Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis

Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Ísland hefur verið sett á gráan lista alþjóð­­legu sam­tak­ana Fin­ancial Act­­ion Task Force (FAT­F)  vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Ísland bæt­ist á list­ann ásamt Mongólíu og Simbabve. Kjarn­inn hefur gögn undir höndum sem sýna þetta. Mann­líf greindi fyrst frá. 

Af list­anum fara Eþíópía, Sri Lanka og Tún­is. Á meðal ann­arra ríkja sem þar er að finna, og talin eru að séu með alvar­lega ann­marka á sviði varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, eru Kam­bó­día, Jem­en, Sýr­land og Panama. 

Bret­land og Banda­ríkin ýttu á að Ísland yrði sett á list­ann, meðal ann­ars til að skapa for­dæmi fyrir því að hart sé tekið á slökum vörnum gagn­vart pen­inga­þvætti. Evr­­ópu­­sam­­bandið og flest aðild­­ar­­ríki þess studdu hins vegar að Ísland fari ekki á list­ann.

Í yfir­lýs­ingu FATF sem verður birt vegna þessa kemur fram að Íslandi hafi tekið stór skref í átt að því að taka á þeim málum sem voru í ólagi hjá rík­inu vegna pen­inga­þvætt­is­varna, en að FATF hefði ekki getað að fullu leyti kannað hvort að inn­leið­ing aðgerð­anna væri nægj­an­leg í ljósi þess að þær eru svo nýtil­komn­ar.  

Í einu af fjöl­­mörgum frum­vörpum sem keyrð hafa verið í gegn síð­­­ustu mán­uði til að laga íslenskt lagaum­hverfi þannig að það sam­ræm­ist eðli­­legum kröfum sam­­fé­lags sem vill ekki að pen­inga­þvætti sé til staðar hjá sér er farið yfir hvað ger­ist ef Ísland endar á list­an­­um. Þar seg­ir: „Bregð­ist ríki ekki við kröfum FATF hafa aðild­­ar­­ríkin sam­­mælst um að beita hvert annað þrýst­ingi með því að setja ríki á sér­­stakan lista FATF yfir „ósam­vinn­u­þýð“ ríki eða ríkja­­svæð­i. ­Felst þrýst­ing­­ur­inn m.a. í því að fara fram á að við­­skipti við aðila sem búsettur er í við­kom­andi ríki sæti auk­inni áreið­an­­leika­könn­un, gerðar séu strang­­ari kröfur um hvers konar fjár­­­mála­­starf­­semi, stofnun úti­­­búa, dótt­­ur­­fé­laga og umboðs­­skrif­­stofa og jafn­­vel útgáfu aðvar­ana um að við­­skipti við aðila þess­­ara ríkja geti falið í sér hættu á pen­inga­þvætti eða fjár­­­mögnun hryðju­verka. Dæmi eru um að erlend fyr­ir­tæki og fjár­­­mála­­stofn­­anir hafi frekar kosið að slíta við­­skipta­­sam­­böndum við við­kom­andi ríki, þar á meðal milli­­­banka­við­­skipt­um, í stað þess að fram­­kvæma aukna áreið­an­­leika­könnun (e. de-risk­ing). Það getur því haft veru­­lega nei­­kvæð áhrif á fjár­­­mála­­kerfið í heild sinni og trú­verð­ug­­leika Íslands á alþjóða­vett­vangi ef ekki er brugð­ist við til­­­mælum FATF fljótt og örugg­­lega.“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við RÚV í gær að það yrðu gríð­ar­leg von­brigði ef Ísland myndi lenda á list­an­um. „Það ætti í raun og veru aðeins að vera eitt atriði að vera útistand­andi af öllum þeim atriðum sem voru nefnd í upp­haf­legu skýrsl­unni um þessi 51 atriði þannig það eru ákveðin von­brigði. Svo er ákveðin óvissa sem virð­ist fylgja því, við höfum dæmi um að þessi listi hefur lítil áhrif en að sjálf­sögðu er mér annt um okkar orð­spor og ég tel að þarna sé verið að bregð­ast ansi hart við þeirri stöðu sem raun­veru­lega er upp­i.“

Kapp­hlaup við tím­ann til að lenda ekki á list­anum

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­lega um þá stöðu sem hefur verið uppi í vörnum Íslands gagn­vart pen­inga­þvætti á und­an­­förnum árum. FATF skil­aði skýrslu um varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka í apríl í fyrra. Nið­­­ur­­­staða hennar var að Ísland fékk fall­ein­kunn. Lagaum­hverfi, virkni eft­ir­lits og fram­­­fylgd var í lama­­­sessi að mati FAT­F. 

Auglýsing
Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­­leg­­­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­­legan hnekki. Lík­­­urnar á auk­inni erlendri fjár­­­fest­ingu myndu drag­­ast saman og áhrif á láns­hæf­is­­mat íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­­ars fjár­­­mála­­stofn­ana, yrðu óum­flýj­an­­leg.

Kjarn­inn greindi frá því í lok ágúst að Ísland hefði skilað FATF eft­ir­­­­fylgn­is­­­­skýrslu vegna aðgerða sem Ísland hefur gripið til til að bæta varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­­­mögnun hryðju­verka, snemma í sum­­­­­­­ar. Skýrslan var tekin til umræðu á fundi FATF þann 19. júní síð­­­­ast­lið­inn.

Í eft­ir­­fylgn­is­­skýrslu sem birt var snemma í sept­­em­ber kom fram að Ísland hefði upp­­­­­fyllt 28 af 40 til­­­­­mælum sem FATF gerði kröfu um að lög­­­­­gjöf ríkja þurfi að upp­­­­­fylla. Ísland upp­­­­­fyllir ell­efu til­­­­­mæli að hluta en ein til­­­­­mæli, sem lúta að starf­­­semi almanna­heilla­­­fé­laga, töld­ust enn óupp­­­­­fyllt. Ráð­ist var í að keyra í gegn lög um þau fyrr í þessum mán­uði, og virt­ist þing­heimur þá vera að vakna til vit­undar um alvar­­leika máls­ins. 

Einn maður árum saman

Pen­inga­þvætt­is­­skrif­­stofa var lengi starf­­­rækt innan Efna­hags­brota­­­deildar rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra. Þar starf­aði einn ein­stak­l­ingur og árangur af starf­­­sem­inni lít­ill sem eng­inn. 

Skrif­­­stofan var færð yfir til emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara um mitt ár 2015. Ólafur Þór Hauks­­­son, hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari, var spurður af því  í sjón­­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber 2018 hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­­­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­­­ur, „nei það er það ekki.“

Skýrsla FATF ýtti veru­­­lega við málum hér­­­­­lend­­­is. Það þurfti að bregð­­­ast við þessum athuga­­­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða pen­inga­þvætt­is­til­­skipun Evr­­­ópu­­­sam­­­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­­­ópska efna­hags­­­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­­­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­­mála­ráð­herra lagði fram frum­varp um ný heild­­­ar­lög 5. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd 12. des­em­ber og síð­­­­­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­­­arra ræð­u­halda en Brynjars Níels­­­son­­­ar, sem mælti fyrir nefnd­­­ar­á­liti um málið sem full­­­trúar alla flokka skrif­uðu und­­­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­­­manna þann sama dag. Þau tóku gild 1. jan­úar 2019.

Í grein­­­ar­­­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­­­syn­­­legt yrði að fara í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­­­legar úrbætur á lög­­­unum til að upp­­­­­fylla þær lág­­­marks­­­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Skylt að til­­­kynna um grun­­­sam­­­leg við­­­skipti

Á meðal þeirra breyt­inga sem nýju lögin hafa í för með sér er að ákvæði um ein­stak­l­inga „í áhætt­u­hópi vegna stjórn­­­­­mála­­­legra tengsla“ eru ítar­­­legri en í gömlu lög­­­un­­­um. Til þessa hóps telj­­­ast þeir sem eru eða hafa verið hátt­­­settir í opin­berri þjón­ustu, nán­asta fjöl­­­skylda þeirra og ein­stak­l­ingar sem vitað er að eru nánir sam­­­starfs­­­menn þeirra. Sam­­­kvæmt nýju lög­­­unum þurfa til­­­kynn­inga­­­skyldir aðil­­­ar, t.d. bankar eða aðrar fjár­­­­­mála­­­stofn­an­ir, að hafa við­eig­andi „kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort inn­­­­­lendur eða erlendur við­­­skipta­­­maður eða raun­veru­­­legur eig­andi sé í áhætt­u­hópi vegna stjórn­­­­­mála­­­legra tengsla.“

Auglýsing
Það var ákvæði um raun­veru­­­lega eig­endur gert ítar­­­legra. Þannig þurfi til að mynda að gera grein­­­ar­mun á laga­­­legum eig­endum og raun­veru­­­legum eig­endum t.d. fjár­­­vörslu­­­sjóða sem oft eru ein­ungis skráðir í eigu fjár­­­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tækja án þess að fyrir liggi hvaða ein­stak­l­ingar eigi fjár­­­mun­ina sem í sjóð­unum eru.

Pen­inga­þvætt­is­­skrif­­stofa hér­­­aðs­sak­­­sóknar fékk nýtt nafn, skrif­­­stofa fjár­­­­­mála­­­grein­inga lög­­­­­reglu. Starfs­­­mönnum hennar hefur verið fjölgað mjög, fjár­­­munir hafa verið settir í að kaupa upp­­­lýs­inga­­­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­­­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­­­semi innan banka hefur verið eflt. Öllum opin­berum aðilum er nú skylt að til­­­kynna henni um grun­­­sam­­­leg við­­­skipti og sú til­­­kynn­ing­­­ar­­­skylda víkur allri þagn­­­ar­­­skyldu stjórn­­­­­valda til hlið­­­ar­.  

Þving­un­­ar­úr­ræði og við­­­ur­lög

Með nýju lög­­­unum var skipun og hlut­verk stýri­hóps um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka lög­­­­­fest. Helstu verk­efni stýri­hóps­ins sam­­­kvæmt frum­varp­inu, verða að tryggja yfir­­­­­sýn, sam­hæf­ingu og stefn­u­­­mótun í mála­­­flokkn­­­um.

Í stýri­hópnum eiga sæti full­­­trúar þeirra stjórn­­­­­valda sem eiga aðkomu að mála­­­flokkn­um, sem eru m.a. dóms­­­mála­ráðu­­­neyt­ið, atvinn­u­­­vega- og nýsköp­un­­­ar­ráðu­­­neyt­ið, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­ið, Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið og aðrir eft­ir­lits­að­ilar með lög­­­un­um, Seðla­­­banki Íslands, Toll­­­stjóri, skatt­yf­­­ir­völd, Hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari og Lög­­­regla höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins.

Þá verða veru­­­legar breyt­ingar hvað varðar þving­un­­ar­úr­ræði og við­­­ur­lög. Hingað til hafa eft­ir­lits­að­ilar með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka á Íslandi nefn­i­­­lega ekki haft við­eig­andi úrræði til þess að bregð­­­ast við lög­­­brot­­­um. Sektir voru einu við­­­ur­lögin sam­­­kvæmt gömlu lög­­­unum sem eft­ir­lits­að­ilar gátu gripið til. Í alvar­­­legri brotum var hins vegar hægt að ákæra.

Hvöss brynn­ing og óvið­un­andi ástand

Kjarn­inn greindi frá því að Unnur Gunn­­­ar­s­dótt­ir, for­­­stjóri Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins, hafi skrifað pistil í nýj­­­ustu útgáfu Fjár­­­­­­­mála, rits stofn­un­­­­ar­inn­­­­ar, sem kom út seint ágúst, þar sem fram kom að þegar FATF hafi fellt áfell­is­­­dóm sinn yfir lög­­­­­­­gjöf og eft­ir­liti Íslend­inga með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­­­mögnun hryðju­verka í fyrra­vor hafi „Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið og ýmsir aðrir [feng­ið] hvassa brýn­ingu um að taka til hend­inni og verða við úrbóta­­­­kröfum alþjóða­­­­sam­­­­fé­lags­ins.“

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því 31. maí síð­­­ast­lið­inn að FME hefði fram­­­kvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­­­semdir við brotala­mir hjá bank­­­anum í jan­úar 2019. 

Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið hefur ekki viljað svara því hvort yfir standi athugun á aðgerðum Lands­­­bank­ans, Íslands­­­­­banka og Kviku banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Það seg­ist þó hafa fram­­­kvæmt tæp­­­lega 20 athug­­­anir hjá til­­kynn­ing­­ar­­skyldum aðilum sem lúta eft­ir­liti stofn­un­­­ar­innar frá árinu 2017 og nú standi yfir þrjár slíkar athug­an­­­ir. Það kunni að vera að gagn­­­sæ­istil­kynn­ingar verði birtar vegna þeirra athug­ana innan tíð­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar