Fara fram á að Sveinn Andri verði settur af sem skiptastjóri WOW air

Arion banki, einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúi WOW air, hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air verði settur af vegna vanhæfis.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Auglýsing

Arion ­banki hefur óskað eftir því að Sveinn Andri Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður verði settur af sem skipta­stjóri þrota­bús WOW a­ir ­vegna van­hæf­is. Flug­fé­lagið var tekið til gjald­þrota­skipta í síð­ustu viku og er ­Arion ­banki einn stærsti kröfu­haf­inn í búinu. Har­aldur Guðni Eiðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Arion banka, segir þetta tengj­ast ágrein­ing­i ­bank­ans ­vegna þrota­bú ­tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins Data Cell. Sveinn Andri er einnig skipta­stjóri í því búi og ­Arion ­banki stærsti kröfu­haf­inn. Greint er frá þessu í nýjasta tölu­blaði Mann­lífs.

Umdeild skipun

Í síð­ustu viku var greint frá því að hæsta­rétt­ar­lög­menn­irnir Þor­steinn Ein­ars­son og Sveinn Andri Sveins­son voru skip­aðir skipta­stjórar þrota­bús WOW a­ir. Skip­unin hefur verið gagn­rýnd en stjórnir Lög­manna­fé­lags Íslands og Félags kvenna í lög­mennsku hafa meðal ann­ars óskað sér­stak­lega eftir upp­lýs­ingum um hvaða verk­lags­reglur gilda í slíkum til­fell­um.

Lög­­­menn­irn­ir Kristrún Elsa Harð­ar­dótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir sögðu í Morg­un­út­varp­inu í síð­ustu viku að nauð­syn­­legt væri að gerðar séu breyt­ing­ar á ó­gagn­sæj­u ­ferli við skip­un skipta­­stjóra í þrota­­bú­­um. Þær sögðu að svo virð­ist sem konum sé ekki treyst fyrir þessum stóru búum. Þá sögðu þær í sam­tali við mbl.is að gagn­rýni á skip­un­ina snú­ist frek­ar að því að verið sé að skipa Svein Andra skipta­­stjóra þar sem hann sé nú þegar skipta­­stjóri yfir stóru búi, EK 1923. Þær veltu því fyrir sér hvort heppi­legt væri að lög­maður sé skipta­stjóri yfir tveimur stórum þrota­búum sam­tímis líkt og raunin er í til­felli Sveins Andra. 

Auglýsing

Auk þess bentu þær á að ágrein­ings­­mál væri til með­ferðar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur þar sem fjór­ir kröf­u­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­­lýst kröf­u­hafa um mik­inn áfall­inn kostn­að, meðal ann­­ars vegna máls­höfð­ana gegn fyrr­ver­andi eig­anda fé­lags­ins og fé­laga í hans eigu.

Þórður Már Jóns­son lög­maður skrif­aði Face­book-­færslu þar sem hann gagn­rýndi skip­un­ina og sagði hann Svein Andra fá fleiri þrotabú til skipt­anna en aðr­ir. Símon Sig­valda­son dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem skip­aði skipta­stjór­ana yfir þrotabú WOW air, hefur hins vegar vís­að því alfarið á bug að hann hygli suma lög­menn umfram aðra við skipun skipta­stjóra og hafn­aði því jafn­framt að hann úti­loki konur frá slita­bú­um.

Þarf mikið til að skipta­stjóri sé settur af 

Har­aldur Guðni segir í sam­tali við Mann­líf að málið sé í far­vegi og verði því ekki rekið frekar í fjöl­miðl­um. Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður hjá ­LEX lög­manns­stofu, segir hins vegar að mikið þurfi til þess að skipta­stjóri þrota­bús verði settur af eftir að hafa verið skip­að­ur. Í sam­tali við Mann­líf segir hann að und­an­far­inn sé ­yf­ir­leitt á þá leið að sett hafi verið fram aðfinnsla við Hér­aðs­dóm á störf­um við­kom­and­i og að Hér­aðs­dómur hafi fall­ist á rétt­mæti aðfinnsl­anna. Hann segir að ef Hér­aðs­dómur telur að þessar aðfinnslur séu nægi­lega miklar þá geti dóm­ari sett við­kom­andi af.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent