Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.

Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Auglýsing

Áætlað er að um 4.000 manns búi nú í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þetta kemur fram í svari Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Bjarkeyjar Olsen Gunn­ars­dóttur þing­manns Vinstri grænna.

Talan er ekki nákvæm, segir í svari ráð­herr­ans, þar sem hún var áætluð með vett­vangskönn­unum og ábend­ingum í nýlegri end­ur­skoðun á könnun sem slökkvi­liðs­stjórar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fram­kvæmdu árið 2017.

Í umfjöllun Stund­ar­innar í byrjun síð­asta árs kom fram að slökkvi­lið­ið, sem hefur kort­lagt búsetu í iðn­að­ar­hverfum und­an­farin ár, áætl­aði að á bil­inu fimm til sjö þús­und manns héldu til í atvinnu- og iðn­að­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar af 860 börn.

Auglýsing

Ekki hafa verið gerðar slíkar kann­anir ann­ars staðar á land­inu, eftir því sem félags­mála­ráð­herra best veit. Ekki er heim­ilt að skrá lög­heim­ili sitt í hús­næði sem ekki er skráð sem íbúð­ar­hús­næði og því er ekki um að ræða neina opin­berar skrán­ingu slíkrar búsetu.

Ásmundur Einar segir í svari sínu að það muni breytast, þar sem hann ætli sér að mæla fyrir frum­varpi um breyt­ingar á húsa­leigu­lögum á yfir­stand­andi þingi. Í frum­varp­inu felst meðal ann­ars að sögn ráð­herr­ans að skylt verði að skrá alla leigu­samn­inga um íbúð­ar­hús­næði og annað hús­næði sem leigt er til íbúðar í hús­næð­is­grunn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Ætlar líka að leggja fram frum­varp um hlut­deild­ar­lán á yfir­stand­andi þingi

Bjarkey spurði Ásmund Einar að því hvaða úrræðum hann teldi rétt að beita til þess að þessi hópur ætti kost á við­un­andi hús­næði. Í svari sínu sagði ráð­herra að aðgengi fólks að við­un­andi hús­næði yrði best tryggt með því að stuðla að auknu fram­boði slíks hús­næðis og nefndi að ríkið sé búið að leggja áherslu á almennar leigu­í­búðir fyrir tekju­lægri hópa und­an­farin ár. Hann býst við 1.800 slíkum íbúðum inn á mark­að­inn á næstu þremur árum.

Einnig segir Ásmundur Ein­ar, í marg­lið­uðu svari sínu, að hann ætli að leggja fram frum­varp sitt um hlut­deild­ar­lán á yfir­stand­andi þingi. Eins og lánin voru kynnt af ráð­herra síð­asta haust fela þau í sér að að ríkið láni þeim sem þess þurfi allt að 20 til 40 pró­sent af kaup­verði fast­eigna, til þess að brúa bilið á milli láns­fjár­mögn­unar sem fæst frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum og kaup­verðs­ins. 

Þetta, auk fram­lengdrar heim­ildar til nýt­ingar sér­eign­ar­sparn­aðar til hús­næð­is­kaupa, mun að sögn ráð­herra styðja fólk við íbúða­kaup og eigna­myndun og örva um leið fram­boð íbúða.

Segir þá sem eru í atvinnu­hús­næði eiga að leita til sveit­ar­fé­lag­anna

Ráð­herr­ann bendir einnig á í svari sínu á að sveit­ar­fé­lögin hafi almennt ríkar skyldur til að aðstoða íbúa sína í hús­næð­is­málum og þurfi að tryggja fram­boð af hús­næði handa þeim fjöl­skyldum og ein­stak­lingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir hús­næði sökum lágra launa, þungrar fram­færslu­byrðar eða ann­arra félags­legra aðstæðna.

„Ein­stak­lingar og fjöl­skyldur á leigu­mark­aði sem ekki eiga kost á að búa ann­ars staðar en í atvinnu­hús­næði ættu því að snúa sér til sveit­ar­fé­lags síns til að leita lausna á hús­næð­is­vanda sín­um,“ segir í svari Ásmundar Ein­ars.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent