Hvenær náum við jafnrétti á vinnumarkaði?

Drífa Snædal og Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Auglýsing

Til ham­ingju með dag­inn!

Á þessum degi fyrir 44 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna. Sam­staða kvenna skil­aði mik­il­vægum breyt­ingum í átt að jafn­rétti. En þrátt fyrir að sam­fé­lagið hafi breyst veru­lega á nærri hálfri öld er enn stór hópur kvenna sem býr við launa­kjör sem duga engan veg­inn til fram­færslu, óásætt­an­legt starfs­um­hverfi, van­virð­ingu á fram­lagi þeirra og of langa vinnu­viku.

Í dag viljum við beina kast­ljós­inu að stöðu þeirra kvenna sem veita þjón­ustu eða ann­ast aðra ein­stak­linga í vinn­unni og heima. Þær sinna mik­il­vægum störfum sem snerta okkur öll, börnin okk­ar, for­eldra, ætt­ingja og vini. Konur sem sam­fé­lagið gæti ekki verið án og störf sem myndu setja sam­fé­lagið á hlið­ina ef þær legðu niður störf. Þetta eru til dæmis lægst laun­uðu störfin í okkar sam­fé­lagi, konur sem vinna við umönnun barna í leik­skól­um, grunn­skólum og á frí­stunda­heim­il­u­m. 

Auglýsing

Álag er almennt meira og vinnu­skil­yrði verri á vinnu­stöðum þar sem konur eru í meiri­hluta. Þar fyrir utan treystir um þriðj­ungur kvenna á vinnu­mark­aði sér ekki til að vera í fullu starfi, einkum vegna ábyrgðar á umönnun barna og fjöl­skyldu­með­lima eða vegna þess að störfin eru svo erf­ið. Í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd eru aðstand­endur á Íslandi undir mestu álagi allra vegna umönn­unar óvinnu­færra ætt­ingja, öryrkja eða aldr­aðra.

Það skyldi því engan undra að konur 50 ára og eldri eru stærsti hóp­ur­inn þegar fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega er skoð­uð. Það skilar sam­fé­lagi þar sem konur lifa að með­al­tali 66 heil­brigð ár en með­al­ævi­lengdin er 84 ár. Karlar fá að jafn­aði 71,5 heil­brigð ár en lifa að með­al­tali 81 ár. Konur og karlar stóðu nærri jafn­fætis hvað heil­brigði varðar fyrir efna­hags­hrunið en í kjöl­far þess byrj­aði að halla undan fæti. Tví­mæla­laust hafa nið­ur­skurð­ar­að­gerðir í vel­ferð­ar­kerf­inu aukið álag bæði í vinn­unni og heima. Lágu launin hafa ekki ein­göngu áhrif á konur þegar þær eru á vinnu­mark­aði heldur út ævina enda rétt­indi þeirra í líf­eyr­is­sjóðum lægri.

Nærri hálfri öld eftir fyrsta kvenna­verk­fallið er fram­lag kvenna til sam­fé­lags­ins ekki að fullu metið að verð­leik­um. Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er enn helsta ástæða kyn­bund­ins launa­munar á Íslandi en þar hefur skakkt verð­mæta­mat á vinnu­fram­lagi kvenna mestu áhrif­in. Skipu­lag vinnu­mark­aðar og sam­fé­lags­ins skilar nei­kvæðum áhrifum á fjár­hag, heilsu og líðan kvenna. Þvert á það sem margir telja þá kemur jafn­rétti ekki af sjálfu sér heldur þarf að berj­ast fyrir því.

Það er kom­inn tími til að stjórn­völd og atvinnu­rek­endur grípi til aðgerða til að stuðla að raun­veru­legu jafn­rétti. T.d. með því að létta umönn­un­ar­byrði kvenna vegna barna og ætt­ingja og með því að beina stuðn­ingi þangað sem hans er mest þörf. Útrýma þarf fátækt með því að hækka lægstu laun veru­lega og gera þá kröfu að konur geti lifað af grunn­launum sín­um. Við verðum að tryggja starfs­um­hverfi sem eyði­leggur konur ekki fyrir aldur fram og stytta vinnu­vik­una hjá öllu launa­fólki. Þannig byggjum við rétt­lát­ara og betra sam­fé­lag!

Höf­undar eru for­seti ASÍ og for­maður BSRB.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar