Seðlabankinn sendi engar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti

Samkvæmt lögum á að tilkynna grun um peningaþvætti til sérstakrar skrifstofu. Seðlabanki Íslands sendi ekki neinar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti vegna aðila sem nýttu sér fjárfestingarleið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands sendi ekki neinar til­kynn­ingar vegna gruns um pen­inga­þvætti vegna aðila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015. Alls komu 206 millj­arðar króna til lands­ins í gegnum leið­ina og virð­is­aukn­ing þeirra sem hana nýttu var tæp­lega 50 millj­arðar króna. Seðla­bank­inn seg­ist enn fremur ekki haft neinar laga­heim­ildir til að velja eða hafna þátt­tak­endum sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni á grund­velli þess frá hvaða land­svæði þeir komu, hvort sem það var aflands­svæði eða ekki. Bank­inn neitar að veita upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið hans, um upp­runa fjár þeirra eða umfang við­skipta hvers og eins.

Þetta kemur fram í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­svæð­um, sem birt var fyrir viku síð­an, er fjallað um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og því meðal ann­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­magn­inu frá aflands­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­lýs­inga um fjár­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­taka í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans er ekki til stað­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­bank­ans þegar um grun­sam­legar fjár­magnstil­færslur er að ræða. Æski­legt má telja að sam­starf væri um miðlun upp­lýs­inga á milli þess­ara stofn­ana.“

Afhenti umbeðnar upp­lýs­ingar en til­kynnti ekki sjálfur

Sam­kvæmt lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka á að til­kynna grun um pen­inga­þvætti til Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu (Fin­ancial Interlli­g­ence Unit) sem lengi vel var vistuð hjá rík­is­sak­sókn­ara en heyrir nú undir hér­aðs­sak­sókn­ara.

Auglýsing

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort hann hafi sent slíkar til­kynn­ingar segir að skatt­yf­ir­völd hafi fengið „um­beðnar upp­lýs­ingar um þátt­tak­endur í gjald­eyr­is­út­boðum Seðla­banka Íslands með nokkrum send­ingum á árunum 2012 til 2015.“ Það liggur því fyrir að Seðla­bank­inn hefur afhent skatt­yf­ir­völdum þær upp­lýs­ingar sem þau hafa beðið um, en ekk­ert kemur fram í svar­inu um að Seðla­bank­inn hafi sýnt frum­kvæði að því að gera skatt­yf­ir­völdum við­vart þegar um grun­sam­lega fjár­magns­flutn­inga væri að ræða.

Síðan segir í svari Seðla­bank­ans: „Í skýrsl­unni koma fram upp­lýs­ingar um þátt­töku fjár­festa í útboðum fjár­fest­ing­ar­leiðar með fjár­muni frá svæðum sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði, en þau eru 29 sam­kvæmt lista fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Frá þeim svæðum tóku sjö lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í ein­hverju af 21 útboði fjár­fest­ing­ar­leiðar á árunum 2012 til 2015 fyrir alls 13 millj­ónir evra. Þessa fjár­hæð má tvö­falda þar sem fjár­fest­arnir þurftu að skipta jafn­hárri fjár­hæð hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi á svo­nefndu álands­gengi til að upp­fylla skil­yrði útboð­anna. Þannig nam fjár­fest­ing þeirra u.þ.b. 26 millj­ónum evra, sem sam­svarar tæp­lega fimm millj­örðum króna. Fjár­fest­ing þess­ara aðila nam því um 2,4% af heild­ar­fjár­fest­ingu vegna þátt­töku í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Frá Lúx­em­borg, Kýpur og Möltu, sem ekki eru á lista yfir svæði sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði, tóku 12 lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni með 82 millj­ónir evr­a.“

Segir að bankar hefðu átt að til­kynna um mögu­legt pen­inga­þvætti

Að sögn Seðla­bank­ans þurftu þátt­tak­endur í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar að upp­fylla fjöl­mörg skil­yrði skil­mála sem gilitu um gjald­eyr­is­við­skipti. „Fjár­mála­fyr­ir­tæki höfðu milli­göngu um að að miðla til Seðla­bank­ans umsóknum fjár­festa um þátt­töku í útboðum fjár­fest­ing­ar­leiðar og m.a. að ganga úr skugga um að fyr­ir­huguð fjár­fest­ing upp­fyllti form­kröfur Seðla­bank­ans sam­kvæmt skil­málum fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Form­lega var þátt­taka í útboð­unum í nafni inn­lends fjár­mála­fyr­ir­tækis sem var þá gagn­að­ili Seðla­bank­ans í við­skipt­un­um. Fjár­mála­fyr­ir­tæki báru einnig þá skyldu að kanna fjár­festa, þ.e. við­skipta­menn sína, með til­liti til laga[...]um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og stað­festa áreið­an­leika þeirra gagn­vart Seðla­bank­an­um. Eft­ir­lit með því að fjár­mála­fyr­ir­tæki sinni skyldum sínum varð­andi pen­inga­þvætt­is­at­hug­anir er í höndum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.“ Það er því skoðun Seðla­banka Íslands að þau fjár­mála­fyr­ir­tæki sem voru milli­liðir þeirra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina hefðu átt að kanna hvort um mögu­legt pen­inga­þvætti væri að ræða. Seðla­bank­inn sjálfur hefði engum skyldum að genga í því til­liti. Heim­ildir Kjarn­ans herma að engar pen­inga­þvætt­is­til­kynn­ingar hafi borist frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem voru milli­liðir fyrir þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Taka skal fram að engar tak­mark­anir voru á þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni fyrir aðila sem voru til rann­sóknar eða jafn­vel í ákæru­ferli hjá öðrum emb­ættum en gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans.

Hægt er að lesa tíu stað­reyndir um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None