Innflytjendur jákvæð innspýting í samfélögum

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, fjallaði um áskoranir sem samfélög á vesturlöndum standa frammi fyrir.

Gylfi-Zoega-
Auglýsing

„Til þess að bregð­ast við lægri fæð­ing­ar­tíðni og öldrun sam­fé­laga á Vest­ur­löndum er þrennt til ráða: Auka fæð­ing­ar­tíðni, auka vinnu­mark­aðs­þátt­töku ungra sem ald­inna og leyfa aðflutn­ing erlends vinnu­afls.“

Þetta kemur fram í ítar­legri grein Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­ors, sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem ber heit­ið: Um börn og fóst­ur­börn. 

Í grein­inni fjallar hann um lýð­fræði og alþjóða­stjórn­mál og meðal ann­ars hvernig inn­flytj­enda­mál hafa birst sem þrætu­epli á sviði stjórn­mála og einnig sem áhrifa­mikil breyta í hag­fræð­i. 

Auglýsing

„Í fyrsta lagi getur hið opin­bera reynt að hafa áhrif á ákvarð­anir um barn­eignir með því að nið­ur­greiða kostnað við barna­upp­eldi; greiða fyrir fæð­ing­ar­or­lof, nið­ur­greiða leik­skóla o.s.fr.  Jafn­vel mætti hugsa sér að umb­una þeim sem eign­ast börn með ein­greiðsl­um, eins konar verð­launum sam­fé­lags­ins fyrir að hafa komið með fleiri ein­stak­linga í heim­inn. Hver nýr þjóð­fé­lags­þegn mun svo síðar á ævinni sem hluti af hag­kerf­inu skapa verð­mæti og greiða skatta í rík­is­sjóð og standa undir kostn­aði við þá sem komnir eru á efri ár. 

Í öðru lagi er unnt að auka vinnu­mark­aðs­þátt­töku með því að stytta skóla­göngu og hækka líf­eyr­is­ald­ur. Í Dan­mörku er líf­eyr­is­aldur tengdur við ævi­líkur og hækkar þá yfir tíma. Þetta kemur í veg fyrir að hærri ævi­líkur verði til þess að auka fram­færslu­byrði á þá sem eru á vinnu­mark­aði. Það væri æski­legt að svipað fyr­ir­komu­lag verði tekið upp hér á landi með form­legum hætt­i.  Stytt­ing skóla­göngu er hins vegar vara­sam­ari vegna þess að hún getur bitnað á mannauði fólks, minnkað fram­leiðni á hverju ári á vinnu­mark­aði þótt árunum á vinnu­mark­aði fjölgi. Það er alls óvíst hvort að stytt­ing fram­halds­skóla í þrjú ár hér á landi hafi verið gæfu­spor.

Í þriðja lagi er unnt að leyfa fleirum að flytja til lands­ins. Hér á landi ger­ist þetta nokkuð sjálf­krafa með búferla­flutn­ingum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES). Þannig má líta inn­flytj­endur sem „fóst­ur­börn“ sem komi í stað­inn fyrir þá sem ekki fædd­ust.

Rann­sóknir erlendis hafa sýnt að aðflutn­ingur erlends vinnu­afls einn nægi varla til þess að koma í veg fyrir hækkun á fram­færslu­byrði vinn­andi fólks á Vest­ur­löndum á næstu ára­tug­um. Ein rann­sókn leiddi þó í ljós að aðflutn­ingur erlends vinnu­afls gæti komið í veg fyrir öldrun banda­rísku þjóð­ar­innar en það gerð­ist fyrst og fremst vegna þess að frjó­semi inn­flytj­enda væri meiri en frjó­semi inn­fæddra. En þessi áhrif eru minni ef inn­flytj­endur eru fyrst og fremst karl­ar, sem ekki ætti að koma á óvart, eins og reyndin hefur verið með inn­flytj­endur frá  Mið-Aust­ur­löndum í Þýskla­landi og í Sví­þjóð und­an­farin ár.

Nið­ur­staða fjölda rann­sókna hefur verið sú að til þess að stemma stigu við öldrun sam­fé­laga á Vest­ur­löndum þurfi allt þrennt að fylgj­ast að;  hærri fæð­inga­tíðni, aukin vinnu­mark­aðs­þátt­taka og aðflutn­ingur erlends vinnu­afls, ekk­ert eitt þess­ara atriða nægi til þess að koma í veg fyrir öldrun sam­fé­laga í Evr­ópu. Einnig er með öllu óvíst hvað rík­is­valdið getur gert til þess að hafa áhrif á þessa þætti og hversu mikil þau áhrif yrð­u,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent