Bankar framtíðarinnar

Oddný Harðardóttir fjallar um sölu bankanna í aðsendri grein.

Auglýsing

Bank­arnir veita nauð­syn­lega þjón­ustu sem varðar okkur öll. Þeir stunda greiðslu­miðl­un, ávaxta sparifé og veita lán til hús­næð­is­kaupa eða ann­arra fram­kvæmda sem tengj­ast rekstri heim­ila og fyr­ir­tækja.

Bankar eru ekki eins og hefð­bundin hluta­fé­lög á mark­aði heldur lík­ari veitu­starf­semi, sjálf­sagði þjón­ustu við almenn­ing. Og tækni­fram­farir eru á fleygi­ferð sem nýta ætti til hags­bóta fyrir við­skipta­vini bank­anna.

En bank­arnir stunda líka fjár­fest­inga­starf­semi, stundum mjög áhættu­sama, sem fjár­mögnuð er með sparifé almenn­ings. Bankar í eigu rík­is­ins ættu að draga sig út þess háttar starf­semi og selja þann hluta til einka­að­ila. Ríkið á sem eig­andi banka að tryggja almenn­ingi aðgang að nauð­syn­legri banka­þjón­ustu og að ódýrasta greiðslu­miðlun sem völ er á standi öllum jafnt til boða.

Auglýsing

Ríkið ætti að ein­beita sér að við­skipta­banka­starf­semi sem er fjár­mögnuð með inn­lánum en fela öðrum fjár­fest­inga­banka­starf­semi sem ekki er fjár­mögnuð með inn­lánum og spari­fé. Þannig má tryggja að almenn­ingur taki ekki áhætt­una af glæfra­legum fjár­fest­ingum fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Áhætta og kostn­aður af fjár­fest­ingum sem fara í súg­inn eiga að vera óskipt hjá þeim sem taka ákvörðun um áhættu­söm við­skipti. Ekki hjá almenn­ingi.

Mér finnst frá­leitt að und­ir­búa sölu bank­anna á meðan almenn umræða eða stefnu­mótun stjórn­valda um fram­tíða­skipu­lag fjár­mála­kerf­is­ins hefur ekki farið fram. Hvít­bókin um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins er ekki nóg enda mótuð um of af hug­mynda­fræði og hag­fræði sem biðu skip­brot í banka­hrun­inu 2008, nýja hugsun vantar og bókin virð­ist skrifuð fyrir þá sem vilja hugs­an­lega kaupa hluti í bönk­un­um.

Og sporin hræða þegar þeir tveir sömu flokkar eru nú í rík­is­stjórn og síð­ast þegar bank­arnir voru seldir með afleið­ingum sem ekki þarf að minna lands­menn á hverjar urðu.

Það er liðin 11 ár frá banka­hruni. Almenn­ingur ber enn ekki mikið traust til banka­kerf­is­ins jafn­vel þó að reglu­verk um fjár­mála­kerfið hafi batnað frá hruni. Kann­anir sýna hins vegar að fólk treystir rík­inu til að reka banka mun frekar en einka­að­il­um.

Áform um sölu bank­anna í óbreyttri mynd er því ekki vegna ákalls almenn­ings. Kallið kemur úr annarri átt.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar