Óflokkað

Engar tilkynningar vegna peningaþvættis í gegnum fjárfestingarleið

Peningaþvættisskrifstofu bárust engar tilkynningar um að fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hefðu verið að koma illa fengnu fé inn í landið. Bankar segjast allir hafa kannað viðskiptavini sína.

Allir viðskiptabankarnir fjórir litu svo á að það hefði verið í þeirra verkahring að staðfesta áreiðanleika viðskiptamanna sinna sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir segjast allir hafa kannað þá fjárfesta úr viðskiptamannahópi sínum sem nýttu sér fjárfestingarleiðina með tilliti til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þrír bankanna, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, vilja hins vegar ekki svara því hvort þau hafi sent einhverjar tilkynningar til peningaþvættisskrifstofu (Financial Intelligence Unit) vegna gruns um að einhverjir úr viðskiptamannahópi þeirra hafi þvættað peninga með því að nýta sér fjárfestingarleiðina. Einn banki, Kvika banki, segist hins vegar ekki hafa sent neinar tilkynningar til peningaþvættisskrifstofu vegna þessa. Embætti héraðssaksóknara, en peningaþvættisskrifstofan heyrir undir það, segir að eftir því sem næst verður komist þá hafi ekki borist neinar tilkynningar frá fjármálafyrirtækjum vegna fjárfesta sem nýttu sér fjárfestingarleiðina.

Innlendir komu með 35 prósent af 200 milljörðum

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­fest­inga­leið­inni frá því í febr­úar 2012 til febr­úar 2015, þegar síð­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar, sem sam­svarar um 206 millj­örðum króna. f þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­bank­ans, líkt og venju­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­fest­inga­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­arðar króna. 

794 inn­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­kerfi í gegnum útboð fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­sent þeirrar fjár­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­kvæmt skil­málum útboða fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar. Afslátt­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­bank­ans er um 17 millj­arðar króna. 

Kom illa fengið fé inn í landið í gegnum leiðina?

Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­svæð­um, sem birt var í byrjun janúar, er fjallað um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og því meðal ann­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­magn­inu frá aflands­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina.

Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­lýs­inga um fjár­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­taka í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans er ekki til stað­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­bank­ans þegar um grun­sam­legar fjár­magnstil­færslur er að ræða. Æski­legt má telja að sam­starf væri um miðlun upp­lýs­inga á milli þess­ara stofn­ana.“

Kjarninn beindi fyrirspurn til Seðlabanka Íslands um málið í kjölfarið. Í svari hanssegir bankinn að hann hafi ekki sent neinar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti þeirra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015. Alls komu 206 millj­arðar króna til lands­ins í gegnum leið­ina og virð­is­aukn­ing þeirra sem hana nýttu var tæp­lega 50 millj­arðar króna. Seðla­bank­inn sagðist enn fremur ekki haft neinar laga­heim­ildir til að velja eða hafna þátt­tak­endum sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni á grund­velli þess frá hvaða land­svæði þeir komu, hvort sem það var aflands­svæði eða ekki.

Samkvæmt svari Seðla­bankans áttu þau fjár­mála­fyr­ir­tæki sem voru milli­liðir þeirra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina átt að kanna hvort um mögu­legt pen­inga­þvætti væri að ræða. Seðla­bank­inn sjálfur hefði engum skyldum að genga í því til­liti.

Þrír bankar upplýsa ekki um tilkynningar

Kjarninn beindi því fyrirspurn til viðskiptabankanna fjögurra um hvernig eftirliti með viðskiptamönnum þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleiðinni, og eftir atvikum tilkynningum til peningaþvættisskrifstofu, væri háttað.


Fjárfestingarleið Seðlabankans stóð yfir í þrjú ár og það komu rúmlega 200 milljarðar króna til landsins í gegnum hana. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Íslandsbanki segir í svari sínu að bankinn kanni alla viðskiptavini sína með tilliti til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og „staðfesti það við Seðlabankann með því að hafa milligöngu um einstök viðskipti.“ Bankinn vill ekki svara því til hvort hann hafi sent einvverjar tilkynningar til peningaþvættisskrifstofu en segir að hann sendi alltaf „slíkar tilkynningar ef grunur vaknar um að fjármagnsfærslur séu tengdar slíkri starfsemi.“

Arion banki segir að hann framkvæmi áreiðanleikakönnun á öllum sínum viðskiptavinum í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í svari bankans er staðfest að slík könnun hafi farið fram á þeim viðskiptamönnum sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans. Arion banki telur sig hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort tilkynningar hafi verið sendar til lögreglu.

Landsbankinn segist hafa gert áreiðanleikakönnun á þeim viðskiptavinum Landsbankans sem fóru þessa leið eins og lög gera ráð fyrir. „Ef grunur leikur á lögbrotum er það tilkynnt til peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara. Landsbankinn veitir ekki upplýsingar um hvort grunur hafi vaknað um lögbrot eða hversu margar tilkynningar bankinn hefur sent vegna slíks gruns.“

Kvika segir að bankinn staðfesti áreiðanleika viðskiptamanna sem tóku þátt í fjárfestingarleiðinni og að hann hafi verið kannaður hjá þeim viðskiptamönnum sem tóku þátt í fjárfestingarleiðinni. Kvika er eini bankinn sem svarar því hvort að hann hafi sent einhverja tilkynningu til Peningaþvættisskrifstofu vegna gruns um peningaþvættis viðskiptamanna hans. Svarið er einfalt: nei.

Engar tilkynningar borist

Peningaþvættisskrifstofan heyrði áður undir ríkislögreglustjóra. Hún fluttist yfir til embættis sérstaks saksóknara á miðju ári 2015 og sú starfsemi rann síðar inn í embætti héraðssaksóknara þegar það var stofnað áramótin 2015-2016.  Útboð eftir fjárfestingarleiðinni fóru fram frá febrúar 2012 til febrúar 2015, þegar skrifstofan heyrði enn undir ríkislögreglustjóra.

Í svari Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara við fyrirspurn Kjarnans segir að einn starfsmaður hafi flust yfir með peningaþvættisskrifstofunni frá ríkislögreglustjóra á sínum tíma. Sá starfsmaður hefur nú látið af störfum. „ Á þeim tíma sem fjárfestingaleið Seðlabankans var starfrækt var peningaþvættisskrifstofan hjá ríkislögreglustjóra en ekki hjá sérstökum saksóknara eða héraðssaksóknara.  Svör embættisins eru því sett fram með þeim fyrirvara. Eftir því sem ég kemst næst þá hefur peningaþvættisskrifstofunni ekki borist tilkynningar frá fjármálafyrirtækjum vegna fjárfesta sem nýttu sér fjárfestingarleiðina.“

Tíu staðreyndir um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar