Rangfærslur um samkeppnismál frá Eikonomics

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar gagnrýnir gagnrýni Eikonomics á starfsháttum fyrirtækisins og segir hana innihalda rangfærslur. Hún telur Samtök atvinnulífsins hafa fært fram sterk rök fyrir breytingu á samkeppnislögum.

Auglýsing

Eiríkur Ragn­ars­son(Eikonomics) skrif­aði grein á vef Kjarn­ans nýlega þar sem hann ræðir nýtt frum­varp Þór­dísar Kol­brúnar og blandar Mjólk­ur­sam­söl­unni inn í það mál sem dæmi. Margt er hægt að segja um grein­ina sem er hlaðin rang­færsl­um, en stiklum á stóru.

­Uppúr 1990 var farið var í sam­ein­ingar í mjólkur­iðn­aði á vegum rík­is­ins eftir að kostn­aður jókst við fram­leiðslu meðan verð til bænda lækk­aði. Þá voru starf­andi tæp­lega 20 afurða­stöðvar sem sam­ein­uð­ust næstu 20 árin. Sú veg­ferð hefur skilað hag­ræð­ingu og ábata fyrir neyt­endur og bænd­ur. Í dag eru um sex aðilar í mjólkur­iðn­aði að Mjólk­ur­sam­söl­unni með­tal­inni, með starfs­leyfi frá Mat­væla­stofnun (MAST). Sum þess­ara fyr­ir­tækja hafa sér­hæft sig í líf­rænum eða laktósa­lausum vörum eða eiga í sam­starfi við Mjólk­ur­sam­söl­una um mark­aðs­mál en einnig kúa­bændur sjálfir sem bjóða uppá mjólk­ur­vörur beint frá býl­i.  Auð­humla, sam­vinnu­fé­lag bænda sér um sölu á hrá­mjólk ólíkt því sem Eiríkur hélt fram og selur öllum fram­leið­end­um, Mjólk­ur­sam­söl­unni og öðrum á sama verði.

Þau fyr­ir­tæki hafa heim­ild sam­kvæmt búvöru­lögum til þess að hafa með sér sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði við fram­leiðslu, geymslu og dreif­ingu mjólk­ur­af­urða en eru ann­ars ekki und­an­þegin sam­keppn­is­lögum öfugt við það sem Eiríkur hélt fram.

Auglýsing
Áfrýjunarnefnd sam­keppn­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok árs 2016 um mál Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Mjólku að  „ekki [hafi] verið sýnt fram á það í mál­inu að fram­kvæmd samn­ing­anna og nán­ari útfærsla hafi verið ómál­efna­leg eða að öðru leyti ófor­svar­an­leg“ Þetta var nið­ur­staða æðra setts stjórn­valds á sviði sam­keppn­is­mála, sem felldi niður sekt á Mjólk­ur­sam­söl­una.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið stefndi þá mál­inu fyrir dóms­stóla. Á þeim tíma hafði fyr­ir­komu­lagi á sölu á hrá­mjólk til allra aðila í mjólkur­iðn­aði verið komið í það horf sem nú er, svo það er rangt hjá Eiríki að þessi máls­höfðun hafi verið nauð­syn­legt til að hafa áhrif á fyr­ir­komu­lag á mjólk­ur­mark­aði. Þessa heim­ild til að fara í mál vegna nið­ur­stöðu æðra stjórn­valds hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið haft frá 2011 og lög­fræð­ingar hafa talið hana óeðli­lega og meðal ann­ars sagt að „...Látið er undan emb­ætt­is­mönnum sem vilja fá í hendur heim­ildir til að beita borg­ara ofríki, þó að æðra stjórn­vald hafi kom­ist að nið­ur­stöðu um að of langt hafi verið seilst." og að „Þetta er ekki ósvipað því að emb­ætt­is­maður í ráðu­neyti fengi heim­ild til að bera undir dóm þær ákvarð­anir ráð­herra sem honum líkar ekki.“ 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa fært sterk rök fyrir skoðun sinni um að afnema beri þessa heim­ild meðal ann­ars að ákvæðið sé skað­legt atvinnu­líf­inu þar sem það lengir mála­rekst­ur, eykur óvissu í rekstri fyr­ir­tækja og kostn­að. Sam­tök atvinnu­lífs­ins lögðu til strax árið 2012 að ákvæðið yrði fellt úr gildi, þannig að mál­efna­leg umræða um þessi mál er greini­lega ótengd mál­inu gegn Mjólk­ur­sam­söl­unni eða öðrum ein­stökum mál­um. Það er almenn meg­in­regla stjórn­sýsl­unnar að lægra sett stjórn­vald (Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið) sé bundið af úrlausn æðra setts stjórn­valds (áfrýj­un­ar­nefnd­ar).

Það er full­kom­lega rangt hjá Eiríki að Mjólk­ur­sam­salan megi gera eitt­hvað sem aðrir mega ekki. Búvöru­lög eiga við um afurða­stöðvar í mjólkur­iðn­aði og því allir við sama borð til þess að hafa með sér sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði við fram­leiðslu, geymslu og dreif­ingu mjólk­ur­af­urða. Öll heyra fyr­ir­tækin einnig undir sam­keppn­is­lög. Til eru um 30 til­vik í íslensku laga­safni þar sem finna má und­an­þágur frá almennri reglu sam­keppn­islaga fyrir utan þá heim­ild sem mjólkur­iðn­að­inum hefur verið veitt. Þessi til­vik eru marg­vís­leg en miða öll að hlutum sem við viljum samnýta í okkar fámenna og dreif­býla land­i. 

Ef frum­varps­drögin um breyt­ingar á sam­keppn­is­lögum eru lesin á sam­ráðs­gátt­inni má sjá að Sam­keppn­is­eft­ir­litið mun áfram hafa völd til þess að taka á mál­um. Það á auð­vitað að vera skil­virkt sam­keppn­is­eft­ir­lit á Íslandi. Í frum­varps­drög­unum má einnig lesa að ætlun ráð­herra er að setja neyt­endur framar í röð­ina hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og stuðla að því að sam­keppn­is­eft­ir­lit sé skil­virkara en nú er.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar