Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé ósmekk­legt að kalla fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands opin­bera pen­inga­þvætt­is­leið, eins og und­ir­rit­aður hefur gert. Ráð­herr­ann seg­ir, í sam­tali við mbl.is, að það sé „ósmekk­­legt að segja að þetta hafi verið op­in­ber pen­inga­þvætt­is­leið, eins og sér­­stak­­lega hafi verið hvatt til þess, en ég tek öll­um ábend­ing­um af al­vöru ef að ekki hef­ur verið næg­i­­lega gætt að aðhaldi eða eft­ir­liti, meðal ann­­ars um upp­­runa fjár.“

Fullt til­efni er til að útskýra ummælin betur í þessu ljósi, á sem ein­faldastan hátt. 

Atriði 1: Leið inn í landið með virð­is­aukn­ingu

Fjár­fest­inga­leiðin opn­aði leið inn fyrir höftin fyrir þá sem áttu fjár­muni utan þeirra. Í henni fólst að leiða saman óþol­in­móða eig­endur íslenskra krónu­eigna sem voru fastar innan hafta og þá sem áttu erlendan gjald­eyri sem lang­aði að skipta honum í íslenskar krón­ur. Hug­myndin var, í ein­földu máli, að hinir óþol­in­móðu myndu gefa eftir hluta af virði eigna sinna, en hinir fá fleiri krónur en almennt gengi sagði til um, með milli­göngu Seðla­bank­ans. Þetta átti að vera „win win og win.“ Og varð það sann­ar­lega fyrir hluta þeirra sem nýttu sé leið­ina.

Auglýsing

Sam­tals komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar eða 206 millj­­arðar króna. Meg­in­þorri þeirra sem nýttu sér hana, 794 af 1.074 aðil­um, voru Íslend­ing­­ar, sam­­kvæmt skrif­­legu svari til Alþingis frá sum­r­inu 2017. Alls fékk allur þessi hópur 31 millj­­arða króna virð­is­aukn­ingu fyrir það að nýta sér leið­ina. Af þeim fóru um ell­efu millj­­arðar króna af virð­is­aukn­ing­unni til Íslend­inga en um 20 millj­­arðar króna til erlendra aðila. 

Íslend­ing­arnir höfðu margir hverjir ferjað pen­inga út úr land­inu fyrir hrun og komið þeim í var á aflandseyj­um, þegar gengi krón­unnar var ennþá sterkt. Krónan hrundi hins vegar eftir hrun og því gátu Íslend­ing­arnir líka leyst út feiki­lega mik­inn geng­is­hagn­að. Það er varla ósmekk­legt að halda þessu fram, í ljósi þess að skýrsla sem Bjarni Bene­dikts­son lét vinna og var birt í jan­úar 2017,  sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga og áætl­­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti, komst að þeirri nið­ur­stöðu að upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nam ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna þessa nam lík­lega um 56 millj­örðum króna.

Í hópi þeirra sem fjöl­miðlar hafa opin­berað að hafi nýtt sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina eru ein­stak­lingar sem hafa verið til rann­sóknar fyrir meint skatta­laga­brot, hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir efna­hags­glæpi og hafa verið gerðir upp af kröfu­höfum sínum án þess að mikið feng­ist upp í skuld­ir. Í mörgum til­­­fellum var um sömu aðila að ræða sem báru mikla ábyrgð á því að sigla íslensku efna­hags­­lífi í strand árið 2008. 

Atriði 2: Stór­felldar brotala­mir í eft­ir­liti

Til að fá að taka þátt í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­inni þurfti að upp­­­fylla nokkur skil­yrði. Á meðal þeirra var að það þurfti að fylgja með stað­­fest­ing þess að áreið­an­­leiki við­kom­andi hefði verið kann­aði sam­­kvæmt lögum um pen­inga­þvætt­i. 

Í skýrslu Seðla­­bank­ans um fjár­fest­inga­leið­ina, sem hann skrif­aði sjálf­ur, segir að „stað­­fest­ingin skyldi gerð af hálfu milli­­­göng­u­að­ila eða ann­­ars aðila sem full­nægði kröfum lag­anna eða laut að mati Seðla­­bank­ans bæði sam­­bæri­­legum kröfum og lögin gera og eft­ir­liti sam­­bæri­­legu því sem íslensk fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki lúta. Fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki báru því einnig þá skyldu að kanna fjár­­­festa, þ.e. við­­skipta­­menn sína, með til­­liti til laga[...]um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, og stað­­festa áreið­an­­leika þeirra gagn­vart Seðla­­bank­an­­um. Eft­ir­lit með því að fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki sinni skyldum sínum varð­andi pen­inga­þvætt­is­at­hug­anir er í höndum Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins.“

Þetta ferli fór í meg­in­at­riðum þannig fram að fjár­­­festir leit­aði til íslensks banka og bað hann um að vera milli­­lið í að færa pen­ing­anna sína í gegnum fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina. Hann und­ir­­rit­aði síðan pen­inga­þvætt­is­yf­ir­lýs­ingu um að hann væri raun­veru­­legur eig­andi fjár­­mun­anna sem verið var að færa og stað­­fest­ingu á því að hann hefði ekki verið ákærður fyrir brot á lögum um gjald­eyr­is­­mál.

Vanda­­málið við þetta er að pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit íslenskra banka, og stjórn­­­valda, hefur nán­­ast ekk­ert verið árum sam­­an. Það fékk fall­ein­kunn hjá FATF í fyrra sem kröfð­ust þess að umfangs­­miklar úrbætur yrðu gerð­­ar, ann­­ars yrði Ísland sett á óæski­legan lista, við höfum nú ratað á. Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur frá þeim tíma fram­­kvæmd athug­­anir á því hvernig fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki hafi staðið sig í vörnum gegn pen­inga­þvætti og birt nið­­ur­­stöðu úr einni athug­un, á stöðu mála hjá Arion banka. Sú nið­­ur­­staða, sem lá fyrir í jan­úar síð­­ast­liðn­­um, var á þá leið að fjöl­margar brotala­mir væru á þeim vörnum hjá bank­an­­um. Meðal ann­­ars hefði bank­inn ekki metið með sjálf­­­stæðum hætti hvort upp­­­lýs­ingar um raun­veru­­­lega eig­endur við­­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­and­i. Eft­ir­litið hefur ekki viljað veita upp­lýs­ingar um hvað kann­anir á öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafa skil­að.

Atriði 3: Lítil þekk­ing og eng­inn að fylgj­ast með

Í nýbirtri áætlun íslenskra stjórn­valda um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti, sem birt var á vef emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra, kemur fram að gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­bank­ans skortir þekk­ingu á hættu­merkjum og aðferðum við pen­inga­þvætti. Engar laga­legar skyldur hafa hvílt á Seðla­bank­anum vegna aðgerða gegn pen­inga­þvætti þrátt fyrir að hann haft umsjón með öllu gjald­eyr­is­eft­ir­liti og losun hafta á und­an­förnum árum þegar hund­ruð millj­arða króna hafa verið flutt til og frá land­inu. Þá hefur bank­inn ekki getað miðlað þagn­ar­skyldum upp­lýs­ingum í tengslum við gjald­eyr­is­eft­ir­litið til þar til bærra aðila vegna skorts á laga­heim­ild. Seðla­bank­inn sendi enda engar til­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu, þar sem starf­aði einn maður við mót­t­töku til­kynn­inga, vegna gruns um pen­inga­þvætti vegna aðila sem nýttu sér fjár­fest­inga­leið hans á meðan hún var opin á árunum 2012 til 2015. Eng­inn við­skipta­banki, sem á að þekkja við­skipta­vin sinn, gerði það held­ur. 

Atriði 4: Þegar þú ert ekki að leita, þá finnur þú ekk­ert

Bjarni segir í frétt mbl.is í dag að honum sé ekki kunn­ugt um að ein­hver mál varð­andi upp­runa fjár sem fór í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina hafi ratað í rann­sókn. Það er rétt hjá honum og í því felst auð­vitað vand­inn. Það er ekki hægt að full­yrða að ekki sé til staðar stór­tækt pen­inga­þvætti þegar eng­inn er að fylgj­ast með og hvað þá að leita af því. Bjarni getur til dæmis rætt þessa stöðu við Ólaf Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ara, sem hefur sagt það opin­ber­lega, þegar hann hefur verið spurður um hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólafur í sjón­varps­þætti fyrir ári síð­an, „nei það er það ekki.“

Það er aug­ljós rök­studdur grunur um að pen­ingar sem flæddu inn í landið í gegnum fjár­fest­inga­leið­ina hafi að hluta til verið fjár­munir sem ekki höfðu verið greiddir réttir skattar af eða gerð grein fyrir í upp­gjörum við kröfu­hafa. Það liggur fyr­ir, sam­kvæmt skýrslu Seðla­bank­ans sjálfs, að félög með aðsetur á lág­skatta­svæðum tóku þátt. Fólk geymir ekki pen­ing­anna sína á Tortóla nema að það sé að fela þá fyrir ein­hverj­u­m. 

Það að fá óáreittur að keyra slíkt fé í gegnum Seðla­bank­ann og aftur í lög­lega vinnu, heil­brigð­is­vott­aða í bak og fyr­ir, er ekk­ert frá­brugðið því þegar fíkni­efna­sal­inn fer með 100 þús­und krónur í spila­kassa ein­ungis til að taka þær aftur út og láta afgreiðslu­mann­inn í Háspennu leggja hann inn á banka­reikn­ing. Lög­mæti fæst á skítuga pen­inga. 

Það er ekki ósmekk­legt að benda á þetta, enda allt ofan­greint grund­vallað á stað­reynd­um, fyr­ir­spurnum til þeirra sem áttu að sinna eft­ir­liti en gerðu það ekki og opin­berum skýrsl­um.

Til að eyða þessum vafa blasir við að ráð­ast þarf í opin­bera rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Það þarf að gera það á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis og opin­bera þá sem fengu að nýta sér leið­ina. Leið sem, að mati Seðla­bank­ans sjálfs, gætti ekki jafn­­ræð­is, stuðl­aði að nei­­kvæðum áhrifum á eigna­­skipt­ingu, opn­aði mög­u­­lega á pen­inga­þvætti, og gerði „óæski­­legum auð­­mönn­um“ kleift að flytja hingað fé úr skatta­­skjól­­um. Og svo fram­­veg­­is. 

Það væri í raun ósmekk­legt að gera það ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari