Herra Trump fer til Asíu

Trump hóf tólf daga Asíuferð sína síðastliðinn sunnudag með því að taka níu holur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Kasumigaseki-vellinum í útjaðri Tókýó.

Donald Trump
Auglýsing

Ferðin er lengsta utan­lands­ferð Trump eftir að hann var kjör­inn for­seti - og lengsta Asíu­ferð Banda­ríkja­for­seta síðan 1991 - og til við­bótar við Tókýó eru heim­sóknir til Seoul, Pekíng, Da Nang, Hanoi og Man­ila á dag­skránni.

Almennt séð virð­ist Trump hafa fá sér­stök stefnu­mál sem hann ætlar sér að ná árangri með í Asíu­ferð sinni; eitt það fyrsta sem hann gerði eftir komu sína í Hvíta húsið var að for­dæma og draga Banda­ríkin úr Trans-Pacific Partners­hip (TPP)- frí­versl­un­ar­við­ræð­unum en fjöl­mörg Asíu­ríki eiga enn aðild að við­ræð­unum sem enn eru í gang undir leið­sögn Jap­an. Þá hefur það valdið banda­rísku við­skipta­lífi miklum von­brigðum hversu tak­mörkuð og óskil­greind mark­miðin eru sem Trump hefur með sér í fartesk­inu í við­skipta­mál­um. Í stað ákveð­inna krafa til stefnu­breyt­inga hjá hinum ýmsu þjóð­ar­leið­togum sem hann mun heim­sækja virð­ist Trump leggja meiri áherslu á óskýrar kröfur um hug­ar­fars­breyt­ing­ar. Því er óvíst hvaða ávinn­inga ferðin mun hafa í för með sér fyrir Banda­ríkin en ljóst er að leið­togar land­anna fimm hafa til­tek­inna hags­muna að gæta.

Félag­arnir Don­ald og Shinzo

Glatt var á hjalla í Tókýo þegar Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans sem nýlega vann stór­sigur í þing­kosn­ingum í land­inu, tók á móti Don­ald Trump með sér­hann­aðri der­húfu þar sem á stóð "Don­ald & Shinzo Make Alli­ance Even Grea­ter". Þeir félagar hafa þegar náð vel saman og sner­ust við­ræður að mestu leyti um spenn­una á Kóreu­skaga og hvernig löndin tvö, ásamt Suð­ur­-Kóreu, gætu aukið varn­ar­mála­sam­starf sitt. Eftir því sem að við­skipta­halli á milli land­anna tveggja er tals­verður og vax­andi - Japan flytur út tals­vert meira til Banda­ríkj­anna en það flytur inn - var áætlun Trump að leggja áherslu á það í við­ræðum en sam­kvæmt Kurt Camp­bell, fyrr­ver­andi yfir­manni Asíu­mála í utan­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, virt­ist vera að Abe hafi tek­ist að beina athygl­inni í átt að spenn­unni á Kóreu­skaga.

Auglýsing

Vopna­sölu­mað­ur­inn í Seoul

Eðli­lega var meg­in­á­hersla heim­sóknar Trump til for­seta Suð­ur­-Kóreu, Moon Jae-in, hin aukna spenna við nágrann­ann Kim Jong-un til norð­urs. Moon, nýbak­aður for­seti lands­ins, tal­aði fyrir mik­il­vægi þess að við­halda þrýst­ingi og við­skipta­þving­unum og þannig búa til skil­yrði fyrir diplómat­íska lausn á deil­unni og koma í veg fyrir annað Kóreu­stríð. Trump var sam­hljóma að mestu leyti og stóðst freist­ing­una að tala um „hern­að­ar­lega lausn“ og „fyr­ir­byggj­andi árás“ en það vakti athygli hversu miklu púðri hann eyddi í að hrósa banda­rískum vopna­iðn­aði og til­kynnti að Suð­ur­-Kórea myndi kaupa banda­rísk vopn að and­virði margra millj­arða banda­ríkja­dala sem myndi ekki bæði koma til móts við varn­ar­mála­lega þörf lands­ins heldur einnig sporna við miklum við­skipta­halla á milli land­anna tveggja og skapa ný störf í Banda­ríkj­un­um.



Við­skipta­sam­bandið við Kína

Meg­in­við­fangs­efni við­ræðna Trump við Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, var við­skipta­hall­inn á milli land­anna tveggja - sem nemur um þrjú hund­ruð millj­arða banda­ríkja­dali á ári - og það sem frá sjón­ar­horni Trump er „lang­vinnt ójafn­vægi sem verður að gera eitt­hvað í. Trump fór var­lega í yfir­lýs­ingar sínar miðað við orð­ræð­una sem ein­kenndi kosn­inga­bar­átt­una sína og sagði að þó að við­skipta­sam­bandið væri órétt­látt og ein­hliða þá ætti hann erfitt með að kenna Kína um það enda væru leið­togar þess ein­ungis að reyna að gæta hags­muna íbúa þess. Trump og Xi und­ir­rit­uðu við­skipta­samn­inga að and­virði tvö hund­ruð og fimm­tíu millj­arða banda­ríkja­dala en Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, kall­aði þá hins vegar til­tölu­lega „litla í stóra sam­heng­inu. Tiller­son virt­ist þó vera nokkuð sáttur með að löndin tvö væru nokkurn veg­inn sam­stíga hvað varðar spenn­una á Kóreu­skaga en Xi und­ir­strik­aði að það myndi taka tíma áður en að nýju við­skipta­þving­an­irnar gegn Norð­ur­-Kóreu myndu valda streitu fyrir stjórn­völd.

Ein­angr­un­ar­sinni á marg­hliða frí­versl­un­ar­fundi

Á föstu­dag­inn var ferð­inni heitið til Da Nang í Víetnam á árlegan fund efna­hags­sam­vinnu Asíu- og Kyrra­hafs­ríkja (APEC) - sam­ræðu­vett­vangs tutt­ugu og eins ríkja við Kyrra­hafsjað­ar­inn. Á fund­inum komu mis­mun­andi við­horf Banda­ríkj­anna og Kína gagn­vart fram­tíð hnatt­væð­ingar grein­in­lega í ljós. Xi og Trump héldu ræður hver á eftir öðrum og til­kynnti Trump að Banda­ríkin myndu ekki sækj­ast eftir að taka þátt í fleiri marg­hliða frí­versl­un­ar­við­ræðum en ræða hans ein­kennd­ist af útlistun nei­kvæðra afleið­inga hnatt­væð­ing­ar. Trump lagði áherslu á gagn­kvæmni í frí­verslun og sagði að Banda­ríkin myndu ein­ungis sækj­ast eftir tví­hliða frí­versl­un­ar­samn­ingum við lönd sem virtu það skil­yrði. Xi lýsti hins vegar skýrum val­kosti við Banda­ríkin í ræðu sinni þar sem öll lönd myndu njóta góðs af auk­inni opnun og sá fyrir sér að „láta fleiri lönd ferð­ast með hrað­lest kín­verskrar þró­un­ar.

Trump mun einnig stoppa stutt við í Hanoi í Víetnam laug­ar­dag­inn 11. nóv­em­ber og er frí­verslun aftur lík­leg til að vera efst á baugi, sér­stak­lega í ljósi ákvörð­unar Trump að draga Banda­ríkin úr TPP fyrr á þessu ári. TPP gegndi lyk­il­hlut­verki í alþjóða­við­skipta- og Asíu­stefnu Barack Obama en hann náði ekki ljúka við­ræð­unum á sinni for­seta­tíð; TPP var ætlað að binda saman 12 Kyrr­hafsjað­ar­ríki í metn­að­ar­fullt frí­versl­un­ar­sam­komu­lag án aðildar Kína, að minnsta kosti til að byrja með. Ákvörðun Trump kom Víetnam sér­stak­lega illa en Banda­ríkin eru stærsti útflutn­ings­mark­aður lands­ins. Einnig sæk­ist Víetnam eftir stjórn­mála­legu jafn­vægi í tengslum sínum við Kína og Banda­rík­in. Rík­is­stjórn Víetnam mun því hafa áhuga á nýjum við­skipta­samn­ingum og aukna sam­vinnu í varn­ar- og örygg­is­málum til þess að reyna að tryggja áfram­hald­andi banda­ríska hern­að­ar­við­veru í Asíu sem mót­pól við Kína.

Trump hóf ferð sína um Asíu með því að taka golfhring með forsætisráðherra Japans.

Mann­rétt­indi ekki efst á baugi í Man­ila

Rodrigo Duter­te, for­seti Fil­ips­eyja, svar­aði spurn­ingu blaða­manns áður en hann hélt til APEC-fund­ar­ins í Da Nang um hvernig hann myndi bregð­ast við ef Trump myndi vilja ræða um mann­rétt­indi í heim­sókn sinni til Man­ila sunnu­dag­inn 12. nóv­em­ber; "Lay off. That is not your business. That is my business." Duter­te, sem hefur háð blóð­ugt stríð gegn fíkni­efnum á und­an­förnum miss­erum, varð bál­reiður þegar fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, lýsti yfir áhyggjum við mann­rétt­inda­á­standið í land­inu fyrir rúmu ári síð­an. Hins vegar er ólík­legt að sama verði uppi á ten­ingnum að þessu sinni enda hrós­aði Trump Duterte fyrir góðan árangur í bar­átt­unni gegn fíkni­efnum í sím­tali þeirra tveggja í maí. Trump, sem mun einnig sækja leið­toga­fund Sam­taka ríkja í Suð­aust­ur-Asíu (ASEAN) í heim­sókn sinni til Man­ila, mun lík­lega ræða við Duterte um sam­vinnu í bar­átt­unni gegn hryðju­verkum og fíkni­efn­um. Miðað við tengsl Duterte við Obama, sem hann reglu­lega hreytti fúk­yrðum í á síð­asta ári áður en hann til­kynnti um skilnað Fil­ipps­eyja við Banda­ríkin í opin­berri heim­sókn til Pekíng, er lík­legt að hann nái betur saman við Trump.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar