Leggja til að ríkið kaupi íbúðir með fólki

Starfshópur félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram tillögur til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Hópurinn leggur meðal annars til tvær nýjar tegundir húsnæðislána á vegum ríkisins, startlán og eiginfjárlán.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Starfs­hópur félags- og barna­mála­ráð­herra, sem unnið hefur að til­lögum til að styðja við hús­næð­is­kaup ungs ­fólks og tekju­lágs fólks, kynnti í dag til­lögur sínar á fundi Íbúða­lán­sjóðs. ­Starfs­hóp­ur­inn legg­ur ­meðal ann­ars til tvær nýjar teg­undir hús­næð­is­lána á vegum rík­is­ins, start­lán og eig­in­fjár­lán.  

Start­lán er hugsað fyrir tekju­lága sem ekki ráða við greiðslu­byrði lána sem bjóð­ast á mark­aði og fyrir þá sem eiga ekki fyrir fyrstu útborg­un. Með start­lánum myndi ríkið veita lán til við­bótar láni frá banka eða líf­eyr­is­sjóði. Þá væru lægri vextir á start­lánum en almennt bjóð­ast á við­bót­ar­lánum og lægri kröfur um eigið fé og greiðslu­byrði. Eig­in­fjár­lánin eru síðan hugsuð sem lán fyrir þá sem ekki ráða við start­lán. Með eig­in­fjár­láni veitir ríkið lán sem geta numið 15 til 30 pró­sent af kaup­verði og eru án afborg­ana.

Auglýsing

Verð­tryggð lán aflögð og tvö ný rík­is­lán kynnt í stað­inn

Líkt og fram kom á sam­eig­in­legum kynn­ing­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­innar og aðila vinnu­mark­að­ar­ins á mið­viku­dag­inn þá munu 40 ára verð­tryggð lán verða aflögð frá og með næstu ára­mót­um. Jafn­framt var til­kynnt að til að auð­velda tekju­lágum hópum að eign­ast fast­eign myndi stjórn­völd kynna nýjar teg­undir hús­næð­is­lána. 

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður fyrr­nefnds starfs­hóps, kynnti til­lögur hóps­ins á fundi í höf­uð­stöðvum Íbúða­lána­sjóðs í morg­un­. Alls lagði starfs­hóp­ur­inn til fjórt­án ­til­lögur sem til að auð­velda ungu fólki og tekju­lágum að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að­inn. Þær miða meðal ann­ars að því að auð­velda fyrr­nefndum hópum að safna fyrir útborgun í íbúð og létta hjá þeim afborg­un­ar­byrði lána. Tekið var fram á fund­inum að um er að ræða fyrstu drög að til­lögum en með fyr­ir­vörum um nán­ari útfærslu, grein­ingu á kostn­aði og áhrif­um.

Hús­næð­is­lán sem ekki hafa sést á Íslandi

Til­lög­urnar fela meðal ann­ars í sér tvær nýjar teg­undir hús­næð­is­lána sem ekki hafa sést á Íslandi áður, start­lán og eig­in­fjár­lán. Start­lánin eru lán að norskri fyr­ir­mynd en með­ start­lán­um ­myndi ríkið veita við­bót­ar­lán með háum veð­hlut­föll­u­m og hag­stæðum vöxtum til afmark­aðra hópa sem eiga sér­stak­lega erfitt með að eign­ast hús­næð­i. ­Ríkið veitir start­lán til við­bótar láni frá banka eða líf­eyr­is­sjóði og lokar þannig bil­inu upp að 90 pró­sent veð­hlut­falli. Lánið á því að bjóða upp á lægri kröfu um eigið fé og lægri greiðslu­byrði.

Eig­in­fjár­lán eru lán að breskri fyr­ir­mynd og eru hugsuð fyrir þann hóp sem ekki ræður við greiðslu­byrði start­lána. ­Með­ eig­in­fjár­lán­i ­myndi ríkið veita lán sem geta numið 15 til­ 30 pró­sent af kaup­verði og eru án afborg­ana. Þá mun höf­uð­stóll eig­in­fjár­lána taka breyt­ingum með mark­aðsvirði íbúð­ar­innar og rík­inu end­ur­greitt lánið við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Lán­taki má einnig greiða lánið upp fyrr á mats­verð­i eða í áföngum og hefur til þess hvata vegna þess að eftir fimm ár reikn­ast hóf­legir vextir á lán­ið. 

Bæði lánin eiga að vera háð því að um hag­kvæmt hús­næði sé að ræða. Auk þess leggur hóp­ur­inn til að hægt sé að nota lánin til að skapa auk­inn hvata til bygg­ingar nýs og hag­kvæms hús­næð­is. 

Lagt til að fresta megi afborg­unum af náms­lánum

Starfs­hóp­ur­inn lagði einnig fram fleiri til­lög­ur, meðal ann­ars til­lögu um að tekju­lágir geti full­nýtt skatt­frjálsan hús­næð­is­sparn­að. Að skil­yrði um fyrstu kaup verði rýmkuð, að fresta megi afborg­unum af náms­lánum LÍN um fimm ár, að vaxta­bótum verði beint að tekju­lægri hópum og að afsláttur af stimp­il­gjaldi við fyrstu kaup verði 200 þús­und krón­ur. 

Sam­kvæmt skýrslu ­starfs­hóps­ins er þrösk­uldur ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næð­is­markað enn of hár, þrátt fyrir auk­inn kaup­mátt og sögu­lega lága raun­vexti. Íbúða­verð hefur hækkað umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur sem gerir fólki erf­ið­ara að safna fyrir kaupum á íbúð. Sam­kævmt könnun Íbúða­lán­sjóðs vilja lang­flestir leigj­end­ur  búa í eigin hús­næð  en vís­bend­ingar eru um að það sé óyf­ir­stíg­an­legur þrösk­uldur fyrir marga leigj­endur að safna eigin fé til­ ­í­búð­ar­kaupa, meðal ann­ars vegna mik­illar hækk­unar leigu­verðs. 

„Hús­næð­is­málin eru stórt vel­ferð­ar­mál. Sveiflur á hús­næð­is­mark­aði und­an­far­inna ára hafa leitt til þess að hópur fólks hefur setið eftir og býr við minna hús­næð­is­ör­yggi en aðrir og þá sér­stak­lega ungt fólk og tekju­lægri ein­stak­ling­ar. Af þeirri ástæðu setti ég þessa vinnu af stað. ­Til­lög­urnar ríma vel við nið­ur­stöður kjara­samn­inga. Ég ber þá von í brjósti að þær muni hafa mikla þýð­ingu fyrir þá hópa sem á þurfa að halda,“ sagð­i Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, þegar til­lögur starfs­hóps­ins voru kynnt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið ða stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent