Hlutdeildarlán ríkisins gætu orðið allt að þúsund talsins á hverju ári

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi um svokölluð hlutdeildarlán. Gangi frumvarpið í gegn mun ríkið byrja að lána tekjulágum og fyrstu kaupendum fyrir allt að 40 prósent af kaupverði fasteigna.

húsnæði
Auglýsing

Félags- og barna­mála­ráð­herra stefnir á að leggja fram frum­varp um svokölluð hlut­deild­ar­lán á yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þingi. Hlut­deild­ar­lán fel­ast í því að ríkið láni þeim sem þurfa fjár­magn fyrir allt að 20 til 40 pró­sent af kaup­verði fast­eigna. Lán­unum er ætlað að brúa bilið á milli láns­fjár­mögn­unar hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum ann­ars vegar og kaup­verðs hins veg­ar. 

Frá þessu er greint í nýrri skýrslu um stöðu og þróun hús­næð­is­mála sem kynnt er á hús­næð­is­þingi í dag.

Lán til að bregð­ast við bresti á hús­næð­is­mark­aði

Í byrjun árs voru 40 húsnæð­istill­ögur kynntar af hálfu stjórn­valda sem liður í því að liðka fyrir kjara­samn­ings­við­ræð­um. Til­lög­unum var einkum ætlað að bæta stöðu ungs fólks og tekju- og eigna­lágra sem standa hvað höllustum fæti á húsnæð­is­mark­aði. Þær fela meðal ann­ars í sér aukin fram­lög til upp­bygg­ingar almenna íbúða­kerf­is­ins, bætta rétt­ar­stöðu leigj­enda og inn­leið­ingu hlut­deild­ar­lána fyrir ungt fólk og tekju­lága. 

Hlut­deild­ar­lán (e. equity loan) eru lán að enskri fyr­ir­mynd sem felst í því að ríkið lánar ákveðnum kaup­enda­hópum fjár­magn fyrir hluta af eig­in­fjár­þörf þeirra við fast­eigna­kaup. Í skýrsl­unni segir að með hlut­deild­ar­lánum sé verið að bregð­ast við ákveðnum bresti sem nú ríki á húsnæðismarkaði.

Auglýsing

Lánið end­ur­greitt við sölu eða eftir 25 ár

Miðað er við að sett verði á lagg­irnar þrenns konar leiðir sem þjóna kaup­endum sem ætla að kaupa sína fyrstu fast­eign og fólki sem ekki hefur átt fast­eign í fimm ár, tekju­lágum og þeim sem búa á svæðum sem glíma við misvægi íbygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðsvirði fast­eigna.

Hlut­deild­ar­lánin gætu numið allt að 20 til 40 pró­sent af kaup­verði fast­eigna eftir tekju­hóp­um. Í öllum til­vikum væri miðað við ákveðið há­mark fast­eigna­verðs og að umsækj­andi sýni fram á að hann geti ekki keypt fast­eign nema með stuðn­ingi, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Lánið er svo end­ur­greitt við sölu eða að tutt­ugu og fimm árum liðnum en end­ur­greiðslan mið­ast við sama hlut­fall af verð­mæti eign­ar­innar og upp­haf­leg lán­veit­ing nam.

Allt að 1.000 lán á hverju ári

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Mynd: Félagsmálaráðuneytið

Sam­kvæmt skýrsl­unni tak­markast umfang hlut­deild­ar­lána fyrst og fremst við afkasta­getu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins enda muni áhersla vera á ný­byggt og ný­legt húsnæði.

Í skýrsl­unni segir að því megi gera ráð fyrir að ár­legur fjöldi slíkra lána gæti verið á bil­inu 350 til 1.000 tals­ins, allt eftir því hversu mikla áherslu bygg­ing­ar­að­ilar leggja á íbúðir sem upp­fylla kröfur um hlut­deild­ar­lán. 

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að starfs­hópur sem félags- og barna­mál­aráð­herra skip­aði í byrjun nóvem­ber hafi verið að störfum und­an­farnar vikur til að koma þess­ari nálgun í laga­bún­ing með frum­varpi, en gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á yfir­stand­andi löggjaf­ar­þingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent