Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti

Fyrrverandi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, skrifar grein um peningaþvætti og fjárfestingaleiðina sem Seðlabanki Íslands bauð upp á.

Auglýsing

Í sam­ræmi við óskrif­aðan prótókol hafði ég hugsað mér að eftir að ég léti af emb­ætti seðla­banka­stjóra myndi ég í nokkurn tíma taka sem minnstan þátt í umræðu um mál­efni Seðla­bank­ans. Ég tel mig hins vegar nauð­beygðan til að gera hér und­an­tekn­ingu vegna þess á hve miklum villi­götum umræðan er um pen­inga­þvætti í tengslum við svo­kall­aða fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans á árunum 2011-2015. Ég sýni fram á í grein­inni að full­yrð­ingar um að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi verið opin­ber pen­inga­þvætt­is­leið stand­ast ekki. Skil­yrði fjár­fest­ing­ar­leiðar voru strang­ari en varð­andi annað fjár­magnsinn­flæði og Ísland er ekki á gráum lista FATF vegna henn­ar.

Fjár­magnsinn­streymi opið fyrir fjár­fest­ing­ar­leið

Þórður Snær Júl­í­us­son er að mínu mati einn albesti blaða­maður lands­ins, ekki síst á sviði við­skipta og efna­hags­mála. Í þessu máli hefur hann þó eitt­hvað villst af leið. Í Kjarn­anum 21. októ­ber sl. heldur hann því fram að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi opnað leið inn fyrir höftin fyrir þá sem áttu fjár­muni utan þeirra. Þetta er ekki rétt. Sú leið var opnuð í októ­ber 2009 þegar fjár­magns­höft á inn­flæði erlends gjald­eyris vegna nýfjár­fest­ingar hér á landi voru afnum­in. Það var gert sakir þess að greiðslu­jafn­að­ar­vandi Íslands var þá og í mörg ár á eftir útflæð­is­vandi en ekki inn­flæð­is­vandi. Þau sem komu inn með erlendan gjald­eyri eftir þetta þurftu að skipta honum í íslenskar krónur hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi og til­kynna um við­skiptin til Seðla­bank­ans í gegnum fjár­mála­fyr­ir­tæk­ið. Eftir það höfðu þau hvenær sem er heim­ild til útgöngu með þá fjár­muni og alla ávöxtun þeirra. Sam­kvæmt lögum áttu bank­arnir að kanna slíkar færslur eins og aðrar með til­liti til pen­inga­þvættis og Fjár­mála­eft­ir­litið að hafa eft­ir­lit með því að svo væri gert.

Fjár­fest­ing­ar­leiðin svo­kall­aða var hluti af gjald­eyr­is­út­boðum sem Seðla­bank­inn efndi til á árunum 2011-2015 sem mið­uðu að því lækka stöðu aflandskróna og greiða þannig fyrir losun fjár­magns­hafta. Það tókst vel því sam­tals lækk­aði staða aflandskróna vegna útboð­anna um 175 ma.kr. eða úr um fjórð­ungi lands­fram­leiðslu í u.þ.b. 13%. Í fram­hald­inu var hægt að ráð­ast í að losa fjár­magns­höftin að lang­mestu leyti á árunum 2015-2017. Seðla­bank­inn gaf út ítar­lega skýrslu um þessi útboð í ágúst sl. og vís­ast til hennar um nán­ari lýs­ingu en hér haldið áfram með pen­inga­þvætt­is­þátt­inn.

Auglýsing

Strang­ari skil­yrði í fjár­fest­ing­ar­leið

Þeir sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni gerðu það í gegnum fjár­mála­fyr­ir­tæki (að­al­lega inn­lenda við­skipta­banka) sem höfðu gert samn­ing við Seðla­bank­ann um slíka milli­göngu. Í útboðs­skil­málum og í milli­göngu­samn­ingum er skýrt tekið fram að fjár­mála­fyr­ir­tækin skyldu ann­ast könnun á umsækj­endum með til­liti mögu­legs pen­inga­þvætt­is. Það var ófrá­víkj­an­legt skil­yrði að umsókn fylgdi stað­fest­ing fjár­mála­fyr­ir­tækis að slík könnun hefði farið fram með jákvæðri nið­ur­stöðu. Ætla mætti að þetta hafi valdið því að fjár­mála­fyr­ir­tækin væru meir á varð­bergi en alla jafna. Þessu til við­bótar máttu umsækj­endur ekki hafa brotið gegn fjár­magns­höft­unum eða vera til rann­sóknar fyrir slík brot. Seðla­bank­inn kann­aði sjálfur þetta atriði. Rétt er að geta þess að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fengið allar upp­lýs­ingar um þá sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni.

Af ofan­greindu má ljóst vera að fjár­fest­ing­ar­leiðin var háð strang­ari skil­yrðum en átti við um annað inn­streymi. Þau sem ætl­uðu sér aðal­lega að flytja illa fengið fé til lands­ins voru því í betri stöðu til að fela slóð sína með því að fara eftir almennum leiðum sem opnar voru. Auð­vitað kann það að vera að ein­hver í slíkri stöðu hafi eigi að síður freist­ast til að nota fjár­fest­ing­ar­leið­ina þar sem krón­urnar voru ódýr­ari, en þá hefur við­kom­andi sett sig í hættu ef það fé tengd­ist skattsvikum eða öðrum afbrot­um. Þeir sem fjár­festu í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina þurftu að binda fjár­mun­ina í fimm ár, sem jók hættu fyrir við­kom­andi á mögu­legri fryst­ingu og yfir­töku fjár­muna sem tengd­ust glæp­sam­legu athæfi.

Kannski er það skoðun Þórðar Snæs að Seðla­bank­inn hafi átt að setja enn strang­ari skil­yrði en bank­inn gerði. Í því sam­bandi er rétt að benda á að skil­yrðin urðu að vera mál­efna­leg og eiga sér laga­stoð. Þau voru ítar­lega rædd bæði innan bank­ans og utan og gengið eins langt og talið var fært. Þórður Snær virð­ist gefa í skyn að Seðla­bank­inn hefði sjálfur átt að fram­kvæma pen­inga­þvætt­is­rann­sókn­irn­ar. Það hefði hins vegar gengið á skjön við það verk­lag sem tíðkast í þessu sam­bandi, hefði lík­lega kostað tölu­verða fjár­fest­ingu Seðla­bank­ans í upp­lýs­ingum og mann­afla og hefði lík­lega ekki verið athuga­semda­laust af hálfu ann­arra.  Það er hlut­verk banka að “þekkja við­skipta­vini sína”enda búa þeir yfir miklum upp­lýs­ingum um þá í gegnum sín við­skipti. Hafi pen­inga­þvætt­is­at­hug­unum fjár­mála­fyr­ir­tækja í tengslum við fjár­fest­ing­ar­leið­ina verið ábóta­vant, sem ekki verður full­yrt um hér, staf­aði það ekki af hönnun fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar sem slíkrar og hefur þá lík­lega verið raunin í öðrum til­fellum einnig. Verk­efnið var þá að bæta úr því.

Grá­listun ekki vegna fjár­fest­ing­ar­leiðar

Umræður um þetta efni blossuðu upp á ný í fram­haldi af ákvörðun FATF að setja Ísland á gráan list varð­andi varnir gegn pen­inga­þvætti. Ef það væri rétt sem haldið hefur verið fram að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi verið opin­ber pen­inga­þvætt­is­leið mætti halda að gerð hafi verið athuga­semd við hana í skýrslum FATF. Mér er kunn­ugt um að sendi­nefnd FATF hafi fengið kynn­ingu á fjár­fest­ing­ar­leið­inni og hafi verið afhentir skil­málar hennar á ensku í aðdrag­anda skýrslu FATF sem birt var á síð­asta ári. Engar athuga­semdir voru gerðar við fjár­fest­ing­ar­leið­ina í skýrsl­unni né síðar en FATF er ekki þekkt fyrir að sitja á sér varð­andi slíkt ef til­efni þykir til. Reyndar er það svo að því er ekki haldið fram í skýrslum FATF að þær athug­anir sem eru fram­kvæmdar af hálfu bank­anna á mögu­legu pen­inga­þvætti séu gagns­lausar en eins og áður er fram komið var jákvætt vott­orð fjár­mála­fyr­ir­tækis um slíka könnun skil­yrði þess að fá að taka þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni. Það er því alveg skýrt að grá­listun Íslands hjá FATF hefur ekk­ert með fjár­fest­ing­ar­leið­ina að ger­a.  

Þetta úti­lokar ekki að eitt­hvað illa fengið fé hafi sloppið í gegnum nál­ar­auga fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar þótt ekk­ert hafi hingað til bent til þess að það hafi verið algengt. Í þessu sam­bandi er vert að hafa í huga hvað felst í hug­tak­inu pen­inga­þvætti. Ein­föld en algeng skýr­ing er að pen­inga­þvætti sé ferli þar sem ávinn­ingi af ólög­legu athæfi sé umbreytt með þeim hætti að hann virð­ist lög­mæt­ur. Hér er það upp­runi fjár­mun­anna sem skiptir meg­in­máli. Að ein­stak­lingur sem ein­hvern tíma hefur hlotið dóm flytji fé yfir land­mæri þarf því ekki endi­lega að fela í sér pen­inga­þvætti og skiptir þá engu máli hvað okkur kann að finn­ast um við­kom­andi að öðru leyti. Vakni eigi að síður grunur hjá þar til bærum yfir­völdum að um pen­inga­þvætti sé að ræða geta þau fengið allar upp­lýs­ingar frá Seðla­bank­anum um þátt­tak­endur í fjár­fest­ing­ar­leið­inni, enda rangt sem haldið hefur verið fram að ekki liggi fyrir upplýs­ingar um hverjir keyptu og seldu gjald­eyri í við­skiptum við Seðla­bank­ann í tengslum við losun fjár­magns­hafta.

Höf­undur var seðla­banka­stjóri frá 2009 til 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar