Birgir Þór Harðarson

Eigið fé sjávarútvegs aukist um 300 milljarða frá 2008

Hreinn hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 45 milljarðar króna á árinu 2015 og eigið fé rúmir 220 milljarðar króna í lok þess árs. Veiðigjöld fara hins vegar lækkandi en arðgreiðslur til eigenda voru 38,2 milljarðar króna árin 2013,2014 og 2015.

Eigið fé íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja var rúm­lega 220 millj­arðar króna í lok árs 2015. Það var nei­kvætt um 80 millj­arða króna í lok árs 2008 og jókst því um rúm­lega 300 millj­arða króna frá þeim tíma. Þá á eftir að taka til­lit til þeirra 54,3 millj­arða króna sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa greitt sér út í arð frá byrjun árs 2010 og til loka árs 2015, enda hafa þeir pen­ingar verið greiddir út úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum til eig­enda þeirra. Alls voru 38,2 millj­arðar króna greiddir í arð árin 2013, 2014 og 2015. 

Þegar sú upp­hæð er lögð saman við eigið féð hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um rúm­lega 354 millj­arða króna á örfáum árum. Upp­lýs­ing­arnar um eigið fé sjáv­ar­út­veg­ar­ins, bæði veiða og vinnslu, koma fram í nýjum hag­tíð­indum Hag­stofu Íslands um hag veiða og vinnslu árið 2015.

Hagn­að­ur­inn 45,4 millj­arðar á einu ári

Hagn­aður íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt á árinu 2015 var tæp­lega 70 millj­arðar króna. Hreinn hagn­aður sjáv­ar­út­vegs var 45,4 millj­arðar króna á því ári þegar búið var að standa skil á öllum kostn­aði. Sam­an­lagt skil­aði íslenskur sjáv­ar­út­vegur hreinum hagn­aði upp á 287 millj­arða króna á sjö ára tíma­bili, frá 2009 til loka árs 2015.

Veiði­gjald útgerð­ar­innar fór úr 9,2 millj­örðum fisk­veiði­árið 2013/2014 í 7,7 millj­arða fisk­veiði­árið 2014/2015. Í reikn­ingum fyr­ir­tækj­anna er veiði­gjaldið talið með öðrum rekstr­ar­kostn­aði og því er búið að taka til­lit til þess þegar hreinn hagn­aður er reikn­aður út. Á fisk­veiði­ár­inu 2015/2016 voru þau áætluð 7,4 millj­arðar króna og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári er það áætlað 4,8 millj­arðar króna. Það er um átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013, þegar þau voru 12,8 millj­arðar króna. Veiði­gjöldin sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða til rík­is­sjóðs hafa því lækkað um átta millj­arða króna á sama tíma og fyr­ir­tækin hafa hagn­ast með for­dæma­lausum hætti.

Eig­in­fjár­hlut­fallið 37,3 pró­sent

Í hag­tíð­indum Hag­stof­unnar kemur fram að sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi hafi heild­ar­eignir sjáv­ar­út­vegs í árs­lok 2015 verið rúmir 590 millj­arðar króna, heild­ar­skuldir voru tæpir 370 millj­arðar og eigið fé því rúmir 220 millj­arð­ar. „Verð­mæti heild­ar­eigna hækk­aði um 2,7 pró­sent frá 2014 og fjár­fest­ingar í var­an­legum eignum hækk­uðu um 11,8 pró­sent. Skuldir lækk­uðu um 4,9 pró­sent. Eig­in­fjár­hlut­fallið reynd­ist 37,3 pró­sent en var 32,3 pró­sent í árs­lok 2014. Eig­in­fjár­hlut­fallið hefur vaxið úr engu í 37,3 pró­sent síð­ast­liðin 5 ár,“ segir enn fremur í úttekt­inni.

Ytri skil­yrði voru atvinnu­veg­inum mjög hag­stæð á árinu 2015. Verð sjáv­ar­af­urða á erlendum mörk­uðum í íslenskum krónum hækk­aði um 6,5 pró­sent frá fyrra ári og verð á olíu í íslenskum krónum lækk­aði að með­al­tali um 17 pró­sent á milli ára. Gengi dollar­ans styrk­ist um 12,9 pró­sent en gengi evr­unnar seig um 5,5 pró­sent á milli ára. „Út­flutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­út­vegs í heild jókst um 8,5 pró­sent, og nam 265 millj­örðum króna á árinu 2015, verð á útflutn­ings­vörum í sjáv­ar­út­vegi hækk­aði um rúm 7 pró­sent og magn útfluttra sjáv­ar­af­urða jókst um rúmt 1 pró­sent.“

Um 7800 manns starf­aði við sjáv­ar­út­veg í heild árið 2015 sem er um 4,2 pró­sent af vinnu­afli á Íslandi.

Greiða tugi millj­arða í skatta og trygg­ing­ar­gjald

Til við­bótar við veiði­gjald greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins einnig umtals­vert í tekju­skatt og trygg­ing­ar­gjald. Sam­kvæmt sam­an­tekt Deloitte um stöðu sjáv­ar­út­veg­ar­ins, sem birt var í nóv­em­ber 2016, hafa tekju­skatts­greiðslur frá lokum árs 2009 til loka árs 2015 til að mynda numið sam­tals 36,5 millj­örðum króna. Á sama tíma hefur útgerðin greitt 35,2 millj­arða króna í trygg­ing­ar­gjald. Sam­tals námu bein opin­ber útgjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna – veiði­gjöld, tekju­skattur og trygg­ing­ar­gjald – 22,6 millj­örðum króna árið 2015, sem er nákvæm­lega sama upp­hæð og greidd var af þeim árið 2014 en um tveimur millj­örðum minna en greitt var á árinu 2013.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar