Auglýsing

Það er öllum ljóst að staðan á stjórn­ar­heim­il­inu er þung. Hún hefur aldrei verið þyngri. Rík­is­stjórn sem hvílir að mestu á góðu vinnu­sam­bandi og trausti milli Katrínar Jak­obs­dóttur og Bjarna Bene­dikts­sonar glímir nú við mikil inn­an­mein og ósætti. Hingað til hefur að mestu tek­ist að halda því ósætti inn­an­húss. Svo er ekki leng­ur. 

Banka­salan, sem allir nema for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, þeir sem sáu um að selja og þeir sem fengu að kaupa eru á að hafi verið algjört klúð­ur, étur upp póli­tíska inn­eign hjá bæði Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokkn­um. For­víg­is­mönnum þeirra flokka svíður mjög að þurfa enn og aftur að axla afleið­ingar af póli­tískum axar­sköftum Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Áhuga­verð könnun Mask­ínu, um þróun fylgis stjórn­ar­flokk­anna eftir að Bún­að­ar­þingsskandalar Fram­sóknar og dekkri hliðar banka­söl­unnar komu fram í dags­ljósið sýndi að það fjarar fljótt undan þeim og sú staða var að teikn­ast upp, í fyrsta sinn í mörg ár, að frjáls­lyndu miðju­flokk­arnir í stjórn­ar­and­stöðu mæld­ust með meira sam­eig­in­legt fylgi en rík­is­stjórn­in. 

Aug­ljóst er að það þarf að grípa til ein­hverra aðgerða til að reyna að laga traustið á banka­sölu­ferl­inu. Eða rétt­ara sagt lág­marka skað­ann. Ef staðan verður látin óhreyfð þá situr þessi rík­is­stjórn eftir með þann stimpil að hafa staðið fyrir – og með – ferli sem gaf rík­asta fólki lands­ins, fólki í virkri lög­reglu­rann­sókn, dæmdum glæpa­mönn­um, fyrr­ver­andi eig­endum fall­inna banka, spá­kaup­mönnum sem tóku snún­ing og starfs­mönnum þeirra sem falið var að selja, ágóða á kostnað skatt­greið­enda. 

Slíkt þrífst ekki auð­veld­lega af. Spyrjið bara ráð­herrana sem seldu rík­is­banka á árunum 2002 og 2003. 

Ábyrgðin er stjórn­mála­manna

And­staðan við skipun rann­sókn­ar­nefndar hefur þegar dýpkað holu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Stjórn­sýslu­út­tekt sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra biður rík­is­end­ur­skoðun án rétt­kjör­ins rík­is­end­ur­skoð­anda um að fram­kvæma dugar að sjálf­sögðu ekki til. Rök­studdar ásak­anir hafa komið fram um að sölu­ferlið sé ekki í sam­ræmi við lög um hvernig eigi að selja banka, fara þarf í saumana á því hvernig þátt­tak­endur voru vald­ir, hvernig sölu­ráð­gjafar hög­uðu sér og hvort hægt sé með ein­hverjum vit­rænum hætti að rétt­læta mörg hund­ruð millj­óna króna þókn­anir sem greiddar voru af fjár­munum rík­is­sjóðs fyrir að hringja í helstu við­skipta­vini og kunn­ingja sína á nokkrum klukku­tímum og bjóða þeim rík­is­banka­hlut á afslætt­i. 

Auglýsing
Ein leið sem verið er að ræða af alvöru innan stjórn­mál­anna er að kanna hvort hægt sé að rifta söl­unni. Önnur er sú að leggja nýja skatta á þá sem keyptu, í gegnum almenna skatt­lagn­ingu á aðila sem hafa hagn­ast gríð­ar­lega á aðgerðum stjórn­valda á und­an­förnum árum. Leggja á hval­reka­skatt.

Ef ráð­ist er í slíkar aðgerð­ir, og jafn­vel skipun rann­sókn­ar­nefndar á síð­ari stig­um, er verið að gang­ast við því form­lega að salan á 22,5 pró­sent hlutnum í Íslands­banka hafi mislukk­ast. Á því þarf ein­hver að bera ábyrgð. Líkt og Lilja Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra banka­mála, sagði í við­tali við Morg­un­blaðið á mánu­dag, þegar hún opin­ber­aði skýrt ágrein­ing­inn sem er til stað­ar: „Ábyrgðin hlýt­ur að vera stjórn­­­mála­­manna sem tóku ákvörðun í mál­in­u.“

Sá stjórn­mála­maður er Bjarni Bene­dikts­son. Ef hann axlar ekki ábyrgð­ina þá situr öll rík­is­stjórnin uppi með hana. Sér­stak­lega ráð­herrar Vinstri grænna og Fram­sóknar þar sem óþol fyrir svona stjórn­ar­háttum er mun meira hjá þeirra kjós­endum en í bak­landi Bjarna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Gervi­brosið

Lík­urnar á því að Bjarni, sem hefur staðið af sér fleiri hneyksl­is­mál og sjálf­skap­aðar krísur en senni­lega nokkur annar stjórn­mála­maður í Íslands­sög­unni, víki af stjórn­mála­svið­inu við þessar aðstæður til að bjarga rík­is­stjórn­inni eru hins vegar sára­litl­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hverf­ist í kringum for­mann­inn sem setið hefur í rúm 13 ár. Hann hefur ekki gengið í gegnum neina hug­mynda­fræði­lega end­ur­nýjun í for­mann­s­tíð Bjarna og er því full­kom­lega mót­aður af hans póli­tíska per­sónu­leika. Í honum felst aðal­lega að breyta ekki kerf­unum sem hann er búinn að full­manna af sínu fólki og finna nýjar leiðir til að koma almannafé til vel settra í gegnum skattaí­viln­an­ir, styrkja­greiðsl­ur, laga­breyt­ingar og sölu rík­is­eigna. Eng­inn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er nægi­lega sterkur til að ógna þess­ari stöðu Bjarna. Því þarf að bíða eftir að Bjarni kjósi að yfir­gefa svið­ið. Á sínum for­send­um. 

Fyrir vikið standa sam­starfs­flokk­arnir frammi fyrir þeirri stöðu að lafa í ósætti og súr­leika. Og í skugga hót­ana úr ranni sjálf­stæð­is­manna í garð vara­for­manns ann­ars þeirra, haldi hún sig ekki á mott­unni héðan í frá. Eða ein­fald­lega slíta stjórn­ar­sam­starf­in­u. 

Senni­leg­ast er að fyrri val­kost­ur­inn verði ofan á. Stjórnin mun lafa og setja upp gervi­bros­ið, eins og fórn­ar­lamb heim­il­is­of­beldis sem veit að allir eru að horfa á glóð­ar­augað sem eng­inn trúir að hafi verið slys.

Það er þó þannig að þegar þrír flokkar sem eiga fátt annað sam­eig­in­legt á pappír en íhalds­semi og vilj­ann til að stjórna mynda rík­is­stjórn, þá munu ágrein­ings­málin koma upp við hverja beygju. Þau munu því þurfa að end­ur­taka þetta stöðu­mat aftur og aftur og aft­ur. 

Það sem gæti breytt þess­ari stöðu hratt eru kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ef grænu stjórn­ar­flokk­unum tveimur verður refsað illi­lega á lyk­il­stöðum eins og í Reykja­vík þá er erfitt að draga aðra ályktun en að sú refs­ing sé afleið­ing af því sem gerst hefur í lands­mál­un­um. 

Að græða pen­ing­inn

Sem stendur er áferð rík­is­stjórn­ar­innar sú að hún sé að reyna að standa í vegi fyrir því að almenn­ingur fái tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig kerf­is­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki í hans eigu var selt með vafasömum hætti.

­Sölu­ferlið er hold­gerv­ingur þeirrar græðgi sem ein­kennir íslenskt fjár­mála­kerfi og hefur birst í end­ur­komu fjár­fest­inga­fé­laga sem sér­hæfa sig í að kreista eins mikla pen­inga og hægt er út úr rekstr­ar­fé­lögum á fákeppn­is­mark­aði til að fóðra vasa hlut­hafa sinna.

Hún hefur birst í end­ur­komu kaupauka­kerfa sem nú eru farin að teygja sig í að ein­stakir menn fá samn­inga sem eru metnir á meira en millj­arð króna. Hún birt­ist í skyndi­legum áhuga allra í Borg­ar­tún­inu og Val­höll á orku­skipt­um, sem eru næsta pen­ingamat­ar­holan til að tæma. Hún hefur birst í því að jafn­vel fólk sem á tugi millj­arða króna í eigið fé gat ekki látið tæki­færið um að taka snún­ing á Íslands­banka­söl­unni fram­hjá sér fara. 

Hér hefur engin sið­bót orðið og hjá þeim sem græða pen­ing­inn er eng­inn pen­ingur of lít­ill til að græða hann. Svo horfir þessi hópur framan í rest­ina af þjóð­inni eins og þau séu fávitar fyrir að skilja ekki að um þetta snú­ist líf­ið, kerfin og ham­ingj­an. Að græða pen­ing­inn.

Rík­is­stjórn Íslands stendur nú frammi fyrir því hvort hún ætli að vera rík­is­stjórn þessa litla hóps. Eða rík­is­stjórn allra hinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari