Innflytjendur jákvæð innspýting í samfélögum

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, fjallaði um áskoranir sem samfélög á vesturlöndum standa frammi fyrir.

Gylfi-Zoega-
Auglýsing

„Til þess að bregð­ast við lægri fæð­ing­ar­tíðni og öldrun sam­fé­laga á Vest­ur­löndum er þrennt til ráða: Auka fæð­ing­ar­tíðni, auka vinnu­mark­aðs­þátt­töku ungra sem ald­inna og leyfa aðflutn­ing erlends vinnu­afls.“

Þetta kemur fram í ítar­legri grein Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­ors, sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem ber heit­ið: Um börn og fóst­ur­börn. 

Í grein­inni fjallar hann um lýð­fræði og alþjóða­stjórn­mál og meðal ann­ars hvernig inn­flytj­enda­mál hafa birst sem þrætu­epli á sviði stjórn­mála og einnig sem áhrifa­mikil breyta í hag­fræð­i. 

Auglýsing

„Í fyrsta lagi getur hið opin­bera reynt að hafa áhrif á ákvarð­anir um barn­eignir með því að nið­ur­greiða kostnað við barna­upp­eldi; greiða fyrir fæð­ing­ar­or­lof, nið­ur­greiða leik­skóla o.s.fr.  Jafn­vel mætti hugsa sér að umb­una þeim sem eign­ast börn með ein­greiðsl­um, eins konar verð­launum sam­fé­lags­ins fyrir að hafa komið með fleiri ein­stak­linga í heim­inn. Hver nýr þjóð­fé­lags­þegn mun svo síðar á ævinni sem hluti af hag­kerf­inu skapa verð­mæti og greiða skatta í rík­is­sjóð og standa undir kostn­aði við þá sem komnir eru á efri ár. 

Í öðru lagi er unnt að auka vinnu­mark­aðs­þátt­töku með því að stytta skóla­göngu og hækka líf­eyr­is­ald­ur. Í Dan­mörku er líf­eyr­is­aldur tengdur við ævi­líkur og hækkar þá yfir tíma. Þetta kemur í veg fyrir að hærri ævi­líkur verði til þess að auka fram­færslu­byrði á þá sem eru á vinnu­mark­aði. Það væri æski­legt að svipað fyr­ir­komu­lag verði tekið upp hér á landi með form­legum hætt­i.  Stytt­ing skóla­göngu er hins vegar vara­sam­ari vegna þess að hún getur bitnað á mannauði fólks, minnkað fram­leiðni á hverju ári á vinnu­mark­aði þótt árunum á vinnu­mark­aði fjölgi. Það er alls óvíst hvort að stytt­ing fram­halds­skóla í þrjú ár hér á landi hafi verið gæfu­spor.

Í þriðja lagi er unnt að leyfa fleirum að flytja til lands­ins. Hér á landi ger­ist þetta nokkuð sjálf­krafa með búferla­flutn­ingum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES). Þannig má líta inn­flytj­endur sem „fóst­ur­börn“ sem komi í stað­inn fyrir þá sem ekki fædd­ust.

Rann­sóknir erlendis hafa sýnt að aðflutn­ingur erlends vinnu­afls einn nægi varla til þess að koma í veg fyrir hækkun á fram­færslu­byrði vinn­andi fólks á Vest­ur­löndum á næstu ára­tug­um. Ein rann­sókn leiddi þó í ljós að aðflutn­ingur erlends vinnu­afls gæti komið í veg fyrir öldrun banda­rísku þjóð­ar­innar en það gerð­ist fyrst og fremst vegna þess að frjó­semi inn­flytj­enda væri meiri en frjó­semi inn­fæddra. En þessi áhrif eru minni ef inn­flytj­endur eru fyrst og fremst karl­ar, sem ekki ætti að koma á óvart, eins og reyndin hefur verið með inn­flytj­endur frá  Mið-Aust­ur­löndum í Þýskla­landi og í Sví­þjóð und­an­farin ár.

Nið­ur­staða fjölda rann­sókna hefur verið sú að til þess að stemma stigu við öldrun sam­fé­laga á Vest­ur­löndum þurfi allt þrennt að fylgj­ast að;  hærri fæð­inga­tíðni, aukin vinnu­mark­aðs­þátt­taka og aðflutn­ingur erlends vinnu­afls, ekk­ert eitt þess­ara atriða nægi til þess að koma í veg fyrir öldrun sam­fé­laga í Evr­ópu. Einnig er með öllu óvíst hvað rík­is­valdið getur gert til þess að hafa áhrif á þessa þætti og hversu mikil þau áhrif yrð­u,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent