Seðlabankinn sendi engar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti

Samkvæmt lögum á að tilkynna grun um peningaþvætti til sérstakrar skrifstofu. Seðlabanki Íslands sendi ekki neinar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti vegna aðila sem nýttu sér fjárfestingarleið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands sendi ekki neinar til­kynn­ingar vegna gruns um pen­inga­þvætti vegna aðila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015. Alls komu 206 millj­arðar króna til lands­ins í gegnum leið­ina og virð­is­aukn­ing þeirra sem hana nýttu var tæp­lega 50 millj­arðar króna. Seðla­bank­inn seg­ist enn fremur ekki haft neinar laga­heim­ildir til að velja eða hafna þátt­tak­endum sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni á grund­velli þess frá hvaða land­svæði þeir komu, hvort sem það var aflands­svæði eða ekki. Bank­inn neitar að veita upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið hans, um upp­runa fjár þeirra eða umfang við­skipta hvers og eins.

Þetta kemur fram í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­svæð­um, sem birt var fyrir viku síð­an, er fjallað um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og því meðal ann­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­magn­inu frá aflands­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­lýs­inga um fjár­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­taka í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans er ekki til stað­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­bank­ans þegar um grun­sam­legar fjár­magnstil­færslur er að ræða. Æski­legt má telja að sam­starf væri um miðlun upp­lýs­inga á milli þess­ara stofn­ana.“

Afhenti umbeðnar upp­lýs­ingar en til­kynnti ekki sjálfur

Sam­kvæmt lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka á að til­kynna grun um pen­inga­þvætti til Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu (Fin­ancial Interlli­g­ence Unit) sem lengi vel var vistuð hjá rík­is­sak­sókn­ara en heyrir nú undir hér­aðs­sak­sókn­ara.

Auglýsing

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort hann hafi sent slíkar til­kynn­ingar segir að skatt­yf­ir­völd hafi fengið „um­beðnar upp­lýs­ingar um þátt­tak­endur í gjald­eyr­is­út­boðum Seðla­banka Íslands með nokkrum send­ingum á árunum 2012 til 2015.“ Það liggur því fyrir að Seðla­bank­inn hefur afhent skatt­yf­ir­völdum þær upp­lýs­ingar sem þau hafa beðið um, en ekk­ert kemur fram í svar­inu um að Seðla­bank­inn hafi sýnt frum­kvæði að því að gera skatt­yf­ir­völdum við­vart þegar um grun­sam­lega fjár­magns­flutn­inga væri að ræða.

Síðan segir í svari Seðla­bank­ans: „Í skýrsl­unni koma fram upp­lýs­ingar um þátt­töku fjár­festa í útboðum fjár­fest­ing­ar­leiðar með fjár­muni frá svæðum sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði, en þau eru 29 sam­kvæmt lista fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Frá þeim svæðum tóku sjö lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í ein­hverju af 21 útboði fjár­fest­ing­ar­leiðar á árunum 2012 til 2015 fyrir alls 13 millj­ónir evra. Þessa fjár­hæð má tvö­falda þar sem fjár­fest­arnir þurftu að skipta jafn­hárri fjár­hæð hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi á svo­nefndu álands­gengi til að upp­fylla skil­yrði útboð­anna. Þannig nam fjár­fest­ing þeirra u.þ.b. 26 millj­ónum evra, sem sam­svarar tæp­lega fimm millj­örðum króna. Fjár­fest­ing þess­ara aðila nam því um 2,4% af heild­ar­fjár­fest­ingu vegna þátt­töku í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Frá Lúx­em­borg, Kýpur og Möltu, sem ekki eru á lista yfir svæði sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði, tóku 12 lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni með 82 millj­ónir evr­a.“

Segir að bankar hefðu átt að til­kynna um mögu­legt pen­inga­þvætti

Að sögn Seðla­bank­ans þurftu þátt­tak­endur í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar að upp­fylla fjöl­mörg skil­yrði skil­mála sem gilitu um gjald­eyr­is­við­skipti. „Fjár­mála­fyr­ir­tæki höfðu milli­göngu um að að miðla til Seðla­bank­ans umsóknum fjár­festa um þátt­töku í útboðum fjár­fest­ing­ar­leiðar og m.a. að ganga úr skugga um að fyr­ir­huguð fjár­fest­ing upp­fyllti form­kröfur Seðla­bank­ans sam­kvæmt skil­málum fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Form­lega var þátt­taka í útboð­unum í nafni inn­lends fjár­mála­fyr­ir­tækis sem var þá gagn­að­ili Seðla­bank­ans í við­skipt­un­um. Fjár­mála­fyr­ir­tæki báru einnig þá skyldu að kanna fjár­festa, þ.e. við­skipta­menn sína, með til­liti til laga[...]um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og stað­festa áreið­an­leika þeirra gagn­vart Seðla­bank­an­um. Eft­ir­lit með því að fjár­mála­fyr­ir­tæki sinni skyldum sínum varð­andi pen­inga­þvætt­is­at­hug­anir er í höndum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.“ Það er því skoðun Seðla­banka Íslands að þau fjár­mála­fyr­ir­tæki sem voru milli­liðir þeirra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina hefðu átt að kanna hvort um mögu­legt pen­inga­þvætti væri að ræða. Seðla­bank­inn sjálfur hefði engum skyldum að genga í því til­liti. Heim­ildir Kjarn­ans herma að engar pen­inga­þvætt­is­til­kynn­ingar hafi borist frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem voru milli­liðir fyrir þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Taka skal fram að engar tak­mark­anir voru á þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni fyrir aðila sem voru til rann­sóknar eða jafn­vel í ákæru­ferli hjá öðrum emb­ættum en gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans.

Hægt er að lesa tíu stað­reyndir um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None