Seðlabankinn sendi engar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti

Samkvæmt lögum á að tilkynna grun um peningaþvætti til sérstakrar skrifstofu. Seðlabanki Íslands sendi ekki neinar tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti vegna aðila sem nýttu sér fjárfestingarleið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands sendi ekki neinar til­kynn­ingar vegna gruns um pen­inga­þvætti vegna aðila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið hans á meðan hún var opin á árunum 2012-2015. Alls komu 206 millj­arðar króna til lands­ins í gegnum leið­ina og virð­is­aukn­ing þeirra sem hana nýttu var tæp­lega 50 millj­arðar króna. Seðla­bank­inn seg­ist enn fremur ekki haft neinar laga­heim­ildir til að velja eða hafna þátt­tak­endum sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni á grund­velli þess frá hvaða land­svæði þeir komu, hvort sem það var aflands­svæði eða ekki. Bank­inn neitar að veita upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið hans, um upp­runa fjár þeirra eða umfang við­skipta hvers og eins.

Þetta kemur fram í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­svæð­um, sem birt var fyrir viku síð­an, er fjallað um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og því meðal ann­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­magn­inu frá aflands­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­lýs­inga um fjár­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­taka í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans er ekki til stað­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­bank­ans þegar um grun­sam­legar fjár­magnstil­færslur er að ræða. Æski­legt má telja að sam­starf væri um miðlun upp­lýs­inga á milli þess­ara stofn­ana.“

Afhenti umbeðnar upp­lýs­ingar en til­kynnti ekki sjálfur

Sam­kvæmt lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka á að til­kynna grun um pen­inga­þvætti til Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu (Fin­ancial Interlli­g­ence Unit) sem lengi vel var vistuð hjá rík­is­sak­sókn­ara en heyrir nú undir hér­aðs­sak­sókn­ara.

Auglýsing

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort hann hafi sent slíkar til­kynn­ingar segir að skatt­yf­ir­völd hafi fengið „um­beðnar upp­lýs­ingar um þátt­tak­endur í gjald­eyr­is­út­boðum Seðla­banka Íslands með nokkrum send­ingum á árunum 2012 til 2015.“ Það liggur því fyrir að Seðla­bank­inn hefur afhent skatt­yf­ir­völdum þær upp­lýs­ingar sem þau hafa beðið um, en ekk­ert kemur fram í svar­inu um að Seðla­bank­inn hafi sýnt frum­kvæði að því að gera skatt­yf­ir­völdum við­vart þegar um grun­sam­lega fjár­magns­flutn­inga væri að ræða.

Síðan segir í svari Seðla­bank­ans: „Í skýrsl­unni koma fram upp­lýs­ingar um þátt­töku fjár­festa í útboðum fjár­fest­ing­ar­leiðar með fjár­muni frá svæðum sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði, en þau eru 29 sam­kvæmt lista fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Frá þeim svæðum tóku sjö lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í ein­hverju af 21 útboði fjár­fest­ing­ar­leiðar á árunum 2012 til 2015 fyrir alls 13 millj­ónir evra. Þessa fjár­hæð má tvö­falda þar sem fjár­fest­arnir þurftu að skipta jafn­hárri fjár­hæð hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi á svo­nefndu álands­gengi til að upp­fylla skil­yrði útboð­anna. Þannig nam fjár­fest­ing þeirra u.þ.b. 26 millj­ónum evra, sem sam­svarar tæp­lega fimm millj­örðum króna. Fjár­fest­ing þess­ara aðila nam því um 2,4% af heild­ar­fjár­fest­ingu vegna þátt­töku í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Frá Lúx­em­borg, Kýpur og Möltu, sem ekki eru á lista yfir svæði sem skil­greind eru sem lág­skatta­svæði, tóku 12 lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni með 82 millj­ónir evr­a.“

Segir að bankar hefðu átt að til­kynna um mögu­legt pen­inga­þvætti

Að sögn Seðla­bank­ans þurftu þátt­tak­endur í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar að upp­fylla fjöl­mörg skil­yrði skil­mála sem gilitu um gjald­eyr­is­við­skipti. „Fjár­mála­fyr­ir­tæki höfðu milli­göngu um að að miðla til Seðla­bank­ans umsóknum fjár­festa um þátt­töku í útboðum fjár­fest­ing­ar­leiðar og m.a. að ganga úr skugga um að fyr­ir­huguð fjár­fest­ing upp­fyllti form­kröfur Seðla­bank­ans sam­kvæmt skil­málum fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Form­lega var þátt­taka í útboð­unum í nafni inn­lends fjár­mála­fyr­ir­tækis sem var þá gagn­að­ili Seðla­bank­ans í við­skipt­un­um. Fjár­mála­fyr­ir­tæki báru einnig þá skyldu að kanna fjár­festa, þ.e. við­skipta­menn sína, með til­liti til laga[...]um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og stað­festa áreið­an­leika þeirra gagn­vart Seðla­bank­an­um. Eft­ir­lit með því að fjár­mála­fyr­ir­tæki sinni skyldum sínum varð­andi pen­inga­þvætt­is­at­hug­anir er í höndum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.“ Það er því skoðun Seðla­banka Íslands að þau fjár­mála­fyr­ir­tæki sem voru milli­liðir þeirra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina hefðu átt að kanna hvort um mögu­legt pen­inga­þvætti væri að ræða. Seðla­bank­inn sjálfur hefði engum skyldum að genga í því til­liti. Heim­ildir Kjarn­ans herma að engar pen­inga­þvætt­is­til­kynn­ingar hafi borist frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem voru milli­liðir fyrir þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Taka skal fram að engar tak­mark­anir voru á þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni fyrir aðila sem voru til rann­sóknar eða jafn­vel í ákæru­ferli hjá öðrum emb­ættum en gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans.

Hægt er að lesa tíu stað­reyndir um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None