn í þá aflétt­ingu sömu­leið­is,“ sagði Þórólf­ur. „Þannig að útlitið er ­gott um hverju við getum farið að aflétta á næst­unn­i.“

Hægt er að fara hraðar í aflétt­ing­una en áætlað var þar sem vel hefur gengið að bæla far­ald­ur­inn nið­ur. Þórólfur sagði að gera mætti ráð ­fyrir bakslagi í formi hóp­sýk­inga. Það þurfi þó ekki endi­lega að þýða „eitt­hvað mjög slæmt“ þar sem nú hefðum við öðl­ast góða reynslu af því að fást við slík­ar ­sýk­ingar og fyr­ir­komu­lag heil­brigð­is­kerf­is­ins ætti að geta ráðið við þær.

Ferða­menn þurfa áfram í sótt­kví

Í gildi eru reglur um að allir sem koma hingað til lands þurfi að fara í tveggja vikna sótt­kví. Þær gilda til 15. maí en Þórólfur tel­ur ­ljóst að þær verði fram­lengd­ar. „Það er brýnt að taka ákvörðun um hvað tek­ur við eftir þetta,“ sagði hann og minnti á að þrátt fyrir þessar tak­mark­anir væru landa­mæri Íslands enn opin. Nú væru uppi ýmsar hug­myndir um hvernig hægt væri að opna þau enn­frek­ar.

Tryggja verði að veiran komi ekki aftur hingað og önn­ur ­bylgja far­ald­urs skelli á.  „En íslenskt sam­fé­lag þarf á því að halda að hér verði opnað fyrir ferða­mennsku af ein­hverju tag­i,“ ­sagði Þórólf­ur. Það væri sitt hlut­verk að gera til­lögur sem snú­ist fyrst og fremst um heil­brigð­is­sjón­ar­mið en stjórn­valda að taka end­an­legar ákvarð­an­ir.

Sér­stakur starfs­hópur vinnur enn að til­lögum um hvernig best sé að gera þetta en hann mun ekki ná að skila af sér fyrir miðjan mán­uð. „Það eru allar líkur á því að ég muni leggja til við heil­brigð­is­ráð­herra að fram­lengja þær ráð­staf­anir sem nú eru við lýði tíma­bundið þar til við fáum ­góðar nið­ur­stöður í hvernig end­an­legar aðgerðir eiga að vera varð­andi landa­mæri Ís­lands. Við flýtum okkur ekki mjög hratt í því en gerum þetta eins vel og hægt er.“

Þórólfur minnti svo á að nú sem aldrei fyrr væri mik­il­vægt að fólk við­hefði þær ein­stak­lings­bundnu sótt­varna­ráð­staf­anir sem hamrað hef­ur verið á. Sé fólk með ein­kenni á það ekki að fara manna á meðal heldur hafa ­sam­band við sína heilsu­gæslu. Hand­þvottur er svo áfram gríð­ar­lega mik­il­væg­ur. „Það eru þessar aðgerðir sem munu skila árangri.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent