Rangfærslur um samkeppnismál frá Eikonomics

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar gagnrýnir gagnrýni Eikonomics á starfsháttum fyrirtækisins og segir hana innihalda rangfærslur. Hún telur Samtök atvinnulífsins hafa fært fram sterk rök fyrir breytingu á samkeppnislögum.

Auglýsing

Eiríkur Ragn­ars­son(Eikonomics) skrif­aði grein á vef Kjarn­ans nýlega þar sem hann ræðir nýtt frum­varp Þór­dísar Kol­brúnar og blandar Mjólk­ur­sam­söl­unni inn í það mál sem dæmi. Margt er hægt að segja um grein­ina sem er hlaðin rang­færsl­um, en stiklum á stóru.

­Uppúr 1990 var farið var í sam­ein­ingar í mjólkur­iðn­aði á vegum rík­is­ins eftir að kostn­aður jókst við fram­leiðslu meðan verð til bænda lækk­aði. Þá voru starf­andi tæp­lega 20 afurða­stöðvar sem sam­ein­uð­ust næstu 20 árin. Sú veg­ferð hefur skilað hag­ræð­ingu og ábata fyrir neyt­endur og bænd­ur. Í dag eru um sex aðilar í mjólkur­iðn­aði að Mjólk­ur­sam­söl­unni með­tal­inni, með starfs­leyfi frá Mat­væla­stofnun (MAST). Sum þess­ara fyr­ir­tækja hafa sér­hæft sig í líf­rænum eða laktósa­lausum vörum eða eiga í sam­starfi við Mjólk­ur­sam­söl­una um mark­aðs­mál en einnig kúa­bændur sjálfir sem bjóða uppá mjólk­ur­vörur beint frá býl­i.  Auð­humla, sam­vinnu­fé­lag bænda sér um sölu á hrá­mjólk ólíkt því sem Eiríkur hélt fram og selur öllum fram­leið­end­um, Mjólk­ur­sam­söl­unni og öðrum á sama verði.

Þau fyr­ir­tæki hafa heim­ild sam­kvæmt búvöru­lögum til þess að hafa með sér sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði við fram­leiðslu, geymslu og dreif­ingu mjólk­ur­af­urða en eru ann­ars ekki und­an­þegin sam­keppn­is­lögum öfugt við það sem Eiríkur hélt fram.

Auglýsing
Áfrýjunarnefnd sam­keppn­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok árs 2016 um mál Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Mjólku að  „ekki [hafi] verið sýnt fram á það í mál­inu að fram­kvæmd samn­ing­anna og nán­ari útfærsla hafi verið ómál­efna­leg eða að öðru leyti ófor­svar­an­leg“ Þetta var nið­ur­staða æðra setts stjórn­valds á sviði sam­keppn­is­mála, sem felldi niður sekt á Mjólk­ur­sam­söl­una.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið stefndi þá mál­inu fyrir dóms­stóla. Á þeim tíma hafði fyr­ir­komu­lagi á sölu á hrá­mjólk til allra aðila í mjólkur­iðn­aði verið komið í það horf sem nú er, svo það er rangt hjá Eiríki að þessi máls­höfðun hafi verið nauð­syn­legt til að hafa áhrif á fyr­ir­komu­lag á mjólk­ur­mark­aði. Þessa heim­ild til að fara í mál vegna nið­ur­stöðu æðra stjórn­valds hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið haft frá 2011 og lög­fræð­ingar hafa talið hana óeðli­lega og meðal ann­ars sagt að „...Látið er undan emb­ætt­is­mönnum sem vilja fá í hendur heim­ildir til að beita borg­ara ofríki, þó að æðra stjórn­vald hafi kom­ist að nið­ur­stöðu um að of langt hafi verið seilst." og að „Þetta er ekki ósvipað því að emb­ætt­is­maður í ráðu­neyti fengi heim­ild til að bera undir dóm þær ákvarð­anir ráð­herra sem honum líkar ekki.“ 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa fært sterk rök fyrir skoðun sinni um að afnema beri þessa heim­ild meðal ann­ars að ákvæðið sé skað­legt atvinnu­líf­inu þar sem það lengir mála­rekst­ur, eykur óvissu í rekstri fyr­ir­tækja og kostn­að. Sam­tök atvinnu­lífs­ins lögðu til strax árið 2012 að ákvæðið yrði fellt úr gildi, þannig að mál­efna­leg umræða um þessi mál er greini­lega ótengd mál­inu gegn Mjólk­ur­sam­söl­unni eða öðrum ein­stökum mál­um. Það er almenn meg­in­regla stjórn­sýsl­unnar að lægra sett stjórn­vald (Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið) sé bundið af úrlausn æðra setts stjórn­valds (áfrýj­un­ar­nefnd­ar).

Það er full­kom­lega rangt hjá Eiríki að Mjólk­ur­sam­salan megi gera eitt­hvað sem aðrir mega ekki. Búvöru­lög eiga við um afurða­stöðvar í mjólkur­iðn­aði og því allir við sama borð til þess að hafa með sér sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði við fram­leiðslu, geymslu og dreif­ingu mjólk­ur­af­urða. Öll heyra fyr­ir­tækin einnig undir sam­keppn­is­lög. Til eru um 30 til­vik í íslensku laga­safni þar sem finna má und­an­þágur frá almennri reglu sam­keppn­islaga fyrir utan þá heim­ild sem mjólkur­iðn­að­inum hefur verið veitt. Þessi til­vik eru marg­vís­leg en miða öll að hlutum sem við viljum samnýta í okkar fámenna og dreif­býla land­i. 

Ef frum­varps­drögin um breyt­ingar á sam­keppn­is­lögum eru lesin á sam­ráðs­gátt­inni má sjá að Sam­keppn­is­eft­ir­litið mun áfram hafa völd til þess að taka á mál­um. Það á auð­vitað að vera skil­virkt sam­keppn­is­eft­ir­lit á Íslandi. Í frum­varps­drög­unum má einnig lesa að ætlun ráð­herra er að setja neyt­endur framar í röð­ina hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og stuðla að því að sam­keppn­is­eft­ir­lit sé skil­virkara en nú er.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar