Mikill munur á fylgi frjálslyndu flokkanna eftir könnunum

Maskína mælir stöðu Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata mun sterkari en hún mælist í könnunum MMR og Gallup. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist hins vegar svipað hjá Maskínu og hjá MMR.

Formenn og talsmenn þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi nú í kappræðum í sjónvarpssal í aðdraganda kosninganna 2017.
Formenn og talsmenn þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi nú í kappræðum í sjónvarpssal í aðdraganda kosninganna 2017.
Auglýsing

Þrír flokkar í stjórn­ar­and­stöðu, sem hafa unnið nokkuð náið saman á þessu kjör­tíma­bili, skil­greina sig sem frjáls­lynda og eru með margar sam­bæri­legar áherslur í sínum stefn­um, mæl­ast með sam­an­lagt 47 pró­sent fylgi í könnun Mask­ínu. Þetta eru Sam­fylk­ing­in, sem mælist með 19 pró­sent fylgi, og Við­reisn og Pírat­ar, sem mæl­ast báðir með 14 pró­sent stuðn­ing. 

Yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga þá myndu þessir flokkar bæta sam­an­lagt við sig 19 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Sam­eig­in­lega fylgi Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata mælist hins vegar einu pró­sentu­stigi minna en það gerði í könnun Mask­ínu sem birt var í byrjun des­em­ber 2018, þegar fylgið mæld­ist 48 pró­sent.

Auglýsing
Þetta er mun meira fylgi en flokk­arnir þrír hafa mælst með í reglu­legum könn­unum Gallup og MMR á þessu kjör­tíma­bili. Í síð­ustu könnun Gallup mæld­ust þeir með 36,9 pró­sent fylgi og hjá MMR mæld­ust þeir með 36,7 pró­sent. Fylgi flokk­anna þriggja hefur hald­ist nokkuð stöðugt á þessum slóðum allt kjör­tíma­bilið hjá bæði Gallup og MMR og aldrei mælst í þeim hæðum sem það mælist hjá Mask­ín­u. 

Ekki gert ráð fyrir Sós­í­alista­flokknum

Ein skýr­ingin er sú að Mask­ína virð­ist ein­ungis spyrja um stuðn­ing við þá átta flokka sem nú þegar eiga full­trúa á Alþingi. Sam­an­lagt fylgi þeirra í könnun fyr­ir­tæk­is­ins mælist 99,9 pró­sent. Fylgi flokka samkvæmt könnun Maskínu í desember 2019.

Í könn­unum bæði Gallup og MMR hefur Sós­í­alista­flokkur Íslands hins vegar verið að mæl­ast með fylgi sem gæti vel skilað honum mönnum inn á þing. 

Í nýj­ustu könnun MMR mæld­ist sá flokkur til að mynda með meira fylgi en nokkru sinni áður, eða 5,2 pró­sent, og hjá Gallup mælist fylgið um þrjú pró­sent. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn náði manni inn í borg­ar­stjóri Reykja­víkur árið 2018 í einu kosn­ing­unum sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinni tekið þátt í. Þá fékk hann 6,4 pró­sent atkvæða og Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir tók sæti í borg­ar­stjórn fyrir hans hönd í kjöl­far­ið.

Mik­ill munur á stöðu stjórn­ar­flokka

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír, Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hafa allir mælst með sam­eig­in­lega mun minna fylgi í reglu­legum könn­unum síð­ustu miss­erin en þeir fengu þegar talið var upp úr kjör­köss­unum haustið 2017. Þá fengu þeir 52,8 pró­sent atkvæða en í nýj­ustu könn­unum MMR og Gallup hefur það sam­eig­in­lega fylgi ann­ars vegar mælst 38,6 pró­sent og hins vegar 43,1 pró­sent. Hvor­ugt myndi duga til að tryggja rík­is­stjórn­inni áfram­hald­andi set­u. 

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mælist mjög svipað hjá Mask­ínu og það gerir hjá MMR, eða 36,7 pró­sent. Mun­ur­inn er vel innan skekkju­marka. Fylgi stjórn­ar­flokk­anna hefur hríð­fallið frá því að könnun Mask­ínu sem gerð var í byrjun des­em­ber 2018 var birt, en þá mæld­ist það 43 pró­sent.

Auglýsing
Ein breyta sem getur þar haft veru­leg áhrif er að fylgi Mið­flokks­ins var botn­frosið í des­em­ber 2018, beint í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins. Flokknum tókst hins vegar að ná vopnum sínum á árinu sem var að líða og mæld­ist um tíma sem næst stærsti flokkur lands­ins í könn­unum MMR. Nið­ur­brot á könn­unum hefur sýnt að Mið­flokk­ur­inn hafi upp­runa­lega tekið mikið fylgi af Fram­sókn­ar­flokknum en í seinni tíð líka tek­ist að ná mörgum fyrr­ver­andi kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks yfir á sitt band. 

Í nýj­ustu könnun Mask­ínu mælist fylgi Mið­flokks­ins 12,1 pró­sent sem er svipað og það mæld­ist hjá Gallup í des­em­ber (12,9 pró­sent), en heldur lægra en það mæld­ist hjá MMR (14,3 pró­sent). 

Ef kosið yrði í dag myndi Flokkur fólks­ins, sam­kvæmt nýj­ustu könnun Mask­ínu, verða eini flokk­ur­inn sem á full­trúa á þingi í dag sem myndi lík­lega ekki ná inn kjör­dæma­kjörnum þing­manni, en fylgi hans mæld­ist 4,1 pró­sent.

Mask­ína gerði könnun sína dag­anna 12. til 20 des­em­ber og um sex­tíu pró­sent af 914 svar­endum tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjós­a?“. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar