Sömu víkingarnir, sama spillingin

„Í sölunni á Íslandsbanka kristallast spillingin sem við höfum barist við frá hruni,“ skrifa Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. „Fólk er ekki fóður fyrir fjárfesta og Ísland má ekki vera leikvöllur þeirra.“

Ragnar Þór og Ásthildur Lóa
Auglýsing

Salan á hlut rík­is­ins í Íslands­banka var algjört fíaskó eins og öllum er ljóst núna. Það er hins vegar seint í rass­inn gripið að átta sig eftir að salan hefur farið fram, því þessi atburða­rás var fyr­ir­sjá­an­leg og aug­ljós þeim sem hafa ein­hverja hug­mynd um það sem átt hefur sér stað hér á Íslandi, a.m.k. frá hruni en senni­lega mun leng­ur.

Fyrir þau okkar sem höfum barist fyrir rétt­læti frá banka­hrun­inu 2008, var atburða­rás síð­ustu daga, algjör­lega fyr­ir­sjá­an­leg. Í söl­unni á Íslands­banka krist­all­ast spill­ingin sem við höfum barist við frá hruni.

Salan á Íslands­banka er ekki „Spill­ing­in“ með stóru essi, hún er bara topp­ur­inn á ísjak­anum í þjónkun „kerf­is­ins“, ráð­herra, alþingis og fjölda emb­ætt­is­manna við fjár­mála­kerfið og íslenska „ólíg­ar­ka“.

Það er gott og frá­bært að Alþingi sé ofboðið vegna sölu Íslands­banka og von­andi leiðir það til ein­hverra breyt­inga sem skipta máli fyrir almenn­ing í land­inu.

En við skulum var­ast að líta á þessa sölu sem ein­hvern ein­stakan atburð og skoða hann í sam­hengi við það sem áður hefur gerst. Þá má nefni­lega sjá skýrt „mynstur“ spill­ingar og hrein­lega ein­beitts ásetn­ings til að fórna fólk­inu í land­inu fyrir fégráð­uga ein­stak­linga sem einskis svífast.

Auglýsing

Nokkur dæmi um það sem gerst hefur eftir hrun:

  • Ríkið stóð fyrir stærsta kenni­tölu­flakki sög­unnar til að bjarga bönk­unum eftir hrun. Nei­kvæðar afleið­ingar hruns­ins fyrir bank­ana voru svo til eng­ar, mála­mynd­a­refs­ingar á nokkrum ein­stak­lingum sem allir héldu samt öllu því sem þeim hafði áskotn­ast á árunum fyrir hrun.
  • Lána­söfn voru færð yfir til „nýju“ bank­anna á a.m.k. 50% afslætti.
  • Þessum afslætti var í engu skilað til fólks­ins í land­inu. Bank­arnir sáu sér þvert á móti leik á borði og inn­heimtu hvert ein­asta lán upp í topp án nokk­urrar mis­k­unn­ar.
  • Stjórn­völd sögðu ekki múkk við því heldur létu sér vel líka og verð­laun­uðu með bón­usum þá starfs­menn sem harð­ast gengu fram og náðu mestu inn.
  • Á sama tíma og ákveðið var að ganga hart fram gegn „skuld­ur­um“ sak­lausu fólki sem hafði það eitt sér til saka unnið að taka hús­næð­is­lán, fengu hrun­verjarn­ir, sjálfir útrás­ar­vík­ing­arn­ir, um 2.000 millj­arða afskrif­aða. TVÖ ÞÚS­UND MILLJ­ARÐA!
  • Frá hruni hafa „nýju kenni­töl­urn­ar“ hagn­ast um meira en 1.000 millj­arða. Sá hagn­aður byggir á „blóði og svita“ heim­ila lands­ins, fyrst og fremst þeim 15.000 sem bank­arnir skutu niður af virk­is­vegg skjald­borg­ar­inn­ar, en öll hafa heim­ilin fengið að blæða með einum eða öðrum hætti.

Að minnsta kosti 10.000 heim­ili voru hirt á nauð­ung­ar­sölum VEGNA þess­arar þjónk­unar við fjár­mála­öflin og 5 – 10.000 í við­bót, gengu að e.k. nauð­ara­samn­ingum við bank­ana og misstu heim­ili sín vegna þeirra og þá eru ótaldar þær þús­undir sem náðu að halda heim­ili sínu vegna samn­inga við bank­ann sem setti þau í klafa fátæktar og skorts.

En það er meira sem hefur gerst en þetta og Íslands­banki er ekki fyrsta arð­væn­lega fyr­ir­tækið sem hefur verið selt. Upp í hug­ann koma t.d. Borg­un, Míla og Lind­ar­vatn.

Borg­un, Míla og Lind­ar­vatn

Það virð­ist vera full ástæða til að rifja upp nokkuð af því sem gerst hefur á allra síð­ustu árum því ef stjórn­mála­menn hefðu haldið vöku sinni og sett það í sam­hengi við söl­una á Íslands­banka, hefðu þeir kannski ekki orðið jafn hissa og raun ber vitni, á því hvernig sú sala fór. Eins og eft­ir­far­andi dæmi sýna var það algjör­lega fyr­ir­sjá­an­legt.

Sala á hlut rík­is­ins í Borgun:

Lands­bank­inn, sem er í rík­i­s­eigu, seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 og eins og fyrir eitt­hvað krafta­verk jókst hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins gríð­ar­lega strax í kjöl­far­ið. Í grein Kjarn­ans Tíu stað­reyndir um sölu á hlut Lands­bank­ans í Borgun stend­ur:

Hlutur Lands­­bank­ans, sem er að mest­u í rík­­i­s­eigu, var ekki seldur í opnu sölu­­ferli. Öðrum mög­u­­lega áhuga­­söm­um ­kaup­endum bauðst því ekki að bjóða í hlut­inn. Kjarn­inn upp­­lýsti um það þann 27. nóv­­em­ber 2014 hverjir hefðu verið í fjár­­­festa­hópnum og hvernig salan hefð­i ­gengið fyrir sig. Á meðal þeirra var Einar Sveins­­son, föð­­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Miðað við hefð­bundna mæli­kvarða sem fjár­­­festar styðj­­ast við í fjár­­­fest­ingum þótti verð­ið lágt, hvort sem miðað er við fyr­ir­tæki erlendis eða skráð fyr­ir­tæki á Íslandi.

Þetta hljómar óneit­an­lega kunn­ug­lega og síðar í grein Kjarn­ans er fjallað um arð­greiðslur Borg­unar til hlut­hafa 4 mán­uðum eftir að rík­is­bank­inn seldi sinn hlut:

Kjarn­inn greinir frá því þann 29. apríl 2015 að ákveðið hefð­i verið á aðal­­fundi Borg­unar í febr­­úar sama ár að greiða hlut­höfum félags­­ins 800 millj­­ónir króna í arð vegna frammi­­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2014, þeg­ar Lands­­bank­inn var enn eig­andi að tæp­­lega þriðj­ungs­hlut. Þetta var í fyrsta sinn ­sem arður var greiddur út úr félag­inu frá árinu 2007. Tæp­­lega 250 millj­­ón­ir króna féllu í hlut nýrra hlut­hafa, sem hefðu runnið til Lands­­bank­ans ef hann hefði ekki selt hlut­inn.

Hvort eigum við að trúa því að stjórn­endur Lands­bank­ans séu svo van­hæfir að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru með í hönd­unum þegar þeir seldu fyr­ir­tæk­ið, eða að þeir hafi viljað koma þessum arð­greiðslum í djúpa vasa „vina og vanda­manna“?

Salan á Mílu:

Mílu, fjár­skipta­fyr­ir­tæk­inu „okk­ar“ var komið í hendur fjár­festa fyrir margt löngu þegar Land­sím­inn var illu heilli seld­ur. Fyrir skömmu sáu þeir sér leik á borði og seldu grunn­netið sem þjóðin hafði byggt upp, í hendur erlendra sjóða. Sá gjörn­ingur var fram­inn í skjóli nætur án þess að kjörnir full­trúar gætu rönd við reist, því á meðan kannski hefði verið hægt að bregð­ast við, var Alþing­is­mönnum haldið frá þing­inu á meðan for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sátu að tedrykkju.

Í þess­ari sölu koma gamlir hrun­verjar við sögu eins og svo oft áður. Við höfðum bæði miklar efa­semdir um þessa sölu. Þannig fór annað okkar fram á sér­staka umræðu á Alþingi þar sem spurt var áleit­inna spurn­inga um söl­una auk þess sem Ragnar Þór fjall­aði nokkrum sinnum um hana á Face­book, þar sem hann benti m.a. á tengsl hrun­verja við þessa sölu:

Eins og flestir vita eiga Stoðir (gamla FL group) um 16% hlut í Sím­anum og eru stærsti ein­staki hlut­hafi á eftir líf­eyr­is­sjóð­unum sem eiga sam­an­lagt um 62% hlut með beinum og óbeinum hætti.

Það er almennt vitað að Stoðir hafa stjórnað þeirri veg­ferð, að selja inn­viði Sím­ans, sem vekur upp spurn­ingar hvernig gam­al­kunnar við­skipta­blokkir eru að gera sig gild­andi í íslensku við­skipta­lífi og nota til þess kunn­ug­legar aðferð­ir. Selja inn­viði og græða sem mest á meðan aðr­ir, líf­eyr­is­sjóðir og almenn­ing­ur, sitja uppi með áhætt­una.

Lind­ar­vatn:

Svo má ekki gleyma Lind­ar­vatni en um það fyr­ir­bæri hefur Ragnar Þór skrifað nokkrar grein­ar. Sem dæmi um við­skipti þess var að eitt af skúffu­fyr­ir­tækjum þeirra keypti fyrir nokkrum árum hluta­bréf fyrir 20.000 íslenskar krónur sem urðu að 456 millj­ónum EINU ÁRI SÍЭAR, án þess að nokkur eft­ir­lits­stofnun svo mikið sem „depl­aði auga“.

Áhuga­samir geta lesið umfjall­anir um Lind­ar­vatn hér og hér.

Allir stjórn­mála­flokkar þurfa að líta í eigin barm

Þetta eru bara nokkur dæmi af fjöl­mörgum við­skiptum sem telj­ast mega vafasöm á und­an­förnum árum. Þau hafa öll átt sér stað í skjóli rík­is­stjórna und­an­far­inna ára og þar hlýtur fjár­mála­ráð­herra, sem hefur verið sá sami lung­ann af þessum tíma, að bera mesta ábyrgð.

Það er athygl­is­vert í ljósi þess­arar sögu að ein­ungis einn stjórn­mála­flokk­ur, Flokkur fólks­ins, var alfarið á móti söl­unni á Íslands­banka. Aðrir flokkar í stjórn­ar­and­stöðu voru annað hvort fylgj­andi söl­unni eða gerðu athuga­semdir við sölu­ferlið og/eða það að salan væri í hönd­unum á fjár­mála­ráð­herra.

Það er umhugs­un­ar­efni út af fyrir sig.

80% þjóð­ar­innar eru á móti því að ríkið selji hlut sinn í bönk­un­um. Í hvaða stöðu eru kjörnir full­trúar gagn­vart almenn­ingi í land­inu, þegar þeir eru til­búnir að fara svona gegn vilja þjóð­ar­innar bara ef „að­ferð­ar­fræðin er rétt“?

Vilji þjóð­ar­innar snýst ekki um í hvaða umbúðir spill­ing­unni er pakk­að.

Málið er líka að slík afstaða er opnun á spill­ing­una því, þrátt fyrir alla þá ábyrgð sem hann ber, er vand­inn ekki ein­skorð­aður við fjár­mála­ráð­herr­ann Bjarna Bene­dikts­son.

Vand­inn er mun viða­meiri og mikið djúp­stæð­ari en svo að hann snú­ist um einn mann, jafn­vel þó hann sé fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ef upp­ræta á spill­ing­una í land­inu þurfa allir stjórn­mála­flokkar að byrja á að líta í eigin barm og kann­ast við sína sögu í þeim efn­um, því á meðan allir vilja verja sinn þátt og benda bara á aðra, verður ómögu­legt fyrir okkur að standa sam­einuð gegn þessum ólígörkum sem eru að yfir­taka Ísland.

„Gamlir kunn­ingjar“ alls staðar á kreiki

Spill­ingin sem opin­berar sig með þessum hætti núna, er nefni­lega ekki ný af nál­inni. Hún hefur verið til staðar svo árum skipt­ir.

Mis­skipt­ingin var fyrst búin til með kvóta­kerf­inu sem gerði suma Íslend­inga svo stjarn­fræði­lega ríka að þeir vissu vart aura sinna tal og urðu að fá að leika sér aðeins með þá.

Síðan voru bank­arnir seldir og allt í einu varð til lok­aður hópur vina sem espaði hvorn annan upp í vit­leys­unni og kunnu sér ekk­ert hóf, borð­uðu gull og fengu Elton John og 50 Cent til að syngja afmæl­is­söngvana sína.

Fleira kom að sjálf­sögðu til, en það er slá­andi að þeir sem standa svona gríð­ar­lega vel í dag, sem skipa hina nýju for­rétt­inda­stétt, eru þar ekki vegna þess að þeir séu svo klár­ir. Þeir eru þar af því þeir komust að pen­inga­jöt­unni, oftar fyrir kunn­ings­skap en fyrir eigin gáfur eða við­skipta­vit.

Þeir fengu for­skot á okkur hin með tæki­færum sem fáum bjóð­ast.

Það eina sem þá skortir sem flestir aðrir hafa, er það sem á ensku er kallað „common decency“ og kannski mæti þýða sem „al­menna sóma­til­finn­ing­u“.

Og alveg sama hvert er litið í þjóð­fé­lag­inu, þar sem er spill­ing, þar sem eru óeðli­legir við­skipta­hætt­ir,

eins og t.d. í kringum kaupin á Borg­un, söl­una á Mílu, Lind­ar­vatn, Namib­íu­mál­ið, vafn­ings­mál­ið, svo eitt­hvað sé nefnt, og nú söl­una á Íslands­banka, þar er ein­hver þeirra.

Þeir eru alls staðar þar sem pen­ingar og spill­ing eru, í einni eða annarri mynd og það er alveg ljóst að við losnum ekki við þá nema með breyttu hug­ar­fari.

Við verðum að hætta að lúta í gras fyrir pen­ingum og fara að skoða við­skipta­sögu þess­ara manna með opnum aug­um.

Síð­ast en ekki síst, þurfum við að hætta að afhenda þeim eigur þjóð­ar­innar á silf­ur­fati.

Auglýsing

Ástæður þess að við erum alfarið á móti sölu bank­anna

Eins og á undan er rakið eru for­dæmin fyrir því hvernig fór með Íslands­banka, út um allt. Þau blasa við hverjum sem vilja sjá. Þess vegna höfum við verið á móti og barist gegn sölu bank­anna en það kemur þó fleira til, eins og t.d:

#1 Hrunið hefur ekki verið gert upp

Bank­arnir fóru illa með marga eftir hrunið og í allt of mörgum stað­festum til­vik­um, gengu þeir fram með ólög­legum hætti, í krafti yfir­burð­ar­stöðu.

Þau mál þarf að rann­saka og hafi bank­arnir oftekið fé, ber þeim að skila því til baka.

Áður en þau mál hafa verið skoðuð er hætta á að fjár­festar séu að kaupa kött­inn í sekknum og íslenska ríkið gæti verið ábyrgt fyrir því.

#2 Áhrif bank­ana á efna­hag þjóð­ar­innar eru gríð­ar­leg

Bank­arnir hafa mikil áhrif á efna­hag þjóð­ar­innar og afkomu heim­il­anna. Þau áhrif eiga ekki að vera í höndum áhættu­fjár­festa.

#3 Fé heim­il­anna er beint til bank­anna

Stærsti hluti fast­eigna­lána lands­manna eru hjá bönk­unum og þegar þannig stendur á í efna­hags­líf­inu grípur Seðla­bank­inn til þess ráðs að hækka vexti. Jafn­vel núna þegar ljóst er að nær öll verð­bólgan, nema kannski vegna hús­næð­islið­ar­ins, er inn­flutt og stafar af heims­far­aldri og/eða stríði úti í heimi, hækkar Seðla­bank­inn vexti. Þegar þannig stendur á mun hækkun vaxta ekki hafa nein áhrif til að slá á verð­bólg­una. Það sem hækkun vaxta mun hins vegar gera er að beina fé heim­il­anna beint í yfir­fullar fjár­hirslur bank­anna. Fyrst verið er að fara þessa leið, sem er svo röng og gerir ekk­ert annað en auka á erf­ið­leika heim­il­anna, er ekki ásætt­an­legt að fjár­festar fái þetta fé á silf­ur­bakka frá heim­ilum lands­ins. Það ætti a.m.k. að renna í sam­eig­in­lega sjóði og vera nýtt sam­fé­lag­inu til góðs.

#4 Frekar en að selja ætti að skoða nýtt rekstr­ar­form

Ef hrunið hefði kennt okkur eitt­hvað væri búið að aðskilja fjár­fest­inga­banka og við­skipta­banka. Þannig gætu fjár­festar leikið sér og „gam­blað“ með eigið fé, án þess að leggja okkur hin í hættu.

En þó það hafi ekki verið gert, þá ætti ríkið a.m.k. að nota tæki­færið og stofna hérna sterkan sam­fé­lags­banka að fyr­ir­mynd „Sparekassen“ í Þýska­landi.

Til að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing, þá er gerir eign­ar­hald rík­is­ins banka ekki að sam­fé­lags­banka. Í raun hefur ríkið hagað sér eins og versti fjár­festir sem eig­andi banka. Í stað þess að huga að hags­munum neyt­enda hefur það beygt sig undir og jafn­vel fagn­að, arð­sem­is­kröfu bank­anna, alveg sama hvað það hefur kostað neyt­end­ur.

Án þess að fara nánar út í það hér, setur sam­fé­lags­banki hags­muni neyt­enda í for­gang og skilar umfram hagn­aði til baka til sam­fé­lags­ins í stað þess að beina því í vasa vík­inga og „ólig­ar­ka“ að leika sér með.

Auglýsing

Við verðum að ná Íslandi til baka

Við búum í einu rík­asta landi í heimi. Hér eiga allir að gera haft það gott. Sá kap­ít­al­ismi sem hér er rek­inn hefur fyrir löngu gengið sér til húð­ar.

Stærsti hluti þjóð­ar­innar hefur það fínt, hvort sem það er á efri eða neðri hluta „fínt“ skal­ans; nóg að bíta og brenna ásamt nokkuð öruggu húsa­skjóli.

Um 15% þjóð­ar­inn­ar, 55.000 manns, eru samt á leigu­mark­aði. Það er stað­reynd að nær engin er á leigu­mark­aði af því hann vilji það, heldur af því hann neyð­ist til og það er í þessum hópi sem skort­ur­inn er hvað mest­ur. Sumir á leigu­mark­aði hafa „í sig og á“ en aðrir ekki og það er því miður ört vax­andi hópur sem býr við skort.

Á sama tíma eru örfáir menn og en færri kon­ur, sem leika sér að millj­örð­um. Millj­örðum sem hafa í raun komið frá þjóð­inni með einum eða öðrum hætti. Þetta eru ekk­ert meiri snill­ingar en „ég og þú“, þeir ein­fald­lega fengu tæki­færi sem „mér og þér“ hafa aldrei boð­ist.

Ef þetta eru 2000 menn, og það er væg­ast sagt vafa­samt að þeir séu svo margir, eru þeir hálft pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Það er hins vegar lík­legra að þeir séu innan við 100 eða 200, jafn­vel ekki nema nokkrir tug­ir.

Hversu miklu eigum við öll að fórna fyrir þá?

Fólk er ekki fóður fyrir fjár­festa og Ísland má ekki vera leik­völlur þeirra.

Við verðum að ná land­inu okkar til baka!

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir er þing­maður Flokks fólks­ins og for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son er for­maður VR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar