Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.

Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Auglýsing

Áætlað er að um 4.000 manns búi nú í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þetta kemur fram í svari Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Bjarkeyjar Olsen Gunn­ars­dóttur þing­manns Vinstri grænna.

Talan er ekki nákvæm, segir í svari ráð­herr­ans, þar sem hún var áætluð með vett­vangskönn­unum og ábend­ingum í nýlegri end­ur­skoðun á könnun sem slökkvi­liðs­stjórar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fram­kvæmdu árið 2017.

Í umfjöllun Stund­ar­innar í byrjun síð­asta árs kom fram að slökkvi­lið­ið, sem hefur kort­lagt búsetu í iðn­að­ar­hverfum und­an­farin ár, áætl­aði að á bil­inu fimm til sjö þús­und manns héldu til í atvinnu- og iðn­að­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar af 860 börn.

Auglýsing

Ekki hafa verið gerðar slíkar kann­anir ann­ars staðar á land­inu, eftir því sem félags­mála­ráð­herra best veit. Ekki er heim­ilt að skrá lög­heim­ili sitt í hús­næði sem ekki er skráð sem íbúð­ar­hús­næði og því er ekki um að ræða neina opin­berar skrán­ingu slíkrar búsetu.

Ásmundur Einar segir í svari sínu að það muni breytast, þar sem hann ætli sér að mæla fyrir frum­varpi um breyt­ingar á húsa­leigu­lögum á yfir­stand­andi þingi. Í frum­varp­inu felst meðal ann­ars að sögn ráð­herr­ans að skylt verði að skrá alla leigu­samn­inga um íbúð­ar­hús­næði og annað hús­næði sem leigt er til íbúðar í hús­næð­is­grunn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Ætlar líka að leggja fram frum­varp um hlut­deild­ar­lán á yfir­stand­andi þingi

Bjarkey spurði Ásmund Einar að því hvaða úrræðum hann teldi rétt að beita til þess að þessi hópur ætti kost á við­un­andi hús­næði. Í svari sínu sagði ráð­herra að aðgengi fólks að við­un­andi hús­næði yrði best tryggt með því að stuðla að auknu fram­boði slíks hús­næðis og nefndi að ríkið sé búið að leggja áherslu á almennar leigu­í­búðir fyrir tekju­lægri hópa und­an­farin ár. Hann býst við 1.800 slíkum íbúðum inn á mark­að­inn á næstu þremur árum.

Einnig segir Ásmundur Ein­ar, í marg­lið­uðu svari sínu, að hann ætli að leggja fram frum­varp sitt um hlut­deild­ar­lán á yfir­stand­andi þingi. Eins og lánin voru kynnt af ráð­herra síð­asta haust fela þau í sér að að ríkið láni þeim sem þess þurfi allt að 20 til 40 pró­sent af kaup­verði fast­eigna, til þess að brúa bilið á milli láns­fjár­mögn­unar sem fæst frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum og kaup­verðs­ins. 

Þetta, auk fram­lengdrar heim­ildar til nýt­ingar sér­eign­ar­sparn­aðar til hús­næð­is­kaupa, mun að sögn ráð­herra styðja fólk við íbúða­kaup og eigna­myndun og örva um leið fram­boð íbúða.

Segir þá sem eru í atvinnu­hús­næði eiga að leita til sveit­ar­fé­lag­anna

Ráð­herr­ann bendir einnig á í svari sínu á að sveit­ar­fé­lögin hafi almennt ríkar skyldur til að aðstoða íbúa sína í hús­næð­is­málum og þurfi að tryggja fram­boð af hús­næði handa þeim fjöl­skyldum og ein­stak­lingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir hús­næði sökum lágra launa, þungrar fram­færslu­byrðar eða ann­arra félags­legra aðstæðna.

„Ein­stak­lingar og fjöl­skyldur á leigu­mark­aði sem ekki eiga kost á að búa ann­ars staðar en í atvinnu­hús­næði ættu því að snúa sér til sveit­ar­fé­lags síns til að leita lausna á hús­næð­is­vanda sín­um,“ segir í svari Ásmundar Ein­ars.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra
Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.
Kjarninn 28. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74
Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“
Kjarninn 28. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna
Kjarninn 28. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent