Milljarða sekt

Hvað verður nú um TV2 í Danmörku? Borgþór Arngrímsson skrifar um fjölmiðlalandslagið í Danmörku.

Tv2denmark
Auglýsing

Það ger­ist sann­ar­lega ekki á hverjum degi að nor­ræn sjón­varps­stöð fái millj­arða sekt. Danska sjón­varps­stöðin TV2 fékk fyrir nokkrum dögum sekt, sem gæti numið jafn­gildi 45 millj­arða íslenskra króna. Ef svo færi að sjón­varps­stöðin yrði að greiða sekt­ina færi hún í þrot.

Danir ættu ekki að vera í vand­ræðum með að finna eitt­hvað við sitt hæfi þegar þeir setj­ast fyrir framan heim­il­is­alt­ar­ið, einsog sumir kalla sjón­varp­ið. Að minnsta kosti þrjá­tíu stöðvar eru í boði, sumar mjög sér­hæfð­ar, aðrar svæð­is­bundn­ar. Tvær sjón­varps­stöðvar draga til sín lang­flesta áhorf­end­ur. Ann­ars vegar DR, Dan­marks Radio, eins og það heitir fullu nafni og hins vegar TV2. Þessar tvær stöðv­ar, báðar í rík­i­s­eigu, reka hvor um sig nokkrar sjón­var­prásir þarsem allir eiga að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. DR var stofnað árið 1925, hét þá Stats­radi­of­on­ien og var, eins og nafnið gefur til kynna, útvarps­stöð. Eitt­hvað sem hét sjón­varp var ekki til. Sjón­varps­út­send­ingar DR hófust árið 1951 og voru fram til árins 1967 í svart hvítu (sauða­lit­un­um). Þetta var löngu fyrir daga þeirrar tækni sem við þekkjum í dag: ef Danir vildu t.d. sjá sjón­varps­frétt­irnar urðu þeir að vera sestir í sófann klukkan 18.30, það voru engir mögu­leikar til að sjá efnið eftir á, eng­inn sarpur og þvíum­líkt!

TV2 kemur til sög­unnar

Þótt Danir væru almennt (sam­kvæmt könn­un­um) mjög sáttir við DR urðu þær raddir hávær­ari með árunum sem þótti óeðli­legt að í land­inu væri ein­ungis eitt fyr­ir­tæki, eða stofn­un, sem sæi lands­mönnum fyrir öllu sjón­varps­efni, og einnig nán­ast öllu útvarps­efni. Stjórn­mála­mönn­um, hvar í flokki sem þeir stóðu, þótti sjón­varpið iðu­lega draga taum and­stæð­ing­anna í umfjöllun sinni, þessi umræða er enn til staðar og reyndar hreint ekki ein­skorðuð við Dan­mörku. Danska þing­ið, Fol­ket­in­get, sam­þykkti árið 1986 lög um starf­semi sjón­varps­stöðv­ar, sem fékk síðar nafnið TV2. Strax eftir að lögin voru sam­þykkt hófst und­ir­bún­ingur starf­sem­inn­ar. Ákveðið var að höf­uð­stöðvar TV2 skyldu vera í Óðins­véum á Fjóni. Það var skil­yrði margra þing­manna fyrir stuðn­ingi við frum­varpið að þessi nýja sjón­varps­stöð yrði vestan Stóra­belt­is, með því næð­ist ákveðið mót­vægi við DR sem er með höf­uð­stöðvar í Kaup­manna­höfn. Hins vegar var ljóst að allra hluta vegna yrði TV2 að vera með starfs­stöð í höf­uð­borg­inni og enn­fremur á Jót­landi, þar urðu Árósar fyrir val­inu.

Auglýsing

Afnota­gjald og aug­lýs­ingar

Í lög­unum um TV2 var áskilið að fyr­ir­tækið yrði að stórum hluta fjár­magnað með aug­lýs­inga­tekjum en fengi einnig hluta þess afnota­gjalds sem DR inn­heimtir árlega. Afnota­gjald­ið, sem bundið er í lög­um, mið­ast við heim­ili, fjöldi heim­il­is­manna skiptir ekki máli, upp­hæðin ætíð sú sama. Versl­anir og fyr­ir­tæki höfðu árum saman hamrað á mik­il­vægi þess að hægt yrði að aug­lýsa í sjón­varpi, lang sterkasta fjöl­miðli lands­ins, en slíkt var ekki í boði hjá DR, lögum sam­kvæmt. Í lög­unum  um TV2 var miðað við að sá hluti afnota­gjalds­ins sem kæmi í hlut stöðv­ar­innar færi til rekst­urs frétta­stofu, annað yrði fjár­magnað með aug­lýs­inga­tekj­um. Ekki var gert ráð fyrir að TV2 ann­að­ist fram­leiðslu sjón­varps­efn­is, það yrði keypt af sjálf­stæðum fram­leið­end­um.

Afnota­gjaldið er, eins og áður sagði, bundið við heim­ili, ekki fjölda íbúa. Árið 2017 er gjaldið kr. 2.492.- (tæp­lega 41 þús­und íslenskar), með sölu­skatti sem nemur tæpum 500 krón­um. DR fær í sinn hlut kr. 1661.- (ca. 27.000 íslenskar) TV2 fær kr. 231.- (ca 3.800 íslenskar) sem renna í dag óskiptar til lands­hluta­stöðva TV2. Afgang­ur­inn rennur til minni útvarps- og sjón­varps­stöðva og ýmissa verk­efna.

Yngri en 18 ára, sem eru með lög­heim­ili í for­eldra­hús­um, eru und­an­þegnir gjald­inu. Eft­ir­launa­fólk get­ur, sam­kvæmt til­teknum regl­um, sótt um lækk­un, eða nið­ur­fell­ingu, gjalds­ins. Meiri áhersla á létt­ara efni

Stjórn­endur TV2 lögðu frá upp­hafi áherslu á að vera ,,létt­ari“ sjón­varps­stöð en DR. Ein­kunn­ar­orðin væru ,, í þjón­ustu fólks­ins“ frekar en ,,í þjón­ustu sam­fé­lags­ins“ sem voru ein­kunn­ar­orð DR. Á þeim 29 árum sem liðin eru frá stofnun TV2 hefur margt breyst. Fram­boð sjón­varps­efnis orðið marg­falt meira og mögu­leik­arnir til að sjá og heyra sömu­leið­is. DR og TV2 eru í dag risarnir á dönskum sjón­varps­mark­aði og segja má að milli þeirra ríki ákveðið jafn­ræði og hvor sjón­varps­stöð um sig sendir nú út á nokkrum rás­um. DR hefur haft meiri burði, pen­inga­lega, til fram­leiðslu kostn­að­ar­samra þátta en jafn­framt róið á ,,létt­ari“ mið. Á hinn bóg­inn hefur TV2 hreint ekki ein­skorðað sitt efn­is­val við ,,létt­meti“ og sé litið yfir dag­skrá aðal­sjón­varps­rása þess­ara tveggja stöðva er mun­ur­inn ekki ýkja­mik­ill, en sé horft til allra rása er breiddin í efn­isvali meiri hjá DR, enda rás­irnar fleiri.

Hug­myndir um sölu TV2  

Eftir að rík­is­stjórn And­ers Fogh Rasmus­sen (Ven­stre) tók við völdum árið 2001 lýsti stjórnin áhuga sínum á að einka­væða TV2. Ekk­ert varð þó úr þeim áformum en þess í stað gerður lang­tíma­samn­ingur við TV2 sem tryggði stöð­inni ákveðið fjár­magn (til­tekna pró­sentu­tölu afnota­gjalds­ins) en legði stöð­inni jafn­framt ákveðna skyldur á herðar (pu­blic-service forpligtel­se). Hug­myndir um sölu og einka­væð­ingu TV2 hafa síðan að mestu legið í lág­inni, þangað til fyrir skömmu. Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur dustað rykið af hug­mynd­unum um sölu TV2 og að und­an­förnu margoft rætt þau mál sem hún full­yrðir að njóti stuðn­ings meiri­hluta á þing­inu. En svo birt­ist skyndi­lega ljón (kannski væri rétt­ara að segja fíll!) í veg­in­um.

Sekt sem gæti riðið TV2 að fullu

Fyrir nokkrum dögum var greint frá því að Evr­ópu­dóm­stóll­inn hefði kveðið upp úrskurð í máli sem árum saman hefur verið ,,í píp­un­um“.

Rekja má upp­haf máls­ins til þess að dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið SBS Broa­dcasting lagði, árið 2000, fram kvörtun til Fram­kvæmda­stjórnar ESB vegna þess að TV2 hefði fengið styrk frá danska rík­inu. Styrk sem ekki sam­ræmd­ist reglum ESB, upp­hæðin nam tæpum tveimur millj­örðum króna. Mál þetta er mjög flókið og engin leið að gera því skil í stuttum pistli sem þessum en síð­ast­lið­inn fimmtu­dag kvað Evr­ópu­dóm­stóll­inn í Lux­em­borg upp úrskurð sinn, úrskurð sem ekki verður áfrýj­að. TV2 fékk á árunum 1995 – 2002 sér­stakan styrk frá danska rík­inu. Það er í sjálfu sér ekki ólög­legt en brotið felst hin­vegar í því að ESB var ekki til­kynnt um þennan styrk fyr­ir­fram. Þótt mörgum kunni að finn­ast þetta lít­il­vægt lítur Evr­ópu­dóm­stóll­inn ekki svo á. En þetta er ekki allt, dreif­ing­ar­fyr­ir­tækin Viasat og Discovery Network hafa fyrir löngu síðan höfðað mál, sem nú er fyrir Eystri- lands­rétti í Kaup­manna­höfn. Þessi tvö fyrir­tæki krefj­ast tæpra tveggja millj­arða danskra króna vegna rétt­inda­brota TV2.

Hvað það verður veit nú eng­inn

Á þess­ari stundu veit eng­inn hvert fram­haldið verð­ur. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa hvatt rík­is­stjórn­ina til að leggja hug­myndir um sölu TV2 á hill­una en menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann sagði í sjón­varps­við­tali að risa­sektin breytti engu um þær fyr­ir­ætl­an­ir. Ljóst er að TV2 ræður með engu móti við að greiða sektir og bæt­ur,  sem geta ef allt fer á versta veg, numið allt að fjórum millj­örðum króna (ca. 65 millj­örðum íslenskum). Vinni TV2 málið fyrir Eystri- lands­rétti sleppur sjón­varps­stöðin við að borga  Vi­asat og Discovery Network . Eftir stendur þá sekt Evr­ópu­dóm­stóls­ins, tveir millj­arðar sem er upp­hæð sem TV2 ræður tæp­ast við. Stjórn­endur sjón­varps­stöðv­ar­innar eru bjart­sýn­ir, ummæli fram­kvæmda­stjór­ans í við­tali við danskt dag­blað fóru hins­vegar fyrir brjóstið á mörgum þing­mönnum ,,ríkið reddar okk­ur“.Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar