Vangaveltur um veltu

Viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland er orðinn leiður á því þjóðarsporti sem felst í að tala niður íslenskan hlutabréfamarkað.

Auglýsing

Það virð­ist vera orðið þjóð­ar­sport að tala niður íslenska hluta­bréfa­mark­að­inn þessa dag­ana. Veltan er of lít­il, verð­mynd­unin léleg, of tak­mörkuð skoð­ana­skipti, skráð félög ættu að íhuga þann kost að fara af mark­aði o.s.frv. 

Í flestum til­fellum kemur þessi gagn­rýni frá góðum stað. Öfl­ugur hluta­bréfa­mark­aður er hverju þró­uðu hag­kerfi nauð­syn­legur til þess að skapa tæki­færi, sýni­leika og störf, auka gagn­sæi og tengja saman hags­muni almenn­ings og atvinnu­lífs­ins. Sér­stak­lega í jafn litlu og ein­angr­uðu landi eins og Íslandi, þar sem skrán­ing á markað eins og Nas­daq getur skapað traust og trú­verð­ug­leika á erlendri grundu, opnað ýmsar dyr og liðkað fyrir vexti sem væri ann­ars ómögu­leg­ur. 

Það er mikið í húfi og því skilj­an­legt þegar bent er á hvað megi betur fara, sem er vissu­lega eitt og ann­að. Slíkar ábend­ingar verða, aftur á móti, að grund­vall­ast á stað­reynd­um. Ann­ars er hætt við því að þær hafi þver­öfug áhrif. Tökum sem dæmi veltu á íslenska hluta­bréfa­mark­aðn­um. Þegar litið er á veltu miðað við stærð fyr­ir­tækja (veltu­hraða), sem er einn besti mæli­kvarð­inn á virkni mark­aða, er veltan það sem af er ári með lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki að með­al­tali mest hér á landi af öllum aðal­mörk­uðum Nas­daq á Norð­ur­lönd­un­um, en mjög svipuð ef miðað er við stór fyr­ir­tæki. 

Auglýsing
Nánar til­tekið er veltu­hrað­inn það sem af er ári 54% að með­al­tali fyrir stór fyr­ir­tæki á Íslandi en 54 – 62% á hinum nor­rænu kaup­höllum Nas­daq. Þá er hann 71% í sam­an­burði við 21 – 60% fyrir með­al­stór fyr­ir­tæki og 69% sam­an­borið við 19 – 41% fyrir lítil fyr­ir­tæki. Ef not­ast er við mið­gildi þá er veltan í öllum til­fellum mest hér á landi.

Það er því varla hægt að kvarta undan veltu með hvert og eitt félag. Flest íslensk fyr­ir­tæki telj­ast aftur á móti lítil á alþjóð­legan mæli­kvarða og skráð félög eru of fá, sem skýrir lík­lega þennan mis­skiln­ing. Það vantar ein­fald­lega fleiri félög á markað til þess að auka heild­ar­velt­una. Það vantar fleiri lítil og með­al­stór nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á markað til þess að skapa áhuga­verð störf og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi sem leyn­ast í íslensku hug­viti. Það vantar fleiri stór fyr­ir­tæki á markað til þess koma Íslandi betur á kortið hjá alþjóð­legum stofn­ana­fjár­fest­um. Þetta mun seint ger­ast ef við höldum áfram að dreifa rang­færslum um lélega veltu og tala niður skrán­ingar á mark­að. 

Íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn stendur að mörgu leyti traustum fótum í dag en það er margt sem má betur fara. Við þurfum að greiða leið nýrra fyr­ir­tækja inn á markað svo íslenskt atvinnu­líf geti blómstrað og við þurfum að fá almenn­ing og erlenda fjár­festa inn af meiri krafti til þess að fá fjöl­breytt­ari skoð­ana­skipti og njóta betur „visku fjöld­ans“, svo dæmi séu tek­in.

Það hefur sjaldan verið mik­il­væg­ara en nú að stjórn­völd, atvinnu­lífið og fjár­mála­kerfið taki höndum saman um að efla hluta­bréfa­mark­að­inn, þegar hag­kerfið er komið á brems­una og bankar eru farnir að draga úr útlán­um. Hættum að tala niður það sem gengur vel og göngum strax í að bæta það sem bæta má. 

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar