Bankar framtíðarinnar

Oddný Harðardóttir fjallar um sölu bankanna í aðsendri grein.

Auglýsing

Bank­arnir veita nauð­syn­lega þjón­ustu sem varðar okkur öll. Þeir stunda greiðslu­miðl­un, ávaxta sparifé og veita lán til hús­næð­is­kaupa eða ann­arra fram­kvæmda sem tengj­ast rekstri heim­ila og fyr­ir­tækja.

Bankar eru ekki eins og hefð­bundin hluta­fé­lög á mark­aði heldur lík­ari veitu­starf­semi, sjálf­sagði þjón­ustu við almenn­ing. Og tækni­fram­farir eru á fleygi­ferð sem nýta ætti til hags­bóta fyrir við­skipta­vini bank­anna.

En bank­arnir stunda líka fjár­fest­inga­starf­semi, stundum mjög áhættu­sama, sem fjár­mögnuð er með sparifé almenn­ings. Bankar í eigu rík­is­ins ættu að draga sig út þess háttar starf­semi og selja þann hluta til einka­að­ila. Ríkið á sem eig­andi banka að tryggja almenn­ingi aðgang að nauð­syn­legri banka­þjón­ustu og að ódýrasta greiðslu­miðlun sem völ er á standi öllum jafnt til boða.

Auglýsing

Ríkið ætti að ein­beita sér að við­skipta­banka­starf­semi sem er fjár­mögnuð með inn­lánum en fela öðrum fjár­fest­inga­banka­starf­semi sem ekki er fjár­mögnuð með inn­lánum og spari­fé. Þannig má tryggja að almenn­ingur taki ekki áhætt­una af glæfra­legum fjár­fest­ingum fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Áhætta og kostn­aður af fjár­fest­ingum sem fara í súg­inn eiga að vera óskipt hjá þeim sem taka ákvörðun um áhættu­söm við­skipti. Ekki hjá almenn­ingi.

Mér finnst frá­leitt að und­ir­búa sölu bank­anna á meðan almenn umræða eða stefnu­mótun stjórn­valda um fram­tíða­skipu­lag fjár­mála­kerf­is­ins hefur ekki farið fram. Hvít­bókin um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins er ekki nóg enda mótuð um of af hug­mynda­fræði og hag­fræði sem biðu skip­brot í banka­hrun­inu 2008, nýja hugsun vantar og bókin virð­ist skrifuð fyrir þá sem vilja hugs­an­lega kaupa hluti í bönk­un­um.

Og sporin hræða þegar þeir tveir sömu flokkar eru nú í rík­is­stjórn og síð­ast þegar bank­arnir voru seldir með afleið­ingum sem ekki þarf að minna lands­menn á hverjar urðu.

Það er liðin 11 ár frá banka­hruni. Almenn­ingur ber enn ekki mikið traust til banka­kerf­is­ins jafn­vel þó að reglu­verk um fjár­mála­kerfið hafi batnað frá hruni. Kann­anir sýna hins vegar að fólk treystir rík­inu til að reka banka mun frekar en einka­að­il­um.

Áform um sölu bank­anna í óbreyttri mynd er því ekki vegna ákalls almenn­ings. Kallið kemur úr annarri átt.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar