Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast

Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
AuglýsingGylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­­skipta­ráð­herra, ­gagn­rýn­ir að með nýju frum­varpi ­iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra sé lagt til að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti borið nið­ur­stöður áfrýj­un­ar­nefndar undir dóm­stóla og að eft­ir­litið get­i þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja. Frá þessu greinir hann í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book í dag.

„Þetta eru ekki ný bar­áttu­mál mógúl­anna, hug­myndir í þessa veru hafa oft verið viðr­aðar áður en ekki fengið braut­ar­gengi vegna harðrar and­stöðu. Nú sjá þeir hins vegar greini­lega lag til að knýja þetta fram,“ skrifar Gylfi.  

Auglýsing

Fyr­ir­tæki meti sjálft hvort að skil­yrði und­an­þágu fyrir sam­starf séu upp­fyllt

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, lagði fram frum­varp um breyt­ingar á sam­keppn­is­lögum í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í dag. Frum­varpið er liður í aðgerðum stjórn­valda til stuðn­ings lífs­kjara­samn­ings aðila vinnu­mark­að­ar­ins frá því í vor og miða breyt­ingar að því að ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkn­i. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Með frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að veltu­mörk til­kynn­ing­ar­skyldra sam­runa hækki og breyt­ingar lagðar til á máls­með­ferð sam­runa­mála.

Jafn­framt eru lagðar til breyt­ingar á fram­kvæmd und­an­þága frá sam­keppn­is­lögum þess efnis að fyr­ir­tæki meti sjálf hvort skil­yrði und­an­þága séu upp­fyllt. 

Þá er lagt til að heim­ildir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til íhlut­unar í starf­semi fyr­ir­tækja án þess að þau hafi gerst brot­leg verði felld út sem og heim­ildir eft­ir­lits­ins til að skjóta úrskurðum áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála til dóm­stóla verði felldar brott. Í frum­varp­inu er enn fremur lagt til að for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins verði skip­aður tíma­bundið til 5 ára í senn og að aðeins verði heim­ilt að skipa sama mann­inn tvisvar í emb­ætt­i. 

Ekki nýtt bar­áttu­mál mógúl­anna

Gylfi gagn­rýnir í færslu sinni að koma eigi að koma veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja þegar ekk­ert annað virð­ist duga til að ná fram eðli­legri sam­keppni. Auk þess sé ­með frum­varp­inu lagt til að fella burt heim­ildir eft­ir­lits­ins til að skjóta úrskurðum áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála til dóm­stóla sem Gylfi segir að gæti meðal ann­ars að hags­munum brota­þola. 

Hann segir að hug­myndir í þessu veru hafi oft verið viðr­aðar áður en ekki feng­ið braut­ar­geng­i ­vegna harðar and­stöðu. „„Ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkni“ hljómar ein­hvern veg­inn betur en „Láta blauta drauma fákeppn­is­mó­gúla ræt­ast með því að draga tenn­urnar úr sam­keppn­is­eft­ir­liti á Íslandi eins og frekast er unn­t“,“ skrifar Gylfi. 

„Ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkni“ hljómar ein­hvern veg­inn betur en „Láta blauta drauma...

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Monday, Oct­o­ber 21, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent