Auglýsing

Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Íslands, skrifar grein sem birt var á Kjarn­anum síð­degis í gær. Þar gerir hann athuga­semdir við það orða­lag að svokölluð fjár­fest­inga­leið, sem Seðla­banki Íslands bauð upp á milli 2012 til 2015, hefði verið opin­ber pen­inga­þvætt­is­leið. Már vísar sér­stak­lega í leið­ara sem birt­ist hér á þessum vett­vangi 21. októ­ber 2019 vegna orða fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að það væri „ósmekk­legt“ að kalla fjár­fest­inga­leið­ina opin­bera pen­inga­þvætt­is­leið.

­Fyrsta atriðið sem Már gerir athuga­semd við er að fjár­fest­inga­leiðin hafi opnað leið inn fyrir höftin fyrir þá sem áttu fjár­muni utan þeirra. „Þetta er ekki rétt. Sú leið var opnuð í októ­ber 2009 þegar fjár­magns­höft ár hér á landi voru afnum­in.“

Það skal tekið fram að und­ir­rit­aður hefur aldrei haldið því fram að fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans hafi verið fyrsta opnun á höft­in. Hún var hins vegar í eðli sínu þannig, vegna skil­yrða og leik­reglna, að hún bauð frekar upp á það að hægt yrði að ferja fé hingað til lands sem áður hafði verið komið und­an, t.d. á banka­reikn­inga á aflandseyj­u­m. 

Því er Már að svara rök­semd­ar­færslu sem hefur ekki verið sett fram.

Bankar voru ekki á varð­bergi

Már seg­ir: „Þau sem komu inn með erlendan gjald­eyri eftir þetta þurftu að skipta honum í íslenskar krónur hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi og til­kynna um við­skiptin til Seðla­bank­ans í gegnum fjár­mála­fyr­ir­tæk­ið. Eftir það höfðu þau hvenær sem er heim­ild til útgöngu með þá fjár­muni og alla ávöxtun þeirra. Sam­kvæmt lögum áttu bank­arnir að kanna slíkar færslur eins og aðrar með til­liti til pen­inga­þvættis og Fjár­mála­eft­ir­litið að hafa eft­ir­lit með því að svo væri gert.“ Síðar í grein­inni segir hann: „út­boðs­skil­málum og í milli­göngu­samn­ingum er skýrt tekið fram að fjár­mála­fyr­ir­tækin skyldu ann­ast könnun á umsækj­endum með til­liti mögu­legs pen­inga­þvætt­is. Það var ófrá­víkj­an­legt skil­yrði að umsókn fylgdi stað­fest­ing fjár­mála­fyr­ir­tækis að slík könnun hefði farið fram með jákvæðri nið­ur­stöðu. Ætla mætti að þetta hafi valdið því að fjár­mála­fyr­ir­tækin væru meir á varð­bergi en alla jafn­a.“

Auglýsing
Þetta er í fullu sam­ræmi við frétta­flutn­ing Kjarn­ans af fjár­fest­inga­leið­inni. Þann 13. jan­úar 2017 birt­ist þar frétta­skýr­ing um að Seðla­banki Íslands hefði ekki sent neinar til­kynn­ingar um pen­inga­þvætti vegna leið­ar­innar og að það hafi verið banka að til­kynna um ef grunur væri um slíkt. Tíu dögum síð­ar, 23. jan­úar 2017, birt­ist frétta­skýr­ing þar sem kom fram að allir við­skipta­bank­arnir fjórir á Íslandi hefðu ekki sent neinar slíkar til­kynn­ingar til Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu vegna fjár­fest­inga­leið­ar­inn­ar. Raunar hefðu engar slíkar til­kynn­ingar borist þang­að. 

Eft­ir­litið var ekki á varð­bergi

Kjarn­inn hefur síðar kallað eftir upp­lýs­ingum frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME), sem á að hafa eft­ir­lit með bönk­unum í þessum mál­um, um hvort að pen­inga­þvætt­is­varnir þeirra væru í lagi. Þann 8. mars 2019 birt­ist frétta­skýr­ing í Kjarn­anum þar sem fram kom að í úttektum sem eft­ir­litið gerði árið 2007 á íslenskum bönkum hafi verið gerðar alvar­legar athuga­semdir við fram­kvæmd eft­ir­lits með pen­inga­þvætti. Þeirri nið­ur­stöðu var ekki fylgt eftir „vegna starfs­manna­skorts og sér­stakra aðstæðna á fjár­mála­mark­að­i.“

Þann 31. maí 2019 birt­ist á Kjarn­anum frétta­skýr­ing um að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði fram­kvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­semdir við brotala­mir hjá bank­anum í jan­úar 2019. Í athugun FME á Arion banka kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­færðar með reglu­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni í til­­viki erlends við­­skipta­vin­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­færslu á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi FME að skýrslur Arion banka um grun­­sam­­legar og óvenju­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi. Arion banki seg­ist hafa brugð­ist við öllum þessum athuga­semdum en lík­legt verður að telja að brotala­mirnar hafi verið til staðar frá því að bank­inn var settur á lagg­irnar í októ­ber 2008 og þangað til að FME gerði sínar athuga­semdir rúmum ára­tug síð­ar.

Auglýsing
9. ágúst 2019 birt­ist frétta­skýr­ing á Kjarn­anum þar sem greint var frá því að FME vildi ekki svara því til hvort yfir stæði athugun á aðgerðum Lands­bank­ans, Íslands­banka og Kviku banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Það seg­ist þó hafa fram­kvæmt tæp­lega 20 athug­anir hjá til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum sem lúta eft­ir­liti stofn­un­ar­innar frá árinu 2017 og nú standi yfir þrjár slíkar athug­an­ir. Það kunni að vera að gagn­sæ­istil­kynn­ingar verði birtar vegna þeirra athug­ana innan tíð­ar. Þær hafa enn ekki verið birt­ar.

Már segir í grein sinni: „Þórður Snær virð­ist gefa í skyn að Seðla­bank­inn hefði sjálfur átt að fram­kvæma pen­inga­þvætt­is­rann­sókn­irn­ar.“ Þetta er röng ályktun hjá Má. Það hefur því aldrei neitt annað komið fram í skrifum Kjarn­ans en að eft­ir­lit með því að um „hreina“ pen­inga og „hreina“ við­skipta­vini hafi legið hjá bönkum og lotið eft­ir­liti FME. Ofan­greint sýnir það aug­ljós­lega. 

Þeir sem fram­kvæmdu, stað­festu

Már segir í grein sinni: „Hafi pen­inga­þvætt­is­at­hug­unum fjár­mála­fyr­ir­tækja í tengslum við fjár­fest­ing­ar­leið­ina verið ábóta­vant, sem ekki verður full­yrt um hér, staf­aði það ekki af hönnun fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar sem slíkrar og hefur þá lík­lega verið raunin í öðrum til­fellum einnig. Verk­efnið var þá að bæta úr því.“ 

Það má koma fram að áhugi höf­undar á fjár­fest­inga­leið­inni kvikn­aði meðal ann­ars eftir sam­töl við alls þrjá ein­stak­linga sem unnu hjá bönkum á þeim tíma sem hún var opin, sem sögðu að þeir hefðu ekki kannað upp­runa fjár­muna sem þeir færðu fyrir við­skipta­vini sína inn til lands­ins. Þeir hefðu ein­fald­lega látið þá skrifa undir skjal þar sem þeir vott­uðu að pen­ing­arnir væru „hrein­ir“. 

Tveir af þessum þremur sögðu höf­undi að þeir hefðu talið sig hafa vissu fyrir því að ein­hverjir sem þeir hefðu aðstoð­að, og þegið þóknun fyr­ir, hefðu verið að flytja hingað fé sem hefði annað hvort verið komið undan skatti eða undan rétt­mætum kröfu­höf­um. FME hef­ur, líkt og áður kom fram, auk þess stað­fest að bank­arnir voru ekki að sinna því eft­ir­liti sem þeir áttu að sinna. 

Kjarn­inn hefur aldrei sagt að fjár­fest­inga­leiðin hafi skilað Íslandi á gráan lista

Már segir í grein sinni: „Reyndar er það svo að því er ekki haldið fram í skýrslum FATF að þær athug­anir sem eru fram­kvæmdar af hálfu bank­anna á mögu­legu pen­inga­þvætti séu gagns­lausar en eins og áður er fram komið var jákvætt vott­orð fjár­mála­fyr­ir­tækis um slíka könnun skil­yrði þess að fá að taka þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni. Það er því alveg skýrt að grá­listun Íslands hjá FATF hefur ekk­ert með fjár­fest­ing­ar­leið­ina að ger­a.“

Því hefur aldrei verið haldið fram í skrifum Kjarn­ans að Ísland hafi verið sett á gráan lista vegna fjár­fest­inga­leið­ar­inn­ar, enda legið fyrir frá því að úttekt FATF á pen­inga­þvætt­is­vörnum Íslands kom fram vorið 2018 að hún var þar ekki und­ir. Þar er Már því að hrekja fram­setn­ingu sem var aldrei sett fram.

Í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti, sem birt var í ágúst, segir hins veg­ar að gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­­bank­ans skorti, og hafi skort, þekk­ingu á hætt­u­­merkjum og aðferðum við pen­inga­þvætti. Engar laga­­legar skyldur hafa hvílt á Seðla­­bank­­anum vegna aðgerða gegn pen­inga­þvætti þrátt fyrir að hann haft umsjón með öllu gjald­eyr­is­eft­ir­liti og losun hafta á und­an­­förnum árum þegar hund­ruð millj­­arða króna hafa verið flutt til og frá land­inu. Þetta þurfi að laga. 

Þarna er ekki um að ræða gagn­rýni frá höf­undi eða Kjarn­an­um, heldur íslenskum stjórn­völd­um.

Dæmdir glæpa­menn máttu nýta sér leið­ina

Kjarn­inn hefur hins vegar verið sett úttekt FATF í sam­hengi við aðrar lélegar varnir Íslend­inga gagn­vart pen­inga­þvætti. Þar stendur auð­vitað fjár­fest­ing­ar­leið­in, og nán­ast algjör skortur á eft­ir­liti með þeim sem nýttu sér hana, upp úr eins og Gúlí­ver í putta­landi.

Már segir sjálfur að eigið eft­ir­lit Seðla­banka Íslands með leið­inni hefði „gengið á skjön við það verk­lag sem tíðkast í þessu sam­bandi, hefði lík­lega kostað tölu­verða fjár­fest­ingu Seðla­bank­ans í upp­lýs­ingum og mann­afla og hefði lík­lega ekki verið athuga­semda­laust af hálfu ann­arra." 

Seðla­bank­inn setti það eina skil­yrði, fyrir utan að bankar skrif­uðu upp á „hrein­leika“ við­skipta­vina sinna, að ein­stak­ling­arnir sem nýttu sér leið­ina væru ekki til rann­sóknar vegna mögu­legra brota á gjald­eyr­is­lög­um. Þeir máttu hins vegar vera til rann­sóknar vegna allra ann­arra brota. Þeir máttu jafn­vel vera dæmdir glæpa­menn.

Auglýsing
Í skrifum Kjarn­ans hefur komið fram að það sé rök­studdur grunur um að svo hafi ver­ið, í ljósi þess að fjöl­miðl­ar, meðal ann­ars Kjarn­inn, hafa upp­lýst um nokkra ein­stak­linga sem nýttu sér leið­ina. Þar er meðal ann­ars um ein­stak­linga að ræða sem hafa verið dæmdir fyrir efna­hags­brot, stýrðu gjald­þrota fyr­ir­tækj­um, hafa verið í rann­sókn hjá skatt­yf­ir­völdum eða hafa verið gerðir upp án þess að kröfu­höfum þeirra hafi verið gerð grein fyrir aflands­fé­laga­eignum þeirra. Þetta liggur fyrir vegna þess að höf­undur hefur rætt við slíka kröfu­hafa. 

Már segir líka: „Rétt er að geta þess að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fengið allar upp­lýs­ingar um þá sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inn­i.“ Kjarn­inn greindi einmitt frá því að emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra væri að rann­saka eitt mál tengt leið­inni í októ­ber 2018

Það má líka koma fram að lík­lega eru engir rann­sak­endur á Íslandi jafn óánægðir með því hvaða fram­gang mál sem þeir rann­saka fá í kerf­inu og þeir sem rann­saka skatt­svik. Síð­ast þegar af frétt­ist biðu hátt í 100 fullrann­sökuð mál þess að kom­ast í sak­sókn, eða fyrn­ast ann­ars. Magn þeirra sem sannað hefur verið að hafa svikið undan skatti, en hafa kom­ist undan refs­ingu vegna þess að rann­sak­endum skortir fjár­muni og fram­fylgd­ar­að­ilum skortir mögu­lega vilja eða getu, er að sögn þeirra sem best til þekkja feiki­leg­ur. 

Úti­lokar ekki að pen­inga­þvætti hafi átt sér stað

Már, sem er prýði­legur maður og náði heilt yfir ótrú­legum árangri í starfi sínu sem seðla­banka­stjóri, end­ur­tekur í grein sinni nið­ur­stöðu skýrslu sem Seðla­banki Íslands gerði um fjár­fest­inga­leið­ina sem birt var í ágúst. Þar var því haldið fram að til­gang­ur­inn, að bræða snjó­hengj­una, hafi helgað með­alið og að það væri ekki hlut­verk Seðla­banka Íslands að útdeila rétt­læti í sam­fé­lag­inu. Við verðum seint á sömu blað­síðu hvað varðar þessa nálg­un. 

Í nið­ur­lag­inu kemur Már þó loks­ins inn á þá gagn­rýni sem raun­veru­lega hefur verið sett fram í Kjarn­anum á fjár­fest­ing­ar­leið­ina, og er ástæða þess að hér hefur því verið haldið fram að hún hafi verið opin­ber leið fyrir mögu­legt pen­inga­þvætt­i. 

Þar segir Már: „Þetta úti­lokar ekki að eitt­hvað illa fengið fé hafi sloppið í gegnum nál­ar­auga fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar þótt ekk­ert hafi hingað til bent til þess að það hafi verið algengt. Í þessu sam­bandi er vert að hafa í huga hvað felst í hug­tak­inu pen­inga­þvætti. Ein­föld en algeng skýr­ing er að pen­inga­þvætti sé ferli þar sem ávinn­ingi af ólög­legu athæfi sé umbreytt með þeim hætti að hann virð­ist lög­mæt­ur. Hér er það upp­runi fjár­mun­anna sem skiptir meg­in­máli. Að ein­stak­lingur sem ein­hvern tíma hefur hlotið dóm flytji fé yfir landa­mæri þarf því ekki endi­lega að fela í sér pen­inga­þvætti og skiptir þá engu máli hvað okkur kann að finn­ast um við­kom­andi að öðru leyt­i.“

Sam­þykkið rann­sókn

Það liggur fyr­ir, sam­­kvæmt skýrslu Seðla­­bank­ans sjálfs, að félög með aðsetur á lág­skatta­­svæð­um, eða í löndum sem nýta sér slík svæði óspart í sinni fjár­mála­starf­semi, tóku þátt. Það liggur fyrir að bank­arnir þekktu ekki við­skipta­vini sína, sam­kvæmt úttektum FME. Það liggur fyrir að eng­inn annar kann­aði hver upp­runi fjár­muna sem flæddu í gegnum leið­ina var. Það liggur fyrir að Seðla­banki Íslands telur sjálfur að leiðin hafi ekki gætt jafn­­ræð­is, að hún hafi stuðlað að nei­­kvæðum áhrifum á eigna­­skipt­ingu, að hún hafi mög­u­­lega opnað á pen­inga­þvætti, að hún hafi gert „óæski­­legum auð­­mönn­um“ kleift að flytja hingað fé úr skatta­­skjól­­um. Það eru ekki orð Kjarn­ans eða höf­undar þessa leið­ara, heldur Seðla­banka Íslands.

Auglýsing
Það liggur fyrir að Seðla­bank­inn hefur ekki talið sig geta veitt upp­lýs­ingar um hverjir það voru sem sam­tals komu með um 206 millj­arða króna til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ar. Hvorki þá 794 Íslend­inga né hina 280 erlendu aðila sem komu með pen­inga til lands­ins í gegnum hana. Um það ríki trún­að­ur.

Það liggur líka fyrir að gagn­rýni Más á frétta­flutn­ing Kjarn­ans byggir ekki á skrifum mið­ils­ins, heldur að mestu á röngum álykt­unum um hvað hafi falist í þeim frétta­flutn­ing­i. 

Það er að óbreyttu hægt að ríf­ast út í hið óend­an­lega um það hvort pen­inga­þvætti hafi átt sér stað í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Það er hægt að setja fram órök­studdar ásak­anir um ósmekk­leg­heit og villi­göt­ur. 

En það sem liggur fyrir er að það veit eng­inn fyrir víst hvað gerð­ist, vegna þess að eng­inn fylgd­ist almenni­lega með því og eng­inn hefur rann­sakað það af neinu viti. Rök­studdur grunur er um að þessi leið, sem aug­ljós­lega gat nýst til pen­inga­þvættis sökum skil­mála og eft­ir­lits­leys­is, hafi verið nýtt í þeim til­gangi en engin leið er til að sanna það nema að hún verði að fullu rann­sök­uð.

Már, og aðrir sem stóðu að leið­inni en telja hana hafa verið nauð­syn­lega, hljóta því að geta sam­mælst um það með höf­undi að best væri að skipuð yrði rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sem færi yfir fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands og rann­sak­aði hana í þaul­a. 

Það er eina leiðin til að kveðja þessar umræður í eitt skipti fyrir öll.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari