Fara fram á að Sveinn Andri verði settur af sem skiptastjóri WOW air

Arion banki, einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúi WOW air, hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air verði settur af vegna vanhæfis.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Auglýsing

Arion ­banki hefur óskað eftir því að Sveinn Andri Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður verði settur af sem skipta­stjóri þrota­bús WOW a­ir ­vegna van­hæf­is. Flug­fé­lagið var tekið til gjald­þrota­skipta í síð­ustu viku og er ­Arion ­banki einn stærsti kröfu­haf­inn í búinu. Har­aldur Guðni Eiðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Arion banka, segir þetta tengj­ast ágrein­ing­i ­bank­ans ­vegna þrota­bú ­tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins Data Cell. Sveinn Andri er einnig skipta­stjóri í því búi og ­Arion ­banki stærsti kröfu­haf­inn. Greint er frá þessu í nýjasta tölu­blaði Mann­lífs.

Umdeild skipun

Í síð­ustu viku var greint frá því að hæsta­rétt­ar­lög­menn­irnir Þor­steinn Ein­ars­son og Sveinn Andri Sveins­son voru skip­aðir skipta­stjórar þrota­bús WOW a­ir. Skip­unin hefur verið gagn­rýnd en stjórnir Lög­manna­fé­lags Íslands og Félags kvenna í lög­mennsku hafa meðal ann­ars óskað sér­stak­lega eftir upp­lýs­ingum um hvaða verk­lags­reglur gilda í slíkum til­fell­um.

Lög­­­menn­irn­ir Kristrún Elsa Harð­ar­dótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir sögðu í Morg­un­út­varp­inu í síð­ustu viku að nauð­syn­­legt væri að gerðar séu breyt­ing­ar á ó­gagn­sæj­u ­ferli við skip­un skipta­­stjóra í þrota­­bú­­um. Þær sögðu að svo virð­ist sem konum sé ekki treyst fyrir þessum stóru búum. Þá sögðu þær í sam­tali við mbl.is að gagn­rýni á skip­un­ina snú­ist frek­ar að því að verið sé að skipa Svein Andra skipta­­stjóra þar sem hann sé nú þegar skipta­­stjóri yfir stóru búi, EK 1923. Þær veltu því fyrir sér hvort heppi­legt væri að lög­maður sé skipta­stjóri yfir tveimur stórum þrota­búum sam­tímis líkt og raunin er í til­felli Sveins Andra. 

Auglýsing

Auk þess bentu þær á að ágrein­ings­­mál væri til með­ferðar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur þar sem fjór­ir kröf­u­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­­lýst kröf­u­hafa um mik­inn áfall­inn kostn­að, meðal ann­­ars vegna máls­höfð­ana gegn fyrr­ver­andi eig­anda fé­lags­ins og fé­laga í hans eigu.

Þórður Már Jóns­son lög­maður skrif­aði Face­book-­færslu þar sem hann gagn­rýndi skip­un­ina og sagði hann Svein Andra fá fleiri þrotabú til skipt­anna en aðr­ir. Símon Sig­valda­son dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem skip­aði skipta­stjór­ana yfir þrotabú WOW air, hefur hins vegar vís­að því alfarið á bug að hann hygli suma lög­menn umfram aðra við skipun skipta­stjóra og hafn­aði því jafn­framt að hann úti­loki konur frá slita­bú­um.

Þarf mikið til að skipta­stjóri sé settur af 

Har­aldur Guðni segir í sam­tali við Mann­líf að málið sé í far­vegi og verði því ekki rekið frekar í fjöl­miðl­um. Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður hjá ­LEX lög­manns­stofu, segir hins vegar að mikið þurfi til þess að skipta­stjóri þrota­bús verði settur af eftir að hafa verið skip­að­ur. Í sam­tali við Mann­líf segir hann að und­an­far­inn sé ­yf­ir­leitt á þá leið að sett hafi verið fram aðfinnsla við Hér­aðs­dóm á störf­um við­kom­and­i og að Hér­aðs­dómur hafi fall­ist á rétt­mæti aðfinnsl­anna. Hann segir að ef Hér­aðs­dómur telur að þessar aðfinnslur séu nægi­lega miklar þá geti dóm­ari sett við­kom­andi af.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent