Innflytjendur jákvæð innspýting í samfélögum

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, fjallaði um áskoranir sem samfélög á vesturlöndum standa frammi fyrir.

Gylfi-Zoega-
Auglýsing

„Til þess að bregð­ast við lægri fæð­ing­ar­tíðni og öldrun sam­fé­laga á Vest­ur­löndum er þrennt til ráða: Auka fæð­ing­ar­tíðni, auka vinnu­mark­aðs­þátt­töku ungra sem ald­inna og leyfa aðflutn­ing erlends vinnu­afls.“

Þetta kemur fram í ítar­legri grein Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­ors, sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem ber heit­ið: Um börn og fóst­ur­börn. 

Í grein­inni fjallar hann um lýð­fræði og alþjóða­stjórn­mál og meðal ann­ars hvernig inn­flytj­enda­mál hafa birst sem þrætu­epli á sviði stjórn­mála og einnig sem áhrifa­mikil breyta í hag­fræð­i. 

Auglýsing

„Í fyrsta lagi getur hið opin­bera reynt að hafa áhrif á ákvarð­anir um barn­eignir með því að nið­ur­greiða kostnað við barna­upp­eldi; greiða fyrir fæð­ing­ar­or­lof, nið­ur­greiða leik­skóla o.s.fr.  Jafn­vel mætti hugsa sér að umb­una þeim sem eign­ast börn með ein­greiðsl­um, eins konar verð­launum sam­fé­lags­ins fyrir að hafa komið með fleiri ein­stak­linga í heim­inn. Hver nýr þjóð­fé­lags­þegn mun svo síðar á ævinni sem hluti af hag­kerf­inu skapa verð­mæti og greiða skatta í rík­is­sjóð og standa undir kostn­aði við þá sem komnir eru á efri ár. 

Í öðru lagi er unnt að auka vinnu­mark­aðs­þátt­töku með því að stytta skóla­göngu og hækka líf­eyr­is­ald­ur. Í Dan­mörku er líf­eyr­is­aldur tengdur við ævi­líkur og hækkar þá yfir tíma. Þetta kemur í veg fyrir að hærri ævi­líkur verði til þess að auka fram­færslu­byrði á þá sem eru á vinnu­mark­aði. Það væri æski­legt að svipað fyr­ir­komu­lag verði tekið upp hér á landi með form­legum hætt­i.  Stytt­ing skóla­göngu er hins vegar vara­sam­ari vegna þess að hún getur bitnað á mannauði fólks, minnkað fram­leiðni á hverju ári á vinnu­mark­aði þótt árunum á vinnu­mark­aði fjölgi. Það er alls óvíst hvort að stytt­ing fram­halds­skóla í þrjú ár hér á landi hafi verið gæfu­spor.

Í þriðja lagi er unnt að leyfa fleirum að flytja til lands­ins. Hér á landi ger­ist þetta nokkuð sjálf­krafa með búferla­flutn­ingum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES). Þannig má líta inn­flytj­endur sem „fóst­ur­börn“ sem komi í stað­inn fyrir þá sem ekki fædd­ust.

Rann­sóknir erlendis hafa sýnt að aðflutn­ingur erlends vinnu­afls einn nægi varla til þess að koma í veg fyrir hækkun á fram­færslu­byrði vinn­andi fólks á Vest­ur­löndum á næstu ára­tug­um. Ein rann­sókn leiddi þó í ljós að aðflutn­ingur erlends vinnu­afls gæti komið í veg fyrir öldrun banda­rísku þjóð­ar­innar en það gerð­ist fyrst og fremst vegna þess að frjó­semi inn­flytj­enda væri meiri en frjó­semi inn­fæddra. En þessi áhrif eru minni ef inn­flytj­endur eru fyrst og fremst karl­ar, sem ekki ætti að koma á óvart, eins og reyndin hefur verið með inn­flytj­endur frá  Mið-Aust­ur­löndum í Þýskla­landi og í Sví­þjóð und­an­farin ár.

Nið­ur­staða fjölda rann­sókna hefur verið sú að til þess að stemma stigu við öldrun sam­fé­laga á Vest­ur­löndum þurfi allt þrennt að fylgj­ast að;  hærri fæð­inga­tíðni, aukin vinnu­mark­aðs­þátt­taka og aðflutn­ingur erlends vinnu­afls, ekk­ert eitt þess­ara atriða nægi til þess að koma í veg fyrir öldrun sam­fé­laga í Evr­ópu. Einnig er með öllu óvíst hvað rík­is­valdið getur gert til þess að hafa áhrif á þessa þætti og hversu mikil þau áhrif yrð­u,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent