Birgir Þór Harðarson

Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar

Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn. Þessa aukn­ingu má rekja beint til gríðarlegrar fjölgunar erlendra rík­­is­­borg­­ara á Íslandi, en stærstu hóp­­arnir sem hingað flytja koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkj­an er sterk.

Á nán­ast hverjum sunnu­degi fyllist Landa­kots­kirkja út að dyrum í fjórum sunnu­dags­messum kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Mess­urnar fara fram á þremur ólíkum tungu­málum og á blíð­viðr­is­dögum má stundum sjá fólk fylgj­ast með messum fyrir utan kirkj­una því það kemst ekki fyrir inn­i. 

Skrán­ingar í kaþ­ólsku kirkj­una hafa nærri fjór­fald­ast á síð­ustu 20 árum og í dag eru rúm­lega 14 þús­und manns skráðir í kirkj­una. Prestur innan kaþ­ólsku kirkj­unnar telur þó að kaþ­ólikkar á Íslandi séu mun fleiri, eða hátt í 30 þús­und manns. Kirkjan sæk­ist því eftir fleiri skrán­ingum í söfn­uð­inn en trú­fé­lög fá greidd sókn­ar­gjöld frá rík­inu fyrir hvern skráðan ein­stak­ling.

Þessi aukn­ing í kaþ­ólska söfn­uð­inum hefur átt sér stað sam­hliða mik­illi fjölgun erlendra rík­­­is­­­borg­­­ara á Íslandi, en stærstu hóp­­­arnir sem hingað flytja koma frá löndum þar sem staða kaþ­ólsku kirkj­unnar er sterk. Þar munar mest um Pól­verja, sem eru fjöl­­­menn­­asti hópur erlendra rík­­­is­­­borg­­­ara hér á landi.

Íhalds­söm og rót­gróin við­horf kaþ­ólsku kirkj­unnar gagn­vart sam­kyn­hneigðum og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti kvenna yfir eigin lík­ama eru vel þekkt og er íslenskur angi kaþ­ólsku kirkj­unnar engin und­an­tekn­ing. Kaþ­ólska kirkjan mót­mælti bæði frum­varpi stjórn­valda um hjóna­bönd sam­kynja para árið 2010 og þung­un­ar­rofs­frum­varpi stjórn­valda í vor.

Kaþ­ólska kirkjan telur sig hins vegar ekki hljóta mik­inn hljóm­grunn hjá stjórn­völdum hér á landi og væri kirkjan til í að hafa meiri áhrif. 

Kaþ­ólska kirkjan á Íslandi

Fyrir níu­tíu árum, árið 1929, var Dóm­kirkja Krists kon­ungs eða Landa­kots­kirkja líkt og flestir þekkja hana sem, vígð á Landa­kots­hæð. For­víg­is­maður að bygg­ingu kirkj­unn­ar, Mart­einn Meu­len­berg, var í fram­hald­inu vígður í emb­ætti fyrsta kaþ­ólska bisk­ups­ins á Íslandi eftir siða­skipt­i. Landa­kots­kirkja var lengi vel stærsta kirkja lands­ins og var Meu­len­berg spurður hvort að kirkjan væri ekki full­stór fyrir svo lít­inn söfn­uð, sem taldi þá um 130 manns. Meu­len­berg svar­aði þá að innan fárra ára mundi eng­inn tala um hvað kirkjan væri stór heldur fremur spyrja hvers vegna hann hefði ekki látið byggja enn stærri kirkju. Lengi fram eftir öld­inni fjölg­aði hins vegar hægt í kaþ­ólska söfn­uð­inum á Íslandi. Árið 1960 taldi söfn­uð­ur­inn um hálft pró­sent þjóð­ar­innar og árið 1994 um 1 pró­sent. Fjölga tók þó hraðar í kirkj­unni í kringum ald­ar­mótin og nú telur söfn­uð­ur­inn um 4 pró­sent lands­manna eða alls 14.408 manns þann 1. októ­ber 2019. Á tæp­lega 20 árum bætt­ust um tíu þús­und manns við kaþ­ólska söfn­uð­inn hér land­i. Fleiri Pól­verjar á Íslandi en íbúar Reykja­nes­bæjar

Þessi gríð­ar­lega fjölgun í kaþ­ólsku kirkj­unni á síð­ustu árum má að miklu leyti rekja til mik­illar fjölg­unar erlendra rík­is­borg­ara hér á landi. Í byrjun októ­ber á þessu ári voru alls 48.287 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi. Þeim hefur fjölgað um nærri tíu þús­und manns á aðeins einu og hálfi ári. 

Frá árinu 1996 hafa flestir erlendir rík­­is­­borg­­arar sem búsettar hafi verið hér á landi verið frá Pól­landi. Fjöldi Pól­verja hér á landi hefur rúm­­lega 20 fald­ast á 20 árum. Þann 1. jan­úar 1999 bjuggu 1.038 ein­stak­l­ingar sem ann­að hvort fædd­ust í Pól­landi eða voru með pólskt rík­­­is­­­fang hér á landi en þann 1. októ­ber 2019 voru þeir orðnir 20.370 sem þýðir að rúm­lega 40 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem búa hér á landi eru upp­runa­lega frá Pól­landi. Næst stærsti hóp­ur­inn eru Lit­háar en alls eru hér um 4.500 ein­stak­lingar með lit­háískt rík­is­fang. 

Séra Jakob Rolland, prestur kaþ­ólsku kirkj­unnar í Reykja­vík, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að hinn miklu vöxtur kaþ­ólska söfn­uð­ar­ins sé vissu­lega til­komin vegna mik­illar fjölg­unar inn­flytj­enda hér á landi. Bæði Pól­verjar og Lit­háar koma frá löndum þar sem kaþ­ólsk trú er ríkj­andi og segir Jakob Pól­verja vera stærsta hóp­inn sem sæki í kaþ­ólsku kirkj­una hér á landi. Flest börn sem ganga í fyrsta skipti til alt­aris hjá kirkj­unni, eða ferm­ast innan kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, eru sömu­leiðis pólsk. Jakob segir að Fil­ippsey­ingar séu einnig fjöl­mennir innan safn­að­ar­ins.

Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Birna Stefánsdóttir

Nú rúmar kirkjan varla fjöld­ann 

Sam­hliða því að söfn­uð­ur­inn hér landi hefur stækkað þá hefur fjölgun í komum ferða­manna til lands­ins einnig haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja kaþ­ólskar kirkjur hér á landi. Séra Jakob bendir á að ef tvær millj­ónir ferða­manna heim­sæki Íslandi á hverju ári þá megi búast við því að 300 til 400 þús­und af þeim séu kaþ­ólikkar og að margir hverjir sæki kirkju. 

Sú kirkja sem hefur hvað mest fundið fyrir aukn­ing­unni er Landa­kots­kirkja, en hún rúmar varla lengur þann mikla fjölda sem sækir messur í hverri viku. Á hverjum degi er boðið upp á messur á íslensku og um hverja helgi eru alls fimm sunnu­dags­messur á þremur tungu­mál­um: íslensku, ensku og pólsku. Á tíma­bili var einnig messað á spænsku. Þó ekki sé talið í kirkj­unni telur Jakob að minnsta kosti þús­und manns sæki hana hverja helgi. Á sumrin eru þeir mun fleiri. 

Vaxtar kaþ­ólsku kirkj­unnar gætir þó um allt land. Alls eru átta kaþ­ólskar sóknir á Íslandi en fyrir rúmum þrjá­tíu árum voru aðeins tvær. Kaþ­ólskar kirkjur eða kapellur má finna í Reykja­vík (við Landa­kot og í Breið­holt­i), á Ásbrú, á Stykk­is­hólmi, á Ísa­firði, á Akur­eyri, á Dal­vík, á Egils­stöð­um, á Reyð­ar­firði og í Höfn. Enn fremur stendur til að reisa kirkju á Sel­fossi og hefur kaþ­ólska kirkjan fengið vil­yrði fyrir lóð þar. Hingað til hefur aðeins verið húskapella á Sel­fossi og verði kirkja byggð þá bæt­ist við níunda sóknin hér á landi.

Þriðj­ungur þjóðar utan þjóð­­kirkju

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Undir lok síð­ustu aldar voru um 90 pró­sent lands­manna skráðir í þjóð­kirkj­una. Nú eru 231.684 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­kirkj­una eða um 64 prósent landsmanna. Það þýðir að rúm­­lega þriðj­ungur lands­­manna er ekki skráður í hana, eða um 130 þúsund manns.

Á árinu 2010 sagði sig met fjöldi úr þjóðkirkjunni þegar ásak­­­anir um þöggun þjóð­­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­­ferð­is­­­glæpum Ólafs Skúla­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­­aði um 4.242 í þjóð­­­kirkj­unni á einu ári.

Flestir þeirra sem standa utan ríkis­kirkj­unnar eru utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga eða um 25 þús­und manns. Þá hefur skráningum í Siðmennt, Ásatrúarfélagið og í kaþólsku kirkjuna einnig fjölgað verulega á síðustu árum.

Því fleiri skrán­ing­ar, því hærri sókn­ar­gjöld

Kaþ­ólska kirkjan hefur kallað eftir því að söfn­uð­ur­inn skrái sig í kaþ­ólsku kirkj­una á Íslandi hjá Þjóð­skrá til að hjálpa kirkj­unni að vaxa og dafna. Séra Jakob segir að raunin sé sú að mun fleiri kaþ­ólikkar séu búsettir á Íslandi en skráðir eru í söfn­uð­inn. Hann telur að fjöldi skráðra í Þjóð­skrá nái aðeins yfir um helm­ing kaþ­ólska söfn­uð­ar­ins og senni­lega séu hátt í þrjá­tíu þús­und kaþ­ólikkar á Íslandi.

Trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög hér á landi fá sókn­ar­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­ling, 16 ára og eldri. Á árinu 2018 greiddi ríkið 931 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­ling í hverju félagi fyrir sig. Kaþ­ólska kirkjan fékk rúmar 108 millj­ónir vegna sókn­ar­gjalda í fyrra. Það skiptir því tölu­verðu máli hversu margir eru skráðir í söfn­uð­inn en sókn­ar­gjöld eru einu greiðsl­urnar sem Kaþ­ólska kirkjan fær frá rík­in­u. 

Aðspurður segir Jakob að fjár­mögnun kirkj­unnar komi að hluta til frá sókn­ar­gjöldum en einnig frá sam­skotum og gjöfum frá ein­stak­ling­um. Auk þess fái kirkjan hjálp frá ýmsum stofn­unum kaþ­ólsku kirkj­unnar erlend­is. Til að mynda hafi bisk­ups­stofa kaþ­ólsku kirkj­unnar í Reykja­vík verið byggð með hjálp stofn­un­ar­innar Bon­i­fati­uswerk í Þýska­landi. Sú stofnun hefur í fjölda ára­tuga styrkt kirkjur bæði á Norð­ur­slóðum og í Aust­ur-­Evr­ópu. 

Jakob segir jafn­framt að kaþ­ólska kirkjan á Íslandi fái ekki fjár­magn frá Vatík­an­inu heldur sé það öfugt. Söfn­uð­ur­inn safni fjár­magni til að hjálpa Vatík­an­inu þar sem það sé fjár­þurfi.

Vilja meiri hljóm­grunn hjá stjórn­völdum

Kaþ­ólska kirkjan hefur fengið hátt í þrjá­tíu umsagna­beiðnir frá Alþingi á síð­ustu tíu árum þar á meðal um tvö tíma­móta laga­frum­vörp. Kirkjan skil­aði bæði inn umsögn um frum­varp um breyt­ingar á hjú­skap­ar­lögum sem heim­il­aði gift­ingu tveggja ein­stak­linga af sama kyni og umsögn um þung­un­ar­rofs­frum­varpið sem sam­þykkt var í maí þessu ári. Kaþ­ólska kirkjan mót­mælti báðum frum­vörp­unum í umsögnum sín­um. 

Séra Jakob segir að honum þyki rödd kaþ­ólsku kirkj­unnar fá lít­inn hljóm­grunn hjá stjórn­völd­um. „Ég fór einu sinni sjálfur í alls­herj­ar­nefnd út af laga­frum­varpi um hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Þeir hlust­uðu á mig en ber­sýni­lega var þetta bara forms­at­riði hjá þeim til að geta sagt: Við hlustum líka á kaþ­ólska kirkju. Mér varð nokkuð ljóst að þeir hefðu engan áhuga á að heyra hvað kaþ­ólska kirkjan er að hugs­a,“ segir Jak­ob.

Aðspurður um hvort að kaþ­ólska kirkjan vilji hafa meiri áhrif á stjórn­mál á Íslandi nú þegar kaþ­ólikkar eru að verða sífellt fjöl­menn­ara afl á Íslandi segir Jakob svo vera. „Sjón­ar­mið okk­ar, sér­stak­lega hvað varðar mál þjóð­fé­lags­ins eru ekki endi­lega trú­mál heldur bara almenn þjóð­fé­lags­mál sem skipta kirkj­una máli. Því við viljum vernda lífið og standa fyrir mann­rétt­ind­um. Þá skiptir máli að röddin okkar heyr­is­t,“ segir Jak­ob. 

Ef tvær konur koma til okkar og vilja giftast þá segi ég: Því miður það gengur ekki hjá okkur. Ef þær segja þá ætlum við að kæra ykkur, þá segi ég: Gerðu það. Ef ég fer fangelsi, þá fer ég í fangelsi en það breytir engu um mína afstöðu.

Afstaða gagn­vart hjóna­böndum sam­kynja para ekki að fara breyt­ast

Aðspurður um hvort að bisk­ups­dæmin aðlag­ist að ein­hverju leyti að þeim löndum sem þau hafi aðsetur í svarar Jak­ob: „Já og nei. Ef maður talar um þjóð­fé­lags­mál sem eru á yfir­ráða­svæði stjórn­valda þá er kirkjan auð­vitað með í ráðum og reynir að fylgj­ast með og styðja. Til dæmis núna um vernd umhverf­is, þá er kirkjan mjög mikið með. Aftur móti ef það snýst um brot á mann­rétt­indum og grund­vallar gildum mann­legs lífs, þá stendur kirkjan bara eins og einn klettur sama hvar það ger­ist í heim­in­um. Þá er það sjálfur páf­inn sem tjáir sig fyrir hönd kirkj­unnar í þessum málum og við tökum und­ir.“

Hann segir jafn­framt að í raun­inni skipti íslensk lög engu máli þegar kemur að hjóna­bandi sam­kynja para þar sem trú kaþ­ólsku kirkj­unnar segir þeim að þannig hjóna­band sé ein­fald­lega ekki mögu­legt. „Ef tvær konur koma til okkar og vilja gift­ast þá segi ég: Því miður það gengur ekki hjá okk­ur. Ef þær segja þá ætlum við að kæra ykk­ur, þá segi ég: Gerðu það. Ef ég fer fang­elsi, þá fer ég í fang­elsi en það breytir engu um mína afstöð­u,“ segir Jak­ob.

Metfjölgun erlendra rík­is­borg­ara

Erlendum rík­is­borg­urum sem setjast að á Íslandi hefur fjölg­að gífurlega á örfáum árum. Þeir voru alls 48.287 í byrjun þessa október á þessu ári og hefur fjölgað um tæplega 4.100 á síðustu tíu mánuðum.

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­fjölgun erlendra rík­is­borg­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­sent.

Ástæðan er sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­upp­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­gangi, sér­stak­lega í þjón­ustu­störfum tengdum ferða­þjón­ustu og í bygg­inga­riðn­aði. Nú þegar hag­kerfið er farið að kólna og störfum fækkar í þessum tveimur geirum þá hefur samhliða því dregið úr þeim fjölda erlendra rík­is­borg­ara sem sækja hingað til lands.

Boða ekk­ert umburð­ar­lyndi gagn­vart kyn­ferð­is­brot­um 

Ásak­anir á hendur kaþ­ólskum prestum og öðrum starfs­mönnum kirkj­unnar um kyn­ferð­is­brot gegn börnum hafa verið gegn­um­gang­andi víða um heim á síð­ustu ára­tug­um. Ísland hefur ekki farið var­hluta af málum sem þessum en á annan tug ein­stak­linga greindu frá grófu kyn­ferð­is­of­beldi sem þau urðu fyrir í Landa­kots­skóla af hendi prests og starfs­manns þar á árunum 1954 til 1990. 

Rann­sókn­ar­nefnd kaþ­ólsku kirkj­unnar gaf út skýrslu um við­brögð stofn­un­ar­innar við ásök­un­unum í nóv­em­ber árið 2012 en nið­ur­staða nefnd­ar­innar var að starfs­menn innan kirkj­unnar hefðu van­rækt skyldur sínar og dæmi voru um að til­raunir hafi verið gerðir til að þagga ásak­an­irnar nið­ur­.  

Aðspurður um hvort að kaþ­ólska kirkjan hafi sett sér ein­hverja stefnu þegar kemur að kyn­ferð­is­brotum segir Jakob að stefna páfans um ekk­ert umburð­ar­lyndi gagn­vart kyn­ferð­is­brotum gildi líka hér.

 „Við fylgjum almennri stefnu kaþ­ólsku kirkj­unnar og páf­inn er mjög skýr í þessum mál­um. Hann segir að nú séum við komin í núll umburð­ar­lyndi og það gildir líka hérna. Svo er páf­inn líka búin að feta mjög mik­il­væg skref, þar er kirkjan í raun­inni leið­andi á þessu sviði, með því að gera það að skyldu innan kirkj­unnar að til­kynna brot á hvaða stigi sem er,“ segir Jakob og útskýrir að þá sé verið að tala um innan kirkj­unn­ar. Auk þess þurfi að til­kynna stjórn­völdum sam­kvæmt reglum og lögum hvers lands ef upp kemur grunur um brot. 

Jakob segir að það sé nefnd starf­andi innan kaþ­ólsku kirkj­unnar sem fólk getur leitað til sem og yfir­völd utan bisk­ups­dæm­is­ins, til að mynda sendi­herra­nefnd páfans á Norð­ur­löndum og í Róm. „Við erum reyndar að ein­hverju leyti enn þá að móta allar þessar regl­ur. Þessi nýju lög frá páfa komu í fyrra og því er þetta enn í ein­hverju leyti í mót­un. Við viljum auð­vitað bara fylgja með eins og á að ger­a,“ segir Jak­ob.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar