Færri vilja fjölga innflytjendum nú en áður

Tæplega þriðjungur landsmanna vill fjölga komum innflytjenda til landsins en nánast sama hlutfall vilja draga úr fjöldanum. Meirihluti landsmanna telur þó að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahag landsins og auðgi menningu.

Spilling fólk mótmæli Landsbanki
Auglýsing

Landsmenn eru almennt frekar jákvæðir í garð innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins, samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar Íslands. Töluverður munur er þó í viðhorfum gagnvart innflytjendum eftir bakgrunni og stjórnmálaskoðunum landsmanna. 

Þá vilja færri landsmenn fjölga komum innflytjenda til landsins nú en árið 2017 og fleiri vilja halda fjöldanum óbreyttum. Meirihluti landsmanna telur þó að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahag landsins og auðgi menningu Íslands. 

Nærri 50 þúsund erlendir ríkisborgarar

Komum inn­flytj­endum til Íslands hefur fjölgað mjög hratt á síð­ustu árum og á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­­fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­­sent. 

Þessa miklu fjölgun má rekja til þess að á Íslandi var mik­ill efna­hags­­upp­­­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­­­gangi, sér­­stak­­lega í þjón­ust­u­­störfum tengdum ferða­­þjón­­ustu og í bygg­inga­iðn­­aði.

Alls eru nú 49.344 erlendir ríkisborgarar hér á landi, samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár, og hefur þeim fjölgað um 11,7 prósent á einu ári.

Auglýsing

Félagsvísindastofnun Íslands framkvæmdi könnun á viðhorfum almennings til innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins síðasta haust en sambærileg könnun var framkvæmd árið 2017. Könnunin var gerð að beiðni félagsmálaráðuneytisins en hún er liður í mælingum á viðhorfum samfélagsins til innflytjenda á gildistíma framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016 til 2019.

Fleiri vilja halda fjöldanum óbreyttum 

Í tilkynningu ráðuneytisins um könnunina segir að landsmenn séu og hafi verið almennt frekar jákvæðir gagnvart innflytjendum á þessu tímabili og að lítil breyting orðið á viðhorfum landsmanna. 

Viðhorfið gagnvart fjölda innflytjenda sem koma til landsins breyttist þó töluvert á milli áranna 2017 og 2019. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar frá því í haust vilja nú færri fjölga komum innflytjenda til landsins en í sömu könnun fyrir tveimur árum.

Alls vilja 31 prósent svarenda auka fjöldann nokkuð eða mikið samanborið við 36 prósent árið 2017. Þá vilja um 37 prósent svarenda halda fjöldanum óbreyttum samanborið við 30 prósent tveimur árum áður. 

Mynd: Félagsvísindastofnun

Þá er lítil munur á milli ára á hlutfalli þeirra sem vilja draga nokkuð eða mikið úr fjölda innflytjenda sem koma til landsins en alls sögðust 32 prósent svarenda vilja draga úr fjöldanum í fyrra en 34 prósent árið 2017.

Tekjulægsti hópurinn vill fleiri innflytjendur

Í niðurstöðum könnunarinnar í fyrra má sjá mun í viðhorfi eftir kyni, búsetu aldri og menntun þegar kemur að komum innflytjenda til landsins. Konur vilja frekar fjölga komum innflytjenda til landsins en karlar. Þeir sem yngri eru vilja jafnframt frekar fjölga innflytjendum heldur en þeir sem eldri eru.

Þá vilja þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu heldur frekari fjölgun  en þeir sem búa á landsbyggðinni. Jafnframt eru þeir sem eru með háskólamenntun fremur fylgjandi fjölgun innflytjenda en þeir sem eru með minni menntun. 

Enn fremur kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar vilja frekar fjölga komum innflytjenda til landsins en þeir sem eru með hærri tekjur. Alls vilja 42 prósent þeirra sem eru sem eru með 400 þúsund krónur eða lægri í heimilistekjur auka fjölda þeirra innflytjenda sem koma til landsins. 

Stuðningsmenn Miðflokksins vilja draga úr komum innflytjenda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd:Bára Huld BeckEf litið er til afstöðu til fjölda innflytjenda eftir stjórnmálaflokkum má sjá að stuðningsmenn Miðflokksins vilja mun frekar draga úr fjölda innflytjenda en að fjölga þeim. 

Alls vilja 72,5 prósent stuðningsmanna flokksins draga nokkuð eða mikið úr fjölda þeirra innflytjenda sem koma til landsins. Einungis 5 prósent þeirra vilja fjölga komum. 

Þá er meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingarinnar fylgjandi því að fjölga komum innflytjenda til landsins. 

Meirihluti landsmanna sammála um að innflytjendur séu góðir fyrir efnahaginn 

Í könnuninni var jafnframt spurt um hvort að innflytjendur hafi almennt góð eða slæm áhrif á íslenskan efnahag. Um 64 prósent svarenda töldu innflytjendur hafa góð áhrif á efnahaginn árið 2019 í samanburði við tæp 60 prósent árið 2017. 

Þá telur meirihluti landsmanna jafnframt að innflytjendur auðgi menningu á Íslandi eða alls 64 prósent svarenda.

Jafnframt var spurt um hversu mikilvægt svarendum þótti að fólk sem kemur frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins fái dalvalarleyfi væri kristin. Færri töldu það mikilvægt árið 2019 en tveimur árum áður eða alls 19 prósent svarenda samanborið við 25 prósent svarenda tveimur árum áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar