Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina

Sigurgeir Finnsson fjallar um mikilvægi opins aðgangs að vísindaniðurstöðum.

Auglýsing

Tónlistarmaður fær opinberan styrk til að gefa út lag. Hann vill gefa lagið út hjá virtu erlendu útgáfufyrirtæki. Til þess að gera það þarf hann að gefa útgáfufyrirtækinu lagið og afsala sér öllum höfundarrétti.  Lagið er gefið út á rafrænu formi á Internetinu á virtri safnplötu, sem er svo gefin út á streymisveitu en er ekki aðgengilegt nema greitt sé fyrir aðganginn. Hægt er að kaupa sólahringsaðgang að laginu á 50$ en aðgang í mánuð á 250$. 

Ofangreint dæmi á sér enga stoð í raunveruleikanum, a.m.k. ekki hvað tónlistarútgáfu varðar. Tónlistarfólk fær greitt fyrir plötusölu og fjölda streymishlustana (það mætti gjarnan fá greitt meira en það er önnur saga). Ég sem unnandi tónlistar get keypt mér aðgang fyrir fjölskylduna að Spotify á litlar 2000 kr. á mánuði. Ef við heimfærum þetta dæmi hins vegar upp á útgáfu fræðigreina í vísindatímaritum er þetta raunin.

Upphaf vísindatímaritaútgáfu má rekja aftur til ársins 1665 þegar tvö tímarit komu út í fyrsta skipti, Philosophical Transactions í London og Journal des Sçavans í París. Frá þeim tíma skapaðist sú hefð að höfundar vísindagreina fengu ekki borgað fyrir skrif sín heldur var þeim launað með þeim heiðri að fá grein sína birta í virtu tímariti. Það er svo enn í dag og byggjast framgangskerfi háskólanna á þessum heiðri. Höfundur fær birta grein í vísindatímariti og afsalar sér um leið höfundarrétti til útgáfufyrirtækisins. Ritrýnar fá heldur ekki borgað fyrir sína vinnu og tímaritið er svo selt sem áskriftartímarit. 

Auglýsing

Áskriftir að prentuðum tímaritum sem útgefendur seldu bókasöfnum og háskólum var viðskiptamódelið sem var við lýði fyrir tíma Internetsins. Þetta viðskiptamódel er enn við lýði þó svo að nýir möguleikar til miðlunar hafi orðið til með tilkomu Internetsins. Það er því ekkert tæknilegt sem stendur í vegi fyrir að vísindagreinar séu opnar á netinu. Hugmyndin um opinn aðgang (e. Open access) kom fyrst fram í upphafi 21. aldarinnar sem andsvar við þessu viðskiptamódeli. Þrátt fyrir að hugmyndin um opinn aðgang hafi verið til í 15-20 ár er lungað af niðurstöðum rannsókna sem fjármagnaðar eru með opinberu fé enn birtar í tímaritum sem eru lokuð og bundin áskriftum eða með birtingartöfum. Vísindatímarit voru framan af gefin út af vísindafélögum og háskólum en gríðarleg samþjöppun hefur orðið á þessum markaði á síðustu áratugum og nú er svo að stærstur hluti útgefins vísindaefnis er á höndum fárra risa útgáfufyrirtækja (s.s Elsevier, Wiley, Springer, Taylor & Francis og Sage). Bókasöfn og háskólar eru aðal viðskiptavinir þessara útgáfufyrirtækja. Rekstur þessara stofnana er fjármagnaður með opinberu fé sem m.a. er notað er til að kaupa áskriftir að tímaritum hérlendis í gegnum Landsaðgang og séráskriftir háskólanna. Áskriftargjöld fara sífellt hækkandi og sem dæmi má benda á að heildarkostnaður rafrænna áskrifta í gegnum Landsaðgang á árinu 2017 var 187,8 milljónir og þá eru ekki taldar með séráskriftir sem háskólabókasöfnin greiða aukalega. Kostnaður á heimsvísu er um 7.6 milljarða €. Það eru gríðarlegir fjármunir, fjármunir sem gætu nýst háskólum og bókasöfnum betur. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir gríðarlegum vandamálum, sjúkdómar, loftslagsbreytingar o.s.frv. Enginn einn vísindamaður getur leyst vandann en með sameiginlegu átaki er hugsanlega hægt að leysa ýmis vandamál. Vísindamenn þurfa því að hafa greiðan aðgang að öllu mögulegu efni til að byggja rannsóknir sínar á. Það er ekki hægt meðan sumar rannsóknir eru lokaðar á bak við gjaldvegg og það er ekkert bókasafn eða háskóli í heiminum sem hefur efni á því að kaupa áskriftir að öllum tímaritum sem gefin eru út.

Eins og áður var sagt kostar fjölskylduaðgangur að Spotify um 2000 kr. á mánuði. Ef ég ætlaði að kaupa mér aðgang að gagnasafni eins og ProQuest myndi það kosta mig tugi milljóna ári. Efni sem réttilega ætti að vera opið öllum en er í staðinn selt til háskóla og bókasafna á uppsprengdu verði. Þetta er leikhús fáránleikans. Sem betur fer höfum við Landsaðgang, en það er keyptur aðgangur, ekki opinn.

Vikan 21. – 27. október er alþjóðleg vika opins aðgangs sem haldin er nú í 12. skipti víðs vegar um heim allan. Þema vikunnar í þetta skipti er Open for Whom? Equity in Open Knowledge sem við höfum þýtt á íslensku sem Hver hefur aðgang? Þekking öllum opin. Tilgangur vikunnar er að efla umræðu og vitund um opinn aðgang og tala fyrir að opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum verði sjálfgefin en ekki undantekningin. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn mun í þessari viku deila ýmsum fróðleik um opinn aðgang á heimasíðu sinni.

Höfundur er verkefnastjóri hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar