Hvenær náum við jafnrétti á vinnumarkaði?

Drífa Snædal og Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Auglýsing

Til ham­ingju með dag­inn!

Á þessum degi fyrir 44 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna. Sam­staða kvenna skil­aði mik­il­vægum breyt­ingum í átt að jafn­rétti. En þrátt fyrir að sam­fé­lagið hafi breyst veru­lega á nærri hálfri öld er enn stór hópur kvenna sem býr við launa­kjör sem duga engan veg­inn til fram­færslu, óásætt­an­legt starfs­um­hverfi, van­virð­ingu á fram­lagi þeirra og of langa vinnu­viku.

Í dag viljum við beina kast­ljós­inu að stöðu þeirra kvenna sem veita þjón­ustu eða ann­ast aðra ein­stak­linga í vinn­unni og heima. Þær sinna mik­il­vægum störfum sem snerta okkur öll, börnin okk­ar, for­eldra, ætt­ingja og vini. Konur sem sam­fé­lagið gæti ekki verið án og störf sem myndu setja sam­fé­lagið á hlið­ina ef þær legðu niður störf. Þetta eru til dæmis lægst laun­uðu störfin í okkar sam­fé­lagi, konur sem vinna við umönnun barna í leik­skól­um, grunn­skólum og á frí­stunda­heim­il­u­m. 

Auglýsing

Álag er almennt meira og vinnu­skil­yrði verri á vinnu­stöðum þar sem konur eru í meiri­hluta. Þar fyrir utan treystir um þriðj­ungur kvenna á vinnu­mark­aði sér ekki til að vera í fullu starfi, einkum vegna ábyrgðar á umönnun barna og fjöl­skyldu­með­lima eða vegna þess að störfin eru svo erf­ið. Í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd eru aðstand­endur á Íslandi undir mestu álagi allra vegna umönn­unar óvinnu­færra ætt­ingja, öryrkja eða aldr­aðra.

Það skyldi því engan undra að konur 50 ára og eldri eru stærsti hóp­ur­inn þegar fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega er skoð­uð. Það skilar sam­fé­lagi þar sem konur lifa að með­al­tali 66 heil­brigð ár en með­al­ævi­lengdin er 84 ár. Karlar fá að jafn­aði 71,5 heil­brigð ár en lifa að með­al­tali 81 ár. Konur og karlar stóðu nærri jafn­fætis hvað heil­brigði varðar fyrir efna­hags­hrunið en í kjöl­far þess byrj­aði að halla undan fæti. Tví­mæla­laust hafa nið­ur­skurð­ar­að­gerðir í vel­ferð­ar­kerf­inu aukið álag bæði í vinn­unni og heima. Lágu launin hafa ekki ein­göngu áhrif á konur þegar þær eru á vinnu­mark­aði heldur út ævina enda rétt­indi þeirra í líf­eyr­is­sjóðum lægri.

Nærri hálfri öld eftir fyrsta kvenna­verk­fallið er fram­lag kvenna til sam­fé­lags­ins ekki að fullu metið að verð­leik­um. Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er enn helsta ástæða kyn­bund­ins launa­munar á Íslandi en þar hefur skakkt verð­mæta­mat á vinnu­fram­lagi kvenna mestu áhrif­in. Skipu­lag vinnu­mark­aðar og sam­fé­lags­ins skilar nei­kvæðum áhrifum á fjár­hag, heilsu og líðan kvenna. Þvert á það sem margir telja þá kemur jafn­rétti ekki af sjálfu sér heldur þarf að berj­ast fyrir því.

Það er kom­inn tími til að stjórn­völd og atvinnu­rek­endur grípi til aðgerða til að stuðla að raun­veru­legu jafn­rétti. T.d. með því að létta umönn­un­ar­byrði kvenna vegna barna og ætt­ingja og með því að beina stuðn­ingi þangað sem hans er mest þörf. Útrýma þarf fátækt með því að hækka lægstu laun veru­lega og gera þá kröfu að konur geti lifað af grunn­launum sín­um. Við verðum að tryggja starfs­um­hverfi sem eyði­leggur konur ekki fyrir aldur fram og stytta vinnu­vik­una hjá öllu launa­fólki. Þannig byggjum við rétt­lát­ara og betra sam­fé­lag!

Höf­undar eru for­seti ASÍ og for­maður BSRB.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar