Bára Huld Beck

Mennska og miðill dansa tangó

Sumir segja að veruleikinn sé í fleiri víddum en margir aðrir trúa. Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti Önnu Birtu Lionaraki en hún upplifir látnar manneskjur, verur af ýmsum toga, atburði sem enn hafa ekki átt sér stað og hið liðna í lífi ókunnugs fólks; líðan þeirra, upplag og heilbrigði.

Mér þykir áhuga­vert að pæla í skynjun af því að við skynjum veru­leik­ann á svo ólíkan hátt og kannski má segja að hug­ar­heimur mann­eskju sé um leið skáld­skapur henn­ar. Og þessi skáld­skapur er alls­kon­ar, útfærður út frá líf­sýn okkar og reynslu. Í huga Önnu Birtu eru látnir jafn lif­andi og við hér og nú. Skynjun hennar og hug­ar­heimur hljóma kannski eins og Harry Pott­er-­bók í eyrum þeirra sem skynja heim­inn frekar eins og í skáld­sögu í raun­særri anda. En er ekki skynjun hvers og eins sann­leikur í ein­hverjum skiln­ingi?

Óður til vídd­anna í veru­leik­anum

Ef les­andi er for­vit­inn um víð­tæka skynjun getur við­kom­andi hlustað á Önnu Birtu í Bíó Para­dís í kvöld, 2. jan­ú­ar. Þar ætlar hún að stíga á stokk klukkan átta og miðla fyrir fjöld­ann, á eins konar nýárs­fagn­aði sem verður óður til vídd­anna í veru­leik­an­um.

Anna Birta sagði mér frá vænt­an­legri sam­komu þegar við hitt­umst skömmu fyrir jól á Kaffi Vest. Ég vissi að þessi sér­kenni­lega geislandi kona hefði áður miðlað fyrir sal áhorf­enda og fann fyrir for­vitni, slík sam­koma þykir ekki bein­línis hefð­bund­in. En á meðan við spjöll­uðum tyllti vin­kona mín sér hjá okkur og brá við næmni Önnu þegar hún þuldi upp úr hinu og þessu um líðan henn­ar; eitt­hvað við atvikið var eins skemmti­legt og spriklandi bíó­mynd eftir Alma­dovar, annað afsprengi úr ævin­týra­legum hug­ar­heimi. Það er ævin­týra­legt að tala við Önnu Birtu, svo skemmti­lega öðru­vísi að ég gat ekki stillt mig um að fá hana í við­tal.

Hverju á ég að spyrja hana að velkt­ist fyrir mér og fyrsta spurn­ingin sem skaut upp koll­inum var: Hefur skynjun þín á veru­leik­ann alltaf verið svona?

Hún hall­aði undir flatt, ögn hugsi og sagði að sér fynd­ist hún alltaf hafa skynjað fólk eins og hún geri í dag en haldið að það væri eðli­legt eða hef­bund­ið. Hún hefði þó ekki séð það sem hún kallar hand­an­heims­fólk fyrr en hún var orðin fimmtán ára.

Þá sprakk þetta út og ég vil meina að það hafi tengst horm­óna­breyt­ing­um. Mér fannst ég vera bara hefð­bundið barn. Ég man ekki eftir neinni óraun­veru­legri skynjun en ég held ég hafi alltaf skynjað til­finn­ingar ann­arra meira en þykir hefð­bund­ið; ég fann bragð af sorg eða sagði hluti sem barn myndi ekki segja. Ég átti til að segja við kenn­ara að hún væri óham­ingju­söm í hjóna­bandi sínu, það rifj­aði til dæmis mamma upp með mér um dag­inn. En þegar ég var fimmtán ára bjó ég í Englandi og þar var kenn­ari sem hafði nýlega klárað krabba­meins­með­ferð. Ég man að ég fann svo til með henni að ég sagði: Mikið þykir mér þetta leitt, frú Liddle.

Hún starði á mig, henni var svo brugð­ið. Við horfð­umst í augu og áttum ein­hvers konar augna­blik. Þetta er sér­kenni­legur eig­in­leiki, fólk segir mér frá sorg­unum sín­um. Eins og ég sé með ein­hvers konar sam­hygð­un­ar­gen.

Upp­li­f­irðu oft augna­blik sem öðrum þykja skrýt­in?

Ég upp­lifi stundum merki­leg augna­blik, svar­aði Anna Birta og mundi eftir atviki í neð­an­jarð­ar­lest þar sem henni hafði orðið star­sýnt á konu og spurt upp úr þurru: Ertu með gigt? Konan jánk­aði því, sagði að sér væri sér­stak­lega illt í hend­inni svo Anna Birta tók í hend­ina á henni, hélt í hana um stund og sagði síðan að hún ætti að fara heim að hvíla sig. En konan þurfti að fara að vinna.

Konan sagði mér hversu mörg hús hún var að fara að þrífa þennan dag­inn og þegar ég fór út úr lest­inni og vissi hvað biði hennar með gigt­ina sína, þá grét ég, sagði Anna Birta. En svo er ég bara venju­leg mann­eskja, fór heim og lagð­ist yfir Brook­lyn Nine-Ni­ne.

Annað skondið atvik var um borð í flug­vél á leið til Grikk­lands þegar kom mikil ókyrrð. Konan á ská við hlið mér fór að biðja guð almátt­ugan á brasil­ískri portú­gölsku að vernda sig. Hún æjaði af hræðslu og hélt að við værum að fara að hrapa. Ég rétti henni hend­ina mína og hún greip í hana, það sem eftir lifði flugs­ins voru tvær hendur sem mætt­ust á gang­in­um. Ég róaði hana og allt í einu vorum við að ræða saman á portú­gölsku, en ég hafði verið skiptinemi í Bras­il­íu. Í spjall­inu birt­ist mér allt í einu mað­ur­inn hennar – sem var dáinn – svo þetta varð að mið­ils­fundi í flug­vél. Þessi kona hafði verið nunna en hætt því þegar hún kynnt­ist mann­inum heitna. Hún hætti að gráta yfir mögu­legu flug­hrapi og varð þakk­lát fyrir spjallið um mann­inn sinn. Þegar ég fór úr vél­inni gat ég ekki annað en brosað út í annað og þakk­aði fyrir að það voru fleiri grísku­mæl­andi í vél­inni en þeir sem skildu portú­gölsku.

Anna Birta
Bára Huld Beck

Þá var ekki úr vegi að spyrja: Kannski er skynjun sem þessi svipuð því að tala annað tungu­mál en margir?

Fólk á erfitt með að skilja þennan heim ef skynjun þess er mjög ólík. Þetta er eins konar ofur næmi og mennskan mín er oft ber­skjöld­uð, maður getur mætt gagn­rýni við að tala um þetta. Maður er svo berrass­að­ur, í þess­ari næmu sam­hyggð. En hún getur verið erf­ið, það er erfitt að vera alltaf á und­an. Ég fæ frétt­irnar fyrst! Við fáum samt ekki að sjá neitt um líf okk­ar, sem betur fer; nema við vitum allt með teng­ing­ar, skynjum fljótt sér­staka teng­ingu við aðra mann­eskju. En ef ég verð ást­fangin blörr­ast sýn­irn­ar.

Sárs­auki þinn er sárs­auki minn

Það var for­vitni­legt að biðja Önnu að lýsa skynjun sinni á umhverfi sitt; hvernig fangar hún sjálf skynj­un­ina með orð­um?

Já, og ég held að það sé lík­am­legt gen, þetta ofur­næmi, eins og að finna lykt af þungun eða skynja ástand á líf­færum fólks – til dæmis að finna lykt af skjald­kirtils­sjúk­dómi, sagði Anna Birta og hló aðeins að sjálfri sér áður en hún sagð­ist skynja mikið í gegnum lykt.

Ég sé til dæmis ekki árur, eins og sum­ir, en ég skynja áruna, En burt frá því séð, þá er til sál­arminni – vil ég meina. Ég á við að mann­eskjan fæð­ist með reynslu, eins konar vit­und. Segjum að það sé til guð, án hug­mynda­fræði trú­ar­bragða, ein­hvers konar alheims­vit­und sem er allt efni og það er tíðni í efn­inu. Svo er það efnið sem hylur vit­und­ina, lík­am­inn, en í gena­mengi lík­am­ans búa sögur for­feðra okk­ar. Barn skynjar heim­inn með sinni ein­lægu, barns­legu vit­und og full­orð­inn ein­stak­lingur skynjar heim­inn á allt annan máta en fyrir mér er guð æðsta vit­und­ar­tíðn­in, útli­staði Anna Birta, hik­aði síðan og bætti við orðum til að fanga hug­sýn sína bet­ur: Því meiri sorg sem þú lifir af, því meiri kær­leika finn­urðu – og þannig, smátt og smátt, hverfur sjálfs­vit­und­in. Hug­myndin okkar um þetta sjálf. Og því meira rými skap­ast fyrir sorgir og upp­lif­anir ann­arra. Ég er stöðugt að vinna í öðrum en þessir allir aðrir eru um leið ég.

Þannig get ég tengt inn í mann­eskju, ég fer fram­hjá efn­inu og inn í vit­und, það eru engin skil á vit­und einnar mann­eskju og ann­arr­ar. Bara hug­mynd okkar um lík­ama og egó. Þú finnur það sem annar finnur eins og það sé þitt, sárs­auki ann­arrar mann­eskju verður sárs­auki minn, ég er eins og ryk­suga. Einu sinni var ég að með­höndla konu með blöðru­bólgu og ég fann svo til með henni að dag­inn eftir vakn­aði ég sjálf með blöðru­bólgu.

Vit­undin er eins og streng­ur; hver minn­ing eins og pol­aroid-­mynd; hvar streng­ur­inn hófst og hvar hann endar er stóra spurn­ing­in. Ég sé bara hvernig streng­ur­inn liggur úr þessum heimi í hinn, þar halda minn­ing­arnar áfram og þær eru ekki lengur í ramma lík­am­ans. Aðeins orka, ljósið án lík­am­ans. Orka umbreyt­ist, þannig birt­ist það mér, útskýrði Anna Birta áfram og sagð­ist vera með þennan eig­in­leika eins og svo margir á undan sér, þetta hefði alltaf verið til.

Fjar­stæðu­kennt að verða mið­ill

Ég gæti falið þetta, sagði hún, eins og margir hafa gert til að verja mig og mína frá hefð­bundnum skoð­unum sam­fé­lags­ins. En ég vil það ekki.

Það tók mig langan tíma að sann­færast, ennþá lengri tíma að sam­þykkja þessa skynj­un. Ég trúi því að þetta sé genat­ískt og ég ætla að leggja mitt af mörkum til kom­andi kyn­slóða og svipta skömm­inn af þessu list­formi. Ég skil svo vel hvernig þetta kann að hljóma fyrir þá sem ekki skynja á þennan máta. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég vil leggja mitt af mörkum til að finna þetta gen. Þetta getur reynt mjög á lík­ama miðla og heil­ara, margir miðlar deyja til dæmis úr nýrna­vanda­mál­um. Við vinnum öðru­vísi úr orku ann­arra, við sjáum meinin og sorg­irn­ar, tökum það inn á lík­ama okkar og hreinsum út. Ég vona að fyrir minn hinsta dag verði hægt að læra á þennan vöðva í háskólum og að rann­sóknir mínar um lík­ama miðla verði að veru­leika.

Anna Birta er ung kona, ég myndi kalla hana skvísu í besta skiln­ingi þess orðs; hún er sigld og reynd, alin upp að hluta til í Grikk­landi, talar nokkur tungu­mál og mennt­aði sig í leik­list. Er kannski spes fyrir unga konu að starfa sem mið­ill?

Þegar ég var ung­lingur var ég svo inni­lega van­trúuð á allt sem heitir trú­ar­brögð og æðri mátt­ur. Mér fannst ekk­ert fjar­stæðu­kennd­ara en að trúa á eitt­hvað ósýni­legt afl. Ég eyddi dágóðum tíma í að kynna mér alls­konar trú­ar­brögð og fussa yfir fáfræði manna, öllum þessa til­gangs­lausa dauða, stríð­unum og ang­ist­inni, út af hug­mynd um ein­hvern guð. Þá fannst mér ekk­ert fjar­stæðu­kennd­ara en að ég yrði mið­ill.

Fimmtán ára byrja ég að sjá og fyrsta minn­ingin mín er á Ísa­firði þegar ég sá mann sem ég vissi að væri ekki úr þessum heimi. Ég fyllt­ist skelf­ingu og sá fram á lang­tíma spít­ala­vist, enda kem ég úr frekar hefð­bundnu umhverfi og helm­ing­ur­inn af fjöl­skyld­unni vís­inda­menn. Þar fer ég á fund mið­ils sem sagði mér mjög hisp­urs­laust að ég væri sjá­andi.

Nokkuð sem mér fannst ekki henta mér en það var samt þægi­legri pæl­ing en að vera viti sínu fjær. Síðan reyndi ég að ýta þessu frá, ef ég skynj­aði upp­lýs­ingar kom ég þeim áleið­is, en þetta var ekki eitt­hvað sem ég gaf of mik­inn gaum.

Ekki endi­lega smart að vera óhefð­bund­inn

Þegar Anna Birta var í leik­list­ar­námi í Aþenu varð skynjun hennar að partítrixi, að hennar sögn. Hvernig þá?

Ef ég fékk mér vín­glas þá heyrði ég og sá allt, vinum og kunn­ingjum til mik­illar gleði. En ég sá þetta frekar sem grín að koma með nákvæmar hand­an­heims upp­lýs­ingar um líðan fólks hér og þar – þangað til það fund­ust pen­ingar í lít­ill borg sem heitir Drama, þar sem lát­inn faðir hafði gefið mjög nákvæmar lýs­ingar hvar banka­bókin væri geymd og pen­ing­arnir inni í henni. Eftir það var hringt í mig og ég varð eig­in­lega agn­dofa, mest yfir nafn­inu á bank­an­um: Agrotiki Tra­peza! Mér fannt svo fyndið að hafa heyrt hvað bank­inn hét. Þetta leysti mig úr álögum af mögu­legri skyn­villu, alltaf gott að fá smá sönn­un.

En ég ætl­aði nú bara að vera leik­kona og fékk að verða það svo ég hugs­aði ekki mikið um þetta en það frétt­ist og fólk átti til að spyrja mig um ráð og biðja um heil­un.

Henni til mik­ils léttis hætti þetta síðan þegar hún varð barns­haf­andi en það stóð ekki lengi, þegar dóttir hennar fædd­ist segir hún það hafa sprungið end­an­lega út. Hvernig þá?

Bara eins og það hafði brot­ist út á ung­lings­ár­un­um, svo ég tengi það líka horm­óna­breyt­ing­um, sagði Anna Birta. Þegar dóttir mín var tíu daga gömul heyri ég hurð skell­ast og það var svo raun­veru­legt að ég hélt það hefði verið úti­dyra­hurð­in. Þá runnu á mig tvær grímur og ég vissi að þetta væri komið aft­ur. En þegar barnið mitt var níu mán­aða gúgglaði ég miðlar á Íslandi í þrá að fá frið frá hand­an­heimi. Ég fékk tíma hjá konu sem heitir Bíbí og bað hana að loka fyrir þetta. En hún sagði bara: Nei, ég get ekki lokað á þig, svo ert þú arf­taki minn! Ég man mér fannst ég vera stödd inni í ein­hverri sápu­óp­eru. Mér fannst það hræði­leg til­hugsun að þurfa að verða mið­ill! En hún bað mig um að koma í Sál­ar­rann­sókn­ar­fé­lag­ið, mér að kostn­að­ar­lausu, eina sem ég þyrfti að gera væri að lesa fólk og hún myndi leið­beina mér, kenna mér á þennan vöðva. Ég man mér fannst þetta eins og ég hefði fengið boð í Hogwarts-­skól­ann. Þessi hula, sem aðskilur heim­ana, er bara tíðni, draum­kennd eins og dala­læða. En sann­leik­ur­inn getur verið afger­andi og við viljum ekki alltaf sjá hann, það sem er fram­andi getur tekið á.

Tím­inn vann mér inn traust og fólkið sem kemur til mín er sann­leik­ur­inn, það styrkir mig því upp­lýs­ing­arnar reyn­ast sann­ar. Það er ég þakk­lát fyr­ir.

Anna Birta
Bára Huld Beck

Vill stofna stétt­ar­fé­lag

Eftir fæð­ing­una upp­lifði Anna Birta að hún væri tengd við tal­stöð, þegar hún bjóst síst við því bár­ust mjög nákvæmar upp­lýs­ingar sem höfðu ekk­ert með hana að gera.

Það tók mig langan tíma að sætta mig við þetta, ég held það ætli eng­inn að verða mið­ill. Þetta er eins og að kunna að spila á píanó en þola ekki píanó, svo­lítið eins og að sjá í lit eða ekki lit. Eins konar ofskynj­un.

Í sal með fólki finn ég alla lík­amana, for­tíð­ina, fram­tíð­ar­mögu­leik­ana. Það tók mörg ár að læra að stjórna þess­ari ofskynj­un. Trylltur tangó á milli þess að vera mennsk og vit­und­ar­ein­ing, sagði hún.

Hvernig kemur þetta niður á mennskunni?

Asna­legt að segja það, samt, það er þetta að vera óhefð­bund­inn. Það þykir ekki endi­lega smart að sjá meira en það sem þykir venju­legt. Með tím­anum verður þetta venju­legt, þetta er bara veru­leiki minn. Og nú á ég fleiri miðla­vini en fyrir tíu árum og það er ótrú­lega skemmti­legt að sitja með hópi miðla sem er líka venju­legt fólk og stundar venju­lega vinnu – en sér! Það er góð til­finn­ing. Eins og að vera ein af fáum sem talar gel­ísku. En ég vil samt stofna stétt­ar­fé­lag fyrir okk­ur.

Í þjóð­ar­minn­inu býr nafnið Einar á Ein­ars­stöðum en hann var þekktur lækna­mið­ill og nafn hans lifir enn á meðal margra, þar á meðal í skynjun Önnu Birtu. Hún sagði að faðir sinn hefði fallið fyrir eigin hendi og mamma hennar í kjöl­farið fengið boð um að fara til Ein­ars á Ein­ars­stöð­um.

Mamma fékk sím­hring­ingu frá til­von­andi guð­móður minni sem sagði að Einar hefði boðið henni að koma til sín ef hún vildi. Mamma hafði aldrei haft sam­band við hann og þekkti hann ekk­ert. En hún fór. Og í lok tím­ans sagði hann að hún þyrfti núna að vera sterk því hún ætti von á barni.

Nokkuð sem kom mömmu minni í opna skjöldu en reynd­ist síðan rétt og var hin dramat­íska inn­koma mín í þetta líf. Þegar ég var fimmtán ára fór ég að skynja Ein­ar. Ég kynnt­ist honum ekki á meðan hann lifði, samt er hann mér oft innan hand­ar, sagði Anna Birta og hló aftur að sjálfri sér – og kannski líf­inu!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnAuður Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal