MS dæmt til að greiða 480 milljónir í sekt

Mjólkursamsalan var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða sekt að fjárhæð alls 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.

Mjólk
Auglýsing

Mjólk­ur­sam­salan var í dag í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur dæmd til að greiða sekt að fjár­hæð alls 480 millj­ónir króna vegna mis­notk­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu. Þannig seldi MS keppi­nautum sínum grund­vall­ar­hrá­efni til fram­leiðslu á mjólk­ur­vörum, það er að segja hrá­mjólk, á hærra verði en MS sjálft og tengdir aðil­ar, sem eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og dótt­ur­fé­lag þess, þurftu að greiða. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu en dóm­ur­inn hefur ekki verið birtur á heima­síðu dóm­stóls­ins.

­Dóm­ur­inn mun hafa litið til þess við ákvörðun á sekt­ar­fjár­hæð­inni að brot MS hafi verið alvar­legt og staðið í langan tíma. Hafi brotið varðað vinnslu mik­il­vægrar neyslu­vöru og aðgerðir MS verið fallnar til að skaða sam­keppni og neyt­endur með alvar­legum hætti. Þá var litið til þess að um ítrekað brot var að ræða. Í dóm­inum er jafn­framt fall­ist á að MS hafi veikt sam­keppn­is­stöðu smærri keppi­nauta, til dæmis Mjólk­ur­bús­ins Kú, og haft bein áhrif á vöxt þeirra.

Jafn­framt stað­festir dóm­ur­inn úrskurð áfrýj­un­ar­nefndar um að MS hafi brotið upp­lýs­inga­skyldu sam­keppn­islaga með því að halda mik­il­vægu gagni frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Í dóm­inum segir um þetta: „Með hátta­lagi sínu tor­veld­aði aðal­stefn­andi rann­sókn máls­ins og því þurfti að hefja rann­sókn­ina að nýju“. Þykir fjár­hæð sekt­ar­inn­ar, 40 millj­ón­ir, hæfi­leg.

Auglýsing

Mjólk­ur­sam­salan áfrýar

Mjólk­ur­sam­salan hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna dóms Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur:

„Vegna máls Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins gegn MS til ógild­ingar á úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála vil MS taka fram.

Eftir að hafa yfir­farið for­sendur dóms­ins telur MS óhjá­kvæmi­legt að áfrýja nið­ur­stöð­unni sem fer þvert gegn úrskurði fjöl­skip­aðs stjórn­valds. MS telur sem fyrr að fyr­ir­tækið hafið starfað í sam­ræmi við skýr ákvæði búvöru­laga og að engin brot hafi verið fram­in. Var það nið­ur­staða fjöl­skip­aðrar áfrýj­un­ar­nefndar sam­kepnnis­mála, sem er loka­nið­ur­staða á stjórn­sýslu­stigi og MS telur vera rétta.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent