Fara fram á að Sveinn Andri verði settur af sem skiptastjóri WOW air

Arion banki, einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúi WOW air, hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air verði settur af vegna vanhæfis.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Auglýsing

Arion ­banki hefur óskað eftir því að Sveinn Andri Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður verði settur af sem skipta­stjóri þrota­bús WOW a­ir ­vegna van­hæf­is. Flug­fé­lagið var tekið til gjald­þrota­skipta í síð­ustu viku og er ­Arion ­banki einn stærsti kröfu­haf­inn í búinu. Har­aldur Guðni Eiðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Arion banka, segir þetta tengj­ast ágrein­ing­i ­bank­ans ­vegna þrota­bú ­tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins Data Cell. Sveinn Andri er einnig skipta­stjóri í því búi og ­Arion ­banki stærsti kröfu­haf­inn. Greint er frá þessu í nýjasta tölu­blaði Mann­lífs.

Umdeild skipun

Í síð­ustu viku var greint frá því að hæsta­rétt­ar­lög­menn­irnir Þor­steinn Ein­ars­son og Sveinn Andri Sveins­son voru skip­aðir skipta­stjórar þrota­bús WOW a­ir. Skip­unin hefur verið gagn­rýnd en stjórnir Lög­manna­fé­lags Íslands og Félags kvenna í lög­mennsku hafa meðal ann­ars óskað sér­stak­lega eftir upp­lýs­ingum um hvaða verk­lags­reglur gilda í slíkum til­fell­um.

Lög­­­menn­irn­ir Kristrún Elsa Harð­ar­dótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir sögðu í Morg­un­út­varp­inu í síð­ustu viku að nauð­syn­­legt væri að gerðar séu breyt­ing­ar á ó­gagn­sæj­u ­ferli við skip­un skipta­­stjóra í þrota­­bú­­um. Þær sögðu að svo virð­ist sem konum sé ekki treyst fyrir þessum stóru búum. Þá sögðu þær í sam­tali við mbl.is að gagn­rýni á skip­un­ina snú­ist frek­ar að því að verið sé að skipa Svein Andra skipta­­stjóra þar sem hann sé nú þegar skipta­­stjóri yfir stóru búi, EK 1923. Þær veltu því fyrir sér hvort heppi­legt væri að lög­maður sé skipta­stjóri yfir tveimur stórum þrota­búum sam­tímis líkt og raunin er í til­felli Sveins Andra. 

Auglýsing

Auk þess bentu þær á að ágrein­ings­­mál væri til með­ferðar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur þar sem fjór­ir kröf­u­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­­lýst kröf­u­hafa um mik­inn áfall­inn kostn­að, meðal ann­­ars vegna máls­höfð­ana gegn fyrr­ver­andi eig­anda fé­lags­ins og fé­laga í hans eigu.

Þórður Már Jóns­son lög­maður skrif­aði Face­book-­færslu þar sem hann gagn­rýndi skip­un­ina og sagði hann Svein Andra fá fleiri þrotabú til skipt­anna en aðr­ir. Símon Sig­valda­son dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem skip­aði skipta­stjór­ana yfir þrotabú WOW air, hefur hins vegar vís­að því alfarið á bug að hann hygli suma lög­menn umfram aðra við skipun skipta­stjóra og hafn­aði því jafn­framt að hann úti­loki konur frá slita­bú­um.

Þarf mikið til að skipta­stjóri sé settur af 

Har­aldur Guðni segir í sam­tali við Mann­líf að málið sé í far­vegi og verði því ekki rekið frekar í fjöl­miðl­um. Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður hjá ­LEX lög­manns­stofu, segir hins vegar að mikið þurfi til þess að skipta­stjóri þrota­bús verði settur af eftir að hafa verið skip­að­ur. Í sam­tali við Mann­líf segir hann að und­an­far­inn sé ­yf­ir­leitt á þá leið að sett hafi verið fram aðfinnsla við Hér­aðs­dóm á störf­um við­kom­and­i og að Hér­aðs­dómur hafi fall­ist á rétt­mæti aðfinnsl­anna. Hann segir að ef Hér­aðs­dómur telur að þessar aðfinnslur séu nægi­lega miklar þá geti dóm­ari sett við­kom­andi af.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent