Bankar framtíðarinnar

Oddný Harðardóttir fjallar um sölu bankanna í aðsendri grein.

Auglýsing

Bank­arnir veita nauð­syn­lega þjón­ustu sem varðar okkur öll. Þeir stunda greiðslu­miðl­un, ávaxta sparifé og veita lán til hús­næð­is­kaupa eða ann­arra fram­kvæmda sem tengj­ast rekstri heim­ila og fyr­ir­tækja.

Bankar eru ekki eins og hefð­bundin hluta­fé­lög á mark­aði heldur lík­ari veitu­starf­semi, sjálf­sagði þjón­ustu við almenn­ing. Og tækni­fram­farir eru á fleygi­ferð sem nýta ætti til hags­bóta fyrir við­skipta­vini bank­anna.

En bank­arnir stunda líka fjár­fest­inga­starf­semi, stundum mjög áhættu­sama, sem fjár­mögnuð er með sparifé almenn­ings. Bankar í eigu rík­is­ins ættu að draga sig út þess háttar starf­semi og selja þann hluta til einka­að­ila. Ríkið á sem eig­andi banka að tryggja almenn­ingi aðgang að nauð­syn­legri banka­þjón­ustu og að ódýrasta greiðslu­miðlun sem völ er á standi öllum jafnt til boða.

Auglýsing

Ríkið ætti að ein­beita sér að við­skipta­banka­starf­semi sem er fjár­mögnuð með inn­lánum en fela öðrum fjár­fest­inga­banka­starf­semi sem ekki er fjár­mögnuð með inn­lánum og spari­fé. Þannig má tryggja að almenn­ingur taki ekki áhætt­una af glæfra­legum fjár­fest­ingum fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Áhætta og kostn­aður af fjár­fest­ingum sem fara í súg­inn eiga að vera óskipt hjá þeim sem taka ákvörðun um áhættu­söm við­skipti. Ekki hjá almenn­ingi.

Mér finnst frá­leitt að und­ir­búa sölu bank­anna á meðan almenn umræða eða stefnu­mótun stjórn­valda um fram­tíða­skipu­lag fjár­mála­kerf­is­ins hefur ekki farið fram. Hvít­bókin um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins er ekki nóg enda mótuð um of af hug­mynda­fræði og hag­fræði sem biðu skip­brot í banka­hrun­inu 2008, nýja hugsun vantar og bókin virð­ist skrifuð fyrir þá sem vilja hugs­an­lega kaupa hluti í bönk­un­um.

Og sporin hræða þegar þeir tveir sömu flokkar eru nú í rík­is­stjórn og síð­ast þegar bank­arnir voru seldir með afleið­ingum sem ekki þarf að minna lands­menn á hverjar urðu.

Það er liðin 11 ár frá banka­hruni. Almenn­ingur ber enn ekki mikið traust til banka­kerf­is­ins jafn­vel þó að reglu­verk um fjár­mála­kerfið hafi batnað frá hruni. Kann­anir sýna hins vegar að fólk treystir rík­inu til að reka banka mun frekar en einka­að­il­um.

Áform um sölu bank­anna í óbreyttri mynd er því ekki vegna ákalls almenn­ings. Kallið kemur úr annarri átt.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar