Hvenær náum við jafnrétti á vinnumarkaði?

Drífa Snædal og Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Auglýsing

Til ham­ingju með dag­inn!

Á þessum degi fyrir 44 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna. Sam­staða kvenna skil­aði mik­il­vægum breyt­ingum í átt að jafn­rétti. En þrátt fyrir að sam­fé­lagið hafi breyst veru­lega á nærri hálfri öld er enn stór hópur kvenna sem býr við launa­kjör sem duga engan veg­inn til fram­færslu, óásætt­an­legt starfs­um­hverfi, van­virð­ingu á fram­lagi þeirra og of langa vinnu­viku.

Í dag viljum við beina kast­ljós­inu að stöðu þeirra kvenna sem veita þjón­ustu eða ann­ast aðra ein­stak­linga í vinn­unni og heima. Þær sinna mik­il­vægum störfum sem snerta okkur öll, börnin okk­ar, for­eldra, ætt­ingja og vini. Konur sem sam­fé­lagið gæti ekki verið án og störf sem myndu setja sam­fé­lagið á hlið­ina ef þær legðu niður störf. Þetta eru til dæmis lægst laun­uðu störfin í okkar sam­fé­lagi, konur sem vinna við umönnun barna í leik­skól­um, grunn­skólum og á frí­stunda­heim­il­u­m. 

Auglýsing

Álag er almennt meira og vinnu­skil­yrði verri á vinnu­stöðum þar sem konur eru í meiri­hluta. Þar fyrir utan treystir um þriðj­ungur kvenna á vinnu­mark­aði sér ekki til að vera í fullu starfi, einkum vegna ábyrgðar á umönnun barna og fjöl­skyldu­með­lima eða vegna þess að störfin eru svo erf­ið. Í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd eru aðstand­endur á Íslandi undir mestu álagi allra vegna umönn­unar óvinnu­færra ætt­ingja, öryrkja eða aldr­aðra.

Það skyldi því engan undra að konur 50 ára og eldri eru stærsti hóp­ur­inn þegar fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega er skoð­uð. Það skilar sam­fé­lagi þar sem konur lifa að með­al­tali 66 heil­brigð ár en með­al­ævi­lengdin er 84 ár. Karlar fá að jafn­aði 71,5 heil­brigð ár en lifa að með­al­tali 81 ár. Konur og karlar stóðu nærri jafn­fætis hvað heil­brigði varðar fyrir efna­hags­hrunið en í kjöl­far þess byrj­aði að halla undan fæti. Tví­mæla­laust hafa nið­ur­skurð­ar­að­gerðir í vel­ferð­ar­kerf­inu aukið álag bæði í vinn­unni og heima. Lágu launin hafa ekki ein­göngu áhrif á konur þegar þær eru á vinnu­mark­aði heldur út ævina enda rétt­indi þeirra í líf­eyr­is­sjóðum lægri.

Nærri hálfri öld eftir fyrsta kvenna­verk­fallið er fram­lag kvenna til sam­fé­lags­ins ekki að fullu metið að verð­leik­um. Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er enn helsta ástæða kyn­bund­ins launa­munar á Íslandi en þar hefur skakkt verð­mæta­mat á vinnu­fram­lagi kvenna mestu áhrif­in. Skipu­lag vinnu­mark­aðar og sam­fé­lags­ins skilar nei­kvæðum áhrifum á fjár­hag, heilsu og líðan kvenna. Þvert á það sem margir telja þá kemur jafn­rétti ekki af sjálfu sér heldur þarf að berj­ast fyrir því.

Það er kom­inn tími til að stjórn­völd og atvinnu­rek­endur grípi til aðgerða til að stuðla að raun­veru­legu jafn­rétti. T.d. með því að létta umönn­un­ar­byrði kvenna vegna barna og ætt­ingja og með því að beina stuðn­ingi þangað sem hans er mest þörf. Útrýma þarf fátækt með því að hækka lægstu laun veru­lega og gera þá kröfu að konur geti lifað af grunn­launum sín­um. Við verðum að tryggja starfs­um­hverfi sem eyði­leggur konur ekki fyrir aldur fram og stytta vinnu­vik­una hjá öllu launa­fólki. Þannig byggjum við rétt­lát­ara og betra sam­fé­lag!

Höf­undar eru for­seti ASÍ og for­maður BSRB.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar