Vangaveltur um veltu

Viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland er orðinn leiður á því þjóðarsporti sem felst í að tala niður íslenskan hlutabréfamarkað.

Auglýsing

Það virð­ist vera orðið þjóð­ar­sport að tala niður íslenska hluta­bréfa­mark­að­inn þessa dag­ana. Veltan er of lít­il, verð­mynd­unin léleg, of tak­mörkuð skoð­ana­skipti, skráð félög ættu að íhuga þann kost að fara af mark­aði o.s.frv. 

Í flestum til­fellum kemur þessi gagn­rýni frá góðum stað. Öfl­ugur hluta­bréfa­mark­aður er hverju þró­uðu hag­kerfi nauð­syn­legur til þess að skapa tæki­færi, sýni­leika og störf, auka gagn­sæi og tengja saman hags­muni almenn­ings og atvinnu­lífs­ins. Sér­stak­lega í jafn litlu og ein­angr­uðu landi eins og Íslandi, þar sem skrán­ing á markað eins og Nas­daq getur skapað traust og trú­verð­ug­leika á erlendri grundu, opnað ýmsar dyr og liðkað fyrir vexti sem væri ann­ars ómögu­leg­ur. 

Það er mikið í húfi og því skilj­an­legt þegar bent er á hvað megi betur fara, sem er vissu­lega eitt og ann­að. Slíkar ábend­ingar verða, aftur á móti, að grund­vall­ast á stað­reynd­um. Ann­ars er hætt við því að þær hafi þver­öfug áhrif. Tökum sem dæmi veltu á íslenska hluta­bréfa­mark­aðn­um. Þegar litið er á veltu miðað við stærð fyr­ir­tækja (veltu­hraða), sem er einn besti mæli­kvarð­inn á virkni mark­aða, er veltan það sem af er ári með lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki að með­al­tali mest hér á landi af öllum aðal­mörk­uðum Nas­daq á Norð­ur­lönd­un­um, en mjög svipuð ef miðað er við stór fyr­ir­tæki. 

Auglýsing
Nánar til­tekið er veltu­hrað­inn það sem af er ári 54% að með­al­tali fyrir stór fyr­ir­tæki á Íslandi en 54 – 62% á hinum nor­rænu kaup­höllum Nas­daq. Þá er hann 71% í sam­an­burði við 21 – 60% fyrir með­al­stór fyr­ir­tæki og 69% sam­an­borið við 19 – 41% fyrir lítil fyr­ir­tæki. Ef not­ast er við mið­gildi þá er veltan í öllum til­fellum mest hér á landi.

Það er því varla hægt að kvarta undan veltu með hvert og eitt félag. Flest íslensk fyr­ir­tæki telj­ast aftur á móti lítil á alþjóð­legan mæli­kvarða og skráð félög eru of fá, sem skýrir lík­lega þennan mis­skiln­ing. Það vantar ein­fald­lega fleiri félög á markað til þess að auka heild­ar­velt­una. Það vantar fleiri lítil og með­al­stór nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á markað til þess að skapa áhuga­verð störf og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi sem leyn­ast í íslensku hug­viti. Það vantar fleiri stór fyr­ir­tæki á markað til þess koma Íslandi betur á kortið hjá alþjóð­legum stofn­ana­fjár­fest­um. Þetta mun seint ger­ast ef við höldum áfram að dreifa rang­færslum um lélega veltu og tala niður skrán­ingar á mark­að. 

Íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn stendur að mörgu leyti traustum fótum í dag en það er margt sem má betur fara. Við þurfum að greiða leið nýrra fyr­ir­tækja inn á markað svo íslenskt atvinnu­líf geti blómstrað og við þurfum að fá almenn­ing og erlenda fjár­festa inn af meiri krafti til þess að fá fjöl­breytt­ari skoð­ana­skipti og njóta betur „visku fjöld­ans“, svo dæmi séu tek­in.

Það hefur sjaldan verið mik­il­væg­ara en nú að stjórn­völd, atvinnu­lífið og fjár­mála­kerfið taki höndum saman um að efla hluta­bréfa­mark­að­inn, þegar hag­kerfið er komið á brems­una og bankar eru farnir að draga úr útlán­um. Hættum að tala niður það sem gengur vel og göngum strax í að bæta það sem bæta má. 

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar