Leggja til að ríkið kaupi íbúðir með fólki

Starfshópur félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram tillögur til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Hópurinn leggur meðal annars til tvær nýjar tegundir húsnæðislána á vegum ríkisins, startlán og eiginfjárlán.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Starfs­hópur félags- og barna­mála­ráð­herra, sem unnið hefur að til­lögum til að styðja við hús­næð­is­kaup ungs ­fólks og tekju­lágs fólks, kynnti í dag til­lögur sínar á fundi Íbúða­lán­sjóðs. ­Starfs­hóp­ur­inn legg­ur ­meðal ann­ars til tvær nýjar teg­undir hús­næð­is­lána á vegum rík­is­ins, start­lán og eig­in­fjár­lán.  

Start­lán er hugsað fyrir tekju­lága sem ekki ráða við greiðslu­byrði lána sem bjóð­ast á mark­aði og fyrir þá sem eiga ekki fyrir fyrstu útborg­un. Með start­lánum myndi ríkið veita lán til við­bótar láni frá banka eða líf­eyr­is­sjóði. Þá væru lægri vextir á start­lánum en almennt bjóð­ast á við­bót­ar­lánum og lægri kröfur um eigið fé og greiðslu­byrði. Eig­in­fjár­lánin eru síðan hugsuð sem lán fyrir þá sem ekki ráða við start­lán. Með eig­in­fjár­láni veitir ríkið lán sem geta numið 15 til 30 pró­sent af kaup­verði og eru án afborg­ana.

Auglýsing

Verð­tryggð lán aflögð og tvö ný rík­is­lán kynnt í stað­inn

Líkt og fram kom á sam­eig­in­legum kynn­ing­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­innar og aðila vinnu­mark­að­ar­ins á mið­viku­dag­inn þá munu 40 ára verð­tryggð lán verða aflögð frá og með næstu ára­mót­um. Jafn­framt var til­kynnt að til að auð­velda tekju­lágum hópum að eign­ast fast­eign myndi stjórn­völd kynna nýjar teg­undir hús­næð­is­lána. 

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður fyrr­nefnds starfs­hóps, kynnti til­lögur hóps­ins á fundi í höf­uð­stöðvum Íbúða­lána­sjóðs í morg­un­. Alls lagði starfs­hóp­ur­inn til fjórt­án ­til­lögur sem til að auð­velda ungu fólki og tekju­lágum að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að­inn. Þær miða meðal ann­ars að því að auð­velda fyrr­nefndum hópum að safna fyrir útborgun í íbúð og létta hjá þeim afborg­un­ar­byrði lána. Tekið var fram á fund­inum að um er að ræða fyrstu drög að til­lögum en með fyr­ir­vörum um nán­ari útfærslu, grein­ingu á kostn­aði og áhrif­um.

Hús­næð­is­lán sem ekki hafa sést á Íslandi

Til­lög­urnar fela meðal ann­ars í sér tvær nýjar teg­undir hús­næð­is­lána sem ekki hafa sést á Íslandi áður, start­lán og eig­in­fjár­lán. Start­lánin eru lán að norskri fyr­ir­mynd en með­ start­lán­um ­myndi ríkið veita við­bót­ar­lán með háum veð­hlut­föll­u­m og hag­stæðum vöxtum til afmark­aðra hópa sem eiga sér­stak­lega erfitt með að eign­ast hús­næð­i. ­Ríkið veitir start­lán til við­bótar láni frá banka eða líf­eyr­is­sjóði og lokar þannig bil­inu upp að 90 pró­sent veð­hlut­falli. Lánið á því að bjóða upp á lægri kröfu um eigið fé og lægri greiðslu­byrði.

Eig­in­fjár­lán eru lán að breskri fyr­ir­mynd og eru hugsuð fyrir þann hóp sem ekki ræður við greiðslu­byrði start­lána. ­Með­ eig­in­fjár­lán­i ­myndi ríkið veita lán sem geta numið 15 til­ 30 pró­sent af kaup­verði og eru án afborg­ana. Þá mun höf­uð­stóll eig­in­fjár­lána taka breyt­ingum með mark­aðsvirði íbúð­ar­innar og rík­inu end­ur­greitt lánið við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Lán­taki má einnig greiða lánið upp fyrr á mats­verð­i eða í áföngum og hefur til þess hvata vegna þess að eftir fimm ár reikn­ast hóf­legir vextir á lán­ið. 

Bæði lánin eiga að vera háð því að um hag­kvæmt hús­næði sé að ræða. Auk þess leggur hóp­ur­inn til að hægt sé að nota lánin til að skapa auk­inn hvata til bygg­ingar nýs og hag­kvæms hús­næð­is. 

Lagt til að fresta megi afborg­unum af náms­lánum

Starfs­hóp­ur­inn lagði einnig fram fleiri til­lög­ur, meðal ann­ars til­lögu um að tekju­lágir geti full­nýtt skatt­frjálsan hús­næð­is­sparn­að. Að skil­yrði um fyrstu kaup verði rýmkuð, að fresta megi afborg­unum af náms­lánum LÍN um fimm ár, að vaxta­bótum verði beint að tekju­lægri hópum og að afsláttur af stimp­il­gjaldi við fyrstu kaup verði 200 þús­und krón­ur. 

Sam­kvæmt skýrslu ­starfs­hóps­ins er þrösk­uldur ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næð­is­markað enn of hár, þrátt fyrir auk­inn kaup­mátt og sögu­lega lága raun­vexti. Íbúða­verð hefur hækkað umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur sem gerir fólki erf­ið­ara að safna fyrir kaupum á íbúð. Sam­kævmt könnun Íbúða­lán­sjóðs vilja lang­flestir leigj­end­ur  búa í eigin hús­næð  en vís­bend­ingar eru um að það sé óyf­ir­stíg­an­legur þrösk­uldur fyrir marga leigj­endur að safna eigin fé til­ ­í­búð­ar­kaupa, meðal ann­ars vegna mik­illar hækk­unar leigu­verðs. 

„Hús­næð­is­málin eru stórt vel­ferð­ar­mál. Sveiflur á hús­næð­is­mark­aði und­an­far­inna ára hafa leitt til þess að hópur fólks hefur setið eftir og býr við minna hús­næð­is­ör­yggi en aðrir og þá sér­stak­lega ungt fólk og tekju­lægri ein­stak­ling­ar. Af þeirri ástæðu setti ég þessa vinnu af stað. ­Til­lög­urnar ríma vel við nið­ur­stöður kjara­samn­inga. Ég ber þá von í brjósti að þær muni hafa mikla þýð­ingu fyrir þá hópa sem á þurfa að halda,“ sagð­i Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, þegar til­lögur starfs­hóps­ins voru kynnt­ar.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent