Forsetadeilur í Gambíu: Einræðisherrann í útlegð og nýkjörinn forseti tekur við

Adama Barrow var á fimmtudag svarinn inn í embættið í nágrannalandinu Senegal en Yahya Jammeh hefur neitað að víkja úr embætti. Hermenn frá vestur-afrískum ríkjum marseruði inn í Gambíu til að þrýsta á hann að víkja. Jammeh lét undan þrýstingi í nótt.

Yahya Jammeh í opinberri heimsókn á Filippseyjum. Jammeh yfirgaf Gambíu í nótt en óvíst er hvert hann hélt í útlegð sína. Tveggja áratuga harðstjórn hans er því lokið.
Yahya Jammeh í opinberri heimsókn á Filippseyjum. Jammeh yfirgaf Gambíu í nótt en óvíst er hvert hann hélt í útlegð sína. Tveggja áratuga harðstjórn hans er því lokið.
Auglýsing

Fast­eigna­sal­inn og fyrr­ver­andi örygg­is­vörð­ur­inn í Argos-versl­un­ar­keðj­unni í London, Adama Bar­row, vann óvæntan sigur í for­seta­kosn­ingum í Gambíu 2. des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar hann hlaut 45,5% atkvæða gegn 36,7% and­stæð­ings síns Yahya Jammeh, for­seta lands­ins til 22 ára. Jammeh við­ur­kenndi ósigur sinn í kosn­ing­unum í kjöl­far­ið, óskaði Bar­row til ham­ingju, og tjáði þar að auki að kosn­ing­arnar hafi verið „gegn­sæj­ustu kosn­ingar í heim­i“. Jammeh var ein­ungis annar for­seti lands­ins frá sjálf­stæði 1965 en hann tók völdin í valdaráni árið 1992.

Vonir Gamb­íu­manna um að landið myndi upp­lifa fyrstu frið­sam­legu valda­skipti í sögu lands­ins virt­ust hins vegar orðnar að engu þegar Jammeh til­kynnti rúmri viku eftir kosn­ing­arnar að hann hafn­aði nið­ur­stöð­unum. Hann hafði þá skipt um skoðun og taldi að kosn­ing­arnar hefðu verið gall­aðar og lagði til að nýjar yrðu haldn­ar. Her­menn vöktu í kjöl­farið ugg hjá borg­ar­búum í Banjul, höf­uð­borg Gamb­íu, þegar þeir byrj­uðu að hlaða sand­böggum í kringum hern­að­ar­lega mik­il­væga staði víðs vegar í borg­inni.

Við­brögð inn­an­lands og meðal Afr­íku­ríkja

Gambía undir stjórn Jammeh hefur fundið fyrir auk­inni ein­angrun í alþjóða­sam­fé­lag­inu á und­an­förnum árum og þá einna helst eftir fall Muammar Gaddafi í Líbíu sem veitti stjórn Jammeh umtals­verðan fjár­hags­legan stuðn­ing. Jammeh dró aðild Gambíu að Sam­veldi sjálf­stæðra ríkja (e. Comm­onwealth) til baka árið 2013 og til­kynnti form­lega að landið yrði íslamskt lýð­veldi árið 2015 í nafni afný­lendu­væð­ingar en reyndi eflaust með því að færa landið nær efna­miklum bak­hjörlum á borð við Sádí-­Ar­ab­íu.

Auglýsing

Það virð­ist þó eins og til­raunir Jammeh í alþjóða­sam­skiptum hafi mis­tek­ist í ljósi for­dæm­ingar á gjörðum hans úr öllum átt­um. Leið­togar vest­ur­-a­fríska ríkja­sam­bands­ins ECOWAS voru fljótir að for­dæma atferli Jammeh sem og Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu Þjóð­anna, Afr­íku­sam­bandið (AU) og Sam­band íslamskra ríkja (OIC).

Sama er uppi á ten­ingnum inn­an­lands. Þegar Jammeh bað hæsta­rétt lands­ins um að úrskurða kosn­ing­arnar sem ólög­mætar voru of fáir sitj­andi dóm­arar til að gera það og getur Jammeh kennt sjálfum sér um fyrir að hafa rekið þá flesta á síð­ustu árum. Þá til­kynnti lög­manna­fé­lag Gambíu að þau álitu það land­ráð ef Jammeh víki ekki úr emb­ætti og kenn­ara­fé­lag, náms­manna­fé­lag, við­skipta­ráð, ell­efu sendi­herrar Gambíu erlendis og jafn­vel íslamska ráð lands­ins hafa öll for­dæmt Jammeh.

Til­raunir að sátta­samn­ingum

Leið­togar fjög­urra ECOWA­S-­ríkja (Ghana, Líber­íu, Nígeríu og Sierra Leo­ne) fóru til Banjul eftir að Jammeh neit­aði að víkja úr emb­ætti til að sann­færa hann um að virða útkomu kosn­ing­anna en ítrek­aðar til­raunir og til­boð um hæli, bæði frá Marokkó og Níger­íu, mistók­ust. ECOWAS til­kynnti strax í kjöl­far ákvörð­unar Jammeh að sam­tökin myndu ekki úti­loka hern­að­ar­að­gerðir til þess að fram­fylgja útkomu kosn­ing­anna og rík­is­stjórn Senegal, sem umlykur Gambíu land­fræði­lega, til­kynnti að hún myndi vernda Senegala sem byggju í Gamb­íu.

Kjör­tíma­bil Jammeh rann út þann 19. jan­úar og í aðdrag­anda þess stilltu her­sveitir vest­ur­-a­frískra ríkja, undir stjórn Senegal, sér upp með fram landa­mær­unum að Gamb­íu. Hers­höfð­ingi gambíska hers­ins til­kynnti að her­menn hans myndu ekki berj­ast gegn inn­rás her­sveita frá Senegal og að hann myndi ekki blanda her­mönnum sínum inn í „heimskan bar­daga“.

Adama Barrow hefur þegar svarið embættiseið í embætti forseta Gambíu.

Adama Bar­row var svar­inn inn í emb­ætti for­seta Gambíu í sendi­ráði Gambíu í Dakar, höf­uð­borg Senegal, og var ætlað að snúa aftur til Banjul um leið og Jammeh hvarf frá. Föstu­dag­inn 20. jan­ú­ar, gengu her­sveitir undir stjórn Senegal inn í Gambíu en Jammeh var enn í borg­inni eftir að for­setar Márit­aníu og Gíneu höfðu gert loka­til­raun til að ná að sátta­samn­ingum við dag­ana tvo á und­an. Jammeh óskaði eftir meiri tíma og því að ECOWAS verði skipt út sem samn­ings­að­ilar en ólík­legt var að neinar af óskum hans verði að veru­leika. Vonir voru bundnar við að Jammeh myndi fall­ast á að víkja frá eftir því sem fleiri og fleiri gambískir her­menn ákváðu að berj­ast ekki gegn inn­rás­ar­hern­um.

Tími Jammeh sem for­seti er nú lið­inn og hefur hann loks tekið boði um að víkja úr emb­ætti og fara í útlegð. Þetta táknar það einnig enda valda­tíðar sem hefur ein­kennst af harð­stjórn og brotum á löngum lista mann­rétt­inda; morð, pynt­ingar og ofsóknir á blaða­mönn­um, mann­rétt­inda­verj­end­um, póli­tískum and­stæð­ingum og hinsegin fólki svo eitt­hvað sé nefnt. Þrýst­ingur frá her­sveitum ECOWA­S-­ríkj­anna og sátta­samn­inga­nefndir leið­toga ECOWA­S-­ríkja báru ávöxt og útlegð Jammeh án átaka hlýtur að telj­ast sigur fyrir alþjóða­stofn­anir í Afr­íku fyrir að sýna sam­stöðu til að fram­fylgja útkomu lög­mætra kosn­inga.

Jammeh steig um borð í ómerkta flug­vél í nótt, aðfara­nótt sunnu­dags, og yfir­gaf Gamb­íu. Ekki er vitað hvert för hans var heitið en ljóst að hann hefur látið undan þrýst­ingn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None