Komu aflandspeningar til landsins á afslætti?

Í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum er því velt upp hvort fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands hafi verið notuð til koma eignum úr skattaskjólum inn í landið.

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Í skýrslu um aflandseignir Íslend­inga, sem birt var fyrst í gær, er fjallað um fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands og því meðal ann­ars velt upp, hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­magn­inu frá aflandseyj­unum hafi skilað sér Íslands, með geng­is­af­slætti, í gegnum fjár­fest­inga­leið­ina.

„Að lokum má fyrir for­vitni sakir velta upp þeirri spurn­ingu hvort fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans hafi orðið til þess að eitt­hvað af þessu fjár­magni flutt­ist aftur heim eftir hrun. Þegar litið var til þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni feng­ust þær upp­lýs­ing­ar, að frá svæðum sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði sam­kvæmt lista fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins tóku 7 lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í ein­hverju af 21 útboði fjár­fest­ing­ar­leiðar á árunum 2012 til 2015 með 13 m. evra alls. Frá Lúx­em­borg, Kýpur og Möltu tóku alls 12 lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í útboð­un­um, alls með 41 m. evra. Þetta má tvö­falda þar sem aðil­arnir þurftu að skipta öðru eins á álands­gengi til þess að upp­fylla skil­yrði útboðs­ins. Er því alls um 108 m. evra að ræða, eða rúm­lega 14 ma.kr. á gengi dags­ins í dag. Þetta er óveru­leg fjár­hæð hvort sem litið er til ætl­aðra aflandseigna í heild (<3%) eða eign­ar­halds aflands­fyr­ir­tækja í Kaup­höll 2007 (<1%). Það sem máli skiptir í þessu sam­hengi er þó það, að þessir fjár­magns­flutn­ingar drag­ast ekki frá aflandseignum Íslend­inga þar sem fjár­mun­irnir eru enn í eigu aflands­fé­laga. Hitt er aftur á móti ekki úti­lok­að, að af 226 mö.kr. sem eftir standa af þeim 240 mö.kr. sem fjár­fest­ing­ar­leiðin skil­aði, kann eitt­hvað að vera fé sem verið er að færa út úr aflands­fé­lögum í eigu Íslend­inga og inn í íslensk félög eða yfir á nafn ein­stak­ling­anna sjálfra,“ segir í skýrsl­unni.

Erfitt að greina

Tekið er fram sér­stak­lega að erfitt sé að greina þessa hluti, þannig að vel sé gert. Þá er tekið fram að Seðla­bank­inn hafi veitt und­an­þágur fyrir flutn­ingi á aflandskrónum upp á tugi millj­arða króna. „Seðla­bank­inn hefur aftur á móti veitt aðilum sem sýnt hafa fram á sam­fellt eign­ar­hald á aflandskrónum heim­ild til þess að flytja þær heim til Íslands, enda sýnt fram á að ekki hafi verið átt við­skipti með þær krónur á aflandskrónu­mark­aði. Sam­tals nema und­an­þágur til flutn­ings aflandskrónu­eigna hingað til lands 28 mö.kr. Í hvaða til­gangi það fé var flutt út upp­haf­lega er óljóst, en ekki er ólík­legt að það hafi verið vegna skatta­legrar hag­ræð­ingar og telj­ist féð því til aflands­fjár. Grein­ing á þessu hefði einnig kallað á nokkra yfir­legu og jafn­vel þó - 11 - í ljós kæmi að með réttu ætti að draga allt þetta fé frá mati á aflandseignum myndi það ekki breyta nið­ur­stöð­unni stór­kost­lega (um 5%),“ segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Stökk­breyt­ing

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í gær, þá varð stökk­breyt­ing á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nemur ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.  

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfs­hóps, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra skip­aði í kjöl­far upp­ljóstrana Panama­skjal­anna í apríl á síð­asta ári. Starfs­hóp­ur­inn skil­aði skýrslu sinni í sept­em­ber og kynnti hana í fjár­mála­ráðu­neyt­inu í byrjun októ­ber síð­ast­lið­ins, en hún var ekki kynnt fyrir Alþingi fyrir kosn­ing­ar. Kjarn­inn spurð­ist ítrekað fyrir um mál­ið, og í nóv­em­ber var greint frá því að skýrslan kæmi fyrir nýtt Alþingi þegar það kæmi sam­an. Af því varð ekki, og Kjarn­inn sagði frá því fyrr í þess­ari viku að ekk­ert bólaði á skýrsl­unni þrátt fyrir að þing hafi komið saman í byrjun des­em­ber. Í dag var skýrslan svo gerð opin­ber, og hún hefur verið send til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is.

Í starfs­hópnum áttu sæti Sig­­urður Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur, Andrés Þor­­leifs­­son frá­ Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu, Anna Borg­þór­s­dóttir Olsen frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu, Björn R. Guð­­munds­­son frá Hag­­stofu Íslands, Fjóla Agn­­­ar­s­dóttir frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­in­u, Guð­­mundur Sig­bergs­­son frá Seðla­­banka Íslands, Sig­­urður H. Ing­i­mar­s­­son frá­ skatt­rann­­sókna­­stjóra og Sig­­urður Jens­­son frá rík­­is­skatt­­stjóra. 

Starfs­­maður hóps­ins var Íris H. Atla­dóttir frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­in­u. Hóp­ur­inn tekur marg­sinnis fram í skýrsl­unni að erfitt sé að meta umfang og tap af aflands­fé­lög­um, og að flestar rann­sóknir af þessu tagi taki mörg ár, en ekki nokkrar vikur eins og hér var raun­in. Þá tekur hóp­ur­inn fram að ljóst sé að þær tölur sem kynntar eru í skýrsl­unni séu aðeins bráða­birgða­nið­ur­stöður og mun ítar­legri grein­ingar sé þörf. „Telur starfs­hóp­ur­inn að gagn­legt gæti verið að taka upp þráð­inn aftur síðar og freista þess að taka á þeim mörgu álita­málum sem upp komu í vinnu­ferl­inu að þessu sinn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None