Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast

Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
AuglýsingGylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­­skipta­ráð­herra, ­gagn­rýn­ir að með nýju frum­varpi ­iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra sé lagt til að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti borið nið­ur­stöður áfrýj­un­ar­nefndar undir dóm­stóla og að eft­ir­litið get­i þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja. Frá þessu greinir hann í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book í dag.

„Þetta eru ekki ný bar­áttu­mál mógúl­anna, hug­myndir í þessa veru hafa oft verið viðr­aðar áður en ekki fengið braut­ar­gengi vegna harðrar and­stöðu. Nú sjá þeir hins vegar greini­lega lag til að knýja þetta fram,“ skrifar Gylfi.  

Auglýsing

Fyr­ir­tæki meti sjálft hvort að skil­yrði und­an­þágu fyrir sam­starf séu upp­fyllt

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, lagði fram frum­varp um breyt­ingar á sam­keppn­is­lögum í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í dag. Frum­varpið er liður í aðgerðum stjórn­valda til stuðn­ings lífs­kjara­samn­ings aðila vinnu­mark­að­ar­ins frá því í vor og miða breyt­ingar að því að ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkn­i. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Með frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að veltu­mörk til­kynn­ing­ar­skyldra sam­runa hækki og breyt­ingar lagðar til á máls­með­ferð sam­runa­mála.

Jafn­framt eru lagðar til breyt­ingar á fram­kvæmd und­an­þága frá sam­keppn­is­lögum þess efnis að fyr­ir­tæki meti sjálf hvort skil­yrði und­an­þága séu upp­fyllt. 

Þá er lagt til að heim­ildir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til íhlut­unar í starf­semi fyr­ir­tækja án þess að þau hafi gerst brot­leg verði felld út sem og heim­ildir eft­ir­lits­ins til að skjóta úrskurðum áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála til dóm­stóla verði felldar brott. Í frum­varp­inu er enn fremur lagt til að for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins verði skip­aður tíma­bundið til 5 ára í senn og að aðeins verði heim­ilt að skipa sama mann­inn tvisvar í emb­ætt­i. 

Ekki nýtt bar­áttu­mál mógúl­anna

Gylfi gagn­rýnir í færslu sinni að koma eigi að koma veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja þegar ekk­ert annað virð­ist duga til að ná fram eðli­legri sam­keppni. Auk þess sé ­með frum­varp­inu lagt til að fella burt heim­ildir eft­ir­lits­ins til að skjóta úrskurðum áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála til dóm­stóla sem Gylfi segir að gæti meðal ann­ars að hags­munum brota­þola. 

Hann segir að hug­myndir í þessu veru hafi oft verið viðr­aðar áður en ekki feng­ið braut­ar­geng­i ­vegna harðar and­stöðu. „„Ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkni“ hljómar ein­hvern veg­inn betur en „Láta blauta drauma fákeppn­is­mó­gúla ræt­ast með því að draga tenn­urnar úr sam­keppn­is­eft­ir­liti á Íslandi eins og frekast er unn­t“,“ skrifar Gylfi. 

„Ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkni“ hljómar ein­hvern veg­inn betur en „Láta blauta drauma...

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Monday, Oct­o­ber 21, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent