Mynd: Bára Huld Beck Samkeppniseftirlitið
Mynd: Bára Huld Beck

Sektir sem samkeppnisyfirvöld hafa lagt á fyrirtæki nema samtals 10,4 milljörðum króna

Á síðustu tíu árum hefur Samkeppniseftirlitið lagt á sektir á fyrirtæki upp á 6,5 milljarða króna. Á sama tímabili hefur rekstrarkostnaður eftirlitsins verið um 4,2 milljarðar króna. Því hafa sektargreiðslurnar skilað 2,3 milljörðum krónum meira í ríkissjóð á áratug en það hefur kostað að reka Samkeppniseftirlitið.

Fjár­hæð stjórn­valds­sekta sem lagðar hafa verið á fyr­ir­tæki af sam­keppn­is­yf­ir­völdum frá upp­hafi nema 10,4 millj­örðum króna. Frá því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið var stofnað – áður var starf­andi svo­kallað sam­keppn­is­ráð – um mitt át 2005 nemur sam­an­tekin fjár­hæð sekta 8,8 millj­örðum króna. 

Ef horft er til síð­ast­lið­ins ára­tug­ar, frá byrjun árs 2011, hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagt á sektir upp á rúm­lega 6,5 millj­arða króna. Á sama tíma­bili var rekstr­ar­kostn­aður eft­ir­lits­ins rúm­lega 4,2 millj­arðar króna. Á þessum tíu árum var því 2,3 millj­arða króna „hagn­að­ur“ á rekstri eft­ir­lits­ins ef kostn­aður við rekstur þess er dregin frá þeim sektum sem hafa verið álagð­ar. 

Töl­urnar eru ekki fram­reikn­aðar með til­liti til vísi­tölu. 

Þetta kemur fram í svari Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um álagðar sektir og rekstr­ar­kostnað stofn­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Eina sektin sem gæti enn gengið til dóm­stóla er 200 milljón króna sekt sem lögð var á Sím­ann í upp­hafi árs. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála stað­festi þá fyrri ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að Sím­inn hefði brotið gegn sátt með því að bjóða betri við­skipta­kjör við sölu á Enska bolt­anum til þeirra sem eru með Heim­il­i­s­pakka Sím­ans í byrjun þessa árs að hluta. Nefndin lækk­aði hins vegar sekt fyr­ir­tæk­is­ins veru­lega, úr 500 í 200 millj­ónum króna.

Kjarn­inn greindi frá því í um helg­ina að Sím­inn sé búinn að stefna Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í mál­inu og vilji fá hluta af nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar ógilda.

Nýjasta sektin sú lang­hæsta

Hæsta ein­staka sektin sem fyr­ir­tæki hefur greitt er þeir 1,5 millj­arðar króna sem Eim­skip sam­þykkti að greiða vegna ólög­legs sam­ráðs, en greint var frá því í þar­síð­ustu viku að sátt hefði náðst milli Eim­skips og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um þá nið­ur­stöð­u. 

Eim­skip ját­aði alvar­leg brot gegn sam­keppn­is­lögum og EES-­samn­ingum sem framin voru í sam­ráði við Sam­skip, aðal­lega á árunum 2008 til 2013. 

Fyr­ir­tækið við­ur­kenndi einnig að hafa við­haft ólög­mætt sam­ráð við Sam­skip áður en stór­tækara sam­ráð á milli fyr­ir­tækj­anna tveggja hófst sum­arið 2008.

Að auki við­ur­kenndi Eim­skip að hafa brotið gegn sam­keppn­is­lögum með því að hafa ekki veitt nauð­syn­legar eða réttar upp­lýs­ingar eða afhent gögn í þágu rann­sóknar máls­ins, en félagið hefur á fyrri stigum rann­sóknar máls­ins neitað því að hafa gerst brot­legt við lög.

Í sátt­inni fólst að Eim­skip skuld­batt sig til að grípa til aðgerða til að vinna gegn frek­ari brotum og efla sam­keppni.

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Mynd: Hringbraut

Brot félag­anna tveggja gegn sam­keppn­is­lögum hafa verið til rann­sóknar árum sam­an, en Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði fyrr í þessum mán­uði frá því að Eim­skip hefði leitað eftir sáttum í mál­inu. Tekið var fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að Sam­skip sé enn til rann­sóknar vegna þess­ara mála. 

Fari svo að Sam­skip geri einnig sátt, eða að nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits verði sú sama og í máli Eim­skips, þá mun heild­ar­um­fang stjórn­valds­sekta sem greiddar hafa verið í rík­is­sjóð vegna rann­sókna Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hækka umfram þær fjár­hæðir sem nefndar voru hér að ofan. 

Sektin sem Eim­skip sam­þykkti að greiða er næstum þrisvar sinnum hærri en hæsta sekt sem eitt fyr­ir­tæki hafði áður greitt fyrir sam­keppn­islaga­brot, í krónum talið. 

Þar er um að ræða þá sekt sem Olís fékk fyrir sinn hlut í olíu­sam­ráð­inu svo­kall­aða, sem var ólög­mætt verð­sam­ráð þriggja stóru olíu­fé­lag­anna á Íslandi sem stóð árum sam­an. Olís var upp­runa­lega gert að greiða 880 millj­ónir króna með ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins árið 2004  en Hæsti­réttur Íslands lækk­aði þá upp­hæð niður í 560 millj­ónir króna. 

Hin tvö olíu­fé­lög­in, Skelj­ungur og Olíu­fé­lagið (sem síðar rann inn í N1), fengu líka háar sekt­ir. Það fyrr­nefnda greiddi 450 millj­ónir króna og það síð­ar­nefnda 496 millj­ónir króna. 

Valitor og MS

Þriðja hæsta sektin var lögð á  korta­fyr­ir­tækið Valitor en Sam­keppn­is­eft­ir­litið komst að þeirri nið­ur­stöðu árið 2013 að það hefði gerst sekt um að hafa mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með aðgerðum sem beindust að keppi­nautum félags­ins á mark­aði fyrir færslu­hirð­ingu. Upp­haf­leg sekt­ar­fjár­hæð var ákveðin 400 millj­ónir króna en Valitor ákvað að fara með málið fyrir dóm­stóla. Hæsti­réttur Íslands stað­festi nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins með dómi sem féll í apríl 2016 og hækk­aði auk þess sekt­ina úr 400 í 500 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands lok­aði öðru stóru sam­keppn­is­máli fyrr á þessu ári. Í mars síð­ast­liðnum féll dómur hans þess efnis að Mjólk­ur­sam­salan ehf. (MS) hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína og mis­munað við­skipta­að­ilum sínum með því að að selja hrá­mjólk til vinnslu mjólk­ur­af­urða á hærra verði til keppi­nauta en til eigin fram­leiðslu­deildar og tengdra aðila. MS var gert að greiða alls 480 millj­ónir króna í rík­is­sjóðs vegna þeirra sam­keppn­islaga­brota. 

Kallað eftir stjórn­sýslu­út­tekt

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur árum saman verið mikið gagn­rýnt af hags­muna­vörðum atvinnu­lífs­ins og í við­skipta­blöðum sem koma út á prenti hér­lend­is. Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa meðal ann­ars kallað eftir stjórn­sýslu­út­tekt á Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Í umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­blaðs Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, um þá kröfu í mars síð­ast­liðnum var haft eftir Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra SA, að „stjórn­ar­for­menn skráðra fyr­ir­tækja hafa und­an­farið gert sam­skipti sín við Sam­keppn­is­eft­ir­litið að umtals­efni í ávörpum á aðal­fund­um, sem lýsir því öng­stræti sem sam­skipti eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar og fyr­ir­tækja hafa lent í. Á þann hnút verður að höggva. Fullt til­efni er til þess að Alþingi kalli eftir stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og ein­stökum ákvörð­unum þess. Eft­ir­lits­stofn­unin ætti að fagna slíkri úttekt.“

Auglýsing

Um miðjan maí lögðu nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fram beiðni um skýrslu um Sam­keppn­is­eft­ir­litið frá rík­is­end­ur­skoð­anda. Fyrsti flutn­ings­maður máls­ins var Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Skýrslu­beiðnin var sam­þykkt á Alþingi tveimur dögum eftir að beiðnin var lögð fram með öllum greiddum atkvæð­u­m. 

Reynt að fella úr gildi áfrýj­un­ar­heim­ild

Þetta er ekki í eina skiptið sem mál­efni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins rataði inn í þing­sal á þessu kjör­tíma­bili. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hef­ur, sam­kvæmt lög­um, haft heim­ild til þess að áfrýja nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála til dóm­stóla. 

Síðla árs 2019 lagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra Íslands, fram drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þar sem þar sem lagt var til að þessi áfrýj­un­ar­heim­ild yrði felld út. Í grein­ar­gerð var því haldið fram að beit­ing heim­ild­ar­innar gæti skapað „fyr­ir­tækjum hér á landi ákveðna réttaró­vissu“.

Frum­varpið var gagn­rýnt víða. Gylfi Magn­ús­­son, for­seti Við­­­skipta­fræði­deildar Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­­­skipta­ráð­herra, birti meðal ann­ars stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann gagn­rýndi afnám mál­skots­rétt­ar­ins og aðrar breyt­ingar sem lagðar voru til á starfs­um­hverfi eft­ir­lits­ins í frum­varpi ráð­herr­ans. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands.
Mynd: Bára Huld Beck

Í stöðu­upp­færsl­unni sagði Gylfi: „Ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkni“ hljómar ein­hvern veg­inn betur en „Láta blauta drauma fákeppn­is­mó­gúla ræt­ast með því að draga tenn­urnar úr sam­keppn­is­eft­ir­liti á Íslandi eins og frekast er unn­t“. Nú á að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti borið nið­ur­stöður áfrýj­un­ar­nefndar undir dóm­stóla og gætt þannig m.a. hags­muna brota­þola. Jafn­framt á að koma í veg fyrir að eft­ir­litið geti þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja þegar ekk­ert annað virð­ist duga til að ná fram eðli­legri sam­keppni. Þetta eru ekki ný bar­áttu­mál mógúl­anna, hug­myndir í þessa veru hafa oft verið viðr­aðar áður en ekki fengið braut­ar­gengi vegna harðrar and­stöðu. Nú sjá þeir hins vegar greini­lega lag til að knýja þetta fram.“ 

Þegar mælt var fyrir frum­varp­inu á Alþingi í fyrra­vor var afnám mál­skots­heim­ild­ar­innar ekki lengur á meðal efn­is­at­riða þess.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar