Facebook og ég!

Auður Jónsdóttir segist ætla að prufa – já, prufa – að hætta á Facebook. Hér kemur ástæðan.

Auglýsing

Á haust­mán­uðum hnaut ég um frétta­skýr­ingu á ruv.is um við­tal við Frances Haugen, en hún starf­aði áður sem vöru­stjóri hjá sam­fé­lags­miðl­inum Face­book. Í frétt­inni var haft eftir henni að mið­ill­inn hylmdi yfir sönn­un­ar­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­urs; ætlun mið­ils­ins væri frekar að græða en upp­ræta dreif­ingu rangra upp­lýs­inga. Til­efni frétt­ar­innar var við­tal við hana sem hafði birst í 60 mín­útum á CBS. Sam­kvæmt Haugen ýtir mið­ill­inn undir upp­lýs­inga­óreiðu, póli­tískan áróður og hat­urs­orð­ræðu í hagn­að­ar­skyni. Hún kvaðst oft hafa orðið vitni að hags­muna­á­rekstrum, ann­ars vegar gagn­vart því sem væri gott fyrir almenn­ing og hins vegar þess sem væri gott fyrir mið­il­inn. Eftir lest­ur­inn sagði ég við sjálfa mig: Jæja, þetta er orðið gott, ég hætti á Face­book! En ... ég er ennþá á Face­book. Af hverju?

Það er langt síðan ég ánetj­að­ist örlitlum en þó reglu­legum sprautum af djúsí boð­efnum í heil­anum þegar fb-vinir læka eitt­hvað hjá mér eða ég sé eitt­hvað ánægju­legt á miðl­in­um. Þessar skvettur af boð­efnum eru svo raun­veru­legar að þær minna á maura í sænskum skógi sem ég lærði ung að bíta í sundur til að fá upp í mig dropa af súr­sætum vökva.

Á Face­book er til­veran römmuð inn í per­sónu­legt Séð og heyrt-­blað þar sem við­kom­andi er bæði við­fangs­efnið á síð­unni og rit­stjóri henn­ar. Hér er ég, um mig, frá mér, til mín, hét bók eftir Pétur Gunn­ars­son og nú er eins og við séum öll per­sónur og leik­endur í ótelj­andi skáld­verkum sem gætu heitið einmitt það, þó að bókin hafi verið ólíkt betri en svo­kall­aður prófíll manns á tíma­lín­unni. Á sam­fé­lags­miðlum skrifum við jú skáld­sög­una Ég og rit­stýrum fjöl­miðl­inum Ég.

Auglýsing

Binna hringir!

Og fynd­ið, rétt í þessu, þegar ég skrif­aði punkt­inn fyrir aftan ÉG, þá hringdi sím­inn. Það var Binna, æsku­vin­kona mín, sem skríkti: Veistu hvað! Það eru fjórtán ár í dag síðan við urðum Face­book-vin­kon­ur. Ég fékk til­kynn­ingu um það í dag! botn­aði hún sem hefur reyndar verið vin­kona mín síðan árið 1988, minnir mig. Og, hélt hún áfram, það er þér að kenna að ég byrj­aði á Face­book! Þú hringdir í mig frá Barcelona og sagð­ir: Binna, farðu á Face­book! Núna strax!

Í alvöru! hváði ég.

Já, fliss­aði Binna sem hélt áfram: Og ég spurði: Hvað er Face­book og hvernig geri ég það? Og þá sagðir þú mér að opna tölv­una, finna Face­book.com og skrá mig, síðan mynd­irðu senda mér eitt­hvað sem ég ætti að sam­þykkja. Ég var bara úti að labba og flýtti mér heim til að fara inn á þetta Face­book.

Næst sagði Binna mér að ég hefði rekið harka­lega á eftir henni þar sem ég hefði verið að kepp­ast við að eign­ast fleiri vini en þáver­andi eig­in­maður minn, en við vorum bæði að fikta við þennan nýja mið­il, hvort inni í sínu her­berg­inu.

Svo ég þorði ekki öðru en gera þetta eins hratt og ég gat, sagði Binna. Og síðan þá er ég ennþá á Face­book og ekki séns að ég kom­ist út aft­ur! Maður er bara orð­inn fastur inni í Face­book, í alls­konar hópum og maður getur ekki fyrir sitt litla líf lokað á Face­book því maður verður að fá að vita hvað er í gangi á Ísa­fjarð­armark­aði. Og hjá Flat­eyr­ing­un­um! Og Fólki með áhuga á þrifum, það er einn mik­il­væg­asti þrif­hópur Íslands!

Hátíð­leg milli­landa­sím­töl

Tíma­setn­ingin á þessu sím­tali var kostu­leg.

Ekki leið á löngu frá því að ég skip­aði æsku­vin­konu minni að fara þarna inn þar til mið­ill­inn var orðin dýr­mæt líf­lína til Íslands. Bæði gat ég ræktað sam­bönd við vini og vanda­menn í gegnum hann og stöðugt tekið þátt í sam­fé­lags­um­ræð­unni. Að auki end­ur­nýj­aði ég kynni við fólk frá ólíkum tíma­bilum lífs­ins, bæði á Íslandi og í þeim löndum sem ég hafði dvalið í. Að búa í útlöndum með Face­book varð fljót­lega annað en að hafa búið í útlöndum fyrir Face­book. Svo mikið hafði breyst frá því að ég var barn með for­eldrum mínum á Spáni og hót­el­stjóri hóaði í okkur með hátíð­legri við­höfn til að til­kynna að mömmu biði sím­tal frá Íslandi. Milli­landa­sím­tal hlaut að boða válegar frétt­ir.

Krist­ján Eld­járn er dáinn! – til­kynnti amma örsnöggt og kvaddi síðan því sím­töl á milli landa þurftu að vera stutt.

Nú get ég setið á Íslandi og röflað við fimm mann­eskjur í eins mörgum löndum í einu á Faceti­me, án þess það kosti krónu. En getur verið að veran á Face­book kosti mig eitt­hvað dýr­mæt­ara en pen­inga?

Þegar ég skráði mig fyrst á Face­book, búsett á horni hóru­hverfis í Barcelona, byrj­aði ég að eyða dágóðum tíma í dæg­ur­þras á Íslandi, á kostnað þess að lesa spænsk slúð­ur­blöð. Borgin varð æ fjar­læg­ari því lengur sem ég eyddi tím­anum í rugl­ings­legar rök­ræður á íslensku.

Án þess ég tæki eftir því síað­ast mið­ill­inn inn í mig og ég inn í hann svo úr varð sam­runi mennsku og tækni. Allt í einu var orðið hluti af hvers­deg­inum að tékka stöðugt á Face­book. Eitt­hvað sem ég sá þar gat sett veru­leika minn í Barcelona úr skorð­um. Póli­tískt þras heima varð óvænt svo akt­úel að ég gleymdi að borga fyrir app­el­sínur hjá tann­lausum karli frá Marokkó. Heim­ur­inn byrj­aði að skreppa sam­an, en líka stækka. Ég gat verið í tveimur löndum í einu, samt, um leið var ég ... hvergi.

Á valdi nýrrar tækni

Nema jú, ég var á valdi nýrrar tækni. Strax búin að ánetj­ast henni, áður en ég hafði svo mikið sem leitt hug­ann að þunga­vigtar spurn­ingum um mekk­an­isma henn­ar. Húkt á mögu­leika henn­ar; eins og að geta póstað skrifum mínum og þannig fengið fleiri les­end­ur, kynnt við­burði og umfjöllun um verkin mín, um leið og ég gat verið í meira sam­bandi en áður, á annan hátt þó, við vini og ætt­ingja.

Með­vit­und­ar­laus afsal­aði ég mér per­sónu­legum upp­lýs­ingum bæði um sjálfa mig og atferli mitt. Gagn­rýn­is­laust og árum sam­an. Ekki nóg með það, heldur líka upp­lýs­ingum um korn­ungan son minn. Þegar ég heyrði talað um að Face­book eign­aði sér sína hlut­deild í ljós­myndum sem birt­ust á síð­unni þorði ég varla að leiða hug­ann að því. Þá er ótalin vit­leysan sem ég hef skrifað í skila­boða­þráðum, mann­eskja sem stundar það að senda vinum sínum intens­í­var rit­gerð­ir. Það er ekk­ert sem ég ótt­ast eins mikið og leka á spjall­þráðum Face­book ­– og þó! Ef það ger­ist týn­ast skrifin von­andi í haf­sjó rugls­ins í okkur öll­um.

Fleira er ótalið. Eins og sú blá­kalda stað­reynd að ég gleymi hvers konar prinsippum þegar ég nýti miðil sem er sagður stuðla að hat­urs­orð­ræðu, upp­lýs­inga­óreiðu og póli­tískum áróðri, svo eitt­hvað sé nefnt. Mið­ill sem getur haft áhrif á afkomu fjöl­miðla með því að meina dreif­ingu og deil­ingu frétta þeirra, ef þeir fara ekki að skil­málum hans, og þannig á lýð­ræð­is­legt ástand mála í ríkjum heims­ins. Eða, eins og stóð orð­rétt í nýlegum skoð­anapistli rit­stjóra þessa mið­ils með yfir­skrift­inni Sið­ferð­is­lega gjald­þrota fyr­ir­tæki með lýð­ræðið í lúk­unum, þá hefur Face­book gert þriðja aðila kleift að safna upp­lýs­ingum um tugi millj­óna manna til að hag­nýta og selja í aðdrag­anda lýð­ræð­is­legra kosn­inga og ógna þannig frið­helgi einka­lífs­ins.

Mið­ill­inn étur í sig aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla sem fún­kera eftir prinsippum fags­ins. Og! ... hann ræktar líka og nærir hégóma minn.

Ég ætla að hætta á morg­un!

Af hverju er ég ekki hætt á Face­book?

Jú, ég er í jóla­bóka­flóði. Mið­ill­inn hjálpar við að fylgja verki úr hlaði, óðs manns æði að hætta akkúrat núna. En kannski er svarið flókn­ara. Kannski kann ég ekki lengur að vera til án Face­book. Ég segi eins og Binna vin­kona: Maður er bara orð­inn fastur inni á Face­book.

Ef ég myndi hætta þar myndi ég missa af ótelj­andi við­burð­um, tíð­indum og pæl­ing­um. Líka afmælum nákom­inna, hápunktur afmælis manns eru Face­book-­kveðj­urn­ar. Og ég myndi missa af ótelj­andi fal­legum kveðjum og safa­ríkum fimmaura­brönd­urum vina minna. Jafn­vel glutra niður sam­böndum mínum við vini mína í útlönd­um! Ég myndi hætta að geta speglað hugs­anir mínar í skoð­unum og gild­is­dómum fjöld­ans. Ég hef jú, þrátt fyrir allt, haft rænu á að eiga fjöl­marga Face­book-vini með gjör­ó­líkar skoð­anir í veiklu­legri til­raun til að sporna við heims­mynd algóriþmans, þó að hættan á bubblunni, ein­hæfri félags­lúppu sem þrengir heims­mynd­ina, sé auð­vitað alltaf til staðar á sam­fé­lags­miðli.

En! Ég myndi minnka lík­urnar á að ævi­starf mitt verði úti­lokað eftir heimsku­lega færslu. Og dvelja aftur innra með mér án til­bera sem heitir Face­book. Ég ætla að prófa að hætta á Face­book 1. jan­ú­ar, árið 2022. Til að muna hver ég var fyrir Face­book. Prófa sko!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit