Þetta er Ísland ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Auglýsing

Árið 2014 var tekin póli­tísk ákvörðun um að breyta stuðn­ings­kerfi þeirra heim­ila sem voru með hús­næð­is­lán á Íslandi. Í hröðum en öruggum skrefum myndi vaxta­bóta­kerf­ið, sem miðl­aði fjár­munum úr rík­is­sjóði til tekju­lágra og þeirra sem voru að koma undir sig fót­un­um, hverfa og nýtt kerfi skatt­afsláttar taka við. 

Það fól í sér að allir tekju­hópar sem söfn­uðu í sér­eign­ar­sparnað gátu notað hann skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lánin sín upp að ákveð­inni upp­hæð árlega. Nýja kerfið var hluti af „Leið­rétt­ing­unni“ svoköll­uðu. Hin hluti hennar var milli­færsla á 72,2 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði til hluta þeirra lands­manna sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. Þar af fór tæp­lega þriðj­ungur upp­hæð­ar­innar til þess fimmt­ungs lands­manna sem átti mestar hreinar eign­ir. Til að átta sig á hversu sví­virði­lega mikil rang­hug­mynd sú aðgerð var má til við­bótar benda á að 1.250 heim­ili sem borg­uðu auð­legð­ar­skatt árið 2013, lang­rík­asta fólk lands­ins, fengu sam­tals 1,5 millj­arða króna í þennan rík­is­styrk. 

Lengi hefur verið uppi rök­studdur grunur um að þorri þess skatta­af­sláttar sem fæst með því að nota sér­eign­ar­sparnað til að nið­ur­greiða hús­næð­is­lán hafi líka lent hjá rík­asta hópi lands­manna. Sér­fræð­inga­hóp­ur­inn sem vann grunn­vinn­una að þessum aðgerðum gaf það til að mynda skýrt til kynna í skýrslu sinni sem birt var 2013. Þar stóð orð­rétt: „Al­­­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það.“

Nú hefur þessi til­færsla frá þeim sem þurfa á pen­ingum að halda til þeirra sem langar í meiri pen­inga verið stað­fest. 

Tugir millj­arða til tekju­hæstu hópanna

Í umfjöllun sem birt­ist í mán­að­ar­yf­ir­liti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) í vik­unni kom fram að alls hafi 32,8 millj­arðar króna feng­ist í skattaí­vilnun vegna skatt­frjálsrar ráð­stöf­unar á sér­eign­ar­sparn­aði. Af þeirri upp­hæð fóru 28 millj­arðar króna, 85 pró­sent heildar upp­hæð­ar­inn­ar, til tekju­hæstu 30 pró­sent ein­stak­linga. Á árinu 2020 fór næstum helm­ingur alls skatta­af­slátt­ar­ins til þeirra tíu pró­sent lands­manna sem voru fyrir rík­ast­ir, alls um 2,2 millj­arðar króna. Ef sama hlut­fall heildar upp­hæð­ar­innar hefur farið til þess­arar rík­ustu tíundar þá hefur þessi hóp­ur, sem þarf sann­ar­lega ekki á rík­is­stuðn­ingi að halda, fengið rúm­lega 15 millj­arða króna frá 2014. 

Greiðslur vaxta­bóta, sem stóðu hinum tekju­hæstu og eigna­mestu ekki til boða, hafa dreg­ist saman um 75 pró­sent frá árinu 2013. 

Auglýsing
Það liggur því fyrir að síð­ustu rík­is­stjórnir hafa tekið með­vit­aða ákvörðun um að færa frekar fjár­muni til tekju­hæstu íbúð­ar­eig­enda en að styðja við tekju­lægri og yngri íbúð­ar­eig­end­ur. Það er gert með því að færa fram­tíð­ar­skatt­tekjur til þeirra sem eiga mikið og með því er ungu fólki sem er að reyna að koma undir sig fót­unum veitt tvö­falt högg. Skatt­tekj­urnar sem eiga að standa undir opin­berri þjón­ustu rýrna lík­a. 

Ástandið bæt­ist við fyrri mis­tök sem hafa verið gerð í hús­næð­is­mál­um. Þau stærstu voru að leggja niður félags­lega íbúða­kerfið í lok síð­ustu ald­ar. Þess í stað hafa stjórn­völd hlaðið í hverja patent­lausn­ina á fætur annarri til að auka eft­ir­spurn eftir hús­næði á mark­aði sem er mun frekar þjak­aður af skorti á fram­boði. Má þar nefna 90 pró­sent lán Íbúða­lána­sjóðs, Fyrstu fast­eign, hlut­deild­ar­lán og þenslu­hvetj­andi aðgerðir rík­is­stjórnar og Seðla­banka til að stór­auka útlána­getu við­skipta­banka í heims­far­aldri. Félags­legi vand­inn hefur að uppi­stöðu verið færður á herðar skatt­greið­enda í Reykja­vík, en höf­uð­borgin er með 78 pró­sent hlut­deild í félags­legu hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Allt hefur þetta leitt af sér for­dæma­lausar hækk­anir á hús­næð­is­verði og veikt stöðu þeirra hópa sem standa veikast í sam­fé­lag­inu og þurfa að leigja sér hús­næð­i. 

Vand­inn að birt­ast en stjórn­völd toga í ranga átt

Ein birt­ing­ar­mynd þess er að um mitt ár 2020 var áætlað að um fjögur þús­und manns hafi búið í atvinnu- eða iðn­­að­­ar­hús­næði, sem eru ekki hugsuð sem manna­bú­stað­ir. Aðra mátti sjá í könnun Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­unar (HMS) á íslenska leig­u­­­mark­aðn­­­­um sem birt var í fyrra. Þar kom fram að hlut­­­fall ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu væri komið upp í 45 pró­­­sent. Sam­­­kvæmt HMS gefur það hlut­­­fall til kynna mjög mikla greiðslu­­­byrði að með­­­al­tali sem telj­­­ast megi íþyngj­andi. Í nýrri grein­ingu Efl­ingar kom fram að heim­ili lág­laun­aðra barna­fjöl­skyldna nái ekki endum saman jafn­vel þótt þau bæti við sig umtals­verðri auka­vinnu þar sem laun þeirra duga ekki fyrir fram­færslu­kostn­aði eins og stjórn­völd meta hann. Þau eru tækni­lega gjald­þrota.

Til við­bótar má gera ráð fyrir að hluti þeirra sem hafa komið sér inn á eigna­markað á síð­ustu tveimur árum með mik­illi skuld­setn­ingu lendi í umtals­verðum vanda í nán­ustu fram­tíð vegna hækk­andi vaxt­ar­stigs. ­Rúm­lega tíu pró­sent fyrstu kaup­enda var með greiðslu­byrð­ar­hlut­fall umfram 40 pró­sent í lok árs í fyrra. Frá árs­lokun 2020 og til loka febr­úar 2022, á fjórtán mán­uð­um, hefur greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána með 85 pró­sent veð­setn­ing­ar­hlut­falli auk­ist um 18 pró­sent, sam­kvæmt sam­an­tekt Seðla­banka Íslands.

Slá má föstu að greiðslu­byrði muni halda áfram að aukast á þessu ári sam­hliða frek­ari vaxta­hækk­un­um, auk­inni verð­bólgu og áfram­hald­andi hækk­unar á hús­næð­is­verði.

Einu fram­komnu við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við þess­ari stöðu eru drög að frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sem eykur heim­ildir fólks til að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­að­inum sínum skatt­frjálst til fyrstu fast­eigna­kaupa. Frum­varpið eykur á eft­ir­spurn­ar­þrýst­ing í stað þess að vinna gegn hon­um. ­Togar sem­sagt í ranga átt.

Ákvarðir sem valda til­færslu á fjár­magni

Aðrir hópar hafa hagn­ast gríð­ar­lega á þessu ástandi. Það á við um hluta milli­stétt­ar­innar sem hefur séð bók­fært virði fast­eigna sinna rjúka upp í verði á sama tíma og raun­vextir hafa verið nei­kvæð­ir. En mest hafa þeir sem eiga mest – hluta­bréf og aðrar fast­eignir en heim­ili sitt – hagn­ast. 

Auglýsing
Sú bóla hefur verið blásin upp af stjórn­völdum og Seðla­banka Íslands. Þau hafa lækkað banka­skatt, úthlutað risa­vöxnum loðnu­kvóta end­ur­gjalds­laust, dælt tugum millj­örðum króna í styrki inn í fyr­ir­tæki svo að bankar þurfi ekki að færa niður lán þeirra og þannig varið hlutafé eig­enda, lækkað stýri­vexti niður í sögu­lega lágar tölur og afnumið sveiflu­jöfn­un­ar­auka. Að­gerðir stjórn­valda, sem sumar hafa haft ein­hverjar jákvæðar afleið­ing­ar, hafa líka leitt af sér gríð­ar­lega til­færslu á fjár­munum til þeirra sem mest áttu fyr­ir. Rík­is­stjórnin virð­ist ekki hafa neinn áhuga á að greina þessa til­færslu eða skatt­leggja þá heppnu sem græddu óheyri­lega á aðgerðum stjórn­valda.

Skráð félög, flest á fákeppn­is­mark­aði, kepp­ast nú við að inn­leiða bónus­kerfi. For­stjórar þeirra, sem eru þegar með að með­al­tali sext­án­föld lág­marks­laun í mán­að­ar­tekj­ur, hafa sumir hverjir hækkað í launum um tugi pró­senta milli ára. Á sama tíma öskra lobbý­istar atvinnu­lífs­ins á torgum að ekk­ert svig­rúm sé til þess að hækka almenn laun. Rík­is­stjórn atvinnu­lífs­ins tekur undir.

Milli þessa dundar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sér við að selja banka í eigu rík­is­ins með millj­arða króna afslætti á einni kvöld­stund til „fag­fjár­festa“. Miðað við frétta­flutn­ing af þeim sem voru hand­valdir á veru­lega ógagn­sæjan hátt til að kaupa virð­ist nóg að eiga eign­ar­halds­fé­lag með fjár­festa­legu nafni til að telj­ast slík­ur.

Skatta­af­slættir fyrir tekju­háa og eigna­mikla

Stjórn­völd hafa líka, á und­an­förnum árum, ein­beitt sér að því að inn­leiða skatta­lækk­anir sem hafa að mestu skilað sér til hátekju­fólks á meðan að beinir skattar á lág­tekju- og milli­tekju­fólk hafa hækk­að. Álagn­ingu fjár­magnstekju­skatts hefur verið breytt þannig að nú þarf ekki að greiða skatt af vöxt­um, arði og sölu­hagn­aði hluta­bréfa á skipu­­legum verð­bréfa­­mark­aði sem var undir 300 þús­und krónum hjá ein­tak­ling­um. Frí­­tekju­­mark hjóna er 600 þús­und krón­­ur.

Mynd­ar­legar íviln­anir hafa verið inn­leiddar til að gera raf­magns- og tengilt­vinn­bíla ódýr­ari. Með þeim hefur ríkið gefið eftir millj­arða­tekj­ur. Þótt færa megi rök fyrir því að þær hraði orku­skiptum og vinni þar með gegn lofts­lags­vand­anum liggur líka skýrt fyrir að það eru að mestu tekju­hæstu og eigna­mestu hópar sam­fé­lags­ins sem hafa efni á að kaupa nýorku­bíla. Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins frá því í des­em­ber í fyrra kom til að mynda fram að lang­hæsta hlut­fall slíkra bíla er í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi, eða 16 pró­sent. Í þeim tveimur sveit­ar­fé­lögum er hlut­fall fjár­magns­eig­enda langt yfir lands­með­al­tali. Í grein sem birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál og stjórn­sýsla árið 2017, og fjall­aði um elítur lands­ins og inn­byrðis tengsl þeirra, kom líka fram að flestir sem til­heyra elít­unni búi í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nes­i. 

Seint á síð­asta ári tóku svo gildi lög sem heim­ila skatt­frá­drátt allt að 350 þús­und krónum á ári vegna gjafa og fram­laga til félaga sem skráð eru á almanna­heilla­skrá Skatts­ins. Við blasir að hóp­arnir sem eiga það mikla umfram­pen­inga að þeir hafi efni á að setja nokkur hund­ruð þús­und krónur á ári í upp­á­halds íþrótta­fé­lagið sitt eða það trú­fé­lag sem stendur þeim næst eru að uppi­stöðu tekju­hæstu og eigna­mestu hópar sam­fé­lags­ins. 

Þá er ótaldir skatta­frá­drættir og styrkir vegna nýsköp­un­ar, rann­sókna og þró­unar sem nema á annan tug millj­arða króna á ári úr rík­is­sjóði og fara í að nið­ur­greiða starf­semi sem er, að stórum hluta, í eigu fjár­magns­eig­enda.

Stefnir í nið­ur­skurð, ekki skatta­hækk­anir

Sam­kvæmt síð­asta fjár­laga­frum­varpi var gert ráð fyrir að sam­an­lagður halli á rík­is­sjóði yrði yfir 600 millj­arðar króna frá byrjun árs 2020 og út yfir­stand­andi ár. ­Gripa á til „af­komu­bæt­andi ráð­staf­ana“ til að draga úr skulda­söfnun vegna þessa. Það þýðir að annað hvort verði skattar hækk­aðir eða ráð­ist verður í nið­ur­skurð á útgjöld­um. 

Í fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er boðað aðhald í rekstri hins opin­bera til að mæta þess­ari stöðu. Það þýðir á manna­máli nið­ur­skurð á almanna­þjón­ustu, ekki skatta­hækk­an­ir. Þessi stefna er í and­stöðu við það sem mátti lesa úr stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sem er þó bara nokk­urra mán­aða gam­all, þótt orða­lag hans hafi vissu­lega verið afar loðið svo hver stjórn­ar­flokkur geti túlkað hann með eigin nefi.

Auglýsing
Eina aðgerðin sem gæti ógnað lágu skattspori og íviln­unum fjár­magns­eig­enda sem þar var boðuð fól í sér að end­ur­skoða ætti skatt­mats­reglur tilað koma í veg fyrir „óeðli­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­­fé­laga“. Auk þess átti að taka reglu­verk í kringum tekju­til­­flutn­ing „til end­­ur­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­göngu fjár­­­magnstekjur reikni sér end­­ur­­gjald og greiði þannig útsvar.“ Þetta var óút­fært hunda­flaut um að láta ríkt fólk sem lág­markar skatt­greiðslur sínar með notkun einka­hluta­fé­laga í gegnum skap­andi bók­hald loks­ins fara að borga sinn skerf.

Lítil alvara virð­ist þó hafa verið á bak­við flaut­ið.  Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum um hvernig þetta yrði fram­kvæmt og hvenær. Fyrst var fyr­ir­spurnin send á for­sæt­is­ráðu­neytið sem beindi henni til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Það sagði svo að for­sæt­is­ráðu­neytið ætti að svara fyrir þetta. Nið­ur­staðan varð þó sú að hvor­ugt ráðu­neytið gat gefið nokk­urt svar um hvað fælist í þessum boð­uðu aðgerð­um, hvenær þær yrðu inn­leiddar eða hver myndi fram­leiða þá inn­leið­ingu. Á meðal hlægja þeir fjár­magns­eig­endur sem taka neysl­una og lífstíl­inn skatt­líðið eða skatt­frjálst í gegnum einka­hluta­fé­lög áfram alla leið­ina í bank­ann af okkur tak­mörk­uðu laun­þeg­unum sem borgum storan hluta tekna okkar til að standa undir sam­neyslu.

Póli­tísk ákvörðun

Þetta er Ísland rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Land skattaí­viln­ana sem beint er að ríku fólki. Land milli­færslna úr rík­is­sjóði til þeirra sem þurfa ekki á þeim að halda. Land bónus­kerfa og launa­skriðs hjá þeim sem eru með mestar tekj­urn­ar. Land ofur­hagn­aðar vegna ákvarð­ana stjórn­valda sem lendir hjá fámennu fáveldi.

Þessar ákvarð­anir hafa verið inn­leiddar frá 2013. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur setið í öllum rík­is­stjórnum síðan þá og ofan­greint er hans efna­hags­stefna. Fram­sókn var ein­ungis utan stjórnar í nokkra mán­uði á árinu 2017 og Vinstri græn hafa leitt rík­is­stjórn frá því ári. Flokk­arnir bera ekki sam­eig­in­lega ábyrgð á öllum þessum ákvörð­un­um. En þeir bera ábyrgð á að vinda ekki ofan af þeim og skipta um kúrs nú þegar við blasir að kór­ón­veiru­far­ald­urs­þynnkan lendir verst á við­kvæm­ustu hópum sam­fé­lags­ins.

Þetta er kerfi sem mun bara halda áfram að auka á lag­­skipt­ingu milli elítu og almenn­ings. Þrýst­ing­­ur­inn verður áfram sem áður á að fjársvelta stoð­­kerfi sam­­fé­lags­ins og selja þau svo til fjár­­­magns­eig­enda. Þannig verður hægt að lækka skatta. Við það fjölgar kannski krón­unum í vasa launa­­manna um nokkrar en lífs­­gæði þeirra rýrna veru­­lega og nýju krón­­urnar eru langt frá því nægj­an­­lega margar til að gera þeim kleift að kaupa þau gæði aftur á mark­aði.

Þótt for­maður og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi nýverið sett fram hug­myndir um hval­reka­skatt, rétt­lát­ari skipt­ingu á hagn­aði af sjáv­ar­auð­lind­inni, upp­brot á fákeppni og lýst yfir áhyggjum af sífellt meiri ítökum rík­asta fólks lands­ins í ótengdum geirum er ekk­ert fyr­ir­liggj­andi um að þessar hug­myndir verði að aðgerð­um. Raunar benda sam­töl við ráð­herra til þess að svo verði alls ekki. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur engan áhuga á þessu og Vinstri græn hafa ekki sýnt neina sýni­lega til­burði til þess held­ur. 

Eftir stendur land sem hefur öll tæki­færi til að nýta miklar þjóð­ar­tekjur til að styrka inn­viði, efla almanna­þjón­ustu og styðja vel við þá sem þurfa á því að halda. Það er ekki gert.

Þess í stað hefur verið tekin póli­tísk ákvörðun að dæla pen­ingum í ríkt fólk. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari