Gylfi: Auka þarf traust milli aðila

Gylfi Zoega segir að ekki sé hægt að leggja kröfur á þá sem ekki eru hluti af samningsaðilum kjarasamninga og telur hann slíkar kröfur vera dæmi um skort á trausti sem ekki sé hjálplegt.

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoega, hag­fræð­ingur við Háskóla Íslands og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, segir að nú þurfi að vinna að því að auka traust milli stofn­ana í sam­fé­lag­inu, verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­lífs­ins. Þetta kom fram í við­tali við Gylfa á Rás 1 í morg­un. 

Fram kom í frétt Kjarn­ans í gær að ef meg­in­vextir Seðla­­banka Íslands, oft kall­aðir stýri­vext­ir, lækka ekki um 0,75 pró­­sent­u­­stig fyrir sept­­em­ber 2020 eru for­­sendur kjara­­samn­inga sem und­ir­­rit­aðir voru í fyrr­inótt brostn­­ar. Þegar kjara­­samn­ing­­arnir voru kynntir kom fram að ein af for­­send­unum sem þeir hvíldu á væri sú að vextir myndu lækka „veru­­­lega“ fram í sept­­em­ber 2020 og hald­­­ast lágir út samn­ings­­­tím­ann.

Gylfi segir að ekki sé hægt að leggja slíkar kröfur á aðila sem eru ekki hluti af samn­ings­að­ilum og telur hann slíkar kröfur vera dæmi um skort á trausti sem ekki sé hjálp­legt.

Auglýsing

Getur ekki skuld­bundið sig til að hafa vexti á ákveðnu stigi

Gylfi bendir enn fremur á að lög gildi um Seðla­banka Íslands þar sem hann eigi að stuðla að stöð­ugu verð­lagi, hann geti ekki skuld­bundið sig til að hafa vexti á ákveðnu stigi.

Bank­inn muni þannig eftir sem áður fara að lögum og gera það sem þarf til að verð­bólga sé lág og að mark­miði. „Það er gert til þess að vel­ferð þjóð­ar­innar verði sem mest,“ segir Gylfi og bætir því við að þeir sem eru með lægstu launin græði jafn­framt mest á því.

Góðar fréttir að búið sé að semja

Gylfi segir það virki­lega góðar fréttir að búið sé að semja þannig að þeir sem lægst hafa launin fái hlut­falls­lega mestu hækk­un­ina. Verið sé að hjálpa þeim sem hjálpa þurfi, án þess að stefna stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu í hættu.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði í sam­tali við RÚV í gær að það væri óheppi­legt að í kjara­samn­ingum væri ákvæði sem heim­ili upp­sagnir ef vextir færu upp fyrir ákveðið stig. „Auð­vitað geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins skrifað allt inn í sína kjara­samn­inga. Þeir geta sagt að ef sól­skins­stundir í Reykja­vík sum­arið 2020 séu komnir fyrir neðan ákveðið stig að þá verði samn­ingum sagt upp. Það er bara þeirra rétt­ur,“ sagði Már. Hann sagði þó ljóst að eftir að þessir kjara­samn­ingar hafa verið und­ir­rit­aðir væri svig­rúm til vaxta­lækk­ana. Hins vegar ættu vextir að vera hag­stjórn­ar­tæki og ekki hægt að skuld­binda þá til lengri tíma.

Verð­bólgan ætti að geta farið niður

„Þetta er svona svipað og þú værir að keyra bíl og ætl­aðir til Akur­eyrar og myndir setja það skil­yrði að þú mættir ekki snúa stýr­inu meira en 30 gráður í aðra hvora átt­ina. Þú færir fljótt út af,“ sagði Már við RÚV. Hann sagði þetta ákvæði þó vera í lagi á meðan það er ein­ungis meðal aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­völd eigi ekki hlut að því. „Þá er þetta ekki þannig að það sé verið að taka sjálf­stæðið af Seðla­bank­an­um. Hann gerir það sem hann á að gera sam­kvæmt lög­um.“ Már sagði ákvæðið ekki valda slíkum skaða. Hann tók líka skýrt fram að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins gætu haft vænt­ingar um það, eftir fall WOW og önnur áföll og þegar kjara­samn­ingar hafa verið und­ir­rit­að­ir, að það væru aðstæður fyrir vaxta­lækk­un­um.

Már sagði að í heild­ina væri und­ir­ritun kjara­samn­ing­anna í fyrra­dag góðar frétt­ir. Launa­hækk­an­irnar væru tals­vert undir því sem hann hafði ótt­ast. Verð­bólgan ætti að geta farið niður og verð­bólgu­vænt­ingar líka. „Enda hefur það birst á skulda­bréfa­mark­aðnum síð­ustu daga að krafan á óverð­tryggðum lengir rík­is­skulda­bréfum hefur lækkað all­veru­lega sem bendir til þess að verð­bólgu­á­lagið er að lækka og verð­bólgu­vænt­ingar einnig,“ sagði Már. Hann benti á að launa­hækk­anir væru meiri á síð­ari árum samn­ings­ins en á heild­ina litið væri verið að stíga jákvæð skref.

Við­brögð Seðla­bank­ans ekki boð­leg

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagði við­brögð Seðla­bank­ans ein­fald­lega ekki boð­leg í frétt RÚV í gær. Hann sagði að bank­inn hefði í gegnum tíð­ina ítrekað stillt verka­lýðs­hreyf­ing­unni upp við vegg. Hótað því að hækka vexti ef samið yrði um of miklar launa­hækk­anir og hefði hækkað vexti þrisvar eftir kjara­samn­inga árið 2015 og étið upp nær allan kaup­mátt­inn.

„Að stíga síðan fram eins og ein­hverjar príma­donnur sem má ekki anda á. Mér finnst þetta ein­fald­lega ekki boð­legur mál­flutn­ing­ur,“ sagði Ragnar Þór.

Skortur á skiln­ingi og trausti

Gylfi segir þessi við­brögð Ragn­ars Þórs vera skort á skiln­ingi og trausti og að mik­il­vægt sé að stofn­unum sé treyst.

Hann bendir á að ef hag­vöxtur er mik­ill þá þurfi að hækka vexti, það sé eitt stjórn­un­ar­tæki af mörgum sem Seðla­bank­inn hef­ur. „Við verðum að halda verð­bólgu á mark­miði. Það er lög­bundið hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar. Hóf­leg verð­bólga er öllum fyrir best­u,“ segir hann.

Gylfi tekur það fram að með þessum nýju kjara­samn­ingum sé búið að auð­velda að ná þessum mark­miðum og lítur hann svo á að þetta geti verið ákveðin tíma­mót. Þarna sé sam­vinna milli stofn­ana, verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­lífs­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent