Forsetadeilur í Gambíu: Einræðisherrann í útlegð og nýkjörinn forseti tekur við

Adama Barrow var á fimmtudag svarinn inn í embættið í nágrannalandinu Senegal en Yahya Jammeh hefur neitað að víkja úr embætti. Hermenn frá vestur-afrískum ríkjum marseruði inn í Gambíu til að þrýsta á hann að víkja. Jammeh lét undan þrýstingi í nótt.

Yahya Jammeh í opinberri heimsókn á Filippseyjum. Jammeh yfirgaf Gambíu í nótt en óvíst er hvert hann hélt í útlegð sína. Tveggja áratuga harðstjórn hans er því lokið.
Yahya Jammeh í opinberri heimsókn á Filippseyjum. Jammeh yfirgaf Gambíu í nótt en óvíst er hvert hann hélt í útlegð sína. Tveggja áratuga harðstjórn hans er því lokið.
Auglýsing

Fast­eigna­sal­inn og fyrr­ver­andi örygg­is­vörð­ur­inn í Argos-versl­un­ar­keðj­unni í London, Adama Bar­row, vann óvæntan sigur í for­seta­kosn­ingum í Gambíu 2. des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar hann hlaut 45,5% atkvæða gegn 36,7% and­stæð­ings síns Yahya Jammeh, for­seta lands­ins til 22 ára. Jammeh við­ur­kenndi ósigur sinn í kosn­ing­unum í kjöl­far­ið, óskaði Bar­row til ham­ingju, og tjáði þar að auki að kosn­ing­arnar hafi verið „gegn­sæj­ustu kosn­ingar í heim­i“. Jammeh var ein­ungis annar for­seti lands­ins frá sjálf­stæði 1965 en hann tók völdin í valdaráni árið 1992.

Vonir Gamb­íu­manna um að landið myndi upp­lifa fyrstu frið­sam­legu valda­skipti í sögu lands­ins virt­ust hins vegar orðnar að engu þegar Jammeh til­kynnti rúmri viku eftir kosn­ing­arnar að hann hafn­aði nið­ur­stöð­unum. Hann hafði þá skipt um skoðun og taldi að kosn­ing­arnar hefðu verið gall­aðar og lagði til að nýjar yrðu haldn­ar. Her­menn vöktu í kjöl­farið ugg hjá borg­ar­búum í Banjul, höf­uð­borg Gamb­íu, þegar þeir byrj­uðu að hlaða sand­böggum í kringum hern­að­ar­lega mik­il­væga staði víðs vegar í borg­inni.

Við­brögð inn­an­lands og meðal Afr­íku­ríkja

Gambía undir stjórn Jammeh hefur fundið fyrir auk­inni ein­angrun í alþjóða­sam­fé­lag­inu á und­an­förnum árum og þá einna helst eftir fall Muammar Gaddafi í Líbíu sem veitti stjórn Jammeh umtals­verðan fjár­hags­legan stuðn­ing. Jammeh dró aðild Gambíu að Sam­veldi sjálf­stæðra ríkja (e. Comm­onwealth) til baka árið 2013 og til­kynnti form­lega að landið yrði íslamskt lýð­veldi árið 2015 í nafni afný­lendu­væð­ingar en reyndi eflaust með því að færa landið nær efna­miklum bak­hjörlum á borð við Sádí-­Ar­ab­íu.

Auglýsing

Það virð­ist þó eins og til­raunir Jammeh í alþjóða­sam­skiptum hafi mis­tek­ist í ljósi for­dæm­ingar á gjörðum hans úr öllum átt­um. Leið­togar vest­ur­-a­fríska ríkja­sam­bands­ins ECOWAS voru fljótir að for­dæma atferli Jammeh sem og Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu Þjóð­anna, Afr­íku­sam­bandið (AU) og Sam­band íslamskra ríkja (OIC).

Sama er uppi á ten­ingnum inn­an­lands. Þegar Jammeh bað hæsta­rétt lands­ins um að úrskurða kosn­ing­arnar sem ólög­mætar voru of fáir sitj­andi dóm­arar til að gera það og getur Jammeh kennt sjálfum sér um fyrir að hafa rekið þá flesta á síð­ustu árum. Þá til­kynnti lög­manna­fé­lag Gambíu að þau álitu það land­ráð ef Jammeh víki ekki úr emb­ætti og kenn­ara­fé­lag, náms­manna­fé­lag, við­skipta­ráð, ell­efu sendi­herrar Gambíu erlendis og jafn­vel íslamska ráð lands­ins hafa öll for­dæmt Jammeh.

Til­raunir að sátta­samn­ingum

Leið­togar fjög­urra ECOWA­S-­ríkja (Ghana, Líber­íu, Nígeríu og Sierra Leo­ne) fóru til Banjul eftir að Jammeh neit­aði að víkja úr emb­ætti til að sann­færa hann um að virða útkomu kosn­ing­anna en ítrek­aðar til­raunir og til­boð um hæli, bæði frá Marokkó og Níger­íu, mistók­ust. ECOWAS til­kynnti strax í kjöl­far ákvörð­unar Jammeh að sam­tökin myndu ekki úti­loka hern­að­ar­að­gerðir til þess að fram­fylgja útkomu kosn­ing­anna og rík­is­stjórn Senegal, sem umlykur Gambíu land­fræði­lega, til­kynnti að hún myndi vernda Senegala sem byggju í Gamb­íu.

Kjör­tíma­bil Jammeh rann út þann 19. jan­úar og í aðdrag­anda þess stilltu her­sveitir vest­ur­-a­frískra ríkja, undir stjórn Senegal, sér upp með fram landa­mær­unum að Gamb­íu. Hers­höfð­ingi gambíska hers­ins til­kynnti að her­menn hans myndu ekki berj­ast gegn inn­rás her­sveita frá Senegal og að hann myndi ekki blanda her­mönnum sínum inn í „heimskan bar­daga“.

Adama Barrow hefur þegar svarið embættiseið í embætti forseta Gambíu.

Adama Bar­row var svar­inn inn í emb­ætti for­seta Gambíu í sendi­ráði Gambíu í Dakar, höf­uð­borg Senegal, og var ætlað að snúa aftur til Banjul um leið og Jammeh hvarf frá. Föstu­dag­inn 20. jan­ú­ar, gengu her­sveitir undir stjórn Senegal inn í Gambíu en Jammeh var enn í borg­inni eftir að for­setar Márit­aníu og Gíneu höfðu gert loka­til­raun til að ná að sátta­samn­ingum við dag­ana tvo á und­an. Jammeh óskaði eftir meiri tíma og því að ECOWAS verði skipt út sem samn­ings­að­ilar en ólík­legt var að neinar af óskum hans verði að veru­leika. Vonir voru bundnar við að Jammeh myndi fall­ast á að víkja frá eftir því sem fleiri og fleiri gambískir her­menn ákváðu að berj­ast ekki gegn inn­rás­ar­hern­um.

Tími Jammeh sem for­seti er nú lið­inn og hefur hann loks tekið boði um að víkja úr emb­ætti og fara í útlegð. Þetta táknar það einnig enda valda­tíðar sem hefur ein­kennst af harð­stjórn og brotum á löngum lista mann­rétt­inda; morð, pynt­ingar og ofsóknir á blaða­mönn­um, mann­rétt­inda­verj­end­um, póli­tískum and­stæð­ingum og hinsegin fólki svo eitt­hvað sé nefnt. Þrýst­ingur frá her­sveitum ECOWA­S-­ríkj­anna og sátta­samn­inga­nefndir leið­toga ECOWA­S-­ríkja báru ávöxt og útlegð Jammeh án átaka hlýtur að telj­ast sigur fyrir alþjóða­stofn­anir í Afr­íku fyrir að sýna sam­stöðu til að fram­fylgja útkomu lög­mætra kosn­inga.

Jammeh steig um borð í ómerkta flug­vél í nótt, aðfara­nótt sunnu­dags, og yfir­gaf Gamb­íu. Ekki er vitað hvert för hans var heitið en ljóst að hann hefur látið undan þrýst­ingn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None