Már Guðmundsson orðinn fastur penni hjá Vísbendingu

Fyrrverandi seðlabankastjóri mun skrifa reglulega í Vísbendingu á næstu mánuðum. Í tölublaði vikunnar segir hann það hafa verið rétt ákvörðun að koma á tvöfaldri skimun.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Auglýsing

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og meðlimur í starfshópi fjármálaráðuneytisins um efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnarmálum, mun skrifa reglulega í vikuritinu Vísbendingu fram að áramótum. Már er höfundur greinar sem birtist í tölublaði vikunnar, en í henni segir hann að ákvörðunin um að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hafi verið rétt.

Í nýútgefinni skýrslu starfshópsins sem Már leiðir er efnahagslegur kostnaður tvöfaldrar skimunar á landamærunum metinn á 13 til 20 milljarða íslenskra króna. Hópurinn tekur þó fram að forsendur þessara útreikninga séu ekki öruggar og bendir á að aðrir þættir en sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda gætu haft áhrif á efnahagsumsvif á meðan á faraldrinum stendur. 

Áhættustjórnun betri en hámörkun hagkvæmni

Í grein Más, sem birtist í Vísbendingu í dag, er farið yfir efnahagsleg áhrif sóttvarna hérlendis og þær forsendur sem stjórnvöld þurfa að hafa til hliðsjónar þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Samkvæmt Má er erfitt að hámarka þjóðhagslegan ábata þegar óvissa er um áhættuna sem fylgja ákvörðununum. 

Auglýsing
Í því tilviki sé betra að einbeita sér að áhættustjórnun, sem feli í sér að dregið sé úr áhættu á afdrifaríkum mistökum. Már segir að slík ákvörðunartaka sé ekki ósvipuð hagstjórn eftir meiriháttar efnahagsáföll, þegar allar spár byggja á forsendum sem halda aðeins á rólegri tímum. 

Einnig bætir Már við að þótt hertu sóttvarnaraðgerðirnar myndu skila hreinum ávinningi fyrir þjóðina í formi minni smithættu gæti hún falið í sér mikinn kostnað fyrir hluta hennar: „Þá kemur til álita það sjónarmið að þeim sem bera tjón vegna aðgerða sem skila til lengdar hreinum ávinningi fyrir heildina verði gert auðveldara að bera það,“ skrifaði Már í greininni. 

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent