Tímaþjófar

Auður Jónsdóttir fer yfir nokkur umkvörtunarefni sem hafa lengi legið henni á hjarta, umkvörtunarefni sem eiga það öll sameiginlegt að vera tímaþjófar.

Auglýsing

Kona nennir sjaldn­ast að kvarta. Kannski bara því ég vil ekki vera kvart­andi kerl­ing, ég er jú orðin 49 ára og upp­lifi mig gamla skrukku þegar ég tuða um hvað mætti betur fara. Hégóm­inn stendur mér fyrir þrif­um. En! Ef ég er hvort sem er að verða gam­all kver­úlant, þá er líka allt í lagi að leyfa sér að vera það. Og tuða! Nú eru jú páskar, hátíð vors­ins. Upp­risan bíður okkar og myrkrið verður ljós. Af hverju ekki að leyfa sér að trúa að sumt sé hægt að laga? Hér er smá listi yfir umkvört­un­ar­efni sem hafa lengi legið mér á hjarta. Öll eiga þau sam­eig­in­legt að vera tíma­þjóf­ar.

Tíma­þjófur númer eitt

Hér gæti ég byrjað að tuða yfir nokkrum vinum mínum sem koma oft seint en tím­inn er það dýr­mætasta sem ég á. En ég nenni ekki að tuða yfir vin­unum svo ég beini orð­unum frekar að fyr­ir­tækj­um.

Fyrst má nefna bak­arí í nágrenni mínu sem til­heyrir vin­sælli keðju; Brauð & Co. Á kóvid­tímum ánetj­að­ist sonur minn brauð­met­inu þar, enda tók bara nokkrar mín­útur fyrir mig að skjót­ast þang­að. Nú er staðan hins vegar sú að þegar verst lætur getur tekið hálf­tíma að fara þang­að, þó að bak­aríið sé við hlið­ina á okk­ur, á Frakka­stíg. Bak­aríið er ofur vin­sælt hjá ferða­fólki – sem væri bara fagn­að­ar­efni, ef ekki fyrir þá stað­reynd að of oft er það und­ir­mannað miðað við fyr­ir­sjá­an­legan fjölda við­skipta­vina. Í þessu bak­aríi hef ég aðeins hitt frá­bært starfs­fólk; eldsnöggt og raunar sér­stak­lega elsku­legt, en á mestu anna­tímunum ham­ast það klukku­tímunum saman til að hafa við bið­röð­inni sem getur náð langt út á götu. Svo ég spyr: Hvernig væri að fjölga starfs­fólki og jafn­vel afgreiðslukössum, nú þegar er við­búið að við­skipta­vinum eigi eftir að fjölga? Að öðrum kosti eru eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins að ræna mig tíma. Ég er nefni­lega sauð­tryggur við­skipta­vinur því sonur minn dýrkar bak­aríið svo að ég hætti ekki að skipta við það, þó að ég húki þar í langri röð, stundum nývöknuð á nátt­föt­unum úti í rign­ingu. Og ekki búin að fá morg­un­kaffi!

Auglýsing

Þetta á reyndar við ýmis vin­sæl fyr­ir­tæki í miðbæ Reykja­vík­ur. Til að mynda Sand­holt, annað bak­arí í næstu götu. Þangað hef ég í tvígang skot­ist þegar ég gefst upp á röð­inni í þessu. Þar er sama sagan; hætta á bið­röð út á götu og starfs­fólkið gott en á yfir­snún­ingi. Svo í bæði skiptin hef ég gef­ist end­an­lega upp og farið brauð­laus heim.

Tíma­þjófur númer tvö

Um dag­inn, þegar sonur minn átti afmæli, skaust ég í Bónus á Lauga­veg­in­um. Á síð­asta snún­ingi að kaupa inn fyrir afmælið sem var sama dag. Það skrif­ast á mig en ekki bætti úr skák að þegar ég kom í búð­ina var hvergi inn­kaupa­kerru að sjá. Þegar ég spurði um kerru sagði afgreiðslu­stúlkan að það væru bara fimm kerrur í búð­inni en allar í notkun svo ég þyrfti að bíða.

Þegar biðin slag­aði upp í tutt­ugu mín­útur fór ég að ókyrr­ast. Á end­anum spurði ég um yfir­mann­inn og þá kom greið­vik­inn piltur aðvíf­andi og gekk strax í mál­ið, skömmu síðar var búið að finna kerru handa mér. En þá var líka búið að snuða mig um næstum því hálf­tíma af tíma mínum – sem er af svo skornum skammti að ég hafði ekki haft tíma fyrr í inn­kaupa­ferð­ina.

Tími minn er of dýr­mætur til að ég tími að spreða honum í vin­sæl fyr­ir­tæki á spari­skón­um. Og ég á ekki að þurfa þess. En Bónus snuð­aði mig um meiri tíma því þegar ég ætl­aði að kaupa burða­poka til að rog­ast með mat­inn heim kom í ljós að pok­arnir voru bún­ir. Ég komst ekki heim með allan þennan mat í pínu­litlum pokum svo ég hringdi í systur mína og beið í annan hálf­tíma þangað til hún sótti mig og mat­inn. Við rétt náðum að rigga upp afmæli áður en gest­irnir komu. Svo Bónus skuldar mér klukku­tíma úr lífi mínu!

Tíma­þjófur númer þrjú

Svo eru það sund­braut­irn­ar. Ég geri mér grein fyrir að þetta umkvört­un­ar­efni er ein­kenn­andi fyrir kver­úlant. En ég læt það gossa því ég er alltaf að hugsa um þetta. Svo er mál með vexti að mér finnst skemmti­leg­ast að synda rösk­legt bringu­sund. En þegar ég mæti í almenn­ings­laug á anna­tíma þarf ég oft að bíða lengi með að synda vegna þess að á braut­unum eru stunduð ólík sund­tök. Á fyrstu braut­inni er mann­eskja að synda baksund, hægt og á miðri braut­inni. Á næstu braut er ein­hver að synda íþrótta­manns­legt skrið­sund svo þar er heldur ekki gott að synda bringu­sund. Á þriðju braut­inni er ekki ólík­legt að sjá aðra mann­eskju að synda baksund. Og á þeirri fjórðu er ein­hver að synda höfr­unga­sund með tölu­verðri fyr­ir­ferð. En hvar á ég þá að synda?

Hvernig væri að eyrna­merkja alla­vega eina braut fyrir hið ofur vin­sæla bringu­sund? Slíkt fyr­ir­komu­lag myndi auð­velda líf mitt til muna. Reyndar lagði ég þessa hug­mynd undir góð­vin minn og hann sagði: „Í Þýska­landi tíðkast ekki sá siður að fólk syndi þvert á móti hvert öðru, heldur syndir fólk hvert á eftir öðru og í hringi eftir braut­un­um. Og þykir þar almenn kurt­eisi að taka ekki mikið framúr eða býsnast yfir öðr­um. Almennt er svona skipu­lagn­ing á hlut­unum talin Þjóð­verjum til lastar og til marks um skort á frjáls­ræði. Það er ekki rétt. Fáar þjóðir eru eins frjálsar í hugsun eins og Þjóð­verj­ar. Kjör­sundstíll Þjóð­verja er, líkt og allir vita, bringu­sund. Öfugt við til dæmis Banda­ríkja­menn sem frekar kjósa skrið­sund. En hrað­syndur maður lenti þó í því, bund­inn af hringsund­hefð Þjóð­verja og almennu óþoli gagn­vart fram­úr­tök­um, að þurfa að stilla sund­hrað­ann í takt við aðra og fóru þar fjörutíu mín­út­ur.“

Ég er sam­mála hinum ónefnda vini mínum að meintur skipu­lags­agi í þýskri þjóð­ar­sál sé til marks um frelsi í hugs­un. Samt getur of úthugsað skipu­lag haft ókosti í för með sér, eins og frá­sögn hans ber vitni um. Það breytir þó ekki því að reglu­verk í þágu neyt­enda verður seint ofmet­ið, sam­an­ber hin atriðin á list­anum mín­um. Og þá að leigu­bíl­um.

Tíma­þjófur númer fjögur

Ég á ekki bíl og tek oft leigu­bíl ef ég þarf að koma mér skyndi­lega á milli staða, eins og til tann­læknis eða í útvarps­við­tal. Of oft hef ég lent í því að þurfa að bíða svo lengi eftir bíl að á end­anum er erindið orðið úrelt og ég neyð­ist til að sleppa tíma hjá tann­lækni eða missi af fundi. Ástæð­an! Jú, stórt skemmti­ferða­skip liggur við höfn­ina og því eru engir leigu­bílar lausir á með­an. Eða eitt­hvað annað furðu­legt. Ég veit ekki hversu oft ég fengið að heyra að bíl­arnir séu upp­teknir og nokkur bið á að bíll­inn komi. Stundum hef ég haldið langa ræðu fyrir ein­hvern á sím­anum hjá Hreyfli þess efnis að það flokk­ist undir þjóð­fé­lags­legt örygg­is­at­riði að leigu­bílar séu til­búnir þegar þörf er á þeim. Ég er farin að vor­kenna fólk­inu þar að þurfa ítrekað að hlusta á mig í ræðu­ham.

Reyndar hef ég ein­stak­lega góða reynslu af leigu­bíl­stjór­unum hjá Hreyfli sem eru hver öðrum skemmti­legri að spjalla við. Og skjótir að keyra á milli staða þegar bíll­inn er á annað borð kom­inn og lagður af stað. En ef að fyr­ir­tæki gefur sig út fyrir að þjón­usta land­ann með leigu­bíl­um, þá verða bíl­arnir að vera til­búnir akkúrat þegar kona þarf á þeim að halda. Ann­ars er ekki hægt að reiða sig á leigu­bíla. Þá er skárra að létta á reglu­verk­inu í þessum efnum og leyfa frjáls­ari og fjöl­breytt­ari mark­að. Í þágu neyt­and­ans. Þjóð­verjar vita það jú, að reglu­verk kallar á frjálsa hugsun – og öfugt. Í öllum við­skiptum þarf ramma ­– en að sama skapi er bráð­nauð­syn­legt að hugsa út fyrir rammann.

Nú er þessi pist­ill orð­inn of langur svo ég læt hér við sitja, þó að ýmis­legt annað brenni á mér, og bið les­endur að afsaka tíma­þjófn­að­inn. Gleði­lega páska!

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit