Vangaveltur um veltu

Viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland er orðinn leiður á því þjóðarsporti sem felst í að tala niður íslenskan hlutabréfamarkað.

Auglýsing

Það virð­ist vera orðið þjóð­ar­sport að tala niður íslenska hluta­bréfa­mark­að­inn þessa dag­ana. Veltan er of lít­il, verð­mynd­unin léleg, of tak­mörkuð skoð­ana­skipti, skráð félög ættu að íhuga þann kost að fara af mark­aði o.s.frv. 

Í flestum til­fellum kemur þessi gagn­rýni frá góðum stað. Öfl­ugur hluta­bréfa­mark­aður er hverju þró­uðu hag­kerfi nauð­syn­legur til þess að skapa tæki­færi, sýni­leika og störf, auka gagn­sæi og tengja saman hags­muni almenn­ings og atvinnu­lífs­ins. Sér­stak­lega í jafn litlu og ein­angr­uðu landi eins og Íslandi, þar sem skrán­ing á markað eins og Nas­daq getur skapað traust og trú­verð­ug­leika á erlendri grundu, opnað ýmsar dyr og liðkað fyrir vexti sem væri ann­ars ómögu­leg­ur. 

Það er mikið í húfi og því skilj­an­legt þegar bent er á hvað megi betur fara, sem er vissu­lega eitt og ann­að. Slíkar ábend­ingar verða, aftur á móti, að grund­vall­ast á stað­reynd­um. Ann­ars er hætt við því að þær hafi þver­öfug áhrif. Tökum sem dæmi veltu á íslenska hluta­bréfa­mark­aðn­um. Þegar litið er á veltu miðað við stærð fyr­ir­tækja (veltu­hraða), sem er einn besti mæli­kvarð­inn á virkni mark­aða, er veltan það sem af er ári með lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki að með­al­tali mest hér á landi af öllum aðal­mörk­uðum Nas­daq á Norð­ur­lönd­un­um, en mjög svipuð ef miðað er við stór fyr­ir­tæki. 

Auglýsing
Nánar til­tekið er veltu­hrað­inn það sem af er ári 54% að með­al­tali fyrir stór fyr­ir­tæki á Íslandi en 54 – 62% á hinum nor­rænu kaup­höllum Nas­daq. Þá er hann 71% í sam­an­burði við 21 – 60% fyrir með­al­stór fyr­ir­tæki og 69% sam­an­borið við 19 – 41% fyrir lítil fyr­ir­tæki. Ef not­ast er við mið­gildi þá er veltan í öllum til­fellum mest hér á landi.

Það er því varla hægt að kvarta undan veltu með hvert og eitt félag. Flest íslensk fyr­ir­tæki telj­ast aftur á móti lítil á alþjóð­legan mæli­kvarða og skráð félög eru of fá, sem skýrir lík­lega þennan mis­skiln­ing. Það vantar ein­fald­lega fleiri félög á markað til þess að auka heild­ar­velt­una. Það vantar fleiri lítil og með­al­stór nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á markað til þess að skapa áhuga­verð störf og nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi sem leyn­ast í íslensku hug­viti. Það vantar fleiri stór fyr­ir­tæki á markað til þess koma Íslandi betur á kortið hjá alþjóð­legum stofn­ana­fjár­fest­um. Þetta mun seint ger­ast ef við höldum áfram að dreifa rang­færslum um lélega veltu og tala niður skrán­ingar á mark­að. 

Íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn stendur að mörgu leyti traustum fótum í dag en það er margt sem má betur fara. Við þurfum að greiða leið nýrra fyr­ir­tækja inn á markað svo íslenskt atvinnu­líf geti blómstrað og við þurfum að fá almenn­ing og erlenda fjár­festa inn af meiri krafti til þess að fá fjöl­breytt­ari skoð­ana­skipti og njóta betur „visku fjöld­ans“, svo dæmi séu tek­in.

Það hefur sjaldan verið mik­il­væg­ara en nú að stjórn­völd, atvinnu­lífið og fjár­mála­kerfið taki höndum saman um að efla hluta­bréfa­mark­að­inn, þegar hag­kerfið er komið á brems­una og bankar eru farnir að draga úr útlán­um. Hættum að tala niður það sem gengur vel og göngum strax í að bæta það sem bæta má. 

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar